Nýja dagblaðið - 04.08.1938, Side 3

Nýja dagblaðið - 04.08.1938, Side 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Hubert R. Knickerbocker s Signr Francos er ankin hætta fvrir Tékkoslovakiu VÝJA DAGBLAÐIB Útgefandi: BlaSaútgáfan h.f. Rltetjórl: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Rítstjórnarskrlf stofumar: Llndarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Aígr. cg auglýslngaskrlístofa: Lindargötu 1D. Slml 2323. Eftir W. 6: Síml 3048. Áskriftarverð kr. 2,00 6. mánuðl. t lausasölu 10 aura elntaklö. Prentsmlðjan Edda h.f. Símar 3048 og 3720. c 'mmummm u — 'L — immvmm t mm n »nin».n Fátækraframíærí og atkvæðísréttur Síðastl. vetur skrifaði Jón Árnason framkvæmdastj. gxein hér í blaðið, þar sem hann bar fram þá tillögu, að þurfamenn hefðu ekki atkvæðisrétt við sveitar- og bæjarstjórnarkosn- ingar.Hinsvegar taldi hann ekk- ert því til fyrirstöðu, að þeir hefðu atkvæðisrétt við alþingis- kosningar. Rök Jóns fyrir þessari tillögu voru þau, að þurfamenn fengju aðstöðu til þess með þátttöku sinni í sveitar- og bæjarstjórn- arkosningum, að ráða miklu um það, hvernig fátækramálin væru framkvæmd. Slíkt væri ó- eðlilegt og gæti haft hina mestu spillingu í för með sér. Það þarf heldur ekki langt að fara til að finna þess óyggj- andi dæmi. Hér í bænum hefir þurfalingum fjölgað óðfluga á undanförnum árum og framlög bæjarins til fátækraframfærs- ins hækkað, svo skipt hefir hundruðum þúsunda kr. á ári hverju. Þurfamennirnir eru orðnir svo stór hluti bæjarbúa, að þeir geta algerlega ráðið úr- slitum í bæjarstjórnar- og al- þingiskosningum. Til þeirrar ástæðu má líka að verulegu leyti rekja hin miklu útgjöld við fátækraframfærið. Það er vitanlegt, að fjölmargt af þessu fólki er vinnufært og gæti haft tækifæri til að vinna fyrir mat sínum og yrði líka að gera það, ef það fengi ekki fá- tækrastyrkinn auðveldlega. Það er einnig vitanlegt, að með stóru mötuneyti, saumastofu, sem ynni úr innlendum fataefn- um, sameiginlegum innkaupum á ýmsum varningi, útboði á hús- næði og öðrum slíkum ráðstöf- unum, væri hægt að stórminnka fátækraútgjöldin. En þurfa- mönnunum finnst að þessar ráðstafanir takmarki frjálsræði þeirra og eyðslu og eru þeim því andvígir. Þess vegna þora for- ráðamenn bæjarins heldur ekki að hrinda þeim í framkvæmd, því þeir vita, að slíkt myndi svipta þá liðveizlu þurfamann- anna í næstu kosningum. Þegar mál þessi eru athuguð, kemur það líka glöggt í ljós, að þetta þrennt er í óslitnu sam- hengi: Vaxandi fjöldi styrkþega í bænum, aukið fylgi íhaldsins í bæjarstjórnarkosningum og aðgerðarleysi bæjarstjórnar- meirihlutans í því að reyna að spara fátækrakostnaðinn. Þátttaka þurfamanna í bæj- arstjórnarkosningunum í Reyk- javík hefir því skapað ein- hverja þá stórfelldustu fjár- málaspillingu, sem þekkst hefir hér á landi. En það eru hin meira og minna óþörfu millj- ónaframlög, sem árlega fara til fátækraframfærslunnar og gera það tvennt í einu, að halda vinnuaflinu frá framleiðslunni og leggja óhæfilegar álögur á skattgreiðendurna og atvinnu- lífið. Og stærsti stjórnmála- flokkur bæjarins, sem einn hef- ir hreinan meirihluta í bæjar- stjórninni, gerir allt sem hann getur til að viðhalda og auka þessa spillingu, því hún er und- irstaðan að völdum hans í bæn- um. Tillaga Jóns Árnasonar mætti líka hatramastri mótstöðu í blöðum Sjálfstæðisflokksins. Engum dettur það i hug í al- vöru, að slikt hafi stafað af umhyggju fyrir rétti þurfa- mannanna. En hitt var bæjar- stjórnarmeirihlutanum ljóst, að framkvæmd hennar var líkleg til að binda enda á hina spiltu fjármálastjórn íhaldsins. íhaldsblöðin töluðu mjög um það í sambandi við tillögu Jóns, að hún væri brot á lýðræðinu. En þar sem lýðræðið stendur traustari fótum en hér, eins og t. d. í Danmörku, þekkist það ekki, að þurfamennirnir séu dómarar í sínum eigin