Nýja dagblaðið - 24.07.1938, Page 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Allt siðan á dögum Aristoteles
hafa vísindamennirnir leitt at-
hygli sína að tvíhöfðuðum orm-
um. Benjamín Franklín var van-
ur að sýna lœrisveinum sínum
tvíhöfðaðan orm og taka dœmi
af honum um sundrung og tví-
drœgni, því hin tvö höfuð gátu
aldrei orðið ásátt um það, hvert
skríða skyldi.
Dr. Cunningham við Duke há-
skólann, hefir lengi fengizt við
rannsóknir á tvíhöfða ormum og
gefið út bók um þetta efni. Hann
hefir fundið mörg dœmi um inn-
byrðis ófrið milli þessara tveggja
höfða á sama líkama, og það
jafnvel á svo háu stigi, að til
bana hefir dregið. Hann hefir
séð dœmi þess, að annað orms-
höfuðið gleypti hitt og olli þann-
ig báðum hinum stríðandi aðil-
um óskemmtilegs dauða.
*
Það hefir nýlega hent i Sví-
þjóð, að prestur, er fékk við
prestskosninguna aðeins eitt at-
kvœði af 92, hefir verið skipaður
í embœttið.
Svipað gerðist norður í Dölum
á dögum Karls XV. Þar fór fram
prestskosning og var valið um
þrjá umscekjendur. Einn hlaut
400 atkvœði, annar 90 og sá
þriðji 1. Þrátt fyrir þessi greini-
legu úrslit treysti fólkið ekki
meira en svo á það, að konung-
urinn myndi hlíta þeim. Þess-
vegna var kosin allmyndarleg
nefnd til að túlka málstað fólks-
ins og fylgja málinu fram. —
Nefndin fór nú á konungsfund,
þar sem eftirfarandi samtal átti
sér stað:
— Hvernig lauk kosningunni?
— Einn umscekjandinn hlaut
ncestum öll atkvœðin.
— En sá nœsthœsti?
— Fékk aðeins sárfá atkvœði.
— Hvað fékk sá þriðji?
— Hann fékk bara eitt at-
kvœði, sögðu allir sendímennirn-
ir einum rómi.
— Vesalings maðurinn, sagði
konungurinn. .Ég .gef. honum
mitt atkvœði.
*
Mannfjölgúnarstefna Mussoli-
nis hefir gert barneignir að mik-
illi dyggð meðal ítala. Þar líðst
engum að tala háðslega um
þessa hluti. Nýlega var sýnt leik-
rit í Róm, sem fjallaði um ótrúa
eiginkonu, sem átti barn með
elskhuga sínum. ítölskum eigin-
mönnum fannst sér gert mjög
lágt undir höfði og óvirðulega
um sig og hjónabandið talað.
Þegar höfundurinn, Benelli að
nafni, sýndi sig á sviðinu, rudd-
ust hinir scerðu og reiðu eigin-
menn upp á sviðið og gafst tæki-
fœri til þess að jafna ofurlltið
um dónann, áður en lögreglan
skakkaði leikinn.
*
— Rífstu nokkurn tíma við
konuna þína?
— Nei, aldrei. Hún þrœðir sín-
ar götur og ég hennar.
*
TIL ATHUGUNAR:
Iðnin er hœgri hönd hamingj-
unnar. Þýzkur málsháttur.
HÁRVÖTN OG ILHVÖTIV FRÁ ÁFEVGIS-
VERZLUN IIIKISIIVS ERIJ MJÖG HEIVT-
Reykjavík - Akureyri
UGAR TÆKIFÆ ItlSG J ÁFIR
AUSTURFERÐIR:
í OlSus, Þrastalund,
Grímsnes, Laugarvatn,
Laugardal, Bískups-
tungur að G e y s i í
Haukadal
frá Bíireiðasf. Geysi
Sími 1633.
Síðan er föyur sveit.
Fastar áætlunarferðir frá Rvík
að Kirkjubæjarklaustri alla
þriðjudaga. Frá Kirkjubæjar-
klaustri til Reykjavíkur alla
föstudag-a. Vandaðar bifreiðar.
Þaulæfðir bílstjórar. Afgr. Bif-
reiðastöð íslands. Sími 1540. —
Næsta oraðferð um Ákranes til Ak- ;
ureyrar er á mánudag
Bifreiðastöð Steindórs.
Sími 1580.
Málverkasýning
Eggerts Guðmundssonar
Skólavörðustíg 43
— áöur vinnustofa Kristjáns Magnússonar —
Opin daglega kl. 1—9. — Aðeins nokkra daga.
