Nýja dagblaðið - 24.07.1938, Side 4
REYKJAVÍK, 24. jtJLÍ 1938.
6. ÁRGANGUR — 168. BLAÐ
NYJA DAGBLAÐKk
GAMLA B í Ó
|
Á skyrinnni
gegnumbæinn |
afar fjörug gamanmynd
Sýnd kl. 7 og 9.
Alþýðusýning kl. 7.
Barnasýning kl. 5:
Smámyndasafn III
þ. á m. 3 Skipper Skræk
myndir.
Bygging
halnarhússins
Fyrir bæjarstjórnarfundinum
á fimmtudaginn lá tillaga aö
ljúka við byggingu hafnarhúss-
ins. Hafði hafnarstjórn lagt til,
að það yrði gert, án þess að
verkið yrði boðið út.
Guðm. Eiríksson kom með
breytingartillögu þess efnis að
verkið skyldi bjóða út á venju-
legan hátt. Jakob Möller mót-
mælti þessari tillögu harðlega
og sagði að hafnarsjóður myndi
leggja til efnið og þessvegna
væri ekki hægt að bjóða hús-
bygginguna út.
Sigurður Jónasson kvaðst að
vísu bera hið fyllsta traust til
hafnarstjóra, en hinsvegar taldi
hann ekki ná nokkurri átt að
bjóða ekki svona verk út. Sýndi
hann fram á, að viðbára Jakobs
væri hin mesta fjarstæða, því
það væri auðvelt að bjóða hús-
byggingar út, enda þótt húseig-
endur legðu til efni. Sigurður
bað Jakob, sem er í hafnar-
stjórn, um upplýsingar um, hvað
húsbyggingin ætti að kosta, en
Jakob neitaði að svara því og
var helzt á honum að skilja, að
bæjarstjórnin mætti ekki fá að
vita það.
Er þetta enn eitt dæmi um þá
skoðun meirihluta bæjarstjórn-
ar, að hann hafi rétt til að fara
leynt ipeð stórvægilegar fjár-
málalegar ákvarðanir fyrir bæj-
arstjórninni. Einhver bæjarfull-
trúanna gat þess þá til, að bygg-
ingin myndi alltaf kosta 300—
400 þús. kr. Jón Björnsson hafði
í hafnarstjórninni dregið það í
efa, að þörf væri á byggingunni
strax og vildi láta bæjarstjórn-
ina fella úrskurðinn um það. En
það vildi Jakob ekki og þar sat.
Jakob Möller sagði, að allt efni
til húsbyggingarinnar væri kom-
ið á staðinn, en Guðmundur Ás-
björnsson upplýsti að ekkert af
því myndi komið á staðinn og
myndi í fyrsta lagi koma eftir
hálfan mánuð. Var auðheyrt á
Guðmundi að hann væri sömu
skoðunar og Jón Björnsson, að
hann vlldi láta verkið bíða.
Sigurður Jónasson spurðist
fyrir um hvað ætti að gera með
hina nýju byggingu og taldi
varla þörf á meira geymsluplássi
við höfnina eins og stæði. Ef
hinsvegar ætti að nota plássið til
annars, þá vildi hann benda á,
að skynsamlegast myndi vera að
flytja þangað allar skrifstofur
bæjarins, sem eru nú í alger-
lega ófullnægjandi húsrúmi.
Ari Jóhannesson
(FramhalcL af 3. síöu.)
um árum, en Þuríður er enn á
lífi, háöldruö.
Árið 1904 fíuttist Ari með for-
eldrum sínum að Ytra-Lóni á
Langanesi, er þau keyptu þá
jörð, og bjuggu þar æ síðan. Þar
ólst hann upp og dvaldi þar
mestan hluta æfinnar. Hann
útskrifaðist úr Gagnfræðaskól-
anum á Akureyri vorið 1909 með
mjög hárri einkunn og settist í
4. bekk Menntaskólans hér,
haustið eftir, en varð að hætta
námi, sökum vanheilsu. Mun
hann áldrei hafa verið heilsu-
hraustur upp frá því.
Nokkura vetur var hann
barnakennari á Langanesi, þar
til hann kvæntist eftirlifandi
konu sinni Ásu Aðalmundar-
dóttur frá Eldjárnsstöðum,
mestu dugnaðar- og myndar-
konu. Eignuðust þau 6 mann-
vænleg börn, en misstu eitt
þeirra ungt. Bjuggu þau fyrst
á Ytra-Lóni um nokkurra ára
skeið, en fluttu síðan til Þórs-
hafnar þar sem hann stundaði
ýmsa vinnu á sumrum og ung-
lingafræðslu á vetrum. Síðustu
tvö árin dvöldu þau hjónin að
mestu hér í bænum, aðallega til
þess að létta undir með eldri
börnunum, er hér voru við nám.