málum með því að taka þátt í sveitar- og bæjarstjórnarkosningum. Þar er atkvæðisrétturinn í þeim kosningum bundinn því skilyrði, að kjósandinn greiði skatt til hlutaðeigandi sveitar- eða bæj- arfélags. Slíkt þykir þar ekki brot á lýðræðinu, heldur er beinlínis gert til að tryggja það í sessi. Því lýðræðið er sannar- lega ekki fólgið í ótakmörkuðu frelsi, án allrar gagnkvæmrar skyldu. Sú spilling, sem íhaldið hefir skapað í fátækramálum bæj- arins, er eitt allra vandasam- asta viðfangsefnið, sem úr- lausnar bíður á næstu árum. Það elur upp herskara iðju- lausra en vinnufærra manna, útrýmir sj álf sb j argarviðleitn- inni og keppir við sveitirnar um vinnuaflið. Það hvílir eins og þung mara á öllum skattgreið- endum og atvinnufyrirtækjum bæjarins og dregur þannig smá- saman úr getunni til þess að halda áfram þeim atvinnu- rekstri, sem nú er í bænum. Slíkt ástand verður ekki bætt, nema með djörfum og róttæk- um ráðstöfunum. Þ. Þ. Þegar uppskerutíminn er lið- inn hjá, má vænta nýrra að- gerða gagnvart Tékkóslóvakíu af hálfu Þjóðverja. Margir bú- ast við að til þess komi jafnvel í ágústmánuði. Þegar Franco tekst að binda enda á mótstöðu spönsku stjórnarinnar, má vafalítið gera ráð fyrir þýzku herhlaupi á hendur Tékkum. Þetta tvennt er það mikil- vægasta, er manni ber að hafa í huga, ef skyggnast skal inn í framtíðina. Ástæðan til þess, að menn búast við, að þjóð í stríðshami láti til skarar skriða um síðsumarleytið, er sú, að þá er uppskera ársins komin í kornhlöðurnar og verkamann- anna ekki lengur þörf til akur- vinnunnar. Það er talið, að til þessara atburða komi, jafnvel þótt Hitler vilji komast hjá styrjöld, þar eð hann getur að nýju ógnað með stríði, án þess að því fylgi áhætta. Sérhver framkvæmd af Þjóðverja hálfu fær einnig meiri þýðingu og verður skoðuð sem alvarlegri hótun, eftir að kornið hefir ver- ið skorið upp og menn vita, að varaliðið er til taks til hvers sem vera skal. Marseflle óg'nað. Áhrifin, sem úrslit Spánar- styrj aldarinnar hafa á þessi mál, liggja í því, að sigur Fran- cos yrði þvílíkt farg á Frökkum, að þeir treystast ekki til að veita Tékkum lið. Hér hefir maöur ekki landamærin í huga. Örfáar franskar herdeildir gætu gætt þeirra tveggja leiða, sem liggja yfir Pyreneafjöllin og hernaðarlega þýðingu hafa, Hendaye og Perpignon. En á undanförnum árum hafa Frakkar flutt aðsetursstöðvar hernaðariðnaðarins til Suður- Frakklands í því skyni, að fjar- lægja þær hina þýzku hættu. Frá spönskum flugvöllum ættu þýzkar sprengjuflugvélar ör- skammt til þessara og annarra iðnaðarhéraða og stór hætta vofði yfir Marseille. Með sama hætti gætu þýzkar flugvélar og þýzkir kafbátar torveldað her- flutninga á milli Frakklands og Afríku og króað af um þriðjung franska hersins. Stuðningur Francos hefði kannske í sjálfu sér lítið gildi, en hann myndi nægja til þess að binda Frakka í báða skó og gera þeim óhægt um liðveizlu við Tékka. Ef það lægi í augum, að liðveizla við Tékka drægi ekki einasta til ófriðar, heldur og ósigurs, myndu Frakkar vafalaust hika við að efna sín gefnu heit. Og ef Frakkland bregst lof- orðum gagnvart Tékkóslóvakíu eru Rússar heldur ekki bundnir af sínum heitorðum, þar eð þaö var áskilið í samningi þeim, er Rússar og Frakkar gerðu sín á milli um þessi mál, að Frakk- ar skyldu ríða á vaðið. Án Frakka myndu Englendingar heldur ekki grípa til neinna að- gerða. Þýzkt drottinvald í Austur-Evrópu. Þegar málin eru skoðuð frá þessari sjónarhæð, verður nið- urstaðan sú, að sigpr Francos leiðir til einangrunar Tékkó- slóvakíu. Kjósi Tékkar þann þunga kost, að láta kúgast, myndi það sennilega leiða til þýzkrar innrásar og yfirdrottn- unar í Tékkóslóvakíu og kynni að hafa I för með sér aukið vald Þjóðverja í Ungverj alandi, Rúmeníu og á öllum Balkan- skaganum, með öðrum orðum þýzkt drottinvald um mestalla