Furðuverð björéun
f eftirfarandi grein segir frá 17 námumönnum, sem lok-
uðust inni í námunni við jarðhrun og voru í fjóra sólar-
hringa að grafa sér leið upp á yfirborðið. Þeir sáu þá,
að það hafði orðið þeim til lífs að Iokast inni í námunni,
því hún hafði fallið saman við bjarghrun, sem hafði al-
gerlega hulið bæinn, sem þeir bjuggu í, og orðið flest-
um íbúunum að bana.
Gamall námuverkamaður dó
fyrir skömmu í sjúkrahúsinu í
Montreal. Það sást á skjölum
þeim, er hann skildi eftir sig,
að hann hafði eitt sinn unnið í
Turtle-námunni i Franktown í
Kanada. Hann var síðasti mað-
urinn, sem lifði af þeim, er lok-
uðust inni í námunni í slysinu
hérna um árið, þegar Frank-
town eyðilagðist.
Morgun einn fóru 17 námu-
menn niður í námuna eins og
venja var til. Þeir unnu í bezta
gangi námunnar og þar eð
málmæðar voru ekki í grennd-
inni, voru þeir venjulega
klukkustundum saman einangr-
aöir frá félögum sínum. Þeir
áttu enn eftir að vinna nokkrar
stundir, er mikill hávaði og
dynkir tóku að heyrast í berg-
inu. Þeir fundu hvernig gólfið
í námuganginum gekk í öldum
og þak gangsins riðaði.
En eikarbjálkarnir í gangin-
um héldu. Nú heyrðist ógurleg-
ur hávaði og mold og grjót
hrundi fyrir innganginn. Þessir
17 fölnuðu og litu hver á ann-
an. Þeir skyldu gerla hvað þetta
þýddi fyrir þá, þeir voru grafnir
lifandi djúpt niðri í jörðinni og
einangraðir frá umheiminum.
Það leit út fyrir að þeirra biði
kvalafullur dauði, þegar loftið
gengi til þurðar.
Verkamennirnir töldu sig ó-
hamingjusömustu verur á jarð-
ríki þessa stundina. Þeir höfðu
heldur ekki grun um hvað hafði
fram farið úti, sem sé, að
Franktown þurkaðist burt í
stærsta skriðuhlaupi, sem
þekkst hefir í Ameríku. Turtle-
hamarinn, sem var 1200
metra hár, hafði hrunið á
nokkrum sekundum og skriðan
hlaupið í Old Man-river. Borgin
var að mestu leyti byggð
frammi á hamrinum og hún
hafði gersamlega horfið með
hruninu og flestir íbúar borgar-
innar fórust.
Það hefir síðar verið reiknað
út, að 17 milljónir smálesta af
mold og grjóti hafi hrunið.
Farvegur Old Man-river var 3
km. breiður, og hann fylltist
30 metra þyku lagi af möl og
sandi. Fáeinum hræðum tókst
að forðast eyðilegginguna. Hús
þeirra stóðu handan við dalinn,
en þau eyðilögðust nokkrum
klukkustundum síðar í ægileg-
um eldsvoða. Skelfingin var svo
mikil, að enginn mátti vera að
því að hugsa um verkamennina
niðri í námunni, enda var eng-
inn inngangur í námuna til
þeirra. En þó að einhver hefði
munað eftir þeim, þá hefði eng-
um dottið í hug að þeir væru
enn á lífi.
Meðal námuverkamannanna
var maður að nafni John Law-
ton, sem var öllu vanur og hafði
unnið í mörgum námum. Hann
hafði orðið fyrir tveim námu-
slysum og sloppið í bæði skiptin
ómeiddur, og þess vegna vildi
hann ekki trúa því fyr en hann
tæki á, að hann ætti nú að far-
ast. Lawton eggjaði félaga sína
lögeggjan að taka þátt í björg-
unarstarfinu. Hann var sann-
færður um, að menn störfuðu
ákaft að björgun utan frá.
Hann gekk um og barði á vegg-
ina, til þess að komast að í
hvaða átt væri helzt að reyna.
Eftir langa yfirvegun ákváðu
þeir að reyna að komast áfram
eftir sprungu, sem var níu
metrum ofar en þeir, og reyna
að komast gegn um ruðning-
inn, sem fallið hafði fyrir
munnann.
Verkamennirnir 17 unnu nú
ákaft að því að komast upp
sprunguna. Þeir stönzuðu öðru
hvoru til þess að hlusta eftir
hjálp utan frá, en þeir heyrðu
ekkert, þögnin var djúp og ógn
þrungin, er þeir hlustuðu. Þeir
gripu því áhöldin aftur og
unnu með krafti örvæntingar-
innar að lausn sinni.
Ein klukkustundin leið eftir
aðra. Nesti þeirra, sem hafði ver-
ið mjög af skornum skammti,
var þrotið með öllu, og þeir þjáð-
(Framh. á 4. siðu.)