Nýja dagblaðið - 12.08.1938, Page 1
í
♦
ANNÁLL
r^miA
ID/S\G*IBILÍSMÐIHÐ
6. ár
Reykjavík, föstudaginn 12. ágúst 1938.
183. blað
Heimsókn ensku skátanna
Vopnahlé millí
Japana og Rússa
Sérsíök ncfnd fær á-
greimngsmál þeirra
íil úrlausnar.
Um 570 manns tóku þátt í
austurförínni
Baden-Powell lávarSur treystist ekki til
landgöngu
Skátaskipið Orduna kom
til Reykjavíkur á tíunda
tímanum í gærmorgun
og varpaði akkerum á ytri
höfninni. Safnaðist bráð-
lega saman fjöldi fólks við
steinbryp-p-iuna, þar sem
skátaforingjarnir áttu að
stíga á land, en íslenzku
skátarnir stóðu í tveim röð-
um á bryggjunni, kvenskát-
ar öðru megin en drengir
hinu megin.
Að stundu liðinni komu hinir
útlendu gestir í land, þar á með-
al lafði Baden-Powell og dóttir
hennar, en Baden-Powell lávarö-
ur sjálfur treystist ekki, sökum
vanheilsu, til landgöngu. Var
búizt við, að hann myndi koma
í land síðar í gær, en af því varð
þó 'ekki.
Umhverfis Austurvöll biðu um
þrjátíu stórar bifreiðar, er flytja
skyldu, skátana austur að Geysi.
Gengu þeir þangað jafnóðum og
þeir komu i land. Drógst burtför
bifreiðanna þar til klukkan að
ganga tólf. Voru þátttakendur
í förinni alls um 570, þar af á
annað hundrað íslendingar.
Einnig voru farnar ferðir að
Sogsfossum og Þingvöllum og
tóku þátt í þeim ferðum ca. 70
manns.
Veður var dágott, en þó ekki í
bezta lagi. Sólskin var öðru
hvoru, en þokubakkar á fjöllun-
um og dimmir skýjaflókar á lofti
hér og þar.
Skátarnir gerðu ráð fyrir að
koma til Þingvalla í gærkvöldi
seint, og komu þeir flestir þang-
að á tímanum frá kl. 10—11.
Var þar áð í tjaldborg kven-
skátanna og setið þar lengi
kvölds við langelda. Seint í gær-
kvöldi komu skátarnir til
Reykjavíkur.
Verður nánar skýrt frá aust-
urförinni síðar.
í dag fyrir hádegi munu skát-
arnir skoða Reykjavík, en skip
þeirra leggur úr höfn úr hádegi.
Mikil síld
Gott veiðíveður
FÚ 1 gærkvöldi:
Norðanlands hefir verið mikil sild
síðasta sólarhring og veiðiveður gott.
Hjá ríkisverksmiðjunum í Siglufirði
hafa 32 skip affermt frá hádegi í gær
til nóns í dag samtals 12.000 mál af
síld. Mikið af þessu var afgangssíld
frá söltun. Veiðin var mest við Tjör-
nes og í Skjálfanda í gær. Var þá afar-
mikil síld á þeim slóðum. Veiðiveður
var gott, en um tíma var þokubræla.
Einnig hefir fengizt allmikil síld út af
Siglufirði og Haganesvík. Söltun í
Siglufirði var í gær 9.106 tunnur — þar
af 3462 tunnur matjessíld og 834 tunn-
ur reknetasíld af 19 bátum. Rekneta-
veiðin er misjöfn, frá 7 til 104 tunnur
á bát.
Til Hjalteyrar komu í nótt og í
morgun 9 skip með samtals 10.000 mál
síldar. Veiddist hún út af Eyjafirði,
Haganesvík og Skjálfanda. Síldarverk-
smiðjan á Hjalteyri hefir nú tekið við
135.000 málum síldar alls.
Síldarverksmiðja Kveldúlfs á Hest-
eyri hefir veitt viðtöku 23.000 málum af
síld. Þórólfur kom til Hesteyrar í
morgun með 2300 mál, en þá voru tveir
aðrir togarar á leið þangað með full-
fermi.
