Nýja dagblaðið - 26.07.1938, Side 3
N Y J A
DAGBLAÐIÐ
3
NÝJA DAGBLAÐ19
Útgeíandl: Blaöaútgáfan h.f.
Ritstjórt:
ÞÓBARINN ÞÓRARINSSON.
Rltstj ómarskrlf stof umar:
Llndarg. I D. Slmar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýslngaskrlfstofa:
Undargötu 1D. Sími 2323.
Eítir kl. 5: Síml 3048.
Áskriftarverö kr. 2,00 á mánuði.
í lausasolu 10 aura eintakiö.
Prentsmlöjan Edda h.í.
Simar 3848 og 3720.
« o —a — o —.1 — 0 ——0^.0 —
Fjármálavízka
Morgunblaðsíns
Morgunbl.-mennirnir skamm-
ast mjög hatramlega út af því,
að Framsóknarblöðin skuli bera
saman fjármálastjórn Sjálf-
stæðisflokksins, meðan Jón Þor-
láksson var fjármálaráðherra, og
fjáTmálastjórn Framsóknar-
flokksins, eftir að þeir tóku við
völdum í landinu. Þeir víta það
alveg sérstaklega, að nafn Jóns
Þorlákssonar skuli dregið inn í
þessar deilur. En hverjir hafa
gert það? Eru það ekki einmitt
Morgunblaðsmennirnir, sem
aldrei geta svo á fjármál
minnst, aö þeir ekki þurfi að
hampa nafni Jóns Þorlákssonar,
og það engu siður eftir andlát
hans. Það er því alveg á ábyrgð
Morgunblaðsmanna, ef af hljót-
ast leiðindi, að nafn framliðins
merkismanns verður blandað í
harðvítugar dægurdeilur um
fjármálin.
En skýringin liggur nærri.
Sjálfstæðismenn treysta sér
ekki til að benda á neinn mann
úr sínum flokki, sem hefir
nokkurn snefil af fjármálaviti,
og verða þess vegna að flagga
með nafni framliöins manns.
Þeir mega þess vegna sjálfum
sér um kenna, þó andstæðingar
þeirra bregði upp myndum af
fjármálaafrekum Sjálfstæðis-
manna, líka á meðan Jón Þor-
láksson var fjármálaráðherra,
sem verða flokknum til leið-
inda.
Sjálfstæðismenn gorta mjög
af fjármálaafrekum flokksins á
árunum 1924—1927, þegar þeir
fóru einir með völd. En þeim
láist jafnan að geta þess, að á
þessum árum hækkuðu þeir
krónuna um 35%, með þeim af-
leiðingum, að á’rið 1925, sem var
veltiár til lands og sjávar, var
gert aö hallæri með ótímabærri
og fávíslegri krónuhækkun.
Fjölda mörg stærstu atvinnu-
fyrirtæki landsins náðu sér
aldrei eftir það áfall, sem þau
bið'u við krónuhækkunina 1925.
Sum gáfust upp þegar í stað, en
önnur biðu svo varanlegan
hnekki, að þau hafa verið að
tærast upp æ síðan, og það þrátt
fyrri góðærin næstu á eftir
fram að árinu 1930. Ættu Sjálf-
stæðismenn að vera minnugir
þessarar fjármálaspeki sinnar,
því engu mega þeir frekar um
kenna, að þeir misstu völdin
1927, sjálfum sér til hrellingar,
en þjóðinni til gagns og bless-
unar, þar sem í kjölfar þess-
arar stjórnarbreytingar fór
glæsilegasta framfaratímabilið
Viðskiptaháskólí Isiands
Eitir JÓNA
Á síðasta Alþingi var af þing-
flokknum rætt nokkuð um nýj-
ar leiðir til að tryggja viðskipta-
sjálfstæði landsins með nýjum
úrræöum. Upp úr því umtali var
eftir að þingi sleit, ákveðið að
byrja í haust þriggja vetra nám
í viðskipta- og fjármálum fyrir
allt að því 8 nemendur árlega.
Það er gert ráð fyrir, að ekki
veiti af stúdentsprófi eða hlið-.
stæðu námi til að geta staðizt
inntöku í skólann. Eftir þessu
ættu að geta verið rúmlega 20
menn í skólanum í þrem árs-
deildum, en í mörgum greinum
myndi kennslan vera sameigin-
leg fyrir alla, svo sem í lögfræði,
hagfræði og jafnvel að sumu
leyti í tungumálum.
