Nýja dagblaðið - 26.07.1938, Page 1
6. ár
ID/^G* IB \U\\Ð II iD
Reykjavík, þriðjudaginn 26. júlí 1938.
169. blað
ANN ÁLL
206. dagur ársins.
Sólaruppkoma kl. 3.18. Sólarlag kl.
9.48. Árdegisháflæður i Reykjavík kl.
4.40.
Dagskrá útvarpsins:
10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfr. 19.10 Veðurfr. 19.20
Hljómplötur: Vínarlög. 19.40 Auglýs-
ingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi fyrir
húsmæður: Um grænmeti, II. (ungfr.
Helga Sigurðardóttir). 20.40 Symfóníu-
tónleikar (plötur): a) Fiðlukonsert
eftir Paganini. b) Pianókonsert eftir
Tschaikowsky. c) Lög úr óperum.
Póstferðir á morgun.
Frá Rvík: Mosfellssv.-, Kjalarness-,
Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar.
Hafnarfjörður. Seltjarnarnes. Þrasta-
lundur. Laugarvatn. Bílpóstur að norð-
an. Fagranes til Akraness Laxfoss til
Borgarness. Álftanesspóstur. Stykkis-
hólmur. Strandasýslupóstur.
Til Rvíkur: Mosfellssv.-, Kjalarness-,
Reykjaness-, Ölfuss- og Fióapóstar.
Hafnarfjörður. Seltjarnarnes. Þrasta-
lundur, Laugarvatn, Þingvellir, Fagra-
nes frá Akranesi, Laxfoss frá Borgar-
nesi. Álftanespóstur. Breiðafjarðar-
póstur.
Skipafréttir.
Súðin kom til Norðfjarðar í gær.
Esja kemur til Glasgow í dag.
Stefán Guðmundsson
heldur kveðjukonsert í Gamla Bíó í
kvöld og hefst hann kl. 7.15. Haraldur
Siguýðsson aðstoðar. Þessi konsert
verður ekki endurtekinn, þar eð Stefán
er alveg á förum til útlanda.
Á alþjóðamóti kennara,
sem nú stendur yfir í Christiansborg,
eru tveir íslendingar, Guðjón Quðjóns-
son skólastjóri og Jón Emil Guðjónsson
kennari. Alls sitja mótið 70 kennarar
frá 32 löndum.
Félag mjólkurfræðinga.
Menn þeir, sem mjólkuriðnað stunda
hafa myndað með sér félag og er til-
gangur þess að efla mjólkuriðnaðinn
og starfa að aukinni mjólkurneyzlu
vera leiðbeinandi um mjólkuriðnað og
til aðstoðar þeim, er stunda vilja
mjólkuriðnaðarnám erlendis. Formað-
ur félagsins er Sigurður Guðbrandsson
í Borgarnesi, en meðstjórnendur Sig-
urður Pétursson gerlafræðingur og
Pétur M. Sigurðsson stöðvarstjóri í
Reykjavík.
Skemmtiferðaskipið Colombia
frá Amsterdam, var hér í gær. Var
með því fjöldi farþega, einkum frá
Hollandi, og fóru þeir víða um meðan
skipið hafði hér viðdvöl og létu hið
bezta af viðkomu sinni. Á morgun
kemur skemrptiferðaskipið Atlantis frá
Englandi.
Víkingur
keppti í knattspyrnu á laugardags-
kvöldið við Knattspyrnufélag Akur-
eyrar. Leiknum lauk með jafntefli,
þrem mörkum gegn þrem.
Síldveiðin
að gfiæðast
Míkil síld í Húnaflóa
í gaer.
í Siglufirði voru saltaðar á sunnu-
dag 3030 tunnur síldar — þar af 2512
tunnur grófsaltaðar. 1160 mál af
bræðslusíld hafa á þessum sólarhring
komið til Siglufjarðar. Allmikil síld var
í fyrrakvöld og í fyrradag í vestan-
verðum Húnaflóa og frá Axarfirði til
Langaness. Á báðum stöðum voru all-
mörg skip, og fengu þau góða veiði.
