Nýja dagblaðið - 07.08.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 07.08.1938, Blaðsíða 1
 11 IWJA íD/^GiIBIL^JÐIHÐ 6. ár Reykjavík, sunnudaginn 7. ágúst 1938. 179. blað HQHBR Eiga stvrkþegarnir að hafa rétt- indi en engar skvldnr? „Hver, sem ekkí vill vinna, á ekkí mat að íá“ ANNÁLL 219. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 3.55. Sólarlag kl. 9.12. Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 2.45. Næturlæknir er í nótt Björgvin Finnsson, Vestur- götu 41, sími 3940. Næstur nótt Alfred Gíslason, Brávallagötu 22, sími 3894. Sunnudagslæknir er Ólafur Þorsteins- son, Mánagötu 4, sími 2255. Næturvörð- ur er í Lyfjabúðinni Iðunni og Reykja- víkur Apóteki. Dagskrá útvarpsins: 10.40 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (sr. Friðrik Hallgríms- son). 12.15 Hádegisútvarp. 17.40 Útvarp til útlanda (24.52 m.) 19.10 Veðurfr. 19.20 Hljómplötur: Smálög fyrir píanó og fiðlu. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Frétt- ir. 20.15 Erindi: Á reiðhjóli um Noreg (Geirmundur Ámason, stud. mag.). 20.40 Hljómplötur: a) Söngvar úr óp- erum. b) Klassiskir dansar. 21.30 Dans- lög. Málverkasýning Eggerts Guðmundssonar verður opin í dag í síðasta sinn, klukkan 10—7. Er þvi nú síðasta tækifærið fyr- ir fólk að sjá þessa sýningu Eggerts. Messað er í dag í Laugarnesskóla kl. 2. Frumæfing fór í gær fram í Konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn á leikriti Tryggva Sveinbjörnssonar sendisveit- arritara, er hann nefnir „Den lille Verden“. Ýmsir af þekktustu leikurum Dana, t. d. Poul Reumert og Bodil Ib- sen, leika í þessu leikriti. — FÚ. Andlátsfregn. Þann 5. þ. m. andaðist á Stokkseyri Jón Sturlaugsson, hafnsögumaður þar, tæpra 70 ára, fæddur 13. nóv. 1868 í Starkarhúsum við Stokkseyri. Foreldr- ar Jóns voru Sturlaugur Jónsson og kona hans, Anna Gísladóttir. Hann var kvæntur Vilborgu Jóhannesdóttur frá Skipum, sem lifir mann sinn, og eign- uðust þau 10 börn. Eru 7 þeirra á lífi, flest búsett í Reykjavík. Jón var þjóð- kunnur maður fyrir það, hve mörgum hann hafði bjargað úr sjávarháska, — en það voru alls 73 menn — bjargað ýmist frá yfirvofandi hættu eða bráð- um bana. Brezka stjórnin sæmdi hann vönduðum sjónauka að heiðursgjöf, er hann, þann 14. marz 1906, bjargaði 12 manna áhöfn af togaranum Desdemo- na, sem var strandaður í brimgarðin- um fyrir austan Stokkseyri. Skipið sökk nokkrum mínútum síðar og sjór var að verða ófær vegna brims. Fyrsta skipið, sem Jón vísaði til hafnar á Stokkseyri, var skonnortan Orlando frá Mandal, þ. 1. júní 1898, og hefir hann því gegnt hafnsögumannsstörfum í 40 ár. Jón var forgöngumaður að bryggju- gerð og lendingarbótum á Stokkseyri, sem mikið hefir bætt lendingu í brimi þar. — FÚ. Óþekktur fugl. Hreiðar Jónsson, Sæbóli við Eyja- fjörð, skaut nýlega stóran hvítan fugl. Fuglinn var með dökkgráa vængi, gul- leitur á bringu, með gult nef og rauðan hring kringum augu, Fuglinn hafði málmhring á fæti áletraðan. Fyrri hluti áletrunarinnar var ekki skýr, en