Nýja dagblaðið - 07.08.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 07.08.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Eiga stvrkþegarnir að hafa rétt- indi en engar skvldur ? I^H — 0 — 0 — ■ — II — H — P W 0 M I Wi H — D — II — I » VÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan hi Rltatjórl: I ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RitstJ órnarskrlf stof umar: Lindarg. 1 D. Simar 4373 og 2353. | Aígr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu 1D. Siml 2323. Eftir kl. B: Slml 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í Iausasölu 10 aura eintakið. Prentsmlðjan Edda h.f. Sim&r 3948 og 3720. Hítaveítan frá Þvottalaugunum Tillögur þær, sem fulltrúi Framsóknarflokksins bar fram á síðasta bæjarstjórnarfundi í samtaandi við hitaveituna frá þvottalaugunum, eru mjög at- hyglisverðar. Nú eru fluttir ca. 15 lítrar á sekúndu af rúmlega 90° heitu vatni til bæjarins. Notin af þessum 15 lítrum eru vitanlega mjög mikil, en það hefir lengi leikið grunur á því, að ekki væri sem sparlegast far- ið með vatnið af notendum þess. Það ber þó ekki að ásaka not- endur í þessu sambandi, því þetta er fyrirkomulaginu að kenna. Fyrst og fremst væri mjög fróðlegt að fá að vita, hvort ekki væri með nokkuð auðveldu móti hægt að selja vatnið eftir mæli. í öðru lagi er vitaskuld nauð- synlegt að gæta þess, að mið- stöðvarofnar í húsum þeim, sem hituð eru upp með laugavatni, séu ekki of stórir. í þriðja lagi er það fyllilega rannsóknarvert, hvort ekki er hægt að nota bet- ur hitann úr afgangsvatninu en gert er. Það hefir í mörg ár gengið svo, að reykurinn hefir staðið upp úr skólpleiðslunum, þar sem heita afgangsvatnið hefir verið látið renna til sjávar. í rauninni er þaö nú óskiljan- legt, að svo mikið aðgerðarleysi skuli hafa verið frá hálfu ráða- manna bæjarins i þessu máli. Þeir virðast hafa starað sig blinda á hitaveitu frá Reykjum. Þeir virðast hafa gleymt því gamla og góða orðtaki, að hæg- ur er heimafenginn baggi. Hver sekúndu-lítri úr laugunum hlýtur að kosta mikið minna en sekúndu-lítrinn kostar í hita- veitu ofan frá Reykjum, sem er 6 sinnum lengri leið. Auk þess er vatnið úr þvottalaugunum allt að því 10° heitara, og verð- ur sennilega þó enn meiri mun- ur á hitanum eftir að búið er að leiða vatnið ofan að. Þessi hitamunur hefir vitaskuld stór- kostlega þýðingu. Það er því alls ekki að ófyrir- synju, að fulltrúi Framsóknar- flokksins lagði til á síðasta bæj- arstjórnarfundi, að nú þegar yrðu hafnar boranir við þvotta- laugarnar. Það virðist ekki liggja það mikið á að bora upp við Reyki, að það ætti að vera vel gerlegt að flytja stóra bor- inn, sem nú er í notkun á Reykjum, niður að þvottalaug- um og bora a. m. k. eina djúpa holu þar. Ef nú tækist að fá meira vatn við þvottalaugarnar, t. d. helmingi meira en nú er, mundi kostnaðurinn við það varla verða annar en sjálf bor- unin. Dælurnar, sem geta sam- tals dælt 65 lítrum á sekúndu, hljóta að geta flutt það, og ó- trúlegt er að leiðslurnar hafi ekki verið gerðar a. m. k. fyrir 30 litra, þar sem því var trúað, þegar boranirnar fóru