Nýja dagblaðið - 14.08.1938, Qupperneq 4
REYKJAVÍK, 14. ÁGÚST 1938
NYJA DAGBLAÐIÐ
6. ARGANGUR — 185. BLAÐ
»4
GAIHLLA BtO
Scipío Afrícanus
Hin heimsfræga ítalska
sögulega kvikmynd um
hershöfðingjana úr 2. nún-
verska stríðinu, Scipio og
Hannibal. — Heimsblöðin
kalla myndina „stórkost-
legustu kvikmynd heims-
ins.
Börn fá ekki aðgang.
Sýnd í kvöld kl. 7 og 9.
Á albýðusýninp-u kl. 5:
Franska gamanmyndin
Atvinmileysmgiim
Jórunnarmálíð
Þáttur
meðhjálparanna
(Framhald af 3. síðu.)
sjálfri, því ekki er hægt að láta
unga stúlku gera sig öllu ber-
ari að ósæmilegum og óviðeig-
andi hugsunarhætti en með því
að bjóðast til að þegja um ást-
leitnisafbrot karlmanns gegn
einhverjum fríðindum, eins og
t. d. betri stöðu.
Hvernig, sem málið er rætt
og rakið, verður því hlutur
þeirra manna verstur og sið-
lausastur, sem hafa ýtt undir
stúlkuna að kæra á ÞENNAN veg
og bera að líkindum aðalá-
byrgðina á þessu framferði
hennar.
Enn þá óveglegri verður líka
hlutur þessara manna, þegar
það er athugað, að þeir hafa
auðsjáanlega hvatt stúlkuna til
að reyna að fá málið þannig
leyst í kyrþey, í þeim tilgangi,
að geta síðar notað kæruna í
baktjaldahernaði gegn útvarps-
stjóranum. Á því og öðru er
augljóst, að þeir hafa litið á
heiður og virðingu stúlkunnar
sem aukaatriði, en aðalatriðið
hefir verið að geta notað hana
sem vopn gegn útvarpsstjór-
anum á sem lævíslegastan hátt.
Og enn ljótara og leiðinlegra
verður þó þetta mál, þegar blöð
íhaldsmanna og socialista ganga
í einskonar fóstbræðralag um
það, að æsa upp almenningsálit-
ið gegn útvarpsstjóra fyrir um-
rædd formsbrot hans, áður en
málið er dæmt og upplýst, og
reyna jafnframt að nota málið
til svívirðilegra árása á dóms-
málaráðherrann fyrir það eitt,
að hann hefir nú sem endranær
fylgt reglu ábyrgra valdhafa, að
dæma ekki í óupplýstu máli.
Kórónuna á hina svívirðilegu
málafærslu má þó telja það, þeg-
ar menn eins og Kristján Guð-
laugsson og Árni frá Múla eru
látnir telja sig þess umkomna,
að geta prédikað um „siðgæði og
göfugmennsku“ í sambandi við
þetta mál og láta á sér bera eins
og þeir séu Mnir einu menn,
sem hafi fortíð til að fylgja
reglunni: Sá yðar, sem syndlaus
er, kasti fyrsta steininum.
Samt getur verið að menn eigi
enn eftir að sjá það, sem verða
myndi ódrengilegasti þáttur
málsins. Það væri það, ef þeir
menn, sem staðið hafa á bak við
stúlkuna og töldu hana á
þetta, i stað þess að vara hana
við að fara þessa leið, reyndu er
til kæmi að laumast undan á-
byrgðinni af verkum sínum og
létu hið óreynda stúlkubarn
standa eitt uppi, þegar út í ófær-
una er komið.
En um það skulu engar full-
yrðingar hafðar. Úr því verður
tíminn að skera. Þ. Þ.
Námsierill
einvaldanna
(Framhald af 2. síðu.)
dæmið um það, hvernig Musso-
lini getur algerlega skipt um
látbragð og skoðanir. Það má
svo heita, að hann hafi í flestum
málum, farið heilan hring.
Mussolini varð þó ekki lang-
lífur í kennarastarfinu. Hann
gerðist ritstjóri að tímariti, sem
socialistar gáfu út, og var dæmd-
ur í nokkurra mánaða fangelsi
fyrir áróður gegn herferð ítala
í Tripolis.
