Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 26.07.1938, Qupperneq 4

Nýja dagblaðið - 26.07.1938, Qupperneq 4
REYKJAVÍK, 26. JÚLÍ 1938. GAMLA B í Ó Viðskiptaháskóli íslands (Framhald af 3. síðu.) sinni. Og ég álít að hver slíkur maður sem lætur sjá sig undir á- hrifum áfengis, eigi tafarlaust að missa réttindi til þessa náms og starfs. Þetta er ekki sama og að nemendur eigi að vera æfi- langir bindindismenn, heldur hitt, að ríkið hafi ekki með þá að gera á þessum vettvangi, ef þeir láta eitthvað af vitsmunum sínum í sambandi við áfengis- nautn. Meðan ekki eru gerðar sömu kröfur við aðra skóla, geta vínhneigðu mennirnir enn um stund freistað gæfunnar annars- staðar. Tvær ástæður eru til þess að viðskiptaháskólinn má ekki fyrst um sinn verða venjuleg háskóla- deild. Það er ekki heppilegt að heimta beinlínis að allir nem- endur hafi stúdentspróf, því að reynslan sýnir að margir af fær- ustu viðskiptaforkólfum landsins og þeir sem aðalflokkar landsins beita og hafa beitt fyrir sig í milliríkjasamningum, hafa ekki stúdentsmenntun. Eg nefni úr Framsóknarflokknum menn eins og Jón Árnason og Vilhjálm Þór, úr Sjálfstæðisflokknum Jóhann Jósefsson og Richard Thors og úr Alþýðuflokknum menn eins og Jón heitinn Baldvinsson og Finn Jónsson. Enn er óséð hversu hægt er að tryggja slik- um mönnum inngang í slíkan skóla, þar sem þeir hafa á unga aldri meira af meðfæddum hæfi- leikum heldur en skólaþjálfun. En svo mikið er víst, að ríkið hef- ir ekki efni á að neita slíkum mönnum um tækifæri til að fá þá beztu almennu æfingu, sem völ er á í landinu, vegna þeirra starfs. Hitt atriðið er sjálf kennslan í viðskiptaháskólanum. Hennar vegna þarf að fá fjölmarga af hinum allra færustu mönnum sem völ er á í höfuðborginni til að kenna. Eg nefni dómara í hæstarétti, prófessora við há- skólann, tungumálakennara við aðra skóla, starfsmenn úr utan- ríkisdeildinni o. s. frv. Háskólinn starfar aðeins með föstum mönnum, og viðskiptaháskólinn getur ekki gert alla að dósent- um og prófessorum, sem þar eiga að starfa. Þvert á móti er ætlazt til að hinir færustu menn í landinu, í hverri grein, geri það af þegnskap við landið, að kenna sín fræði við þessa stofnun fyrir venjuleg tímakennaralaun. Þó NYJA DAGBLAÐIÐ 6. ÁRGANGUR — 169. BLAÐ verður ekki komizt hjá að hafa einn fastan mann við þessa stofnun. Ekki svo mjög til að kenna, heldur til að tryggja það skipulag og reyna að kenna hin- um ungu mönnum að vinna á skipulegan hátt. Ríkisstjórnin mun hafa í þessu skyni samið um forstöðuna næsta vetur við einn af kennurum menntaskól- ans, Steinþór Sigurðsson stærð- fræðikennara. Hann hefir sýnt í starfi við báða menntaskólana álitlega hæfileika til að vinna með ungum mönnum að margs- konar hagnýtum störfum og í- þróttum. Þegar hann kemur ofan af öræfum í byrjun september, úr landmælingum herforingja- ráðsins, mun hann byrja að und- irbúa vetrarstarfið. En væntan- legir nemendur geta á meðan gefið sig fram við rektora beggja menntaskólanna, sem eru kunn- ugir þessum ráðagerðum. Eg álít nauðsynlegt að þjóðin öll viti um þá tilraun sem hér á að gera um vandasamt framtíð- armálefni. Hér er lagt inn á nýja leið. Það á að taka mjög tak- markaða tölu ungra manna eftir ströngu úrvali um hæfileika, dugnað og reglusemi. Þessir menn eiga að fá mjög hagnýta kennslu, með miklu frelsi en hörðum aga um hegðun og manndáð. Það á að vera erfitt að komast inn í skólann og erfitt að komast gegnum hann. Og að loknu námi blasa ekki við sendi- Slelán Guðmundsson Kveðjukonsert í Gamla Bí6 i kvöld kl. 7,15« Víð hljóðfæríð: Haraldur Sigurðsson. Aðgöngumíðar seldir hjá Katrínu Víðar og Eymundsen. Söngurinn verður ekki endurtekinn. Samníngur hafnar- stjórnar víð Skánska Cementgjuteriet A.B. í smágrein í Nýja dagblaðinu í gær, 23. júlí, er frá því sagt, að Sig. Jónasson bæj arfulltrúi hafi á síðasta