Evxópu. Hér er byggt á tveim alkunn- um staðreyndum. Önnur er bandalag Þjóðverja og upp- reisnarmanna á Spáni, að ekki sé minnst á Ítalíu. Hin er sú, að Tékkar treystust ekki til sjálfs- varnar fyrr en þeir höfðu feng- ið nýja tryggingu fyrir hjálp Frakka, ef til innrásar kæmi. Viðhorf Engleudinga. Anthony Eden og Winston Churchill, sem er hinn raun- verulegi leiðtogi stjórnarand- stööunnar í Englandi telja hættu á að Spánverjar myndu styrkja Þjóðverja eða ítali. Á þessum grundvelli beita þeir nú á- hrifum sínum gegn einræð- isherrunum. Þeir hafa viljað, að Frakkar og Englendingar tækjust á hendur svo ákveðn- ar skuldbindingar gagnvart Tékkum, að Hitler vogaði aldrei að hefja stríð gegn þeim; þeir hafa viljað, að Frakkar og Eng- lendingar veittu spönsku stjórn- inni þann stuðning, sem hún þyrfti til þess að standast á- tökin við Franco, svo að hægt væri að minnsta kosti að koma á vopnahléi og miðla málum, með þeim hætti, að hjálp frá Spáni til handa Þjóðverjum til fyrirætlana fjandsamlegra Frökkum, væri útilokuð. Chamberlain forsætisráðherra Englendinga treystir því hins- vegar, að Franco muni að unn- um sigri snúa baki við Þjóðverj- um og ítölum og leita til Eng- lendinga um fjárhagslega að- stoð, sem hann óhjákvæmilega þarf til þess að endurreisa sitt þrekaða land. Af þessum sök- um óskar hin núverandi stjórn Englands þess, að sem bráðast- ur endir verði bundinn á Spán- arstríðið. Samningur á milli Ítalíu og Englendinga kemur ekki til framkvæmda fyrri en vanda- málin á Spáni eru leyst. Með þetta fyrir augum rekur Cham- berlain stjórnmálastefnu sína, sem svo mörgum hefir reynzt erfitt að botna í. Gott og vel: Látum Franco sigra á Spáni, svo að til sundrungar dragi með Mussolini og Hitler, sem er hinn eini, er getur ógnað Eng- landi. Aiuliið Spánverja gegn ítölum og Þ|óðverjum. Hvor þeirra hefir rétt fyrir sér, Chamberlain eða Eden? Það skiptir skoðunum í stjórn- málum í Evrópu um þessar mundir. Er ég kom til Burgos skömmu eftir að borgarastyrj - öldin brauzt út og mér gafst tækifæri til þess að fylgjast með því, hvernig þýzkt og ítalskt áhrifavald færist í aukana, þóttist ég þess fullviss, að ein- ræðisherrarnir myndi einnig drottna yfir Franco. Nær tveim árum síðar var ég að nýju staddur í Burgos, litlu eftir að tékknesku vandamálin komu til sögu. Þá var fyrri fullvissa mín tekin að veikjast. Á tveimur ár- um hafa Spánverj arnir, stolt- asta þjóðin í Evrópu, fyllzt heiftarhug til Þjóðverja og ít- ala, einmitt vegna liðveizlu þeirra. Það kann að vera að þjóðin sjálf leggi ekki lóðið á vogarskálina í þessu efni, en meðal herforingjanna og ann- ara leiðtoga uppreisnarmanna er hatrið gegn hinum erlendu bandamönnum sízt minna en hjá alþýðunni. Fvanco skuldar ítöluin og Þ jiVðverjuin 20 millj. sterlingspund í Burgos var hvergi að fá neina sönnun þess, að þýzkum eða ítölskum hershöfðingjum hefði verið fengin í hendur yf- irstjórn hers uppreisnarmanna. Hinsvegar heyrðist sífellt yfir því kvartað, að þeim hefði ver- ið bolað frá þeirri íhlutun um stjórn hernaðarmálefnanna, sem þeir töldu sig eiga tilkall til. Tala ítalskra hermanna á Spáni hefir nú lækkað niður í 34500 og þýzkra niður í 7500, samkvæmt nýjum skýrslum, sem fengizt hafa frá Burgos. Sú þýðing, sem þessir liðsmenn hafa haft í stríðinu, hefir æ verið stórum orðum aukin. í byrjun striðsins var erlenda hjálpin dýrmæt, þar eð Franco flutti meginhluta hinna afrik- önsku hersveita sinna til Spán- ar með tilstyrk þýzkra flug- tækja. Þjóðverjar hafa síðan birgt Franco upp af flugvélum og mikið af stórskotatækjum, bryndrekum og loftvarnarbyss- um hefir verið tekið-út á þýzk- an reikning. En sendimönnum hlutleysisnefndarinnar reiknað- ist þó svo til, að þegar alls væri gætt, þá styddust aðeins 15 af (Framh. á 4. síðu.)

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.