Annar einvaldsherra, Stalin,
var eitt sinn á prestaskóla. Faðir
hans var skósmiður i Georgiu,
mjög svo frómur maður. Hann
hafði ákveðið að sonur sinn
skyldi verða prestur, þótt það
kostaði fjölskylduna mikla erfið-
leika. Josep litli Dzjugasvili, en
það er hið rétta nafn Stalins, var
innritaður í klausturskóla í Gori
og var þar til 14 ára aldurs, en
fór síðar í prestaskóla í Tiflis.
Stalin stundaði nám sitt vel, og
menn bjuggust við að hann ætti
góða framtíð fyrir sér sem prest-
ur. Tveim árum áður en hann
skyldi ljúka prófi, var hann rek-
inn úr skólanum fyrir byltinga-
áróður, og þar með var náminu
lokið. Þessum áróðri var ekki
beint gegn stjórn landsins sér-
staklega, heldur fyrst og fremst
gegn því, hvernig Rússar inn-
limuðu Georgiu, og fjölluðu um
mál hennar. Brottreksturinn úr
skólanum var upphafið að bar-
áttu Stalins fyrir byltingunni.
Um skólaár Hitlers er fremur
lítið að segja. Hann var, á æsku-
árum sinum, svo áfjáður í að
teikna og mála, að hann gaf sér
mjög lítinn tíma til náms. Faðir
hans var tollþjónn, stundaði
starf sitt með skyldurækni og
vildi að sorjur sinn yrði einnig
starfsmaður ríkisins. Hann lézt,
þegar Hitler var 13 ára.
Hitler fékk nú meira tóm til
teikninga en áður, og lagði af
stað til Vin, þegar hann var 18
ára, til þess að komast að við
listaháskólann. Það virðist þó
svo, að teikningar þær, er Hitler
hafði með sér, hafi alls ekki þótt
mikils virði. Honum var að
minnsta kosti neitað um inn-
göngu í skólann. Hann reyndi
þá fyrir sér við byggingaverk-
fræði, en fékk ekki aðgang þar
heldur.
Þetta andstreymi bugaði Hit-
ler næstum alveg, og hann átti
um tíma mjög erfiða daga. Hann
varð að vinna fyrir sér með í-
hlaupavinnu, sendiferðum og því
líku.
Franco verður hér talinn með
einræðisherrunum, þótt hann
ráði ekki yfir nema nokkru af
föðurlandi sínu, a. m. k. ennþá.
Verðlag á kartöflum.
Eliis og iindaiifarln ár, verður verðlag'
á kartöflum á komandi hausti ekki á-
kveðið fyrr en uui miðjan septemb. Hins-
vegar er því eimlregið beint til bænda að
halda framboði á nýjuni kartöflum svo í
hófi, að verðlag til ágástloka geti haldizt
kr. 36.00—40.00 pr. 100 kg., eftir gæðuin
vörunnar.
Verðlagsnefnd Grænmetís-
verzlunar ríkísíns.
Saltkjöt af veturgömlu fé
Nokkrar 1/2 og 14 tunnur seljast
næstu daga.
Kjötið hefir verið geymt í hœlirínni oy er
eins yott oy á verður hosið.
Samband ísl, samvinnufélaga
Síini 1080.
Kjarnar — (Essensar)
Höfum birgðir af ýmiskon-
ar kjörnum til iðnaðar. —
AFENGISVERZLUN
RÍKISINS
■■V.V.W.'.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V
■■-■-■-■-vav/AWVAV.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV
.■.v.w.w.v.wv.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.w.v/av.v.w
.V.WV.V.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’'
THE WORLD'S GOOD NEWS
wlll come to your home every day through
THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR
An International Daily Netvspaper
It records for you the world’s clean, constructlve doings. The Monltor
does not exploit crime or sensation; neither does it ignore them,
but deals correctively with them'''Features for busy men and all the
family, including the Weekly Magazine Section.
The Christian Science Publishing Society
One, Norway Street, Boston, Massachusetts
Please enter my subscription to The Christian Science Monitor for
a period of
1 year $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00
Wednesday issue, including Magazine Section: 1 year $2.60. 6 issues 26o
P
Name____
Address.