Lítilsháttar hafði orðið síldarvart í
Skagafirði og við Skaga í gær, en sama
(Framh. á 4. síSu.)
Heimsókn krónprinshjónanna
Frá móttöku krónprinshjónanna á sunnudagskvöldið. Á mynd-
inni að ofan sést mannfjöldinn, sem bíður þeirra á bryggj-
unni en á hinni sjást krónprinsh jónin og forsætisráðherrahjónin.
Dr. Alexandrine lagðist
að Grófarbryggju kl. ná-
kvæmlega 7 á sunnudags-
kvöldið. Mikill mannfjöldi
var þar þá samansafnaður,
til þess að sjá þegar krón-
prinshjónin stigu á land, og
margir höfðu beðið þar nið-
ur frá tímunum saman, til
þess að fá hentugt stæði.
Uppi á þökum húsanna í
grennd við höfnina, stóð
fjöldi fólks.
Niðri á hafnarbakkanum hélt
lögreglan uppi röð og reglu með
tilstyrk skáta. Yfir höfninni og
bænum öllum blöktu hvarvetna
fánar og veifur.
Hermann Jónasson forsætis-
ráðherra heilsaði hinum tignu
gestum með stuttri ræðu, er þau
stigu á land. Síðan gengu þau,
krónprinsinn og krónprinsessan,
forsætisráðherra og frú hans, á-
samt konungsritara og fylgdar-
liði krónprinshjónanna upp
bryggjuna. Þar hélt forseti bæj-
arstjórnar, Guðmundur Ás-
björnsson, stutta ræðu.
Krónprinshjónin heilsuðu ýms
um embættismönnum er biðu á
hafnarbakkanum, ræðismönn-
um erlendra ríkja, embættis-
mönnum úr stjórnarráðinu,
æðstu starfsmönnum bæjarins,
lögmanni, lögreglustjóra og
fleirum. Meðan þau gengu milli
tvöfaldrar raðar kvenskáta,
laust mannfjöldinn upp fagnað-
arópi. Siðan stigu þau inn í bif-
reiðina, er ók með þau að Hótel
Borg, en þar búa þau á annarri
hæð. Margir, sem beðið höfðu
niður við bryggjuna, fylgdu eftir
bifreiðinni heim að gistihúsinu.
Um klukkan 8 óku krónprins-
hjónin til bústaðar forsætisráð-
herra, þar sem þeim var veizla
búin.
í gær fóru krónprinshjónin
austur að Geysi og Gullfossi, í
boði ríkisstjórnarinnar. Var lagt
af stað frá Hótel Borg kl. 9 ár-
degis.
Um 50 gestir voru með i för-
inni og bifreiðar á vegum ríkis-
stjórnarinnar voru 19. Auk þess
voru margar bifreiðar tilheyr-
andi bæjarstjórninni. í fremstu
bifreiðinni ók Haraldur Árna-
son, er var fararstjóri. Næst kom
bifreið krónprinshjónanna. —
Henni ók Viggó Eyjólfsson. í
þriðju bifreiðinni var Hermann
Jónasson forsætisráðherra og
frú. í fjórðu bifreiðinni voru
Komtesse Reventlow, Kapt.löjt-
nant Weiibach og Jón Svein-
björnson konungsritari. Verður
þessari röð haldið í öllu ferðalagi
krónprinshjónanna hér á landi.
Austur að Geysi var komið kl.
12.30, eins og gert hafði verið
ráð fyrir. Þar var snæddur há-
degisverður. Meðan dvalið var
við Geysi, gaus hverinn mjög
fögru gosi.
Síðan var haldið upp að Gull-
fossi og þaðan heimleiðis. Voru
skoðaðar aflstöðvar við Ljósa-
foss og síðan ekið í Þrastaskóg
og i Þrastalundi var snæddur
kvöldverður í borði bæjarstjórn-
ar Reykjavíkur.
