Nýja dagblaðið - 16.08.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 16.08.1938, Blaðsíða 1
6. ár Reykjavík, þriðjudaginn 16. ágúst 1938. 186. blað ANN ÁLL 228. dagur ársins. Sólarupprás kl. 4,20. Sólarlag kl. 8,40. Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 8,15. Næturlæknir er í nótt Kjartan Ólafsson, Lækjar- götu 6B, slmi 2614. — Næturvörður er í Ingólfsapóteki og Laugavegs- apóteki. Dagskrá útvarpsins: 10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfr. 19.10 Veðurfr. 19,20 Hljómplötur: Sönglög úr tónfilmmn. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Loðdýraræktin (H J. Hólmjárn forstjóri). 20.40 Hljómplötur: a) Fiðlu konsert eftir Max Bruch. b) Pianókon- semt nr. 1, eftir Tschaikowsky. c) Lög úr óperum. Jósef Jónsson fyrrum bóndi að Melum andaðist í fyrrakvöld. í bifreið yfir Axarfjarðarheiði. Guðmundur Jónasson frá Múla í Húnavatnssýslu ók síðastliðinn föstu- dag yfir Axarfjarðarheiði í vörubifreið, hlaðinn simastaurum nokkurn hluta leiðarinnar. Með honum voru Guð- mundur Jónasson símalagningamaður úr Reykjavík og Friðjón Jónsson í Hrauntanga. Fór þeir frá Efri-Hólum i Núpasveit og voru sjö klukkustundir til Þórshafnar. Af þessari hefir all- langur spölur ekki verið farinn fyrr. á blfreið. Ferðln gekk þó greiðlega. Sundmeistaramóti Evrópu sem háð var i Wembley, lauk á laug- ardaginn. Aðeins nfu þjóðir tóku þátt í þeim sundum, sem íslendingarnir tóku þátt í, íslendineamar komust ekki 1 úrslitakeppni, en Ingi Sveins- son tók þátt i aukakeppni og varð þar þriðji og á undan Hollendingum Gerkens. Sundmót Norðlendingafjórðungs hófst þann 13. þ. m. og er háð i sund- laug Akureyrar. Aðeins tvö félög, sund- félagið Grettir og iþróttafélaglð Þór, bæði á Akureyrl, taka þátt i mótinu. — Mótinu er ekki lokið enn, en mikla athygli hefir vakið afrek 13 ára gam- allar stúlku, Steinunnar Jóhannesdótt- ur úr iþróttafélaginu Þór, er sett hefir nýtt íslenzkt met i 200 metra bringu- sundi kvenna. Synti hún þá vegalengd á 3 mín. og 33,4 sek. Eldra metið, sem var 3 mín. og 34,8 sek., átti Jóhanna Erllngsdóttir í Sundfélaginu Ægi í Reykjavík. — Steinunn var eini kepp- andinn 1 200 metra bringusundi kvenna Reykjavíkurmótið Valur vann Fram 3:2 Reykjavíkurmótið hófst í gær á íþróttavellinum kl. 7,30 með kappleik mllli Vals og Fram, sem lauk með 6igri Vals, 3 mörk gegn 2. Veður var mjög gott, en þó var sól- skinið nokkuð tll trafala. Áhorfendur vom ekkl jafn margir og leikurinn verðskuldaði. Frammönnum tókst að ná upphlaupi þegar i byrjim og var mjög skammt liðlð af lelk, er Jóni Magnús- synl tókst að skora mark. Stóð nú 1 :0. Það hefir efalaust gert sitt tll um hvað leikurinn var fjörugur, að mark skyldi skorað svo snemma. Frammönninn óx ásmegin við markið, en Valsmenn hugðu á hefndir. Skipt- ust á snögg upphlaup af beggja hálfu, en varnir beggja voru sterkar. Vöm Fram var sérstaklega miklum mun betri en í vor. Ólafur Þorvarðsson var ágætur, og ekki hægt að þekkja Ragn- ar fyrlr sama manna og í vor. Grlmar , (Framh. á 4. siOu.) Morgunblaðið íylgír íordæmi Knúts Arngrímssonar Hjá andstædíngunum „kveður mesi að íll- vílja, skemmdafýsn og bölbænum” segir blaðið Er Knútur Arngrímsaon ftekinn við riftsftjórn á Reykjavíkurbréium pess ? Glæsilegft met í krínglukasti í fyrradag fór fram innanfélags- keppni