Nýja dagblaðið - 23.07.1938, Page 3

Nýja dagblaðið - 23.07.1938, Page 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Rógburður „drauganna“ Það er ekki hægt að neita því, að fremur er dimmt yfir landinu, þótt sumar sé. Það lítur illa út með síldveiðina, og yfir hefir gengið þriggja ára aflabrestur á þorskveiðum. Það er lágt verð á fiskafurðum og markaður þröng ur. Síldarafurðirnar hafa stór- lækkað í verði, sömuleiðis ull og gærur. Af þessum og ýmsum öðrum á- stæðum syrtir nú í lofti, hvort sem sá sorti varir lengur eða skemur. En alltaf þegar dimmir að og illa gengur, þá færist líf í draugana. Þeir fara á kreik. Þannig er það með ritstjóra í- haldsblaðanna, Morgunblaðsins og Vísis. Alltaf þegar illa gengur færist líf í ritstjóra þessara blaða, þeir fyllast „starfsgleði" og rita nið um menn og málefni meira en endranær. Vonir þeirra um að geta velt ábyrgðinni af hinum vaxandi erfiðleikum yfir á herðar þeirra, sem landinu stjórna, glæðast. Atorka þeirra við ritstörfin margfaldast við til- hugsunina um að geta gert eitt- hvað illt af sér. Síðustu dagana hafa skrif þessara manna gengið mjög úr hófi fram, og sá maður, sem þeir hafa lagt mest í einelti, er F j ár málar áðlier r aim. Það hefir tæpast liðið svo nokkur dagur í langan tíma, að íhaldsblöðin hafi ekki ráðizt að fjármálaráðherranum með per- sónulegar svívirðingar. Hann hefir verið kallaður „blygðunar- laus hræsnari" og öðrum álíka nöfnum. Sá maður, sem aðallega mun notaður til þessara níð- skrifa, er Árni frá Múla! Það er naumast unnt að hugsa sér meiri ofdirfsku en að nota Árna frá Múla til að skrifa níð um Eystein Jónsson. Um Árna er það vitað, að hann vinnur aldrei ærlegt handarvik, hann er ómagi á þjökuðum atvinnuvegi, aðgerðar laus niðursetningur íhaldsins hjá Fisksölusamlaginu, með 10 þúsund króna launum, einskon- ar ábaggi á hina þrjá fram- kvæmdarstjóra, sem allir vita að eru þó hæstlaunuðu menn þessa lands. Það er kunnugt öllum, er heima eiga í Reykjavík, að þá daga, sem Árni er ekki „forfall- aður“ frá því að mæta í Sölu- samlaginu, situr hann við skrif- borð sitt þar, veltir fyrir sér dag- blöðunum, reykir sigarettur og ritar niðgreinar eftir fyrirskip- un. Það er ekki unnt að hugsa sér meiri andstæður en Árna frá Múla og Eystein Jónsson fjármálaráðherra. Og eins ólíkir og þessir menn eru og þeirra störf, svo er og ólíkt hvernig þeir flokkar, sem þeir tilheyra, bregð- ast við erfiðleikunum, sem steðja að. Það vantar ekki að íhaldið þykist hafa „áhuga“ fyrir einu og öðru! Það „áhugamál“, sem einna mest ber á síðustu dag- ana, er Iiuifliitiimgshtiftiii. Eins og landsmenn allir vita, hafa íhaldsblöðin haldið uppi stöðugum árásum á fjármála- ráðherra fyrir innflutningshöft- in. Árásirnar hafa verið fyrir það, að alltof lítið væri flutt inn. Mánuðum og árum saman hafa verið gerðar kröfur um aukinn innflutning á allskonar varningi. Hefir þar ekki verið minnst á- berandi krafan um meira bygg- ingarefni og raftæki, svo að dæmi séu nefnd. Því hefir stöð- ugt verið haldið fram, af íhalds- blöðunum, að hinn litli innflutn- ingur væri til þess að níðast á verzlunarstéttinni og koma henni á kné. Þessi hefir verið grunntónninn í öllum skrifum í- haldsblaðanna um