Nýja dagblaðið - 20.08.1938, Side 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
í Gautaborg vakti það nýlega
mikla athygli og óskipta gremju
allra, að ferðamenn á stórum
skemmtiferðaskipum skemmtu
sér við að kasta smápeningum
niður á bryggjuna og láta smá-
drengi slást um þá. Lögreglan
hefir verið kvödd til, en hún
hefir ekki fengizt til þess að
láta málið til sín taka.
*
Prestsetur eitt í Sussex í Eng-
landi er frœgt fyrir draugagang.
Allir prestar, sem síðastliðin
sextán ár, hafa búið þarna, hafa
sent beiðnir um að vera fluttir
brott. Þeir hafa ekki getað hald-
izt þar mð.
Hinn núverandi prestur þar
sendi nýlega slíka beiðni til hlut-
aðeigandi biskups. En þá var
þolinmœði biskups nóg boðið.
Hann víll fá málið full upplýst
og hefir kvatt þekktan mann
við þá deild háskólans í London,
sem fjallar um sálfrœðirann-
sóknir, Mr. Harry Price, til þess
að ráða gátuna. Price hefir
margskiptis áður leyst svipað
verkefni af höndum og sannað,
að það, sem menn héldu vera
drauga og anda, var hugarburð-
ur einn.
Price hefir nú dvalið í húsi
þessu um hríð, en ekki getað
ráðið hina dularfullu gátu. Hann
sér menn á gráum klœðum reika
um stofurnar og ósýnilegar
hendur skrifa á veggina. Stund-
um fyllast herbergin annarlegri
angan og bókum úr bókaskápn-
um er dreift út um öll gólf.
Price telur sig hafa komizt í
kynni við þetta allt saman áður,
en í þetta sinn getur hann ekki
skýrt hvernig á þessu stendur.
Ef Príce getur ekki leyst ráð-
gátuna, verður prestsetrið lagt
niður.
*
Nœrgœtin kona hefir lagt
þúsund sterlingspund í merki-
legan sjóð.Fyrir tekjur sjóðsins á
nefnilega að sjá sjómönnum
fyrir ódýru og góðu öli, þegar
þeir stíga á land í fjarlœgum
höfnum.
Þessi kona hefir jafnframt
látið í Ijós þá ósk, að hún verði
siðar þess megnug að stofna
fleiri slíka sjóði, svo að enskir
sjómenn geti átt völ á hinu góða
og ódýra öli í hvaða höfn heims-
ins sem er.
*
Vélin í bifreiðinni hafði bilað,
þegar hjónin voru þrjá kíló-
metra frá bœnum. Þeim tókst
alls ekki að koma henni i gang,
svo að hringja varð eftir bil til
hjálpar. Bílstjórinn krafðist 15
króna fyrir vikið.
Þegar bilaði billinn hafði
verið festur aftan i hinn og
hjónin voru sezt inn, segir kon-
an:
— Mér finnst þetta nokkuð
dýrt.
— O, jœja. Ég er nú búinn
að bremsa.
%
TIL ATHUGUNAR:
Konan getur sýnt líkama sinn
nakinn, en hún getur ekki af-
hjúpað sál sína.
George Moore.
TYRKNESKAR CIGARETTUR
" 20 STK-
PAKKINN
KOSTAR
* 150
W.W.V.V
.V.'.V.V.V.
.‘.V.V.V.V.
.V.V.V.V.V
.■.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.vv
.V.V.'.V.SV.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V
l.,.V%V.V.V.V.,.V.V.V.V.,.V.,.V.V.V.,.W.VAy
'.■.V.V.V.V.V.V.V.V.V/.W.V.V.V.V.V.V.V/
THE WORLD'S GOOD NEWS
will come to your home every day through
THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR
An International Daily Newspaper
It records for you the world’s clean, constructive doings. The Monitor
does not exploit crime or sensation; neither does it ignore them,
but deals correctively with them Features for busy men and all the
family, including the Weekly Magazine Section.
The Christian Science Publishing Society
One, Norway Street, Boston. Massachusetts
Please enter my subscription to The Christian Science Monitor for
a period of
1 year $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00
Wednesday issue. including Magazine Scction : 1 year $2.60. 6 issues 25c
Name___________________________________________
Address -
£
Samþle Copy on Requcst
K jar nar -- (Essensar)
Höfnm birgðir af ýmiskon-
ar kjörnnm til iðnaðar.
Er mjúk sem rjómi og
hefir yndislegan rósailm.
Pæst í öllum verslunum,
sem leggja áherslu á vöru-
gæði.
ÁFENGISVERZLIJN
RÍKISINS
M.s. Dronníng
Alexandríne
fer mánudaginn 22. þ. m. kl. 6
síðdegis til Kaupmannahafnar
(um Vestmannaeyjar og Thors-
havn.
Farþegar sæki farseðla i dag
fyrir hádegi.
Tílkynningar um vörur komi
sem fyrst.
Skipaafgreiðsla
Jes Zimsen
Tryggvagötu. Sími 3025.
