Nýja dagblaðið - 16.08.1938, Síða 2

Nýja dagblaðið - 16.08.1938, Síða 2
2 N Ý J A Það eru tíl margar jurtir, sem eru eitraðar eða á annan hátt hœttulegar. Eínhver hœttuleg- asta jurtin sem til er, er tré eitt, sem vex í MexiJco. Þaö stendur eitt sér á gróðurrýrum svœðum. Stofn þess og greinar eru mjög krceklóttar og það lítur út eins og það hafí dregizt saman í krampa undir áhrifum síns eig- in eiturs. Ef snert er við trénu, veldur það ýmsum sjúkdómum, þar á meðal húðsjúkdómum, sem er mjög torvelt að lœkna. Öll tré þessarar tegundar, sem fundizt hafa, hafa verið merkt, til viðvörunar þeim vegfarend- um, sem ekki þekkja þau. Önnur hœttuleg trjátegund, mjög fátið, vex í Mexiko. Það er lágvaxið tré, en limarikt og ber aldini á stœrð við appelsínur. Þegar þessi aldini eru fullþrosk- uð springa þau skyndilega og tœtlurnar þeytast í allar áttir. Svo kraftmíklar eru þessar sprengingar, að slys geta hlot- izt af þeim. . r-; * Fjöllesnasta blað Chicago- borgar heitir Daily Times og aðalrltstjóri þess ar er Louis Ruppel. Hann hefir mörg brögð leikið. Eitt sinn kom hann t. a. m. einum samstarfsmanni sln- um fyrir á geðveikrahœli um tima. Skrifaði hann síðan greinaflokk um vist sina þar. Nú nýlega birti blað þetta greinaflokk, sem nefnist Leynd- ardómar brúnliðanna í Amerlku. Einum af starfsmönnum blaðs- ins hafði með mikilli fyrirhófn \tekizt að ná trúnaði margra nazista og komast eftir einu og öðru, sem fólk hafði áður haft litla hugmynd um. Þessi greinaflokkur vakti gíf- urlega athygli. * Victor Heiser er förulangur einn frœgur nefndur. í haust eð leið dvaldi hann á Samoaeyjum og komst þar í mikil met hjá konungi einum. Eitt sinn lét konungur efna til mikillar veizlu til heiðurs Heiser og þegar leið að lokum átveizlunnar stóð upp maður úr sveit konungs og heiðraði hvita manninn með snjallri rœðu og mjög vandasömu og virðúlegu látbragði. Heiser fannst nú, að hann yrði að halda svarrœðu og þakka óverðskuldaðan heiður, en kveið því þó mjög, þar eð kunnátta hans í málinu var harla takmörkuð og ennþá meira hvað viðvék veizlusiðum þeirra eyjarskeggja. Hann reis þó úr sœti sínu með þeim ásetningi að gera hið bezta, sem hann gœti. En þá lagði konungurinn sjálfur höndina á öxl hans og mœlti: — Þér þurfið enga rœðu að halda. Tll þess hefi ég ráðið vanan rœðumann, Hjá okkur er það ekki siður, að viðvaningar flytji rceðu opínberlega. * TIL ATHUGUNAR: Konan er sköpuð fyrir karl- manninn. Karlmaöurinn fyrlr fjölskylduna og föðurlandið. Napóleon. DAGBLAÐIÐ Tannlækningastofa Ellen Benediktsson hefir opnað aftur eftir sumarleyfið. Kjarnar — (Essensar) Reykjavík - Akureyrí Nsesta Iiraðferð til Akure/rar um Borg- ; arnes, er á fimmtudag. Bifreiðastöð Steindórs. Sími 1580. tommmsniiíiimiawimsatfiiwaawiiMamiiiiiimwcttiamaimawiw Höfum birgðir af ýmiskon- ar kjörnum til iðnaðar. — ÁFENGISVERZLUN RfKISINS Garnir Kaupum saltaðar, vel verkaðar garnir og langa úr kindum, kálfum, nautum og svínum. Garnastöðín, Reykjavík, Sími 4241. Bæjarskrífstoíum- ar lokaðar í dag. Borgarstjórí. Dnlarfnllar evjar i snðnrhöfnm Hinar svokölluðu draugaeyjar í Suðurhöfunum eru mjög inerkilegt og dularfullt fyrirbæri. Sumar þessara eyja hafa margir sjófarendur margskiptis séð og jafnvel mælt hnattstöðu þeirra, en er farið hefir verið að ieita hafa þær hvergi fundizt. Síðar hafa þær skyndilega verið komnar á sinn stað að nýju. Það kemur nokkrum slnunm fyrír í Kyrrahafinu, að eyju skjóti allt í einu upp eða hún hverfi. Þar eru mikil eldsum- brot í hafsbotninum og af þeim orsakast sífellt minniháttar út- litsbreytingar á yfirborðinu. Stundum eru umbrot þessi það mikil, að heilar eyjar, eða hlut- ar eyja sökkva í sjó með öllu. í hinum sólheitu suðurhöfum hefir slíkt afaroft átt sér stað og um það vita menn ekkert, nema það sem lifir í munn- mælum meðal Suðurhafsbúa. Heilar