Nýja dagblaðið - 16.08.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 16.08.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 16. ÁGÚST 1938. 6. ÁRGANGUR — 186. BLAÐ G A M Ij A B I Ó Seípío Afrícanus Hin heimsfrœga italska sögulega kvikmynd um hershöfðingjana úr 2. pún- verska stríðinu, Scipio og Hannibal. — Heimsblöðin kalla myndina „stórkost- legustu kvikmynd heims- ins. Börn fá ekki aðgang. aðeins Lofiur. Lesið Nýja dayblaðið! Dularfullar eyjar í suðurhöfum (Framhald a) 2. síðu.) Spönsk og ensk skip sáu Au- rora eyjarnar alltaf öðru hvoru næstu þrjátíu árin. Síðasta sögn- in um Auroraeyjarnar er frá herskipinu „Alrevida", sem spanska stjórnin sendi til þess að helga sér eyjarnar. „Alrevida“ fór frá Falklandseyjum og tíu dögum síðar báru Auroraeyjarn- ar við sjóndeildarhringinn. Á einni eyjunni var hátt fjall með snjókrýndum toppi. Þrátt fyrir ákafa leit, fannst engin vík, þar sem hægt væri að lenda. Klett- arnir gengu í sjó fram með allri ströndinni, og voru með öllu ó- gengir, og skipið varð að hverfa aftur heim, án þess að hafa lokið erindi sínu. Englendingurinn Weddell ætl- aði að koma við á Auroraeyjum 1820 í suðurpólsför sinni, en þá fundust eyjarnar ekki. Sennilegast er að jarðhrær- ingar hafi orsakað hvarf eyj- anna. Einnig telja menn það hugsa,nlegjt, að eyjarnar hafi bara verið óhemju stórir borgar- isjakar, sem síðar hafa horfið. Þetta er þó talið mjög ósenni- legt, þar eð margir finn- endur mældu stöðu eyjanna og reyndust þær þá óhagganlegar, og þeír segja einnig frá hömrum með ströndum fram, sem þeir, sumir hverjir, hafi athugað all- nákvæmlega. Söngur dimittenda (Framhald af 3. síðu.) Helgi Þorkelsson, samdi lag við kvæði Magnúsar, og var hvort- tveggja flutt á kveðjufundi, þegar sjálfu náminu var lokið á síðastliðnum vetrl og upp- lestur undir lokapróf hófst. Loks verður það að teljast góðs vitl i þessu sambandi, að piltur sá, sem kvæðið samdi, lauk einu hinu glæsilegasta stúdentsprófi, sem saga Menntaskólans greinir. En viðhorfið gagnvart skóla, sem dvalið er í við erfitt nám á æskuárum, setur svipmót á viðhorfið til viðfangsefnanna, þegar út í lífið kemur. G. M. NYJA DAGBLAÐIÐ .....VEIT ÉG ÞAÐ, en pað er pó að minnsla kosti eitt sem má reyna til ad bœta og blídka skapið með og pað er REGLULEGA GOTT KAFFI En ef pú villt búa til óað- finnanlegt kaffi þá verðurðu blessuð góða að nota P R j 17 KAFFIBÆTL Maðurinn minn, JóseS Jónsson Syrr- um bóndt að Melum í HrútaSirði, andað- ist að kvöldi pess 14. p» m., að heimili sínu HverSisgötu 104 C. Reykjavík, 16. ágúst 1938. Anna Bjarnadóttir. ■smmBBSBBsntnuHmBnmsmsi Reykjavíkurmótið (Framhald af 1. síðu.) og Frímann bakverðir hjá Val, voru einnig mjög góðlr. Þegar 14 mlnútur voru liðnar aí leik fœr Ellert knöttlnn út á vinstri kant- inn, gefur vel fyrir, en Björgúlfur, sem stendur alveg við markstöngina, hittir ekki. Tuttugu minútur eru liðn- ar af lelk þegar Jón Sigurðsson í Fram fœr knöttinn, hleypur fram með hann og gefur gott skot skáhalt fyrir markið. Hermann nær ekki til knatt- aríns og hann lendir aðeins innanvið stöngina í horninu. Fram hefir nú tvö mörk á móti engu. Valsmenn sækja nú í sig veðrið og tókst þeim að setja tvö mörk í hálf- leiknum. Var annaS vitaspyrna. Egill hljóp fram með knöttinn, en var brugðið, Hrólfur tók vítaspymima. Knötturinn lenti i netinu, en fór mjög nærri Þráin. Átti Þráinn að geta varið þetta skot? Fyrrl hálfleikur endaði með jafn- tefli, 2:2. Síðarl hálfleikur var nokkuð harður þegar frá byrjun .Frammenn hugsuðu auðsjáanlega um að láta ekki undan síga, en Valsmönnum þótti seint sækj- ast, þar sem þeir eru íslandsmeistarar. Leikurinn var mjög fjörugur, en hark- an þó stórum of mikil. Bar sérstak- lega mikið á því að menn héldu and- stæðingunum og gengu Valsmenn þar framar. Má það teljast sérstaklega álasvert, þegar þeir