síðari hlutinn er: Skovgaard B 2285, Viborg, Danmark, Europa. Fréttastofan hefir beðið Magnús Björnsson, nátt- úrufræðing í Reykjavík, að nafngreina fuglinn, ef þess væri kostur. Hefir hann athugað lýsingu þessa, en segir hana ekki nógu nákvæma til þess að hægt sé að ákveða tegundina — eigi’ sízt vegna þess, að lýsingin bendi ef til vill (Framh. á 4. síðu.) Deílan víð Rússa veíkír Japaní í Kína LONDON: Fregnir frá Kína benda til, að skær- urnar á landamærum Manchukuo og Siberiu hafi veikt aðstöðu Japana í Kína. Þá segja Kínverjar, að einn af þrem- Stöðugar orrustur víð Chan-ku-feng Þó er talið litllt fyrir að deilan leysist frið samlega. LONDON: Fregnir af viðræðum rússneskra og japanskra stjórnmálamanna, vekja vonir um friðsamlega lausn Chan-ku- feng deilunnar, á þeim grundvelli, sem Rússar hafa lagt til. Samkvæmt japönskum fregnum hef- ir þó stöðugt verið barizt við Chan-ku- feng frá því í fyrrakvöld. Hófu Rússar þá ákafa fallbyssuskothríð á varnar- stöðvar Japana. Sótti fótgöngulið Rússa fram með fjöldamörgum skrið- drekum, unz þeir áttu aðeins ófarna um 250 metra að stöðvum Japana. Þá hófu Japanir fallbyssuskothríð á Rússa og dreifðu liði þeirra. Sendu Rússar síðar 90 flugvélar inn yfir stöðvar Japana og voru meðal þeirra stórar árásarflugvélar. Um tjón af völdum þessarar árásar er ekki getið í hinni japönsku frétt. Nýjar árásir hafa verið gerðar á Chan-ku-feng í gær af Rússum, en staðurinn virðist enn vera í höndum Japana. Þá segja Japanir að 25 rússneskar flugvélar hafi flogið inn yfir landa- mæri Kóreu og varpað sprengikúlum á járnbraut með þeim árangri að flutn- ingar tepptust. Virðist svo, sem Rússar hafi ætlað að koma í veg fyrir að Jap- anir gætu sent liðstyrk til Chan-ku- feng. Viðurkenna Japanir að herflutn- ingalestir hafi verið á leiðinni þangað, er loftárásin var gerð. — FÚ. Göríng vill lara til London En óttast kuldalegar móttökur hjá al- menningi. KALUNDBORG: Lundúnablaðið „Evening Standard" skýrir frá því, að Wiedemann, erind- reki Hitlers í London, hafi á dögunum sagt brezku stjórninni að Göring hefði hug á að koma í heimsókn til London, til þess að ræða við stjórnina og ábyrga stjórnmálamenn um samskipti Eng- lands og Þýzkalands, en jafnframt hafi Wiedemann farið fram á það, að stjórnin gerði ráðstafanir til að tryggja það, að Göring fengi svo vinsamlegar viðtökur hjá almenningí, sem stöðu hans hæfði. Blaðið skýrir ennfremur frá því, að Halifax utanrikiámálaráðherra hafi nú svarað þessari málaleitun á þá leið, að stjórnin geti ekki tekið neina á- byrgð á því að alþýða manna í Bret- landi veiti Göring svo vinsamlegar viðtökur, sem hann kynni að óska. FÚ. ur herjum Japana er sæki fram til Han kow, hafi snúið við, og hafa komið frarn tilgátur um, að hann hafi verið sendur norður á bóginn. Framsókn annars japanska hersins er stöðvuð, segja Kínverjar. — FÚ. Fyrir nokkru birtist grein hér í blaðinu, þar sem sýnt var fram á, hvernig íhaldið misnotaði fátækrafram- færsluna sér til pólitísks framdráttar. Það veitir