bæjarstjórnar- fundi spurzt fyrir um: „við hvaða verði hið sænska firma seldi efnið (í Ægisgarðsbryggju) og sagðist hafa heyrt sagt að a. m. k. sumt af efninu væri reikn- að hafnarsjóði allmiklu hærra en hægt væri að kaupa það annarsstaðar frá“. Út af þessum ummælum bæj- arfulltrúans vil ég geta þess, að hafnarstjórn bárust þrjú tilboð í Ægisgarðsbryggju og var til- boð sænska firmans að öllu leyti hagkvæmast, mun ódýrara en hin tvö og skilmálar þannig, að sænska firmað vildi gefa höfn- Bifreídarslys Bifreiðarslys varð kl. 2—3 í fyrrinótt skammt fyrir vestan Haffjarðará í Hnappadalssýslu hjá svonefndum Stöpum. Stórri flutningabifreið, með hálfkassa og allmörgu fólki, sem stóð í grindum á palli bifreiðarinnar, hvolfdi ofan í skurð utan við veginn. í bifreiðinni voru um 25 manns, er voru að koma af skemmtisamkomu að Vegamótum. Fólkið var flest úr Kol- beinsstaðahreppi, nema tveir piltar, annar úr Reykjavík, en hinn úr Hafn- arfirði, sem voru á skemmtigöngu um Snæfellsnes. Þeir höfðu slegizt í förina á Vegamótum. Fólkið, sem á pallinum stóð, varð aílt ’undir bifreiðinni, en tveir ríðandi menn, sem þar voru nær- staddir, gátu bjargað því frá köfnun í skurðinum. Margir þeirra, er í bifreið- inni voru, fengu meiri eða minni á- verka, þar á meðal pilturinn úr Hafnarfirði, Ársæll Jónsson, sem fékk allmikið sár á kálfa. Var hann fluttur á sjúkrahúsið í Stykkishólmi, og líður nú eftir vonum. Bifreiðin var frá Grund í Kolbeins- staðahreppi, en bifreiðarstjórinn var Þorsteinn Guðmundsson. — FÚ. N Ý J A B I Ú Heímsókn hamingjunnar Amerísk stórmynd frá Uni- versal Film, gerð eftir hinni víðlesnu sögu, IMI- TATION OF LIFE, eftir amerísku skáldkonuna FANNY HURST. Aðalhlutverkin leika: Claudette Colbert, Warren Williams, iVed Sparhs o. fl. AUKAMYND: Verkfall storkanna Litskreytt teiknimynd. AUSTURFERÐIR s í Ollusy Þrastalund, Grímsnes, Laugarvatn, Laugardal, Bískups- tungur að G e y s i í Haukadal frá Bifreiðast. Geysi Sími 1633. ’JDX aðeins Loftur. herrastöður með glitrandi ein- kennisbúninga og sífelldu veizlu- lífi. í stað þess hyllir aðeins und- ir starf undir ótilteknum kring- umstæðum fyrir duglega, reglu- menn, því að bað er alltaf skort- emnn, því að það er alltaf skort- ur á slíkum mönnum. Og ef ís- land á að ná sínu fulla frelsi og þjóðin að geta verið frjáls um allar ókomnar aldir, þá þarf hún að eiga sem flesta slíka borgara og starfsmenn til verka bæði heima og erlendis. Ég tel það eitt af hinum góðu veðramerkj- um um framtíð landsins, að leið- andi menn úr öllum aðalflokkum þingsins hafa sameinazt um að styðja þessa nýjung, sem er svo nátengd þeim vonum sem fylla brjóst allra þjóðrækinna manna, sem unna landi sínu og geta ekki hugsað til annars en að þjóðin geti annast öll sín málefni, þrátt fyrir mannfæð og einangrun, eins og forfeður okkur gerðu á þeim tíma, sem kallaður er gull- öld landsins. J. J. Heimsókn krónprinshjónanna. (Framhald af 1. síðu.) rauðum blæ sló yfir höfnina og sjóinn. Á norðurleiðinni koma þau við á ísafirði og Siglufirði og koma til Akureyrar á miðvikudaginn. Þaðan verður farið í bifreiðum austur í Þingeyjarsýslu. Á föstu- dagsmorguninn verður lagt af stað landleiðina suður. Um klukkan 1 í nótt héldu þeir Haraldur Árnason, Ragnar Kva- ran og fleiri af stað í átta bif- reiðum norður til Akureyrar og verða þeir komnir þangað á undan krónprinshjónunum. inni 10 ára greiðslufrest með 4y2% vöxtum. í hinum tveim tilboðunum voru greiðsluskilmálar hjá öðru firmanu við móttöku verksins, en hjá hinu 5 ára greiðslufrest- ur og 5% vextir. Tilboði sænska firmans var tekið vegna þess, að það var í alla staði aðgengilegast; um verðlag firmans á einstökum liðum í tilboðinu, svo sem efni, er hafnarstjórn alveg ókunn- ugt jafnt og Sig. Jónassyni bæj- arfulltrúa. Þór. Kristjánsson. Leiðrétting hafnarstjórans snertir raunverulega ekki það, sem rætt