Nýja dagblaðið - 26.07.1938, Page 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ.
Síðustu vikur hefir sá örðróm-
ur gengið víða um lönd, að Eden
vœri svili Litvinoffs og sömu-
leiðis tengdur nafngreindum,
stórauðugum bankamanni í New
York.
Þessi hvalsaga á upptök sín í
Ítalíu og á að vera skýring á
stefnu Edens í utanrikismálum.
En þessi saga á ekki neitt skylt
við veruleikann. Eden er giftur
Helen Beckett, dóttir Sir Ger-
vaise Beckett, bankamanni í
London. Hún var eina dóttirin
í fyrra hjónabandi Sir Beckett.
Frú Ivy Litvinoff er dóttir Sir
Sidney Low, sem látinn er fyrir
löngu.
*
Það hefir verið uppi dálítil
miskllð milli hinnar egypzku
konungsmóður, Nazli ekkju-
drottningar og Riza Shah frá
Iran. Nýlega var hin sextán ára
gamla prinsessa Fawzia heitin
Shahpur Mohammed Riza, rikis-
erfingja Irans, sem er senn 19
ára gamall. Með þessu gjaforði
var hugmyndin að tengja saman
órjúfandi böndum hin tvö stóru
ríki í íslam.
Ekkjudrottningin óskar þess
nú, að brúðkaupið fari fram árið
1940, en Riza Shah heldur ein-
beittlega fram þeirri ósk sinni,
að það verði að ári liðnu.
Hvernig sem þetta vandamál
leysist, getur hin unga og tigin-
borna mœr ekkert annað en bið-
ið og látið sig dreyma um hjóna-
bandssæluna. Hún hefir aldrei
séð festarmann sinn og fœr ekki
að sjá hann fyr en brúðkaupið
hefir farið fram.
*
Hinir svokölluðu þingmenn
Sovét-Rússlands fóru á dögun-
um í einum skara í leikhús í
Moskva. Samt voru það hvorki
Stalin né þingmenn hans, er
mestur gaumur var gefinn af
leikhúsgestunum, heldur frú Lit-
vinoff, fædd Ivy Low, sem sat í
sérstakri stúku. Hún var prúð-
búin.
Maður hennar, Litvinoff utan-
ríkismálaráðherra, sat meðal
ráðherranna í föruneyti Stalins,
í óœðri sess langt frá hinum
hrœðilega valdsmanni. Því meiri
athygli vakti það, að konu hans
var leyft að koma til Moskva,
austan frá Siberíu, þar sem hún
hefir verið kennari í mjög af-
skekktum bœ. Enginn veit hvað
það er, sem breytt hefir afstöðu
Stalins til frúarinnar og fengið
hann til þess að láta af ákœr-
um á hendur henni sem fjand-
samlegri þjóðfélaginu.
*
Lambeth-Walk heitir nýjasti
tízkudansinn. í nágrannalönd-
unum er hann nú þessar vikurn-
ar dansaður á hverju einasta
strandgistihúsi og fjöldamörgum
öðrum skemmtistöðum og hefir
breiðzt út með ódœma hraða.
Þessi dans er enskur að uppruna
líkt og nafnið bendir til og var
fyrst sýndur á sunnudagsferð
ávaxtakaupmanna úr Landon.
TIL ATHUGUNAR:
Fegurðin er meðmœlabréf, er
skapar lánstraust, sem þó varir
ekki lengi. Ninon de Lenclos.
Garnir
Kaupum saltaðar, vel verkaðar garnir og
langa úr kindum, kálfum, nautum og
svínum.
Garnastöðin, Reykfavík,
Sími 4241.
Reykjavík - Akureyri
Næsta oraðferð um Akranes til Ak»
ureyrar er á mánudag
Bifreiðszstöð Steindórs.
Sími 1580.
V
Um iiæstia mánatlamét, Mnn
1. ágást er þrfðjf gjalcMagf
átsvara tff bæjarsjéás
Heykjaviknr árfé 1938, og
er átsvarfti pá falfié I
gjaiddaga að 3|s Mutvim.
Þá fafla og DRÁTTM*¥EX1V
IR á fyrsta égrefddan Mnta
átsvaranna.
Gjaldendnr ern vfnsamfega
ketSnlr að greffla fyrfr mán«
aðamétin.
Borgarritarinn.
Marie
Hún var sonardóttir Victoríu
Englandsdrottningar.
Þetta hafði mikil áhrif á æfi
hennar og það, sem meira var, j
það hafði mikil áhrif á afdrif
landsins.
Marie drottning sagði eitt
sinn við einn af ráðherrum sín-
um: „Ég er sannfærð um, að
England ber æfinlega sigur úr
býtum áður en lýkur“. Hún hélt
bjargfast við þessa trú sína með
þeirri einlægni og festu, sem
var einkennandi fyrir hana. ;
Henni tókst að koma í veg fyrir
að Rúmenía tæki þátt í heims-
styrjöldinni 1914 með Þýzka-
landi. Carol, sem þá var kon-
ungur, var af ætt Hohenzollern,
og honum fannst hann skyldur
að hjálpa ætt sinni. Hann lét
því af völdum, sem bugaöur
maður. Skömmu síðar dó hann,
og þá varð Marie drottning
Rúmeníu, þar sem hún var kona
Ferdinands fyrsta. Hún var ná-
frænka Englandskonungs,
Rússakeisara og Þýzkalands-
keisara. Rúmenía var hlutlaus
í tvö ár, en gekk síðan í lið með
bandamönnum.