innflutnings- höftin. Nú eftir aflaleysisár, þegar það sýnir sig, að gjaldeyriseign þjóð- arinnar af þeirri ástæðu og öðr- um, er minni en við höfðum fyr- irfram rétt til að vænta, og inn- flutningur þar af leiðandi hlut- fallslega of mikill, þótt fast hafi verið á haldið, þá er breytt um tón hjá íhaldinu og fjármála- ráðherra ásakaður harðlega fyr- ir að hafa ekki beitt innflutn- ingshöftunum nægilega mikið!! Þar af stafi öll gjaldeyrisvand- ræðin! Það sýnir sig, segir Mbl., að innflutningshöftin hafa verið kák og af því stafa gjaldeyris- erfiðieikarnir. En sömu dagana, sem Morgunblaðið skrifar á þessa leið, og deilir fast á fjár- málaráðherra fyrir slælega fram kvæmd innflutningshaftanna, þá ber Vísir fram kröfur um meiri innflutning, sérstaklega á raftækjum. Segir blaðið, að rík- isstjórninni beri að sjá um að meira sé flutt inn af þessum varningi en gert hafi verið hing- að til. Mörg dæmi mætti nefna er sýna glundroðann í málfærslu íhaldsblaðanna. Annað blaðið ávítar fjármála- ráðherra fyrir það, sem hitt blaðið heimtar að sé gert. Nú fyrir skömmu birtist inn- römmuð grein í Vísi, þar sem blaðið lætur í ljós þá skoðun, að þjóðin væri betur komin, ef alls engin innflutningshöft hefðu átt sér stað. Þá hefðu verið fluttar inn vörur þangað til gjaldeyris- skorturinn stöðvaði vörukaupin, segir blaðið. Þessi kenning Visis er enn eitt dæmið af mörgum um ábyrgðarleysi íhaldsins í þjóð- málum. Blaðinu dylst, það sem hverju barni er þó ljóst, að ef innflutningshöft hefðu engin verið, myndu fyrst og fremst hafa verið hrúgað óhófsvörum inn í landið, allskonar munaðar- vörum, af því að af slíkum varn- ingi er mestan gróða að hafa fyrir verzlunarstéttina. Kaupfé- lögin verzla sáralítið með þess- háttar varning og kaupmenn ráða því að heita má verðlagi hans. Það þarf því ekki djúp- vitran mann til að sjá, að ef gjaldeyrisverzlunin hefði verið frjáls, myndu kaupmenn hafa hrúgað að sér gróðavænlegum vörutegundum, og einn góðan veðurdag hefði þjóðin svo staðið uppi ófær um að greiða andvirði brýnustu lífsnauðsynja. Við hefðum orðið að hætta að kaupa kol, olíu, salt og aðrar útgerðar- vörur til dæmis. Þannig hefðu kenningar Vísis orðið í fram- kvæmd. Það þarf blygðunarleysi til að skrifa á þennan hátt. Reynsla annarra þjóða er sú, að þegar kreppt hefir að með gjaldeyri, hefir hvarvetna verið gripið til innflutningshafta, til þess að tryggja að nægur gjald- eyrir væri fyrir hendi til greiðslu lífsnauðsynja. Þannig eru þá skrif íhalds- blaðanna um gjaldeyrismál og árásir þeirra á fjármálaráð- herra í því sambandi. Rök- semdir þeirra stangast. Skrif þeirra til þess eins, að þyrla upp ryki, ef með því mætti heppn- ast að villa um almennlng í þessum málum. En þess er ekki að vænta, að blekkingar, sem eru svo andstæðar innbyrðis, geti leitt marga á villigötur. Reynslan frá kosningum und- anfarinna ára ætti að vera búin að sýna þessum herrum hug almennings í landinu. Það er ekki úr vegi, að minna í- haldsblöðin á það í þessu sam- bandi: Hverjir þeir ern, sem heimta óþarfan innflutning. Því verður ekki neitað, að þegar þjóðin þarf árlega að standa í skilum með miklar greiðslur vaxta og afborgana af erlendum skuldum, m. a. hinu mikla Sogsláni, eftir