taka i buxur andstæðingsins og halda honum á þeim. Guðjón Einarsson dæmdi leik- inn og dæmdi hann mörg víti, en sást þó yfir allmargt ólöglegt. Var og held- ur eigi við öðru að búast, þar eð menn hnipptust jafnvel þar, sem boltinn var fjarri. Mannl gat ekki annað en gramist að sjá, hve leikmenn sýndu lítið lþróttamannaskap, þrátt fyrir mjög fjörugan leik. Fram-menn sóttu allfast í þessum hálfleik og „áttu leiklnn" eins og það er orðað á máli knattspyrnumanna. Tókst þeim þó eigi að skora mark, enda léku þeir of lítið á vinstri kant- inn til Jón Sigurðssonar, en hann var mjög góður. Valsmönnum tókst hins- vegar að skora eitt mark er stutt var eftir af leik. Við þetta harðnaði leik- urlnn um allan helming. Sáust menn nú lítt fyrir og er bezt að segja sem minnst frá svip leiksins þá stundina. Þegar mjög skammt er eftir af leik gerðist það, sem vakti einna mestan „spenning" meðal áhorfenda. Vals- menn gefa skot á markið. Þráinn hleypur fram úr hægra horni, en miss- ir knöttlnn og hann veltur fyrir Drengur drukknar Sex ára drengur, Árni Björn Árna- son, datt út af Húsavíkurbryggju i íyrradag og drukknaðl. Enginn var viðstaddur, nema annar drengur jafn- gamall, er sagðl frá slysinu. Líkið fannst eftir litla stund, en lífgunar- tilraunir reyndust árangurslausar. Drengurinn var sonur Árna Friðbjarn- arsonar, skósmiðs í Reykjavík. Var hann nýiega kominn norður til Húsa- vikur ásamt móður sinnl. markið. Valsmaður nær honum og gefur á mark, en einn Fram-maður bjargar með fæti og knötturinn veltur enn fram fyrir markið. Er nú á svip- stundu orðin þarna allmikil þröng og Þráinn fjarri. Einn Fram-maður tekur það ráð að næla utan um knöttinn, með báðum fótum og setjast á hann. Valsmenn vilja ekki missa tækifærið fyrir ekki neitt og sækja að honum og Frammenn á þá ofan til varna. Sru þeir eigl færri en fimm komnir í þvög- una. Þráinn var aftur kominn 1 mark- ið en hleypur nú fram og stingur sér á höfuðið ofan í kösina, nær knett- inum og ætlar að spyma fram. Vals- mönnum þótti hart að tapa tækifær- inu og hlupu þeir nú svo hart á Þrá- in, að á þá voru dæmd vlti fyrir. Leikurinn var enn afar harður þaö sem eftir var, en ekki tókst að skora fleiri mörk og endaði hann því með sigri Vals, 3 : 2. Á síðustu mínútum leiksins var einn Valsmaðurinn dæmdur úr leik fyrir ósæmilega framkomu. Framm. hefir auðsjáanlega farið mjög mikið fram í sumar. Leikni þeirra var nú góð, og hraðinn mikill. Eink- um sköruðu Jónarnir fram úr, og má hiklaust telja Jón Magnússon bezta manninn á vellinum 1 gærkvöldi. UBMW B í Ú N Ý J A Þrælaskípid Amerlsk kvikmynd frá Fox félaginu, er byggist á ýms- um sögulegum viðburðum, er gerðust á síðustu árum þrælaflutninganna frá Af- ríku til Ameríku. Aðalhlutverkin leika WARNER BAXTER, ELIZABETH ALLEN, WALLACE BEERY og hinn 14 ára gamli af- burðaleikari MICKEY ROONEY Aukamynd: Talmyndafréttir frá Fox. Beztu kolín GEIR H. ZOEGA Símar: 1964 og 4017. Bretar gangast fyrir fangaskíptum á Spáni LONDON: Brezka stjómin hefir skipað nefnd, sem fær það hiutverk að greiða fyrir því, að styrjaldaraðilar á Spáni skipt- ist á fundum. Nefndin er stofnuð með samþykki stjórnarinnar í Burgos og Barcelona stjórnarinnar. Aðsetur nefnd arinnar verður í Toulouse i Frakk- landi. Starf hennar miðar eingöngu að því að koma á stórum auknum fangaskiptum og þar með greiða göt- una að bættri líðan fjölda manna, sem nú dvelja í fangabúðum margir særðir og illa haldnir. FÚ. Heræfíngar Þjóðverja (Frh. af 1. síðu.) vill megi líta svo á, að í heræfingun- um vlð landamæri Tékkóslóvakiu felist hótun til Tékka, vegna deilunnar við Sudeten-Þjóðverja. Hið sama kemur fram í nokkrum frönskum blöðum, en yfirleitt líta blöð Frakklands ekki áhyggjufullum augum á þetta. Sum frönsku blöðin telja allan ótta ástæðulausan. FÚ.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.