Sarnþle Coþy on Request
Uppeldi hans virðist hafa verið
nokkuð á annan hátt en hinna
einvaldanna. Forfeður hans voru
hermenn; gekk hann í klaustur-
skóla til tólf ára aldurs, en inn-
ritaðist síðan í liðsforingjaskól-
ann. Franco vildi verða sjóliðs-
foringi, en þá kom í ljós, að ekki
var mögulegt að bæta nemend-
um við þá deild skólans, svo að
hann hvarf til herforingjaskól-
ans í Toledo. Franco þótti í
bernsku nokkuð meirgeðja, en
það eltist af honum og hann
harðnaði með árunum. Það er
sagt um hann, að hann hafi eitt
sinn heimsótt systur sína, þar
sem hún var að leika sér. Hún
lézt vera furstaefni og þóttist
vera að brennimerkja þræla
sína. Hún tók allt í einu nál, hélt _
henni yfir eldinum, svo að hún
varð rauðglóandi, og rak hana
síðan í hendi bróður síns. Fran-
cisco litli kippti hendinni ekki
undan, þótt .bold handarinnar
sviðnaði, svo að brunalyktina
lagði af. Hann sagði aðeins: „Óg-
urlega er vond lykt af brenndu
kjöti.“
Þessi saga hefir verið birt í
öllum fasistablöðum á Spáni, en
hún er nú máske ýkt. Einvald-
arnir hafa ætíð verið ráðagóðir,
þegar þeir hafa þurft að útbreiða
sinn eigin hróður.
N Ý J A B í Ó
IÞrælaskipið
Amerísk kvikmynd frá Fox ;
félaginu, er byggist á ýms- ;;
um sögulegum viðburðum, :
er gerðust á síðustu árum
þrælaflutninganna frá Af- ;
ríku til Ameríku.
Aðalhlutverkin leika
WARNER BAXTER,
ELIZABETH ALLEN,
WALLACE BEERY
og hinn 14 ára gamli af- :
burðaleikari
MICKEY ROONEY
: | Aukamynd:
ITalmyndafréttir frá Fox.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Lækkað verð kl. 5.
Börn fá ekki aðgang.
Beztu kolín
Síinar: 1964 og 4017.
Nautgripasýiiingar
(Framháld a) 1. slðu.)
að hún hefir alstaðar verið seinni en
venjulega, svo að munað hefir sem
nemur tveim eða þrem vikum. Sum-
staðar verður sprettan aldrei góð i ár,
t. a. m. á Hólsfjöllum, Borgarfirði
eystra, Skeggjastaðahreppi og nyrzt í
Norður-Þingeyjarsýslu. Sláttur hófst
seint. í Skeggjastaöahreppnum og
Borgarfirðinum var verið að byrja að
slá í þann mund, sem ég var þar á
ferð í byrjun ágústmánaðar.
Túnaslætti er víðast lokið, nema þá
þar sem allra seinast var byrjað, og
hefir nýting töðunnar orðið ágæt norð-
anlands og austan, aðeins volgnað í
hjá þeim, sem verið hafa helzt til
bráðir á sér um hirðingu.
Nýyrkja var á þessum slóðum svip-
uð í ár og verið hefir að undanförnu.
Eg veitti því athygli á ferðum mínum,
að Eyfirðingar og Norður-Þingeyingar
vanda betur til nýræktar sinnar en
almennt er gert í öðrum héruðum og
munu þeir því ná hinum bezta árangri,
ekki hvað sízt, þegar fram í sækir.
Fiskafli hefir verið dágóður á Aust-
urlandi og Norðurlandi i vor og sumar,
hinn langbezti um langt árabil. Má
vænta mjög þolanlegs árangurs af
smábátaútgerðinni á verstöðvunum
þar. Á undanförnum árum hefir veiðin
verið ákaflega treg og tilfinnanlegur
halli á rekstri bátanna.
Óeirðin í Shanghai.
(Frh. af 1. síðu.)
unum að alþjóðahverfinu.
Brezki herforinginn þar hefir mót-
mælt þessu harðlega og hótað sams-
konar gagnráðstöfunum af hálfu her-
Uðsins.
Æsingar eru miklar meðal Kínverja
í borginni. — FÚ.