Nýja dagblaðið - 07.08.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 07.08.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 7. ÁGÚST 1938 6. ÁRGANGUR — 179. BLAÐ GAMLA B í Ó | England 1 | ú stríðs- og ófrið- 1 | ariíma | « Stórmerkileg og skemmti- | » leg kvikmynd, er sýnir alla « « helztu viðburði úr sögu 8 | Englands síðustu 40 árin. a | Nautgripa- | Iræuingjarnir | Afar spennandi Cowboy- | mynd. s Aðalhlutverkin leika | BUSTER CRABBE | °g | Katharine De Mille « Sýnd kl. 7 og 9. Alþýðusýning kl. 7. Alþýðusýning kl. 5. ; SJÓHETJATV ” jíj Hin ágæta mynd, gerð ;í; samkvæmt kvæðinu » jí; „Þorgeir í Vík“. 8 TVikolaus Hortliy ríkisstjóri. (Framhald aj 2. síðu.) Horthy tók að sér stjórnina unz konungurinn kæmi, en það er ekki orðið ennþá. Enda er óvíst, að Ungverjaland hefði orðið heppnara með þvi að að fá konung í stað Horthys, eins og maður getur séð á inn- gangsorðunum að opinberri til- kynningu, sem hann sendi eitt sinn út, en þau voru: „Einstaklingarnir mega hætta sínu eigin lífi, en enginn má hætta lífi þjóðarinnar.“ Ástandið var líka svo heppilegt sem hugsazt gat, þegar Horthy kom til valda. Hann var sjóhetja í stríði og brátt kom í ljós, að hann var góður stjórnmálamað- ur á friðartímum, skynugur í athugunum sínum og fastur fyr- ir um sínar fyrirætlanir. Ung- verjar fundu allix þunglega til þess óréttlætis, að þeir skyldu sviftir meira en helmingi lands- ins og þeir vissu allir, að æðsti maöur ríkisins bar sömu tilfinn- ingu í brjósti og þeir. Menn grunaði i fyrstunni, að þessi maður, sem stóð við fótskör hásætisins, hefði tilhneigingu til þess að ganga einni tröppu ofar. En þessi ótti hvarf fyrir hinni óbrotnu framkomu hans, og í dag er mjög sjaldgæft að hitta á menn eða konur, sem ekki fylgdu Horthy hvert sem hann benti. Menn dáðust áður að sjóhetj- unni, en þessi aðdáun hefir nú orðið að ást og trúnaði i garð æðsta manns landsins. Horthy hefir aöeins einu sinni skapað gagnrýni með gerðum sínum í stjórn landsins. Þetta var 1922, þegar Karl keisari, sem hrökklazt hafði frá völdum, gerði fyrstu tilraun sína til þess að komast aftur í hásætið. Hor- thy varnaði honum að komast til valda, þar eð ekki væri ennþá NYJA DAGBLAÐÍÖ kominn tími til þess og Litla bandalagið hefði lýst því yfir, að breyting þýddi stríð. Horthy bauð Karli til Budapest og þar áttu stórveldin að halda ráð- stefnu og ákveða örlög hans. — Karl hikaði og afleiðingin varð sú, að Horthy hindraði keisarann í að komast aftur í hásæti sitt. Næstu átök urðu í nóvem- ber. Karl kom allt í einu í ljós í Budapest og Litla bandalagið dró saman her gegn Ungverja- landi. Stórveldin tóku þá á- kvörðun sína og Karl var talinn hættulegur fyrir almennt öryggi og hlaut því að hypja sig á braut. Brezkt herskip hélt til Budapest til að sækja þennan hættulega mann, og Horthy varð að fram- selja hann. Karl var fluttur til Madeira og dó þar síðar af lungnabólgu. Ungverskir einveldissinnar voru mjög óánægðir með að Horthy skildi framselja hinn réttmæta keisara, en fólkið stóð með Horthy og skildi að hann hafi ekki um annað að velja. Nicolaus Horthy er sjötugur, og þó má búast við að þýðingar- mesti og umdeildasti kaflinn af stjórnarferli hans liggi ennþá framundan. Það hefir haft mikil áhrif á alla Ungverja, að Þýzkaland skildi gleypa Austurríki. Menn höfðu af og til búizt við þessu, en þó kom það á óvart, bæði meðal almennings og stjórnar- valda. Það hlýtur að hafa verið hálf undarlegt að vakna við það einn morgun, að hin óvíggirtu landa- mæri voru allt í einu orðin þýzk en ekki austurrísk. Horthy heldur því fast fram, að Þýzkaland hafi alls ekki í hyggju að fara eins með Ung- verjaland og það fór með Aust- urríki. Ungverjaland er upp á Þýzkaland komið í verzlunarlegu tilliti, og Horthy hefir þess vegna látið ákveða Budapest sem '„frí- höfn“. Hann hefir einnig komið því til leiðar, að Ungverjar hafa byggt flota verzlunarskipa, sem eru svo lítil, að þau ganga nægi- lega langt upp eftir Dóná, en þó svo stór, að þau geta borið all- mikinn farm yfir höf. Því stærri sem þessi floti verður, þess minna er Ungverjaland háð Þýzkalandi á verzlunarsviðinu. Sanngirni, friður og réttlæti eru kjörorð Horthys. Það, sem hann finnur sárast til, eins og allir aðrir Ungverjar, er óréttlæti friðarsamninganria. — Óréttlæt- ið getur ekki orðið ævarandi, segir hann sjálfur. Fyrr eða síð- ar hlýtur réttlætið að sigra. AUSTURFERÐIR í Ollus, Þrastalund, Grímsnes, Laugarvatn Laugardal, Biskups- tungur að G e y s i i Haukadal frá Bífreiðast. Geysí Sími 1633. 