borgir og þjóðir sér- stæðrar mennlngar hafa horfið i djúp hafsins, svo að ekkert hefir verið eftir nema einstöku minningar. Auk þessara allsókunnu fyr- irbæra, hafa önnur komið fyrir i heimshöfunum fyrir nokkrum hundruðum ára eða nokkurum tugum ára, sem eru ekki síður leyndardómsfull. Þannig er um hinar dularfullu eyjar, sem sjó- mennirnir kalla „draugaeyjar", en menn efa tilveru þeirra enn í dag. í tvö hundruð ár hefir Gillíslands verið leitað, en Hol- lendingurlnn Gillis fann það á 80. gráðu norðl. br. og 75. gr. austl. lengdar. Gillis fann eyju þessa á einni af hinum flfl- dirfskufullu ferðum sínum um Norður-íshafið, en aðrir sjófar- endur hafa siðar leitað hennar árangurslaust. ÞJóðverjanum Theodor von Henglin tókst samt að finna Gillisland 1870. Tvelr leiðangrar sáu einnig þessa eyju árin 1899 og 1925. En þá var því miður ómögulegt að lenda, sökum þess hve að- stæður voru erfiðar. En loks er að segja frá því furðulegasta í „sögu“ þessa „lands“. 1935 er sendur isbrjótur til þess að fá áreiðanlega vitneskju um Gillisland. En er á hinn á- kveðna stað var komið, fannst þar engin eyja og engin merki nokkurs lands, þótt nágrennið væri rannsakað úr flugvél, sem leiðangurinn hafðí meðferðis. Svo langt sem augað eygði var ekkert að sjá nema feiknin öll af ís. Þessi gáta er því óráðin enn, og verður ef tll vill óráðln um alla framtíð. Menn hafa getið þess til að þetta hafi ef til vill aðeins verið sjónhverfing. Það hlýtur maður þó að draga í efa, þar eð eyjunni er allnákvæm- lega lýst af þrem lelðöngrum, og lýsingunum ber saman I öll- um höfuðatriðum. Þess hefir einnig verið getið til, að Gillis- land sé ein þessara dularfullu eyja, sem öðru hvoru skýtur upp úr hafinu, en hverfa svo aftur jafn skyndilega. Þriðja tllgát- an er, þótt hún sé næsta kynleg, að eyja þessi sé einskonar „fljúgandi Hollendingur“, sem reiki stefnulaust um hafið fyrir straumunum. Samskonar saga er til um eyju, sem skipstjóri einn frá Chile þóttist hafa fundið fyrlr nokkr- um árum siðan. Nokkrir Indiánar, sem.stund- uðu fiskiveiðar, voru eitt slnn í nauðum staddir. Þessi skipstjóri hætti lifi sínu til þess að bjarga þeim. Indlánarnir voru honum mjög þakklátir og sögðu honum, í launa skyni fyrir björgunina frá eyju, er forfeður þeirra höfðu flúið til með auðæfi sín til að grafa þau þar í jörð og forða þeim undan Spánverjunum, þeg- ar þeir voru að leggja undir sig landið. Indíánarnlr voru þess ekki megnuglr að leita eyjarinnar, svo skipstjórinn ákvað að at- huga þetta nánar. Á einnl af ferðum sínum skömmu síðar, fann hann eyju, sem að flestu bar saman við lýsingu Indlán- anna, en sem ekki var sýnd á neinu korti. Skipstjórinn miðaði hnatt- stöðu eyjarinnar og hvarf í skyndi heim að þvi búnu. Hann kostaðl nú leiðangur til eyjarinnar, því að hann var sannfærður um að þar væri að finna fjársjóðina, sem Indián- arnir höfðu rætt um. Þegar hann kom á staðinn, þar sem eyjan átti að vera, eftir mællngum hans sjálfs, þá sást ekki móta fyrir neinni eyju. Hún hafði horfið eins og vofa, sem hverfur fyrlr morgunsklm- unni. Skipstjórinn hafði eytt öll- um efnum slnum við að kosta leiðangurinn og skaut sig 1 ör- væntingu sinni, er hann kom heim aftur. Hann þoldi hvorki vonbrigðin né háð félaga sinna. Auroraeyjarnar eru þó taldar merkilegastar af þessum furðu- eyjum. Sagnirnar hér að lútandi eru mjög svo athyglisverðar, þvi að hér er ekki um neina ein- staka eyju að ræða, heldur heil- an hóp eyja. 1762 var seglskipið „Aurora" á ferð á Suður-Atlantshafinu, og fann þá þessar eyjar. Þær voru þrjár og skipstjórinn skírði þær eftir skipi sínu. Strendur eyj- anna voru mjög klettóttar og reyndist því ómögulegt að kom- ast 1 land. Skipið sigldi kringum vestustu eyjuna og reyndist hún vera allt af 10 km. löng. (Framh. á 4. aíðu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.