í Raufarhöfn lönduðu í gær 5 skip
samtals 3750 mál. Verksmiðjan hefir
fengið alls 22.850 mál.
Togarinn Brimir affermdi í gær í
Norðfirði 18—19000 mál af bræðslusíld,
sem veiddist við Tjörnes. — FÚ.
Verða Olympíuleík-
arnír haldnír í Nor-
Umhyggja
Vísís íyrír
spönsku
stjórnínni
Blaðið áfellir fjár-
málaráðherra fyrir
224. dagur ársins.
Sólaruppkoma kl. 4.10. Sólarlag kl.
9.18. Árdegisháflæður í Reykjavík kl.
5.55.
Næturlæknir
er í nótt Gísli Pálsson, Laugaveg 15,
sími 2474. Næturvörður er í Lyfjabúð-
inni Iðunni og Reykjavíkur Apóteki.
Dagskrá útvarpsins:
10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfr. 19.10 Veðurfr. 19.20
Hljómplötur: Norskir söngvar. 19.40
Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi:
Um samlíf plantnanna, II. (Steindór
Steindórsson menntask.kennari). 20.40
Strokkvartett útvarpsins leikur. 21.05
Hljómlötur: a) Sönglög eftir Brahms.
b) Harmonikulög.
Skipafréttir. ^
Súðin var á Patreksfirði í gærkvöldi.
Esja fer frá Glasgow í dag áleiðis til
landsins. Gullfoss var í Reykjavík í
gær. Goðafoss fór í fyrrakvöld frá
Leith áleiðis til Hamborgar. Brúarfoss
kom til Leith í gær. Dettifoss fór vestur
og norður í gærkvöldi. Lagarfoss er í
Kaupmannahöfn. Selfoss er í Rvík.
Tvær fólksbifreiðar
rákust á um hádegið í gær á mótum
Ægisgötu og Ránargötu. Báðar bifreið-
arnar skemmdust.
j&Útvarpsstjóri
hefir óskað eftir gjafsókn í meið-
yríamáli því, sem hann ætlar að höfða
gegn Jórunni Jónsdóttur og ritstjóra
Vísis. Vitanlega verður sú beiðni ekki
tekin til greina.
Úr Stöðvarfirði
er símað, að þar hafi verið stöðugir
þurrkar síðustu 10 daga, hitar miklir
og heyskapartíð góð. Síðustu þrjár
vikur hafa suðvestanvindar hamlað
róðrum, en fiskafli á smábáta er þó
orðinn álíka mikill og samtals á árinu
sem leið. — FÚ.
Ríkisútvarpinu
hafa borizt fjöldamargar úrklippur
úr Norðurlandablöðunum um opnun
nýju útvarpsstöðvarinnar. í helztu
blöðum Norðurlanda var getið fyrir-
fram um, hvernig athöfninni yrði hag-
að og að henni yrði endurvarpað af
danska ríkisútvarpinu. Blöðin skýra
meðal annars frá stofnun útvarpsins
hér á landi og hver nauðsyn rak til að
orka stöðvarinnar var aukin. „Hin nýja
sendistöð hefir 100 kw. orku, segir Aft-
enposten t. d., „og er bylgjulengdin
1442 metrar og mun heyrast til stöðv-
arinnar í flestum löndum álfunnar."
Huvudstadsbladet í Helsingfors á Finn-
landi býst við, að heyrast muni til
stöðvarinnar á Finnlandi. Að sjálf-
sögðu birtust ýtarlegri frásagnir í blöð-
unum, er opnun stöðvarinnar var um
garð gengin. Verður blöðunum, sem
verða mátti, tíðrætt um það, að krón-
prinshjónin sýndu útvarinu og íslenzk-
um útvarpshlustendum þann heiður, að
vera viðstödd athöfnina. Krónprinsess-
an með því að hleypa orkunni á vél-
arnar og ríkiserfingi með því að vígja
stöðina og ávarpa útvarpshlustendur á
íslenzku. í Reykjavíkurskeyti til Ritzau
fréttastofunnar segir, að íslenzkir út-
varpshlustendur dáist að því, hversu
ríkiserfinginn hafi borið islenzkt mál
vel fram. — FÚ.
