Nýja dagblaðið - 16.08.1938, Síða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
NÝJADAGBLABIB
Útgefandl: Blaðaútgáfan h.f.
RlUtJórl:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
Rltstjómarskrlístoíumar:
Llndarg. 1 D. Slmar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýslngaskrlfstofa:
Llndargötu 1D. Síml 2323.
Eftlr kl. S: Síml 3948.
Áskrlftarverð kr. 2,00 & mánuðl.
í lausasölu 10 aura elntaklð.
Prentsmlðjan Edda h.í.
Bímar 3948 og 3720.
Óhófseyðsla
eða framfarir
í hinum nazistisku sunnu-
dagshugleiðingum Morgunblaðs-
ins segir m. a.:
„Hvers virði eru verklegar
framkvæmdir, sem að visu hafa
verið hér miklar, ef kostnaður-
inn, sem af þeim leiðir, er meiri
en þjóðin getur risið undir? Hvar
eru þær framfarir, í landi voru
eða framkvæmdir, sem þess virði
eru, að sjálfstæði þjóðarinnar sé
ekki of gott til þess að vera sett
að vera fyrir þær?“
Meining þessara orða verður
ekkl misskilin. Það er hlklaust
gefið í skyn, að sú fjárhagslega
hætta, sem vofi yfir þjóðinni,
sé að kenna þeim framförum,
sem orðið hafi í landinu á und-
anförnum árum, hinum aukna
skipastóli, mjólkurbúunum,
frystihúsunum, síldarverksmiðj-
unum, simalagningunum, brúar-
gerðunum, hafnarbótunum, út-
varpsstöðinni, bílvegunum, skól-
unum o. s. frv. Þessar fram-
kvæmdír á þjóðina að hafa
keypt ofmiklu verði og þess-
vegna sé nú sjálfstæði hennar
í hættu.
Það þarf sannarlega mikinn
fjandskap gegn framförunum,
bæði verklegum og mennlngar-
legum, þegar reynt er að telja
þjóðinni trú um að þær stríði
gegn sjálfstæði hennar. Því
hvað er öruggari undirstaða fyr-
ir fjárhagslega afkomu þjóðar-
innar og sjálfstæði en aukin
verkleg menning og auknar
verklegar framkvæmdir?
Orsakirnar til þess, að hætta
vofir nú yfir fjárhagslegu sjálf-
stæði þjóðarinnar, eru líka allt
aðrar. Það er hin taumlausa
eyðsla eyðsla og fjársukk brask-
aranna, sem orðið hefir for-
dæmi um aukna óþarfa eyðslu á
öðrum sviðum þjóðlífsms. Þjóð-
in er nú að súpa seyðið af hinni
sorglegu fjármálastjórn ihalds-
ins, sem m. a. lét meginhluta
rikislánanna fara í skuldatöp
íslandsbanka og skrauthýsin í
Reykjavik í stað þess að verja
þeim til verklegra framkvæmda.
Þetta er málgagni heildsal-
anna líka ljóst. Þessvegna er
reynt að telja þjóðinni trú um
að hættan stafi af framförun-
um, svo hún gæti þess síður að
að aðalorsökin er fólgin í hóf-
lausri eyðslu heildsalanna og
þeirra nóta.
Fjársukk braskaranna heflr
verið mestl þrándur í vegi
hinna verklegu framkvæmda.
Það hefir keppt við þær um
fjármagnið. Þegar hinir fjár-
„Vor hjartfólgni Stalin"
— Foríngjadýrkunín í Rússlandí —
skólunum og alstaðar, þar sem
baráttan er háð, að sigri komm-
únismans.
Með því að greiða atkvæði
listanum, sem kommúnistar og
óháðir Stalin-liðar hafa samein-
azt um, hefir þjóðin óvéfengjan-
lega lýst yfir eindregnu fylgi
sínu við bolshevikkaflokkinn, ó-
rjúfandi tryggð við samfylkingu
Stalins við fólkið, sýnt takmarka
lausa þakklætistilfinntngu 1 garð
allrar hinnar miklu, rússnesku
þjóðar og takmarkalaust þakk-
læti og ást til yðar, vor hjart-
fólgni leiðtogi, vinur og kennari.
Aldrei mun neinn geta rænt
oss frelsi voru né hamingju. Æ
betur skulum vér vera á verði um
byltingu vora, æ betur skulum
vér treysta samband þjóðar vorr-
ar við sovétríkjaheildina, með
því að greiða kommúnistunum
og hinum óháðu Stalinliðum at-
kvæði vor, og vér skulum fyrir
fullt og allt tortlma þeim fláu
óvinum þjóðarinnar, sem ennþá
eru við líði.
Fólkið í Usbekistan lifir 1 ham-
ingju og frjálsræði, sem aðrar
þjóðir, er byggja upp sovétsam-
bandið. Hvenær sem er og hvar
í ríkinu sem væri, er þetta fólk
reiðubúið til þess að brjóta á bak
aftur hvern þann, sem vogar að
ráðast að fósturjörð vorri.
STALIN.