fram við laugarnar, að vatnið mundi verða 23 lítrar á sekúndu. Það eru heldur engin ósköp, þó að þyrfti að leggja nýja leiðslu og ætti ekki að vera lengi gert. Það skal bent á það, að í rauninni er það svo mkið stór- mál, að allt verði reynt, sem unnt er, til þess að betur sé far- ið með vatnið úr hitaveitunni við þvottalaugarnar, og að leit- að verði eftir meira vatni þar, að það má ekki láta það við- gangast, að forráðamenn bæj- arins hafist ekkert að í því máli. Knútur ArugrímS' son ogf íhalds" hlöðin Blöð Sjálfstæðisflokksins, Mbl. og Vísir, túlka ræðu Knúts Arn- grímssonar á hátíð Sjálfstæðis- félaganna og verzlunarmanna sl. mánudag á mjög ólíkan hátt. Mbl. reynir að afneita Knúti og kenningum hans, Vísir hælir honum hinsvegar, telur hann á- gætan flokksmann og skoðanir hans hárréttar. Morgunblaðið segir, að hátiðin hafi verið haldin af Verzlunar- mannafélaginu einu, en „Sjálf- stæðisfélögin hafi aðeins áskil- ið sér rétt til að Sjálfstéeðismenn ættu þarna greiðan aðgang“! Þá segir blaðið ennfremur, að Knút- ur hafi í ræðu sinni „gert heið- arlega grein fyrir því, hvers- vegna hann fylgi ekki Sjálfstæð- isflokknum að málum“ og loks klykkir blaðið út með því, að Knútur hafi „af frjálsum vilja rifið tengsli sín við Sjálfstæðis- flokkinn“. Öllu hörmulegri málaflutning- ur er tæpast hugsanlegur. Hinn 30. júlí sl. birti Mbl. auglýsingu, sem náði yfir alla forsíðuna, þar sem stendur stórum stöfum: „Verzlunarmannafélag Reykja- víkur og Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík og Hafnarfirði, halda sameiginlega skemmtun að Eiði.“ Síðan kemur skemmtiskráin og þar segir m. a.: „Kl. 3yz Ræða. Minni íslands. Knútur Arn- grímsson kennari.“ Sýnir þessi auglýsing bezt, hversu fjarstætt það er af Mbl. að eigna nú Verzlunarmannafé- laginu einu skemmtunina, þar sem hún er auglýst í sameiningu af því og Sjálfstæðisfélögunum. Og þó Mbl. vilji rökstyðja mál sitt með því að forráðamenn Sjálfstæðisfélaganna séu miklir þöngulhausar, fær það enga til að trúa því, að þeir láti andstæð- inga sína tala um stjórnmál á skemmtunum sínum! Enda kemur það alstaðar fram í ræðu Knúts, að hann telur sig góðan og gildan flokksmann Sjálfstæðisflokksins. Hann skor- ar á alla að fylkja sér undir „merki Sj álfstæðisflokksins“ og segir „að það sé ekki hægt að frelsa þessa þjóð, án þess að Sj álfstæðisflokkurinn sigri“. — (Framhald af 1. síðu.) ur séu eingöngu „kreppunni“ að kenna! Og svo þykjast þessir flokkar vera einlægir móti í- haldinu og vilja steypa því af valdastóli hér í bænum! Engin atvlnna. Blöð kommúnista og sósíalista segja, að það vanti vinnu í land- inu og það, sem þurfi að gera, sé að auka atvinnuna. Þá hverfi fátækraframfærið af sjálfu sér. Sannleikurinn er sá, að hér býðst ýms vinna og hér myndi á undanförnum árum hafa get- að skapast margvísleg atvinna, en þessi tækifæri hafa verið og eru látin ónotuð. Af hverju? Af því að foringjar kommúnista og sósíalista hafa heimtað háa kauptaxta og hvatt menn til að vinna ekki, ef töxtunum væri ekki fullnægt. Þannig hefir mik- il atvinna farið forgörðum, at- vinna, sem ekki gat staðið