fjölda vinnufærra manna fátækrastyrk og berst gegn öllum ráðstöfunum, sem létta myndu fátækrabyrð- ina, svo sem sameiginleg innkaupastofnun, sauma- stofa, mötuneyti o. s. frv., vegna þess, að styrkþegun- um finnst þetta einhver takmörkun á réttindum sínum. Engum dettur annað í hug, en að fjölmargir efnaminni Sjálfstæðismenn, sem eru reitt- ir inn að skyrtunni með háum útsvörum, óski eftir slikum ráðstöfunum, en vilji þeirra er einskis metinn, vegna þess að forráðamenn bsejarins þora ekki að styggja styrkþegana, og | hafa ekkert á móti því að þeim j fjölgi. Ástæðan er sú, að yfirráð j þeirra og vaxandi kjósendafylgi ! í bænum byggist fyrst og fremst j á liðveizlu styrkþeganna. Þessi mál eru því komin í það horf, að fjöldi vinnufæra manna nýtur fátækrastyrks og engum sparnaðarráðstöfunum er unnt að koma í framkvæmd, vegna þess að flokkurinn, sem hefir völdin í bænum, telur all- ar slíkar ráðstafanir muni minnka fylgi sitt meðal styrk- þeganna. Þetta má með sanni telja ein- hverja mestu fjármálaspilling- j una, sem enn hefir þekkst á landi hér. Hún er undirrót hinna háu útsvara, sem eru að eyðileggja greiðsluþol skatt- gjalden'danna og starfsgetu at- vinnuveganna í bænum. Hún dregur vinnuaflið frá arðminni framleiðslu og veikir sjálfs- bjargarhvöt margra manna. Danska fordæinið. í umræddri grein var enn- fremur bent á það, að slíka spillingu bæri að rekja til at- I kvæðisréttar þurfamanna í sveitar- og bæjarstjórnarkosn- ingum. Þar sem þeir væru orðn- ir stór hluti kjósendanna gætu þeir haft mikil áhrif á fram- kvæmd fátækramálanna og slík völd þeirra gætu haft hina mestu spillingu i för með sér, eins og hér væri raun á orðin. í því sambandi var þess getið, að styrkþegar í Danmörku hefðu ekki atkvæðisrétt í bæj- arstjórnarmálum og „slíkt þætti ekki þar brot á lýðræðinu, held- ur væri beinlínis gert til að tryggja það í sessi. Því lýðræðið væri sannarlega ekki fólgið í ótakmörkuðu frelsi, án allrar gagnkvæmrar skyldu“. Óvænt liðveizla. Þessari hógværu grein hefir verið næsta illa tekið í blöðum andstæðinganna. Þó undarlegt megi virðast, koma háværustu ópin úr herbúðum kommúnista og sósíalista. Blöð þeirra virð- ast halda því fram, að hinn mikli fátækrakostnaður stafi eingöngu af „kreppunni“, en ekki sé neinni „spillingu“ hjá ihaldinu til að dreifa. Slík blekking kemur sannarlega úr hörðustu átt. Það er að vísu rétt, að örðugleikar atvinnuveganna eiga talsverðan þátt í aukningu fátækraframfærslunnar, en kjósendaveiðar íhaldsins eru vissulega ekki veigaminni þátt- ur. En íhaldið getur ekki fengið betri liðveizlu til að halda þess- um spilltum starfsháttum sin- um áfram, en þá yfirlýsingu frá blöðum kommúnista og sósíal- || ista, að milljónaframlögin til fátækramálanna stafi ekki aö neinu leyti af óstjórn þess held- (Framliald á 3. síou.) Síldveiðín Til Siglufjarðar komu frá því um hádegisbil í fyrradag til nóns í gær 29 skip með um 15 þúsund mál síldar. Af þeim biðu þá 27 afgreiðslu. Flest skipin komu að í fyrrakvöld eða snemma í