Þýzki fáninn
blakti einn erlendra fána á Hótel
Borg í gær, þegar ensku skátarnir
voru að leggja af stað í austurförina
frá Austurvelli. Þótti mörgum þetta
óviðkunnanlegt, sem von er, enda létu
sumir Englendingarnir orð falla á þá
leið, að þeir skildu ekki hversvegna
verið væri að hampa hakakrossfánan-
um sérstaklega. Ekki minni undrun
vakti það meðal þeirra, að sjá og heyra
þýzka sjóliða ganga fylktu liði um göt-
ur bæjarins og syngja fullum hálsi
nazistasöngva.
Knattspyrnukappleikur
fór fram í gærkvöldi á íþróttavellin-
um milli Vals og skipverja af þýzka
herskipinu Emden. Fóru leikar svo, að
Valur vann með 5 mörkum gegn einu.
LONDON.
Á hádegi í gær hættu bardagarnir
milli Japana og Rússa, á vígstöðvun-
um við Chang-ku-feng, samkvæmt
samkomulagi því, er náðist í Moskva
í fyrrakvöld, um vopnahlésskilmála.
Hvor aðili um sig heldur því landi,
sem hann hafði fyrra miðnætti. Báðir
deiluaðilar virðast eftir atvikum una
þessum úrslitum vel.
Japanir hafa frá upphafi deilunnar
verið því fylgjandi, að nefnd væri ski-
puð til þess að taka ágreiningsmálið
til meðferðar, þótt eigi hafi náðzt sam-
komulag um það fyrr en nú, hvernig
nefndin skyldi skipuð, en Rússar tóku
að lokum aftur þá kröfu sína, að
nefndarmenn skyldu vera fimm og
fimmti maðurinn Rússi, og voru því í
nefndinni tveir Japanir og tveir Rúss-
ar. Þessi tilslökun Rússa hafði góð
áhrif og stuðlaði að því að samkomulag
náðist,
Um Rússa er það að segja, að þeir.
una því og vel, að samkomulag náðist,
þar sem þeir hafa náð því landsvæði,
sem um var barizt, en Litvinoff hefir
alltaf haldið því fram, að það væri
höfuðskilyrði af Rússa hálfu, að Jap-
anir hyrfi á brott með her sinn frá
Chang-ku-feng.
Hermenn beggja aðila hættu skot-
árásum sínum nákvæmlega á tiltekn-
um tíma. Sumstaðar er mjög stutt
milli skotgrafa þeirra, aðeins 50—60
metrar. Þótt samkomulag þetta hafi
náðzt og vopnaviðskipti séu hætt, er
ástæða til að minna á það, að hér er
aðeins um að ræða samkomulag um
vopnahlé, en ekki deilumálið sjálft.
Allt er nú undir þvi komið, hver árang-
urinn verður af störfum nefndar þeirr-
ar, sem skipuö var. — FÚ.
Broltflufnmgur
sjálfboðalíðanna
Franco heflr enn
ekkl svarað til-
lögum lilutleysis-
nefndarinnar.
LONDON:
Spánarmálin eru enn mjög mikið
rædd, aðaliega með tilliti til þess, að
stjórnin í Burgos hefir dregið að til-
kynna hvort hún muni fallast á til-
lögur hlutleysisnefndarinnar um brott-
flutning sjálfboðaliða, en spánska
stjórnin hefir fyrir alllöngu fallizt á
þær. Hefir sendiherra Breta í Róma-
borg rætt þetta mál við ítalska utan-
ríkismálaráðherrann og bent honum á,
að því sé haldið fram í Frakklandi, að
ítalir haldi áfram að styðja Franco
með liðsendingum, og það hafi bakað
frakknesku stjórninni erfiðleika, þar
sem hún er vítt fyrir að hafa lokað
spánsk-frönsku landamærunum fyrir
hergagnaflutningi frá Frakklandi.