und- ir fullu taxtakaupi, en hefði þó getað veitt mönnum betri og sjálfstæðari afkomu en fá- tækraframfærslan. Þessir menn eiga þvi sannarlega sinn þátt í því hvernig komið er. Þeir hafa eyðilagt mörg atvinnuskilyrði og valda því, að ekki er hægt að hagnýta þau. Annarsvegar hafa þeir alið upp í mönnum þá hugsun, að vinna ekki nema fyrir taxtakaupi, hinsvegar hef- ir íhaldið boðið fátækrastyrk. Sannarlega óglæsileg og óheilla- vænleg samfylking, Þessir menn tala um það, að auka atvínnuna. Hver eru skil- yrðin frá þeirra hendi til þess að það sé hægt? Hærri kaup- taxtar en nokkur framleiðsla hér megnar til langframa að standa undir, en sama og eng- in viðleitni til að vinna bug á dýrtiðinni. Þessir menn ættu sannarlega að sýna vilja sinn til að auka framleiðsluna í verki, áður en þeir hrópa hátt um hann í blöðum og á mannfund- um. Það er rétt, að það er hægt Slíkt myndu ekki aðrir segja, en þeir, sem telja sig Sjálfstæðis- flokksmenn. Allar afsakanir Mbl. virðast því á sandi byggðar. En viðleitni blaðsins til að afneita Knúti er eigi að síður virðingarverð. Afstaða heildsalamálgagnsins Vísis er hinsvegar allt önnur. Það birtir ræðuna eins og um ó- venjulega merkilegt efni sé að ræða og til frekari áherzlu birt- ir blaðið ritstjórnargrein um hana í gær, þar sem hvert ein- asta atriði hennar er talið rétt og jafnvel reynt að ganga enn lengra í sóðalegu orðbragði. Þar er talað um það af miklu yfir- læti, að núv. valdhafar „verði sóttir til ábyrgðar“ og að þeir „hyggist með stundarátökum að (Framh. á 4. síðu.) að auka framleiðsluna hér á landi og það þarf að gerast sem fyrst. En það verður ekki gert með því að kæfa þá viðleitni strax í fæðingunni með miklum kröfum. Það má ekki leggja á hana meiri byrðar en hún getur borið, og þegar leiðtogar sósíal- ista og kommúnista öðlast þann skilning, skapast fyrst veruleg- ir möguleikar fyrir aukna og vaxandi framleiðslu. Réttindi en engar skylilur. En hverfum aftur að aðalefn- inu. Það er staðreynd, að fá- tækramálin í bænum eru komin í megnustu óreiðu og spillingu vegna atkvæðaveiða bæjar- stjórnarmeirihlutans. Því þýðir ekki að leyna, að þeta ástand hefir skapazt vegna þess, að styrkþegarnir fengu atkvæðis- rétt og stóru bæjarflokkarnir keppast þess vegna um atkvæði þeirra. Þessi réttindaaukning styrk- þeganna hefir verið réttlætt með því, að hún væri í anda lýðræðisins. Það er að vissu leyti rétt. Það má segja, að ann- ar aðalþáttur lýðræðisins sé í því fólginn að veita mönnum frelsi og meiri réttindi. Og þeg- ar menn tala um lýðræðið, fer oft svo, að þeir muna ekki eftir nema þessum þætti. En hinn þátturinn er sízt veigaminni og á honum veltur það, hvort lýð- ræðið getur staðizt samkeppn- ina við aðra stjórnarhætti. Hann er sá, að öllum réttindum fylgja ákveðnar skyldur. Sé þessum skyldum ekki full- nægt, verða réttindin oftast lítils virði. Þess vegna fer jafn- an svo, að hugsi menn eingöngu um fyrri þátt lýðræðisins, en vanræki hinn, verður afleiðing- in óstjórn og stjórnleysi, sem endar með frelsissviptingu, ein- ræði og harðstjórn. Þetta hefir reynslan sýnt víða annarsstaðar svo