fyrrinótt. Fá skip komu til Siglufjarðar í gær, enda var slæmt veiðiveður, suðvestan hvassviðri úti fyrir, straumþungi og úfinn sjór. Eng- inn síld og engin skip sáust, hvorki frá Málmey né Grímsey. Tvo síðastliðna sólarhringa hafa verið saltaðar í Siglu- Heyskapurínn á Norður- og Austur- landí Slæml útlit með kart- öfluuppskeruna Vifftal viff Steingr. Steinþórsson búnaffarmálastjóra Steingrímur Steinþórsson búnaðar- málastjóri kom heim í gærmorgun úr þriggja vikna ferðalagi kring um land. Lengsta viðdvöl hafði hann í Austur- Skaftafellssýslu og Múlasýslum. Stein- grími sagðist svo frá í viðtali við fréttaritara Nýja dagblaðsins: — Tíðarfarið hefir verið stirt austan- lands og norðan í sumar. Síðustu viku hefir þó verið mjög hagstætt veður og bændur á þessu svæði alhirt. Sláttur hófst alstaðar seint. Fram að síðustu helgi höfðu bændur á Aust- urlandi og Norðurlandi litlu náð inn af heyjum sínum, nema þá kannske sumstaðar í Eyjafirði. Túnaslætti er nú víðast í þann veginn lokið. Margir bændur telja að taðan sé fimmtungi minni í sumar heldur en í meðalári, en sennilega næst hún með sæmilegri verkun. — Hvernig lítur út með garðræktina i ár? — Útlitið er fremur slæmt, sérstak- lega norðanlands. í köldustu sveitunum má jafnvel búast við, að engin kart- öfluuppskera fáist að þessu sinni. Veltur þar ákaflega mikið á því, hvern- ig viðrar í ágústmánuði og byrjun september. Ef næturfrost verða, svo kartöflugrasið falli, sem títt er um það leyti sumars, mun kartöfluræktin gefa mjög lélega raun. í Austur-Skaftafellssýslu eru hinar langstærstu kartöfluekrur, sem til eru hér á landi. Voru þær enn auknar til stórra muna í vor. Mest er garðræktin orðin 1 tveimur sveitum, Nesjum og Mýrahreppi. Á mörgum bæjum hefir margra hektara landflæmi verið tekið til kartöfluræktar og kartöflurnar eru þar orðnar önnur aðalframleiðsluvara bændanna. Eru bændur allir þar eystra á einu máli um það, að þessi nýbreytni í búskaparháttunum hafi fært þeim auknar tekjur og verið þeim til stór- léttis. — Hvernig lítur þar út með kart- öflusprettuna núna? — Vöxturinn hefir að sönnu verið heldur seinn, þó eru vonir góðar um sæmilega uppskeru. — Hvernig gengur búskapurinn aust- anlands að öðru leyti? — Fénaðarhöld hafa verið ágæt í ár og kvillar litlir í sauðfé og sauð- burður gengið vel. Mikið er unnið að húsabyggingum i þeim sveitum, sem ég ferðaðist um, bæði endurbyggingum og nýbygging- um. firði 5.893 tunnur — þar af 1444 tunn- ur matjessíldar. í fyrradag og í fyrrinótt voru lögð á land í Djúpuvík um 12.700 mál síld- ar, sem veiddist aðallega út af Vatns- nesi og við Skaga. Fitumagn síldarinn- ar er talið vera um 20 af hundraði. Veiðiveður var gott og 12 stiga hiti á Djúpuvík.Til Djúpuvíkur eru nú komin til bræðslu um 46.000 mál alls og rúm- lega 5.000 tunnur í salt. Til Keflavíkur komu í gær tveir bát- ar með samtals 200 tunnur síldar, sem fryst var til beitu. Sildin veiddist á Eldeyjargrunni. (Framh. á 4. síðu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.