Innrílun
í Iðnskólann
í Reykjavík hefst laugardaginn
20. þ. m. og fer fram daglega á
Sóleyjargötu 7, kl. 11—12 til 25.
september. Til inntöku í fyrsta
bekk skólans er, samkv. ákvörð-
un skólanefndar, krafizt góðrar
þekkingar í íslenzku og heilum
tölum og brotum í reikningi.
Námskeið verður haldið í skólan-
um í september fyrir þá, sem
þurfa undirbúnings í einhverjum
námsgreinum undir próf í alla
bekki skólans. Innritun á nám-
skeiðið fer fram á sama stað og
tíma til 1. september.
Reykjavík, 18. ágúst 1938.
Helgi H. Eiríksson.
aðeins Loftur.
Fyrsta bófafélagíð í London
Þegar menn heyra minnst á bófafélag verður þeim
oftast hugsað til Ameríku. Bófafélag eru þó ekki amerísk
uppfynding, heldur er hugmyndin fyrst komin fram í Lond-
on fyrir 250 árum. — í eftirfarandi grein er sagt frá fyrsta
bófaforingja heimsins, Jonathan Wild. Hann stofnaði félag
meðal þjófa og ræningja í London og stjórnaði starfsemi
þeirra, en þóttist sjálfur vera leynilögreglumaður.
Þegar menn lesa um skipu-
lögð samtök göturæningja,.verð-
ur þeim oft á að telja þetta sér-
einkenni yfirstandandi tíma. En
þetta er eldra fyrirbrigði. Á xík-
isstjórnarárum Jakobs II., eða
fyrir 250 árum, var uppi í Eng-
landi maður, sem safnaði saman
öllum glæpamönnum í London
og myndaði félag sem starfaði
á líkan hátt og amerísku bófa-
félögin nú.
Þá var hálf miljón íbúa í Lon-
don. Velmegun var mikil, en op-
inbert öryggi var af skornum
skamti. Það reyndist árangurs-
laust þó að yfirvöldin hegndu
með þungum refsingum fyrir
litið afbrot. Smáþjófnaðir voru
t. d. dauðaorsök. Árangurslaust
var heitið miklum launum fyrir
að koma upp um eða handtaka
glæpamenn. Yfirvöldin voru van
megnug gagnvart „undirheim-
unum“. Lögreglan var lítils
megnug, og það af sömu orsök-
um, sem torvelduðu starf amer-
isku lögreglunnar til skamms
tíma. Það var nefnilega afar-
algengt, að yfirmenn lögreglunn
ar hefðu samband við glæpa-
mennina og tækju heldur hlut
af ágóða þeirra en að láta taka
þá fasta.
Jonathan Wild varð einskonar
konungur í „undirheimunum",
og þar með fyrsta bófaforingi
heimsins. Hann hafði á æskuár-
um framið allmarga áberandi
þjófnaði og innbrot, en tók síðar
að sér að varðveita þýfi fyrir
aðra. Þannig gat hann áhyggju-
laust innbyrt ágóðann meðan
aðrir lögðu sig í hættuna. Hægri
hönd hans var „rauða hefðar-
konan“, duglegur vasaþjófur og
auk þess ljómandi fögur kona,
sem fyrst stal hjörtum fórnar-
dýra sinna, en síðan pyngjum
þeirra. Þau unnu saman í mörg
ár og giftu sig að lokum.
Einn dag, þegar Jonathan
Wild kom heim frá „störfum“
sínum, sagði rauða hefðarfrúin
honum að hún hefði fengið góða
hugmynd um, hvernig þau gætu
orðið rík á hættulausan hátt.
Þegar hún hafði skýrt áætlun
sína var hann sannfærður um
ágæti hennar.
Nokkrum dögum síðar var
saman kominn þokkalegur hóp-
ur á krá einni í Soho. Ef Lund-
únalögreglan hefði haft hug-
mynd um þennan fund þá hefði
hún getað veitt vel. Þarna voru
giæpamenn borgarinnar saman
komnir að boði Jonathan Wild.
Þegar allir voru mættir stóð
Jonathan Wild upp og hóf að
skýra hugmynd sína.
Áheyrendurnir urðu allir einn
áhugi. Það var ákveðið að semja
skrá yfir alla borgara „undir-
heimanna", og sérgrein þeirra,
og einnig yfir alla þá borgara í
London, sem mundi borga sig
að heimsækja.
Eftir þessum skrám átti svo
að skipta „vinnunni" og með
þvi ná betri árangri með minni
áhættu. Jonathan Wild var auð-
vitað kosinn foringi þessa fé-
lagsskapar. Allir vasa- og inn-
brotsþjófar stóðu beint undir
stjórn hans. Þeir skyldu leggja
áætlanir sínar fram og síðan
væru þær ræddar af „ráðinu“.
Þegar verkið væri framkvæmt
skyldu þeir aftur mæta hjá for-
ingjanum til þess að athuga á-
rangurinn.
Jonathan Wild hafði leigt sér
skrifstofu í City og þar stóð á
dyrunum: „Jonathan Wild,
einkaleynilögreglumaður.“
Ekki leið á löngu áður en öll
(Framh. á 4. síöu.)