Það eru líkur til að Pálmi
rektor geti lánað þessari nýju
kennsludeild rúm fyrst um sinn
í bókhlöðu skólans, en væntan-
lega ætti þessi stofnun að geta
fengið húsnæði í hinum rúm-
góða háskóla, þegar hann er til-
búinn, og það engu síður þó að
viðskiptaháskólinn muni fyrst
um sinn á ýmsan hátt hafa sér-
stöðu, miðað við venjulegar há-
skóladeildir.
Þegar ég var staddur á Akur-
eyri í vor, meðan þar stóð á
stúdentsprófi, bað Sigurður
skólameistari mig að skýra
nokkuð nánar frá þessari fyrir-
huguðu stofnun, þar sem sumir
af stúdentunum hefðu hug á að
sækja þar um inngöngu. Ég
sagði þá lauslega frá því, sem ég
hafði haldið fram í nefnd þeirri,
sem hafði málið til meðferðar
fyrir hönd aðalflokkanna.
Ég benti á að ísland hefði
ákveðið fyrir nokkrum árum að
taka innan skamms í sínar
hendur meðferð utanríkismál-
anna. Fram að þessu hefði litið
verið gert til að undirbúa þetta.
Sumum mönnum hefði komið til
hugar að við gætum beinlínis
líkt eftir fordæmi stærri þjóða,
og sett upp fjölda embætta er-
lendis, sendiherra, aðalræðis-
menn, ræðismenn o. s. frv. Þetta
tel ég landinu með öllu ofraun.
Danir borga sendiherrum sín-
um í Berlín og London 130 þús.
kr. auk ýmiskonar hlunninda.
Og þó að minna sé borgað í
smærri ríkjum, er kostnaður
smáþjóðar eins og Dana þó svo
mikill, að ekki er minnsti mögu-
leiki að taka þá til beinnar fyr-
irmyndar, hvað þá þær þjóðir,
sem stærri eru. Ég hefi þess
vegna haldið fram, bæði í blaða-
greinum, og á þingi, að okkur
væri ófær leið að geta tekið ut-
anríkismálin nema að finna að
í stjórnmálasögu íslenzku þjóð-
arinnar.
Sjálfstæðismenn ættu að gera
það upp sín á milli, fyrir hverja
gengisliækkunin vaT gerð 1927.
Heildsalar, kaupmenn og launa-
menn græddu á henni, en fram-
leiöendur til lands og sjávar
töpuðu, svo enn sjást þess
greinileg merki hvar sem litið
er. **
S JÓNSSON
verulegú leyti form, sem hæfði
okkar efnum* og aðstöðu. Og
stofnun Viðskiptaháskólans er
að nokkru leyti miðað við þetta
atriði. Eftir nokkur ár má telja
líklegt, að ríkið geti notað eitt-
hvað af lærisveinum þaðan
beinlínis í sínar þarfir við verzl-
un og milliríkjaviðskipti. En ef
til þarf að taka innan skamms
verður þó fyrst um sinn aöal-
lega að styðjast við eldri menn,
meðan hið nýja lið er að þjálf-
ast og fá lífsreynslu, sem með
þarf í þessu efni. Bezta fordæm-
ið, og glæsilegasta, sem íslend-
ingar hafa á að byggja, er
reynsla Hallgríms Kristinsson-
ar, þegar hann var að gera
Sambandið að margþættu fyr-
irtæki, með deildum erlendis.
Hann tók unga menn, sem hon-
um þóttu vel til þess fallniT, og
gerði þá að mikilhæfum trún-
aðarmönnum samvinnufélag-
anna, bæði heima og ytra. Ég
nefni hér aðeins þrjá af þessum
þjóðkunnu mönnum: Jón Árna-
son, Guðmund Vilhjálmsson og
Oad RafnaT. Allir þessir menn
hafa starfrækt milljónafyrir-
tæki fyrir ísland með tiltölu-
lega stuttum undirbúningi. Eitt-
hvað svipað ætti landið að geta
gert úr þeim mönnum, sem síð-
ar koma fram, ef vel er valið úr
og vandað til um verkefni. En
þó að ekki væru teknir nema 8
ungir menn á ári, og þó að allt
væru úrvalsmenn, þá hefði rikið
ekki í milliríkj askipti þörf fyr-
ir nema úrval úr úrvalinu. Hvað
yrði þá um hina? Ég álít næga
þörf fyrir þá, með þvi uppeldi,
sem þeim verður fengið, ef dug-
ur er í þeim, sem þessa leið fara.