þriggja ára aflabrest á þorskveiðum og slæmt útlit með síldveiðar, auk verðfalls á afurðum, þá hlýtur hjá hverjum hugsandi manni að vakna spurningin: Hvað er það, sem þjóðin get- ur helzt sparað og neitað sér um? í þessari grein verður ekki farið ítarlega út í þetta atriði, en það verður fljótt ljóst, að ekkí er um margar vörutegund- ir að ræða, sem notaðar eru af vinnandi stéttunum, bændum og verkamönnum, sem kalla má óhófsvörur. Það má auðvitað segja, að notkun á kaffi, sykri og hveiti sé meir komið í vana en hollt er frá heilsufræðilegu og fjárhagslegu sjónarmiði, og að eitthvað megi og jafnvel verði að spara á þeim liðum. Svo koma aftur aðrar vöru- tegundir, sem spara mætti tölu- vert á, ef að herðir. Það er hugs- anlegt og meira en það, þótt hér sé ekki áfengisbann, að takmarka innflutning áfengis. Hverjir eru það, sem neyta þess mest og myndu reka upp sárast óp ef innflutningur þess stöðv- aðist? Rennir Árni frá Múla grun í það? Hverjir voru helztu áfengissmyglarar á tímum bannlaganna? — Það er einnig mögulegt að spara innflutning á tóbaki, og nota til þess ýmsar aðferðir. Ætli það séu bændur og verkamenn, sem nota mest af því? — Hverjir eru það, sem flytja inn og selja varasmyrsli, andlitsduft o. fl. þessháttar, og hverjir kaupa þessar vörur, sem gerð er miskunnarlaus krafa um að fluttar séu inn eða fram- leiddar í landinu? Eru það vinnandi stéttirnar? Nei, það er fólk, sem hefir fé handa á milli umfram nauðþurftir, og kaup- menn græða á slíkri verzlun meir en flestu öðru. — Það er því miður ekki ósennilegt, að þjóðin verði að neita sér um ýmislegt, sem hingað til hefir verið talið nauðsynlegt, og þeg- ar þannig verður hert að, þá mun það koma í ljós, hverjir reka upp kveinstafi, sjálfra sín vegna og þeirra, er verzla með þennan varning. — Þannig líta málin út, skoðuð í réttu ljósi, og alveg sama kemur fram, þegar íhaldsblöðin ræða um hina miklu Eyðslu. Það kemur tæpast svo út í- haldsblað, að ekki sé ritað um hina miklu eyðslu ríkisstjórnar- innar, sérstaklega‘fjármálaráð- herrans. Það er alkunnugt, að fjármálaráðherra hefir oft skorað á „sjálfstæðismenn“ að benda á einhvern lið fjárlag- anna, sem mætti spara. Það er vitað, að þeir greiða atkvæði með hverjum einasta útgjalda- lið fjárlaganna þing eftir þing, og bera auk þess fram tillögur, sem kosta mundu ríkissjóð hundruð þúsunda, næðu þær fram að ganga. Og hver er svo þessi „eyðsla“, sem þeir tala um? Og hvar á að spara, ef til kastanna kemur? Auðvitað má kalla það „eyðslu“, að greiða y2 milljón króna til varna gegn mæðiveiki, og hundruð þúsunda til hjálpar þeim, sem misst hafa bústofn sinn vegna veikinnar. Það má kalla j arðræktarstyrk- inn „eyðslu“, fjárframlögin til Fiskimálanefndar, fjárveitingar til vega-, brúa- og símalagn- inga, fjárveitingar, sem miða að því að skapa viðunandi lífsskil- yrði fyrri vinnandi menn lands- ins, — vitanlega má kalla þetta eyðslu, en hve margir taka undir ávítur á ríkisstjórnina fyrir þessa eyðslu? Þrátt fyrir það, sem núverandi stjórn og þingmeirihluti leggur til þessara framkvæmda, eru sífellt gerðar kröfur um aukna vegagerð, fleiri brýr og síma, hærri fram- lög til atvinnuveganna. Og allt er þetta gert til þess að reyna