Glaðari, sælli og dásamlegri
verður tilvera vor æ. Fullvlss
þess að framtiðin verður enn
sælli og gleðiríkari, viljum vér
syngja lofsöng til dýrðar komm-
únistaflokknum og miðstjórn
hans, og vorum vitra Stalin, sem
með eigin höndum heflr smíðað
oss hamingju vora, frelsi vort og
dásemd alla.
Lifi hinn mikli flokkur Stalins
og Lenins. Lifi hin óvinnandi
samfylking kommúnista og ó-
háðra Stalin-liða. Lifi hin órjúf-
andi tryggðabönd milliStalins og
sovétþjóðanna. Lifi vor æðsti
umboðsmaður í æðsta ráðinu,vor
eigin Josif Vlssarionovitj Stalin.
Morgunblaðið íylgir fordæmi Knúts
(Framhald af 1. síðu.)
Kommúnistar þykjast vera
mjög andvígir foringjadýrk-
un, en lofið um Stalin í rúss-
nesku blöðunum jafnast þó
fullkomlega á við það, sem
skrifað er um Hitler og
Mussolini í þýzkum og ítölsk-
um blöðum.
Sem lítið sýnishorn þessara
skrifa birtist hér bréf, sem
nýlega var birti í Pravda og
og sagt var að væri frá verka-
manni í Tasjkent til Stalins.
Vor hjartfólgni Jósif Vissario-
novitj!
Þúsundir verkamanna, sem
söfnuðust saman til fundar í
höfuðstað sovétlýðveldisins Us-
bekistan, senda yður sínar hjart-
næmustu kveðjur, þér mikli og
ástkæri leiðtogi og vinur þjóðar
vorrar.
Fólkið 1 hinu sólrika Usbekis-
tan gleðst innilega í dag. Ástæð-
an til þess er sú, að samtök kom-
múnistanna og hinna óháðu Sta-
línliða, hafa unnið eftirminni-
legan sigur við val fulltrúanna í
hið æðsta ráð Usbekistan.
Ólýsanlega stoltir og glaðir eru
hinir sælu verkamenn í Usbekis-
tan yfir því að hafa hlotnazt
sá mikli heiður, að hafa sem
fyrsta fulltrúa í æðsta ráði lýð-
veldisins mann, sem hefir gefið
hinum ótölulega grúa fólks Inn-
an sovétsambandsins það mesta
lýðfrelsi sem þekkist í heiminum,
sem hefir veitt verkalýðnum í
voru unaðslega fósturlandi ham-
ingjusamara og heiðvirðara líf,
og sem raunverulega leiðir oss
frá sigri til sigurs — til kommún-
ismans. Vér erum stoltir yfir því
að eiga yður, sem vorn æðsta
umboðsmann, yður, tákn bar-
áttunnar og tákn frelsisins fyrir
alla verkamenn og alla undirok-
aða um heim allan. Takmarka-
laus er gleði vor yfir þvi, að fá
að eiga við hlið yðar sem um-
boðsmenn vora, félagana Molo-
tov Kaganovitj, Vorosjilov og
Jesjov.
Vor ástfólgni Josif Vissariono-
vit j!
Öllum lýð í Usbekistan er það
Ijóst til fulls, hvað sá helður, að
fá að eiga yður sem hinn æðsta
umboðsmann, leggur oss á herð-
ar. Vér skiljum, að þér hafið með
því gefið oss trúnað yðar og vér
heitum yður því, að vér skulum
endurgjalda þennan trúnað og
með aðferðum Stachanovs vinna
á ökrunum, 1 verksmiðjunum, í
hagslegu örðugleikar vaxa verð-
ur að fara fram niðurskurður
á öðru hvoru, jafnvel hvort-
tveggju. Mbl. er með framan-
greindum skrifum sínum að
reyna að undirbúa aðalniður-
skurðinn á hinum verklegu
framkvæmdum. En sá þjóðar-
vilji mun sýna sig greinilega og
hann er líka réttur, að þó spara
þurfi 1 bili eitthvað á þeim lið-
um, þá verði þó nlðurskurður-
inn mestur á óhófseyðslunni.
aðir eru af rússnesku fé, til að
svíkjast aftan að sjálfstæði
þjóðar vorrar“.
„Þessi hugsunarháttur (þ. e.
ofbeldishugsunarháttur) er
hreinræktaðastur í yfirdrottn-
unarofstæki kaupfélagsvaldsins,
sem hefir nýlega tekið upp á
arma sína útibú Stalins hér á
landi til þess að kommúnistaof-
stækið geti hér samlagazt kaup-
félagaofstækinni til almenns
niðurdreps fyrir frelsi þjóðar-
innar“.
Hér er ekki aðeins haldið fram
gömlu „Breiðfylkingar“-lyginni
frá þvi í fyrravor, að rikisstjórn-
in sé undir yfirráðum kommún-
ista! Því er nú bætt við, til að
gera ósannindin áhrifameiri, að
„kaupfélagsvaldið", sem mun
eiga að vera Samband isl. sam-
vlnnufélaga sé búið að taka
„útibú Stalins“, þ. e. Kommún-
istaflokk íslands upp á arma
sina!