Norðmenn hjálpa ungum
mönnum, með lágum styrk, í
nokkur missiri, til að fara til
framandi landa, setjast þar að,
og vinna fyrir norska verzlun.
Við getum gert slíkt hið sama.
Einn ísl. kaupmaður er byrjaö-
ur að hafa útibú í fjarlægum
löndum. Fleiri geta farið þá leið,
og gert landinu stórgagn með
því aö koma islenzkri vöru inn
á nýja markaði.
Þá vantar oft hæfilega und-
irbúna menn í þýðingarmikil
störf í bönkum landsins og úti-
búum þeirra, við atvinnufyrir-
tæki eins og síldarverksmiðjur,
og annan iðnaö, sem fram-
kvæmdarstjóra í verzlun, bæj-
arstjóra í kaupstöðum landsins
o. s. frv. Það er von min, að úr
Viðskiptaháskólanum komi
menn, sem bæta á ýmsum stöð-
um úr þörf sem nú er tilfinnan-
leg.
Viðskiptaháskólinn er þess
vegna alls ekki stofnaður til að
ala upp veizluhetjur handa ís-
landi, heldur starfsmenn, sem
eiga að fá undirbúning til að
ganga með orku og þrótti inn í
fjármála- og atvinnuendur-
reisn landsins, undir núverandi
erfiðu kringumstæðum.
Námið er hugsað nokkuö
margþætt. Það er gert ráö fyrir
að nemendur séu allvel að sér í
ensku og þýzku, er þeir koma í
skólann og kunni nokkuð í
frönsku. Haldið yrði áfram með
hagnýta kennslu í ensku og
þýzku og mjög erfiða vinnu í
frönsku, bæði af nauðsyn og
sem þjálfunarmeðal. Reynt
verður að fá sérlega hæfa kenn-
ara í öllum þessum tungumál-
um, og auk þess styðjast við
sendikennarana, frá þessum
löndum. í lögfræði og hagfræði
yrði að kenna vissar greinar,
sem mest reynir á í viðskipta-
og milliríkjamálum. Ennfremur
yrði um að ræða allmikla þjálf-
un í bréfagerð um milliríkja-
skipti, og er þess mikil þörf í
landi, sem ætíð hlýtur að nota
borgara sína í vandasömum
skiptum út á við. Svo sem að
sjálfsögðu þurfa þessir menn
að nema vélritun og bókfærslu
og það meira en byrjunaratriði.
Samhliða þessu yrði lögð á-
herzla á íþróttir og að geta
komið fram í félagslífinu á
þann hátt, sem sæmir mennt-
uðum og duglegum mönnum.
Þannig yrði vinnan á veturna.
Á sumrin er treyst á að stærstu
atvinnu- og framleiðslufyrir-
tæki landsins tækju þessa nem-
endur fyrir nokkurt kaup, sem
hjálpaði þeim til að komast
skuldlitlum fram úr náminu. Á
þennan hátt er vonazt eftir að
þessir menn geti fengið alveg ó-
venjulega hagnýta menntun.
Þeir læra að aka bifreið, vera
að síldveiðum og fiskveiðum,
skipa upp síld og fiski og kolum.
Þeir eiga að vinna að síldar-
bræðslu, að því að flaka fisk,
slátra sauðfé og starfa í frysti-
og kælihúsum að framleiðslu-
vörum landsmanna. Þeir eiga
að starfa í búðum og skrifstof-
um hjá kaupfélögum, kaup-
mönnum, útgerðarmönnum,
bæjarfélögum, bönkum og ríkis-
stjórninni. Það verður eitt af
mestu vandaverkum forstöðu-
manns Viðskiptaháskólans, að
koma nemendum fyrir við hin
margháttuðu störf hjá atvinnu-
fyrirtækjum og skipuleggja svo
vinnu þeirra, að hún verði sem
fjölbreyttast verklegt nám.