í. R. i fimmtarþraut og voru þátttakendur. Gekk Ólafur Guð- mundsson lögregluþjónn með sigri af hólmi og hlaut samtals 2616 stig. ts- landsmetið í fimmtarþraut er aðeins 81 stigi hærra. í kringlukasti setti Ól- afur nýtt mett og kastaði 43,46 metra, en eldra metið var 41,09 m. Þetta nýja met er betra en danska og enska metið í kringlukasti Önnur afrek Ólafs voru þessi: í lang- stökki stökk hann 5,16 m., í spjótkasti kastaði hann 36,63 m„ 200 m. hljóp hann á 25 sek. og 1500 m. á 4 mín. 44,8 sek. Ólafur er 24 ára gamall, sonur Guð- mundar Ólafssonar kennara á Laugar- vatni. Hann heflr lengst af verið sjó- maður á Akranesi, að undanteknum tveim vetrum, er hann hefir verið við nám í Laugarvatnsskóla, þar til hann gerðist lögregluþjónn, þegar siðast var fjölgað í lögregluliði bæjarins. Ólafur hefir aðeins iðkað íþróttir um fárra ára bil og eru afrek hans þvi glæsilegri. Má hiklaust gera ráð fyrir mörgum Iþróttaafrekum af hans hálfu á næstu árum. Heræfingrar Þjódverja vekja ugg Mörg blöð álífta þeim sftefnft gegn Tékkum LONDON: Haustheræfingar i Þýzkalandi eru nú i þann veglnn að byrja, en mikill und- irbúningur heflr átt sér stað að und- anfömu víða um landið. í ýmsum blöðum álfunnar hefir orð- ið mikið umtal um þessar heræfingar og allvíða hafa þær vakið nokkurn ugg. Mun það sumpart stafa af því, að Þjóðcerjar eru nú að koma sér upp auknum víggirðingum vlð vestur- landamærin og landamæri Tékkósló- vakíu. Fregnir hafa borizt um að þeir séu að leggja nýja járnbraut í Saxladni og á hún að ná að landa- mærum Tékkóslóvakiu. í blöðum Júgóslaviu, sem vinveltt eru Tékkum, kemur fram, að ef til (Framh. á 4. Höu.) Reykjavíkurbréf Morgun- blaðsins síðastl. sunnudag, ber þess óræk merki, hversu mikinn sigur liðsmenn Kn. Arngrímssonar í Sjálfstæð- isflokknum hafa unnið í viðureigninni við lýðræðis- öflin í flokknum, út af ræðu Knúts á Eiði. Allt Reykja- víkurbréfið er óslitið túlkun þeirra kenninga, sem Knút- ur flutti þar, og það er jafn- vel reynt að ganga feti framar í ósvífnu orðbragði og vansæmandi ósannind- um. Kenningar Knúts voru í stuttu máli þær, að til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn geti náð völd- um, verði hann að telja kjósend- um trú um, að ríkisstjórnin og hennar flokkar reyni að gera þjóðinni allt til böjvunar og þess vegna verði Sjálfstæðis- menn líka að fylgja þeirri reglu, „að gefa andstæðingi aldrei rétt, i hversu smáu atriði sem er, þvi það veikir okkar málstað, en styrkir hans“. M. ö. o. að Sjálf- stæðisflokkurinn eigi að beita nákvæmlega sömu starfsaðferð- unj, sem nazistar hafa beitt og beita annarstaðar. „Það er illviljinn, skemmdafýsnin og bölbænirnar, sem mest kveður að“. Sú mynd, sem dregin er upp af stjórnarflokkunum og verkum þeirra i umræddu „Reykjavikur- bréfi“, er fullkomlega i samræmi við þessar kenningar Knúts. Lýsing „Reykjavíkurbréfsins“ á valdhöfunum er i stuttu máli þessi: „Þeir ætluðu að bæta fjár- hag vorn en komu honum í fullkomna órelðu“. „Þeir ætluðu að minnka skuldir þjóðarinnar en hafa margfaldað þær“. „Þeir ætluðu að bæta hag at- vinnuveganna, en hafa iþyngt þeim með margföldum tolla- og skattaálögum, dýrtíð, höftum og ógleymdri ofsókn gegn fram- kvæmdamönnum þjóðarinnar“. „Sveitirnar áttu að fá alhliða viðreisn, en úr því varð flótti á