Draumur þjóðarinnar um
stóra og volduga Rúmeníu get-
ur aðeins rætzt með því að
keisaradæmið, Austurríki-Ung-
verjaland, bíði ósigur, sagði
Marie • drottning. Rúmenía varð
stór og voldug. Sonardóttir
jjmeníudrottning
Marie Rúmeniudrottning: er nýlátin. Hún var mikilhæf
kona, fögur og vel gefin, enda gætti áhrifa hennar á stjórn-
málin mjög mikiff, og má hiklaust telja hana meff merk-
ustu drottningum, sem uppi hafa veriff á síffari tímum. í
eftirfarandi grein, sem birtist fyrir skömmu í danska blaff-
inu Politiken, er sagt frá æfi
Victoríu Englandsdrottningar
hafði sigrað, og hún varð þjóð-
arhetja.
Marie Rúmenadrottning hefir
ætíð haft mikil áhrif. Hún var
mjög fögur og vel gefin, mál-
aði, mótaði, samdi lög og skrif-
aði dagbækur, sem síðar voru
gefnar út sem æfisaga hennar í
þrem stórum bindum. Hún var
fífldjörf, lét hirðina standa á
öndinni, hún var dáð, eftirsótt
og höfð í hávegum. Hún var sú
kona Evrópu, sem bezt var bú-
in, sköpuð til þess að leika aðal-
hlutverkið í áhrifaríkum sorg-
arleik, og hefði eflaust komið
fram á leiksviði, ef staða henn-
ar hefði ekki bannað það og
gert það óþarft, þar eð æfi
hennar var ein samfelld röð
sorgarleikja, eða jafnvel slysa.
Enginn hefir leikið jafn á-
gætlega og þú í skopleik lífs-
ins, sagði vinur hennar eitt sinn
við hana. — Ég hefi aðeins
haft kjark til þess að vera ég
sjálf, svaraði hún.
hennar í stórum dráttum.
Hún var líka eins og henni
var eiginlegt, ástríðurík og
skarpvitur. Blóðið í æðum
hennar var rússneskt og enskt,
þar eð hún var sonardóttir
Victoríu Englandsdrottningar
og dótturdóttir Alexanders
annars. Ensk skynsemi og rúss-
neskar tilfinningar voru sam-
einaðar hjá henni og henni
tókst að leiða land sitt gegn um
styrjöldina til nýrra og betri að-
stæðna, og leið hennar sjálfrar
lá um skraut og dýrðarljóma,
æfintýri og sorg.
Marie drottning var alin upp
í Englandi. Sextán ára gömul
lofaöist hún Ferdinand prins af
Hohenzollern, og 17 ára gömul
giftist hún honum. Hún nefnir
hann Nando í æfisögu sinní, og
ef maður má trúa lýsingu henn-
ar, hefir hann ekki verið fyrir-
ferðarmikill, heldur aðeins
élskulegur en oákveðinn saman-
borið við þrótt hennar, aðgerða-
lítill og þróttlítill maður, fæddur
til konuríkis og hlaut það í ó-
venjuríkum mæli
Marie ræðir ætíð um gifting-
una sem vandræði. „Við vorum
börn,“ skrifar hún, „og við vor-
um ekkert látin vita um raun-
veru lífsins. Eg var leidd til alt-
arisins óvitandi og saklaus." —
Fyrstu árin, sem hún dvaldi við
hiröina í Bukarest, var hún al-
gerlega einangruð og njósnað um
hana. Hún var flestum gröm,.
einkum þó þeim, sem létu í ljósi
að þeir skoðuðu hana aðeins sem
konu, er ætti aö gefa landinu
erfingja.
En Marie drottning þroskaðist
og áhrif hennar uxu ört er hún
hafði alið son sinn Carol, árið
1893, sem nú er konungur Rum-
eníu. Hún átti fimm börn, Eliza-
beth, sem giftist Georg Grikkja-
konungi og skildi síðar við hann,
Maríu, sem giftist Alexander Ju-
goslavíukonungi, sem var myrt-
ur um leið og Barthou utanríkis-
málaráðherra Frakka í Mar-
seille, Nicolaj, Ibana og soninn
Mircea, sem dó úr taugaveikis-
faraldrinum eftir heimsstyrjöld-
ina, aðeins fjögra ára gamall.
Þúsundir ungra manna dóu á
vígvellinum, drottningin heim-
sótti daglega sjúkrahús landsins
og spurði örvita af sorg: „Getur
slíkt komið fyrir; getur nokkur
móðir lifað það af?“
(Framh.)