Vitaskuld er enn óséð hvort at-
vinnufyrirtækin myndu vilja
taka þessa ungu menn til náms
á þennan hátt. því að það myndi
raunverulega vera skattur á
þau.
Góðar vonir eru þó um að
þetta myndi takast, af því að
allir aðalflokkar þingsins
standa saman um málið, og
nokkurnvegin víst að leiðtogar
atvinnumálanna sjá, að hér er
leitazt við að skapa atvinnulifi
framtíðarinnar dugandi stuðn-
ings- og forgöngumenn.
Ég álít að í þessum skóla þurfi
að hafa í einu mikið frjálsræði
og strangan aga. Það er óhjá-
kvæmilegt að treysta nemend-
um mjög að mörgu leyti, því að
þeir verða bæði í náminu og
síðar að geta starfað upp á eig-
in spýtur. En um viss aðalatriði
verður að hafa strangan aga.
Nemendur verða hiklaust og
skilyrðislaust að sinna vinnu
(Framh. á 4. síðu.J
Aflahæstu
síldveiðískipin
f lok síðastl. viku nam síld-
veiðin á öllu landinu 201.679 hl.
bræðslusíldar og 5640 tn. salt-
síldar. Á sama tíma í fyrra var
saltsíldin orðin 33.505 tunnur og
bræðslusíldin 767.345 hl. Á sama
tíma 1936 var saltsíldin 59.978 tn.
og bræðslusíldin 716.894 hl.
Hér á eftir fer skrá yfir skipin
sem voru búin að fá mestan afla
í vikulokin. Fremri talan er salt-
sildaraflinn í tn. og bræðslusíld-
araflinn í hl.:
Botnvörpuskip:
Brimir, Neskaupstað 1058
Garðar, Hafnarfirði 1385
Hilmir, Reykjavík 1046
Ólafur, Reykjavík 1077
Tryggvi gamli Reykjavík 2073
Línugufuskip:
Alden, Stykkishólmi 1365
Andey, Hrísey 2214
Bjarnarey, Haínarfirði 1989
Björn austræni, Hellissandi 2015
Fjölnir, Þingeyri 401 1706
Freyja, Reykjavík 3160
Fróði, Þingeyri 1832
Hringur, Sigluíirði 1639
Hvassafell, Akureyri 2037
Jarlinn, Akureyri 1953
Jökull, Hafnarfirði 2565
Ólaf, Akureyri 1402
Ólafur Bjarnason, Akranes 1658
Rifsnes, Reykjavík 1315
Sigríður, Reykjavík 1532
Skagfirðingur, S.kr. 63 1546
Sverrir, Akureyri 1977
Sæborg, Hrísey 1092
Venus, Þingeyri 1565
M.s. Eldborg, Borgarnesi 2736
Mótorskip:
Björn, Akureyri 1043
Bris, Akureyri 1582
Erna, Akureyri 1299
Garðar, Vestmannaeyjar 2548
Geir goði, Reykjavík 2164
Grótta, Akureyri 2095
Haraldur, Akranesi 368 1113
Hrönn, Akureyri 1170
Huginn I., ísafirði 1617
Huginn II., ísafirði 1620
Huginn III., ísafirði 2082
Jón Þorláksson, Reykjavík 2422
Kári, Akureyri 434 1539
Kristján, Akureyri 1880
Már, Reykjavík 1293
Marz, Hjalteyrí 282 990
Minnie, Akureyri 2453
Nanna, Akureyrl 1368
Síldin, Hafnarfirði 250 1195
Sjöstjarnan, Akureyri 1389
Sleipnir, Neskaupstað, 115 1722
Stella, Neskaupstað 3744
Sæbjörn, ísafirði 1299
Sæhrímnir, Siglufirði 1650
Vébjörn, ísafirði 1267
Þorsteinn, Reykjavík 317 1175
Gloria, Siglufirði 174 1827
E.s. LYRA
fer héðan fimmtudaginn 28. þ.m.
kl. 7 síðdegis til Bergen um Vest-
mannaeyjar og Thorshavn.
Flutningu veitt móttaka til
hádegis á fimmtudag. Pantaðir
farseðlar óskast sóttir fyrir kl. 6
á miðvikudag, annars seldir öðr-
um.
P. SMITH & C0.