var um á bæjarstjórn- arfundinum og skýrt þá frá hér í blaðinu. Verðið á efni því, sem sænska félagið selur bænum, getur vel verið hærra en hægt væri að kaupa það annarsstað- ar frá, enda þótt einhverjum dönskum firmum hafi verið gef- inn kostur á að gera tilboð, og þeirra tilboð verið hærri en sænska firmans. Með því að skýra tilboð sænska firmans í öllum atriðum opinberlega, ætti hafnarstjórn að geta bezt bægt frá allri gagnrýni og sannað mál sitt á einfaldan hátt. - Kaup og sala - ÚRVAL af þýzkum sumar- kjólaefnum nýkomið. Saumið sumarkjólinn sjálfar. Kaupið i kjólinn hjá okkur og þér fáið hann sniðinn og mátaðann eða saumaðan alveg með stuttum fyrirvara. Alltaf, fyrirliggjandi tilbúnir kjólar og blússur. Saumastofan Uppsölum, Aðalstræti 18. Drengur hrapar Á sunnudagskvöldið vildi það slys til í Borgamesi, að sjö ára gamall drengur, sonur Ingimundar Einarsson- ar verkamanns, hrapaði fram af 10—15 metra háum kletti og hlaut mjög mikil meiðsli á höfuðið. Brotnaði höfuðkúp- an, auk þess sem hann skarst allmikið. Læknar gerðu þegar að áverkum drengsins. Laxfoss var síðan fenginn til þess að sækja drenginn upp í Borgarnes og lagði hann af stað héðan klukkan að ganga ellefu. Þegar suður kom, var drengurinn fluttur í Landspítalann. Nýja dagblaðið spurðist fyrir um líð- an hans í gærkvöldi, og var hann þá enn því nær meðvitundarlaus. Síldveiðín að glœðast (Framhald af 1. síðu.) og ekkert hafði verið saltað, nema lít- ilsháttar af reknetabátum. í gærmorg- un varð dálítið síldarvart við Tjörnes. Veiðiveður var allgott, austankaldi og bjartviðri. Um kl. 16 í gær kom eitt skip til Siglufjarðar með um 400 tn. síldar til söltunar. Síldin veiddist í Eyj af j arðarmynni. Til Húsavíkur kom í fyrrinótt skipið Liv frá Akureyri, með 550 mál síldar til bræðslu. Síldin veiddist í Axarfirði. Síldarverksmiðjan í Húsavík hefir nú fengið 800 mál síldar alls og átti að taka til starfa í nótt eða dag. Vélbáturinn Drífa frá Norðfirði lagði á land í Raufarhöfn í fyrrinótt um 500 mál af síld. Sild sást vaða í fyrrinótt fyrir allri Sléttunni með löndum fram frá Rauðanúp að Raufarhöfn. Torf- urnar virtust þunnar. í gær höfðu komið til Skagastrandar með síld til söltunar Óðinn og Ófeigur með 250 tunnur, Björn með 300 tn. og Árni Árnason með um 450 tn. eða sam- tals 1000 tunnur síldar. í Sauðárkróki voru saltaðar 900 tn. síldar á fyrri sólarhring. Þar var í dag tunnuskip, sem setti á land tómar tunnur, en tók það, sem saltað hafði verið af síld, en það eru um 2000 tunn- ur. Veiðiveður var ágætt í Skagafirði »Dagur híns þjóð- ernislega heíðurs« Morðmgjai* Dollfnss fá eftirlann! LONDON: Tvö hundruð mönnum, sem tóku þátt í samsærinu gegn Dollfuss ríkis- kanzlara, var tilkynnt í gær, af yfir- mönnum nazista, að þeir mættu treysta því, að þeir yrðu aldrei látnir líða skort. Vom í fyrradag fjögur ár liðin frá því, er Dollfuss var myrtur, og eru samkomur haldnar af því til- efni og dagurinn kallaður „dagur hins þjóðernislega heiðurs". — FÚ. Göring í Danmörku Kemur Hitler þaugað líka? KAUPM ANN AHÖFN: Göring, flugmálaráðherra Þýzka- lands, er sem stendur í sumarleyfi á einkalystisnekkju sinni. Kom snekkjan til Kaupmannahafnar í gær og ætlaði Göring í gærkvöldi að vera viðstaddur sýningu þýzkra úrvalsleikara á „Ham- let‘“ eftir Shakespeare, og fer sýningin fram í Kronborghöll í Helsingör. Víð- tækar varúöarráðstafanir hafa verið gerðar í tilefni af þessari heimsókn hins þýzka ráðherra, lögregluvöröur aukinn o. s. frv. Samkvæmt óstaðfestum fregnum, er Hitler, þýzki ríkisleiðtoginn, sem er á flugferðalagi í Norður-Þýzkalandi, væntanlegur til Helsingör, en það er hæpið, að fregnin hafi við rök að styðj- ast. — FÚ. í gær, en engin skip höfðu þó sézt vestan til í firðinum, að því er frétta- ritari útvarpsins í Sauðárkróki hermdi. — FÚ.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.