mölina“. „Verzlun og viðskipti þjóðar- innar hafa þeir með ofstopa og ranglæti leitt í fullkomna glöt- un“. „Kennslumál og skólahald þjóðarinnar hafa þeir gert að fargani, sem leiðir til ófarn- aðar“. Og í stuttu máli lýslr blaðið störfum þeirra og stefnu með þessum orðum: „Þeir hafa dregið úr fram- leiðslu landsmanna, skapað hér taprekstur fyrir gróða, ranglæti i stað réttlætis, kyrstöðu í stað framfara og atvinnuleysi í stað vaxandi afnota af gæðum landsins“. „Meðal þeirra, sem nú stjórna Iandinu, er það ILLVILJINN, SKEMMD AFÝ SNIN OG BÖL- BÆNIRNAR í GARÐ AND- STÆÐINGANNA, SEM MEST KVEÐUR AГ. Verður kennlngum Knúts fylgt betur? Verður það áþreifanlegar sannað en með ummælum sem þessum, að Mbl. hefir tekið upp þá kenningu Knúts Arngríms- sonar, að telja andstæðingana vilja gera þjóðinni alla þá bölv- un, sem þeir geta? Og verður reglunni „að gefa andstæðingi aldrei rétt“, betur fylgt í hinni pólitísku baráttu en með slík- um skrifum um andstæðing- ana? Vissulega ekki. Það er tæpast hægt að lýsa verstu glæpa- mönnum og föðurlandssvikur- um ver en gert er i þessum skrifum. Það er ekki að gefa öllu ljótari lýsingu á skapgerð og fyrirætlunum manna en þá, að „illviljinn, skemmdafýsnin og bölbænirnar“ séu það, sem „mest kveðl að“ i fari þeirra. „Ranða hættan“. Eitt þekktasta vopn nazist- SíldaraHínn svipaður og 1936 En bræðslusíldin er enn priðjungi minni en í fyrra Síldaraflinn er nú orðinn jafnmikill og á sama tíma 1936, en bræðslusíldarafl- inn er Vs minni en á sama tíma í fyrra. Saltsíldaraflinn var orðinn í vikulokin 145 þús. tn., á sama tíma í fyrra 145 þús. tn. og 1936 152 þús. tn., en þó skýrslan gerð tveimur dögum seinna. Bræðslusildaraflinn var orð- inn 1.093 þús. hl., á sama tíma i fyrra 1.569 þús. hl. og 1936 1.038.113 hl. Bræðslusíldaraflinn skiptist þannig milli verksmiðjanna: Sólbakkaverksmiðjan Hesteyrarverksmiðj an Dj úpuvikurverksmið j an Ríkisverksmiðjurnar Sigiuf. Rauðka Grána Hj alteyrarverksmiðj an Dagverðareyrarverksmið j an Krossanesverksmiðj an Húsavíkurverksmið j an Rauf arhaf narverksmiðj an Sey ðisfj arðarverksmiðj an NorðfJ arðarverksmiðj an 2.640 hl. 38.222 — 139.854 — 387.264 — 46.811 — 13.529 — 230.011 — 63.836 — 108.889 — 10.214 — 34.041 — 10.434 — 7.300 — Samtals 1.093.045 hl. Aflahæsftu skipin: Botnvörpuskip: Tunnur Mál i 1 salt breeðslu Tryggvl gamli, Reykjavik 415 11369 Þórólfur, Reykjavík 10013 Júni, Hafnarfirði 9675 Garðar, Hafnarfirðl 12098 Gulltoppur, Reykjavlk 9574 Hilmir, Reykjavik 337 9202 Arinbjöm hersir, Rvlk 8989 Rán, Hafnarfirði 392 8988 Ólafur, Reykjavik 165 8223 Brimir, Neskaupstað 8263 Linugufuskip; Tunnur Máií I salt bræðslu Jökull, Hafnarfirði 225 11239 Sigríður, Reykjavik 297 9891 Hvassafell, Akureyri 833 8278 Andey, Hrísey 1312 7670 M.s. Eldborg, Borgarnesl 1607 7363 Fjölnir, Þlngeyri 877 7708 Freyja, Reykjavík 1463 6827 Fróði, Þlngeyri 1209 6827 Ól. Bjarnason, Akran. 7792 Rifsnes, Reykjavík 58 7448 anna gegn andstæðingum sinum er að telja þá kommúnista. Mbl. gleymir heldur ekki þessum naz- istisku vinnubrögðum í um- ræddri grein. Það segir m. a.: „Svo heillum horfnir eru þessir pólitfsku vindbelgir, sem með stjórn landsins fara, að þeir eru komnir undir áhrifa- vald þeirra manna, sem laun- (Framhald á 3. slðu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.