Klukkan 10 um kvöldið var
haldið af stað til Reykjavíkur
og tveim mínútum fyrir hálf tólf
óku bifreiðarnar, er austur fóru,
niður að skipshlðinni og krón-
prinshjónin og fylgdarlið þeirra
steig um borð, ásamt forsætis-
%
ráðherra og frú hans og Stefáni
Þorvarðssyni, fulltrúa í utan-
ríkisráðuneytinu. Lét skipið frá
bryggjunni kl. 12.
Krónprinshjónin létu í ljósi á-
nægju sína yfir þessari för og
því, sem fyrir augun hafði borið.
Ekki hvað sízt dáðust þau að út-
sýninu til norðvesturs í gær-
kvöldi, er dumbrauður kvöld-
bjarmi lá yfir Snæfellsnesinu og
(Framh. á 4. síðu.)
RæDi Usiiihni
yr ■.*» * v * i»-w jarjKt »«--*—> K»rr---.- réers^o -r* ií^r,1,TV'.ff'5r'..u ► J
við móttöku krónprinshjónanna
„ Yðar konunglegu tignir!
|l
Háttvirtu gestir!
Fyrir hönd ríkisstjórnar ís-
lands og í nafni hinnar íslenzku
þjóðar, býð ég krónprinzhjónin
íslenzku velkomin til íslands.
Þetta er í fyrsta sinn í sögu
landsins, sem krónprinshjónin
okkar taka sér ferð á henidur yf-
ir hafið til að kynnast landi og
þjóð. Krónprinsinn sækir nú
fsland heim í þriðja sinn. Krón-
prinsessan sæmir oss nú með
heimsókn sinni í fyrsta skipti,
og setur það sérstaklega á-
nægjulegan svip á þessa heim-
sókn.
íslenzku þjóðinni er heim-
sóknin til mikillar ánægju og
býður yður, konunglegu gestir,
hjartanlega velkomna. Vér von-
um að landið sjálft, sem nú er
klætt sumarskrúða, megi einnig
taka vel á móti yður.
Þegar þér, konunglegu gestir,
komuð undir land, hafið þér séð
fannhvít f jöll og dökkar hamra-
hlíðar, — og vafalaust hefir yð-
ur virzt landið kuldalegt. En
milli fjallanna dyljast grænir
og gróðursælir dalir, þar sem
gott er að búa. Og undir hinum
kalda klaka leyndist eldur jarð-
arinnar, eins og heitt hjarta.
Þannig er ísland, land hinna
miklu andstæðna, — land stórra
sanda, stórra sæva. Það ér oft
kalt við fyrstu sýn, er stormar
æða. Hin háu fjöll verða þung-
brýn, og hafið, þangað sem
landsins börn sækja mikið af
lífsbjörg sinni, úfið og ægilegt.
— En svo skiptir um. Sjórinn
hvílir spegilsléttur við strend-
urnar. Sólin varpar geislum sín-
um yfir kyrláta dalina,
„þar sem um grænar
grundir líða
elfur ísbláar
að ægi fram“.
En að baki rísa fjöllin, sem
teygja tindana upp í himin-
blámann.
Þannig er fsland, landið, sem
þið munið kynnast nánar
næstu daga.
Þjóðin sjálf, sem þið einnig
munuð kynnast, hefir tekið
svipmót af landinu og náttúru
þess.
Þjóðin öll vill taka vel á móti
yður, konunglegu gestir, og við
færum fram þá ósk, að íslenzk
náttúra megi einnig opna yður
faðminn í sinni sólbjörtu sum-
ardýrð.
Við vitum að ferð yðar hing-
að til landsins eykur kynni yð-
að af landi og þjóð og við von-
um að þau kynni megi styrkja
bræðraböndin milli frændþjóð-
anna.
Ég bið yður, góðir gestir, að
rísa úr sætum yðar og drekka
skál íslenzku krónprinshjón-
anna, um leið og vér þökkum
þeim komuna hingað, færum
vér fram þá ósk, að ferðin megi
verða hin ánægjulegasta.