að halda uppi framleiðslu landsmanna. Menn verða að dæma um það, hver fyrir sig, hvort þessi fjárframlög eiga skilið nafnið eyðsla, þótt hitt sé vitanlega mikið vafamál, hve lengi ríkissjóður reynist fær um að inna þessar greiðslur af höndum, Vert er að minna á það í sam- bandi við skrif íhaldsblaðanna um eyðslu, að þeir menn, sem eiga blöðin og ráða skrifum þeirra, hafa á undanförnum ár- um rakað saman offjár á verzl- un og útgerð, og sumir þessir menn hafa meira að segja núna, á erfiðleikatímunum, haft að- stöðu til að bæta við auð sinn vegna óþarflegrar verzlunar- álagningar. Þessir menn láta leiguþý sín tala um eyðslu ríkis- stjórnarinnar, eyðslu, sem er fólgin í framlögum til að- NtJA DAGBLAÐIB Útgefandi: Blaðaútgáfan hJ. Ritstjórl: ÞÓRARINN ÞÓRARIN8SON. Ritstj ómarskriístof umar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu 1D. Siml 2323. Eftir kl. B: Siml 3948. Áskriftarverö kr. 2,00 á mánuöi. í lausasölu 10 aura elntaklö. Prentsmlöjan Edda hJ. Simar 3948 og 3720. þrengdra atvinnuvega. Sjálfir hafa þessir menn eytt árlega og eyða enn, tugum þúsunda til eigin framfæris. Þessir menn þurfa ekki að ímynda sér, að sú eyðsla, komi ekki jafn þungt niður á bök alþýðunnar í land- inu. En hvor eyðslan halda menn að sé þarfari, sóun nokkurra manna á tugum þúsunda króna sjálfum sér til framfæris, eða hin, sem miðar að því að létta undir með atvinnuvegunum og rétta þá við? í hvert skipti, sem íhaldsblöðin minnast á eyðslu, þá vekja þau athygli á óhófslíflifnaði aðstandenda sinna. Enn eitt hafa íhaldsblöðin gert mjög að umtalsefni und- anfarið, og það eru Liántökurnar. Þesi blöð hafa verið ákaflega gleið yfir því, eftir því, sem séð verður, að ekki skyldi teljast hentugt að bjóða út gjaldeyris- lánið, eins og ætlað var, en í þess stað tekið bráðabrigðalán, og lán til rafvirkjunar á Akureyri, með kjörum, sem telja verður eftir atvikum mjög góð. Það hefir verið á það bent, að um hver einustu áramót hafa spá- menn íhaldsins lýst yfir því, að nú væri allt að fara hér í kalda- kol. Á þessum skrifum er ekki tekið mark innanlands, en þau eru þýdd af fulltrúum erlendra ríkja hér og stundum endur- prehtuíð í blöðum utahlands, sem ummæli ábyrgs stjórnmála- flokks. Það er því vafalaust, að þessar hrakspár spilla verulega fyrir landinu út á við, og það hafa Sjálfstæðismenn verið að reka sig á sjálfir nú þessa dag- ana. Að öðru leytí stafa vandræði okkar nú aðallega af því, að á góðærunum, stjórnarárum íhaldsins, var fluttur inn gjald- eyrir að þarflausu svo miljónum króna skipti með lántökum er- lendis. Á stjórnarárum íhaldsins 1925—27, þegar saltfiskútflutn- ingurinn var að meðaltali 41 millj. króna á ári á móti 17 millj. undanfarin þrjú stjórnar- ár, ukust skuldir þjóðarinnar um 10 millj. króna. Á þessum góðu árum var eyðslan svo óhóf- leg, að allur hinn mikli gjald- eyrir eyddist og meira til. Þá var tekið 8 milljón króna lán til þess að koma upp húsbyggingum í Reykjavík! Er ömurlegt til þess að hugsa hvernig farið var með fé þjóðarinnar á þessum góðu árum. Ekki einungis öllu eytt sem inn kom, heldur skuldum safnað að auki. Það er fyrst í tíð núverandi (Framh, á 4. siðu.)

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.