20\ 3O°|0 45»|0 O S T A R frá Mjólkwrsamlagi Eyfirðinga alltaf fyrírliggjandi í heildsölu. Samband ísi. samvinnuíélaga Sími 1080. TYRKNESKAR CIGARETTUR r 20 STK- THE WORLD'S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Neivspaper It records for you the world’s clean, constructive doings. The Monitor does not exploit crime or sensation; neither does it ignore them, but deals correctively with them Features for busy men and all the family, including the Weekly Magazine Section. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Please enter my subscription to The Christian Science Monitor for a period of ÍTear $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Wednesday issue, including Magazlne Section: 1 year $2.60. 6 issues 25c Name_________________ Sample Copy on Request Síldveiðín Síðan er fögur sveit. (Framhald af 1. síðu.) Færeyska skipið Kyrjasteinur lagði á land í Seyðisfirði í dag 1.370 mál síldar. Síldin veiddist í Þistilfirði. Verklýðsfélag Akureyrar hóf matjes- verkun síldar þ. 4. þ. m. Saltað hefir verið af skipum, er síld hafa veitt utar- lega í Eyjafirði. Alls hlafa verið saltað- ar hjá félaginu 916 tn. síldar. Kaup- félag Eyfirðinga hefir sérverkað með ýmsu móti 603 tunnur af síld. — FÚ. ANNÁLL (Framhald af 1. síðu.) á fugl, sem aldrei hafi flækzt hingað, svo vitað sé. í sambandi við það getur Magnús Björnsson þess, að alla merki- hringi af fundnum eða veiddum fugl- um, innlendum sem erlendum, beri að senda sér tafarlaust. Muni hann þá koma erlendum hringum til skila og útvega þær upplýsingar um þá, sem fáanlegar eru, og sama gildir um hringa Náttúrugriasafnsins í Reykja- vík. Magnús Björnsson hefir ritað hr. P. Skovgaard í Viborg og beðið hann um upplýsingar um þennan fugl og annan — sem áður er getið í útvarps- frétt — og boðið, að láta þær síðar í té. — FÚ. Fastar áætlunarferðir frá Rvik að Kirkjubæjarklaustri alla þriðjudaga. Frá Kirkjubæjar- klaustri til Reykjavíkur alla föstudaga. Vandaðar bifreiðar. Þaulæfðir bílstjórar. Afgr. Bif- reiðastöð íslands. Sími 1540. — N Ý J A B í 6 1 Hiimhræðilegi | saimleikur » Bráðskemmtileg amerísk ;i; 8 kvikmynd frá Columbia « I Film. ;ij 8 Aðalhlutverkin leika jjjj | Cary Grant, | Irene Dunne, | Ralph Bellamy | 1 °-fL I 8 Sýnd kl. 7 og kl. 9. ZIGEIJNA- PRIASESSAN | Hin gullfallega enska kvik- j:> 8 mynd verður sýnd kl. 5. a 8 Lækkað verð. Síðasta sinn. 8 Beztu kolín GEIR H. Z0EGA Sírnar: 1964 og 4017. aðeins Loftur. Kuútur Arngrímsson (Framhald af 3. síðu.) hafa Knút undir, en hafa hins- vegar ekki aðgætt að það er hægra sagt en gert.“ Þessi orð verða ekki skilin öðru vísi en að blaðið telji að Sjálfstæðisfl. standi með Knúti. Framkoma Vísis staðfestir það fullkomlega, sem áður hefir ver- ið sagt hér í blaðinu, að stefna Knúts sé jafnframt stefna veru- legs hluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þar á meðal kaup- mannanna, sem standa að Vísi, og núv. forráðamannaSjálfstæð- isfélaganna, sem völdu Knút fyrir ræðumann á flokks- skemmtun þeirra. Hinsvegar eru til þau öfl inn- an Sjálfstæðisflokksins, sem telja þessa stefnu óhyggilega og byggja þar á úrslitum seinustu alþingiskosninga. Þessi öfl reyna að koma vilja sínum á framfæri í Mbl. í gær. En þau eru enn í minnihluta hér í bænum. Og það væri sann- arlega fróðlegt að heyra um þaö frá aðalforingjum og þingmönn- um Sj álfstæöisfloksins, hvorri stefnunni þeir fylgja, þeirri, sem kemur fram í Vísi, eða hinni, sem kemur fram í Mbl. í gær, og hvort blaðið beri frekar að telja hið raunverulega málgagn Sjálf- stæðisflokksins.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.