greinilega, að um það verður ekki deilt. í fátækramálum er fram- kvæmdin nú þannig, að hinir vinnufæru styrkþegar hafa réttindi til fátækrastyrksins og réttindi til að hafa úrslitaáhrif á þau mál með þátttöku í sveita- og bæjarstjórnarkosn- ingum. En hverjar eru skyld- urnar, sem koma á móti þess- um réttindum? kvæðisréttar þeirra þora stóru Þær eru engar. Af því stafar sú spilling, sem þróazt hefir í þessum málum. Hinir vinnufæru styrkþegar hafa öll réttindi, en engar sérstakar skyldur. Og vegna at- bæjarflokkarnir ekki að nefna skyldurnar, Reynslan í fátækramálum Reykjavíkur sýnir okkur bezt, hvílík hætta það er, að hugsa aðeins um fyrri þátt lýðræðis- ins, en vanrækja hinn. „Hver, sem ekki vill viima, á ekki heldui* mat að fá“. Frá fullkomlega rýðræðislegu sjónarmiði ættu hinir vinnu- færu styrkþegar (hér er bæði átt við þá, sem fá fátækrastyrk og atvinnubótavinnu) að hafa um tvennt að velja: Að afsala sér réttindunum til íhlutunar um þessi mál með þátttöku í sveitar- eða bæjarstjórnarkosn- ingum eða tryggja sér þau með því að inna af hendi ákveðnar skyldur á móti. í snjallri ræðu á landsfundi ungra Framsóknarmanna í vor hefir Hermann Jónasson for- sætisráðherra hreyft síðara at- riðinu mjög ítarlega. Hann seg- ir, að engum sé það fjær én Framsóknarmönnum, að af- nema framfærsluskylduna, þ. e. a. s. að sveitarfélög og ríki ali önn fyrir þeim, sem ekki geta séð fyrir sér sjálfir. En þegar menn hópist saman í þúsunda- tali á ákveðna staði, haldi að sér höndum og segi: Hér vil ég vera og hér verður samfélagið að sjá fyrir mér, þá séu þessi mál komin í hreinustu öfgar. „Slíkur einhliða réttur einstakl- inganna á þjóðfélagið", segir hann, „án nokkurrar gagn- kvæmrar skyldu, endar ekki nema á einn veg: Að ríkið og bæirnir geta ekki innt skylduna af hendi og rétturinn verður einskis virði fyrir þá, sem hans eiga að njóta“. Og forsætisráðh.helduráfram: „Réttur einstaklinganna og ríkisins verður í þessum málum að vera gagnkvæmur. Ríkið verður að hafa rétt til að segja við þá, sem það framfærir: Þið verðið að vinna þar sem ég hefi þörf fyrir vinnu ykkar, ella fá- ið þið enga framfærslu. Sá, sem vill vinna, á rétt á því að sam- félagið framfæri hann — en sá, sem ekki vill vinna, skal ekki mat fá. Þetta er reglan, sem verður að taka upp og sem verð- ur að gilda fyrir framtíðina“. Þetta er sú gagnkvæma skylda, sem hinir vinnufæru styrkþegar geta og verða að inna af hendi til að verðskulda þau réttindi, sem þeir hafa nú. Með því að taka upp þessa reglu er það líka nokkurn veginn tryggt, að það hætti að verða pólitískur gróðavegur fyrir í- haldið, að ástunda þá spillingu, sem nú á sér stað í fátækramál- um Reykjavíkur. Þetta er eitt mikilvægasta stórmálið, sem nú bíður úr- lausnar. Það er ekki aðeins fjárhagslegt og menningarlegt stórmál. Það er lýðræðið sjálft, sem er í hættu, ef haldið er á- fram að rýmka réttindin, en sleppa skyldunum. Þá er ekki langt undan það stjórnleysi, sem annarsstaðar hefir orðið lýðræðinu að falli, og líka hefir náð tökum á fátækramálum Reykjavíkur. Þ. Þ.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.