Utanríkismálaráðh. spánsku stjórn-
arinnar, Del Vayo, hefir bent á það að
Franco hafi notað tímann meðan hann
dró að svara, til þess að draga að sér
miklar hergagnabirgðir.
Fulltrúi Breta í Burgos, Sir Robert
Hodgson, hefir spurt stjórn Francos
um, hvenær hún muni tilkynna af-
stöðu sína til tillagnanna. Mun stjórn
Francos hafa svaraö því, að drátturinn
stafi ekki af skorti á góðum vilja, held-
ur þvi, hversu flókið og vafasamt mál
sé um að ræða. — FÚ.
egí og Fínnlandí ?
Norðmenn og Finnar
tjá sig fúsa að taka að
sér að halda leikana
Þann 14. júlí sl. tilkynnti heilbrigðis-
málarálherrann japanski að hætt
væri við að halda Olympíu-leikana í
Tokio árið 1940. Daginn eftir staðfesti
stjórnin þetta á sameiginlegum ráð-
herrafundi. Og siðan var lagt bann við
þvi, að japanskir íþróttamenn tækju
(Framh. á 4. síöu.)
pao. sem paO lietir
sjálft gert
Fyrir nokkru birtist viðtal við Ey-
stein Jónsson fjármálaráðherra í
danska blaðinu „Politiken“. Var við-
talið mjög ýkt og ýmislegt haft eftir
ráðherranum, sem hann hafði ekki
sagt.
Viðtal þetta heflr því orðið íhalds-
blöðunum nokkurt huggunarefni í
raunum þeirra út af erindislokum Pét-
urs borgarstjóra og játningum Knúts
Arngrímssonar. Hafa þau bæði gert
það að umtalsefni og snúið út úr því
á sinn venjulega hátt.
Vísir gengur þó öllu lengra í ósvifn-
inni. í „Politiken" var þess getið í
sambandi við viðtalið, að íslendingar
hefðu selt spönsku stjórninni saltfisk.
Segir Vísir að þessar upplýsingar séu
auðvitað frá ráðherranum og hafl
hann með þessu „fleipri sínu“ vel getað
orðið þess valdandi, að Franco létl
halda uppi njósnum um flutninga salt-
fiskjarins héðan, og stjórnin fengi
hann þá aldrei!
Þessi umhyggja Vísis fyrir spönsku
stjórninni er alveg ný og myndi heldur
ekki eiga sér staff undir öffrum kring-
umstæðum.
Menn muna t. d. ekki eftir því, að
Vísir léti það nokkuff átalið, þó Morg-
unblaðið skýrði strax frá þessari fisk-
sölu og frá henni var gengið, enda
sagði Vísir sjálfur frá henni athuga-
semdalaust. Sýnir það bezt, hversu
lítil alvara býr á bak við þessi skrif,
þar sem ráðherrann er áfelldur fyrir
það, sem blaðið hefir sjálft gert.
Vígbúnaður
Þjóðverja
Uimlð kappsamlcga
að eflingu víggirð-
inga á landamærun-
um.
LRP:
Síðustu fregnir um stórkostlegan
hernaðarundirbúning Þjóðverja hafa
ekkí farið fram hjá stjórnmálamönn-
um í London, segir i Reutersfrétt, og
hafa þessar fréttir einnig valdiff tals-
verðum óróa meðal þýzkra manna á
landamærasvæðunum. Tali(a er að
fjöldi manna vinni nú að því aff styrkja
víggirðingamar, bæði á austur- og
vesturlandamærum Þýzkalands. T. d.
er talið að á þýzk-frönsku landamær-
unum vinni allt að 50 þúsund manns
í þessu skyni, en þessi tala, segir Reu-
ter, er vafalaust of lág, þegar þess er
gætt, að fjöldi manna vinnur að skyld-
um störfum, sem einnig eru í þjón-
ustu hemaffarundirbúningsins. Þá er
og á gjörvöllum landamærasvæðum
þýzka ríkisins unnið mjög að því að
bæta vegakerfið og öll flutningatæki
og vinnur aff því fjöldi manns. — FÚ.