Var heilsa hans mjög tæp síð-
astliðinn vetur og gáfu læknar
von um að takast mætti með
uppskurði að ráða bót á meini
því, er þeir töldu vera orsök
margra ára heilsubrests hans.
En hér fór sem oftar að mann-
legur máttur varð að lúta í lægra
haldi fyrir öðrum öflum sterk-
ari.
Ari heitinn var meðal greind-
ustu manna er ég hefi kynnst.
Hann var fróður og viðlesinn,
þrátt fyrir erfiða aðstöðu til þess
að afla sér bókakosts og hafði
mikla ánægju af að miðla öðr-
um af þekkingu sinni. Hann var
ræðinn og skemmtinn í vinahóp
þrátt fyrir heilsubrest og ýmis-
konar örðugleika er hann átti
við að stríða. Hann hafði mikið
yndi af söng og hljóðfæraslætti,
hafði góða söngrödd, lék ágæt-
lega á harmoníum og var um
skeið organisti í Sauðaneskirkju.
Ég minnist hans jafnan með
þakklæti og hlýhug frá þeim
tíma er hann var kennari minn
í æsku. Enginn kennari sem ég
kynntist síðar var samvizkusam-
ari né skylduræknari en hann,
enginn betri kennari, þó lærðari
væru og langskólagengnari, að
öðrum ólöstuðum.
Sár harmur er kveðinn að
konu hans, sem var honum
tryggur og fórnfús lífsförunaut-
ur, annaðist hann og hjúkraði
honum í veikindum og vakti við
banabeð hans síðustu stundirn-
ar, börnum hans, sem hann jafn-
an var ástríkur faðir, móður
hans aldraðri og kærum bróður.
Friður veri yfir moldinni sem
geymir jarðneskar leyfar hans.
V. H.
Engin svör fengust við þessu,
annað en Jón Axel taldi sig vita,
að húnæðið myndi vera hægt að
leigja.
Skríistoíur vorar
verða lokaðar mánudagínn 23. þ. m.
írá kl. 12--4.
r
Aíengisverzlun ríkísins.
Stefán Guðmundsson
Kveðjukonsert í Gamla Bíó þríðjudagínn
26. p. m. kl. 7,15.
N Ý J A B 1 O
Leikaralíf í
Hollywood
(A Star is Born)
Hrífandi fögur og til-
komumikil mynd. er ger-
ist í kvikmyndaborginni
Hollywood
Öll myndin er tekin í
eðlilegum litnm Techni
color
Aðalhlutverkin leika
Fredríc March
Janet Gaynor
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Lækkað verð kl. 5.
SÍÐASTA SINN.
Beztu kolín
GEIR H. ZOEGA
Símar: 1964 og 4017.
Víð hljéðfærið: Haraldur Sígurðsson.
Aðgöngumíðar seldir hjá Katrínu Viðar og
Eymundsen.
Söngurinn verður ekkí endurtekinn.
Bálfarafélag íslamls.
Skrifstofa: Hafnarstrœti 5.
Pélagssklrteini (æfigjald) kosta 10 kr.
Skírteini, sem tryggja bálför, kosta 100
krónur, og má greiða þau í fernu lagi,
á einu ári. Allar nánari upplýsingar á
skriístofu félagsins. Sími 4658.
Furðuverð björgun
(Frli. af 2. síðu.)
ust af þorsta. Síðustu ljóskerin
voru slokknuð. Sumir mannanna
voru alveg að gefast upp, en
Lawton eggjaði þá ákaft á að
halda áfram.
Eftir fjóra sólarhringa sáu
verkamennirnir nokkurn árang-
ur erfiðisins. Einn þeirra rak upp
gleðióp. Hann hafði fundið trjá-
rætur og hélt sig finna nýtt loft
streyma á móti sér.
Fyrsti ljósgeislinn féll inn til
námumannanna nákvæmlega
hundrað klukkustundum eftir að
Franktown eyðilagðist. Þeir
unnu nú allir sem óðir menn, en
er þeir voru komnir heilir á húfi
upp á yfirborðið, trúðu þeir vart
sínum eigin augum. Þar sem
staðið hafði blómleg borg fyrir
fjórum dögum, var nú ekkert að
sjá nema eyðileggingu. Hús
þeirra voru horfin, vandamenn
þeirra sömuleiðis og þeir hefðu
sjálfir farið sömu leiðina, ef þeir
hefðu ekki verið grafnir niðri í
námunni.
Það er mjög sjaldgæft að
námuslys verði þeim, er í því
lenda, til lífs, eins og þarna var.
í hesldsolu.
Ishúsíð HERÐUBREIÐ
Fríklrkjuveg 7. — Sími 2678.
Rjómabússmjör
Irá K. E. A.
í hálfs kíló pökkum er komíð altur.
Samband ísl. samvínnuiélaga.
Sími 1080.