Það er vissulega ekki hægt að
taka betur upp þau vlnnubrögð
nazista, að telja alla andstæð-
inga sína kommúnista eða und-
irlægjur þelrra, heldur en hér er
gert.
Hversu lengl þola
lýðræðismemiiruir
i Sjálfstæðisflokkn-
um þetta?
Þó þessi vinnubrögð séu i sam-
samræmi við vilja og fyrirskip-
anir heildsalanna og meirihluta
forráðamannanna 1 flokknum,
er vitanlegt, að meirihluti hinna
óbreyttu flokksmanna er þeim
andvígur og lika allmargir af
helztu mönnum flokksins.
Þeir vilja að Sjálfstæðisflokk-
urinn starfi á hreinum lýðræðis-
grundvelli, afneiti Knúti Arn-
grímssyni og hans líkum, hætti
öllum nazistiskum vinnubrögð-
um og reyni að vinna sér fylgi
með heiðarlegri baráttu og mál-
flutningi.
Hversu lengi geta þessir menn
unað því, að flokkurinn beiti
þeim vinnubrögðum og túlki í
blöðum sínum stjórnmálastefnu,
sem þeir eru fullkomlega and-
vígir?
Sjá þeir ekki, svo framarlega
sem þeir ætla að fylgja stefnu
sinni, þá verða þeir annað hvort
að fá þvl framgengt að Sjálf-
stæðisflokkurinn leggi hin naz-
istisku vinnubrögð á hilluna ell-
egar að yfirgefa flokkinn?
Þetta verða lýðræðismennirn-
ir 1 Sjálfstæðisflokknum að gera
sér ljóst í tima. Öll bið, sem er
byggð á því að siðar geti gefizt
tækifæri til að ráða niðurlögum
nazistadeildarinnar í flokknum,
getur orðið hættuleg. Þá getur
farið eins og í hreppsnefndar-
kosningunum í vor, þar sem
íhaldsmenn og kommúnistar
höfðu bandalag, að nazistarnir
einir beri hagnaðinn frá borði,
en hinir smán og ósigur. Þess-
vegna er hyggilegast að gera
relkningana upp strax, en fresta
því verki ekki.
Söngur dímíttenda
1938
Út gekk maður að sá.
Auður akurinn lá.
Svipur andvana grúfði yfir
En á döggvaða rein [löndum.
frœin fögur og hrein
hnigu fislétt úr sáðmannsíns
höndum.
Greinast rœtur um svörö.
Öxin bylgjast um börð,
full af blómlegum nœringar auði.
Það er sáðmannsins pund,
að með leikandi lund
skóp hann líf, þar sem áður
var dauði.
Nú er knýjandi þörf
fyrir strengileg störf,
til að styrkja þann andlega
sem í œskunnar hug [gróður,
vekur drengskap og dug
og þœr dyggðir, sem auka vorn
hróður.
Megi skóla vors starf
skapa andlegan arf
og þann akur á sálnanna reinum,
þar sem skynsemin grœr
og sá mjötviður mœr,
sem ber menningu og þroska
á greinum.
Hugur fyllist af þökk,
og sú kveðja er klökk,
sem er komin úr þakklátu hjarta.
— Öll þln framtíðar spor,
ylji vinhugur vor,
ást og virðingin hlýja og bjarta.
M a g nús Kjartansson.
Hér á undan er birt fallegt
kvæði eftir pilt, sem lauk stúd-
entsprófi á síðastliðnu vori. Og
þó er kvæðið ekki fyrst og
fremst birt fyrir það hve fall-
egt það er, heldur af því, að það
virðist bera vott um breytingu
á afstöðu nemendanna til þess-
arar merku og mikilsverðu
stofnunar.
Framfarir á sviði uppeldis-
mála hafa orðið miklar í seinni
tíð. Menntaskólinn hefir verið
erfiður skóli og er það enn. En
afstaðan milli skólastjórnar og
kennara annarsvegar, en nem-
enda hinsvegar, er að breytast,
og óefað til bóta.
Vandað er til kennslu og
náms eigi síður en áður. En
sambúðin mun orðin með nokk-
uð öðrum hætti en áður fyr.
Til þess benda meðal annars
námsferðir, íþróttaferðir og
skólaselið, sem nú er að rísa.
Er gott til alls þessa að vita.
Og þess þá að vænta, að þeim
fækki óðum, sem vitni um að
þá hafi „kalið á hjarta“ í skóla
þessum.
Kvæði Magn. Kjartanssonar
er merkisviðburður, e'f það er
svo, að nemendur Menntaskól-
ans í Reykjavik eru farnir að
finna til líkt og hann. En sá
hlýtur að vera megintilgangur
skólans, að fóstra fólk, sem
finnur þörfina á því að skól-
anum takist að styrkja gróður,
sem í hug æskunnar vekur til
dáða og drengskapar.
En að Magnús sé ekki einn
til vitnis um að skólánum sé að
heppnast þetta betur en um
sinn, má marka af því, að ann-
ar námsmaður við skólann,
(Framh. á 4. siðu.)