Nýja dagblaðið - 20.08.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 20.08.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 20. ÁGÚST 1938. 6. ÁRGANGUR — 190. BLAÐ G A M L A BlÓ Bulldog Dnimm- ond skerst í léikínn S Afar spennandi amerísk « !;<: talmynd, gerð eftir einní « « af hinum írægu sakamála' | II; Sögum H H. C. Mc.NEILE | (Sapper). | | Aðalhlutverk leika: Ray Milland, | Heather Angel og | Sir Gy Standing. Fyrsta bóialélagið í London (Frh. af 2. siBu.) borgin var þess fullviss að Jon- athan væri eini maðurinn, sem gæti klófest aftur stolin verð- mæti. Þessi dásamlegi leynilög- reglumaður gat æfinlega til- kynnt innan fárra daga að hann hefði komizt í samband við þjófinn og að hann væri fús á að afhenda þýfið aftur gegn hæfilegri þóknun. Menn gátu ekki treyst lögreglu borgarinn- ar og voru því mjög fegnir að geta náð aftur í hina stolnu skartgripi og önnur verðmæti, einkum þar sem Jonathan Wild var nógu skynsamur til þess að hafa lausnargj aldið ekki of hátt. Undirmenn hans voru mjög fegnir þessum skiptum. Nú þurftu þeir ekki að fara með hina stolnu muni til venjulegra þýfiskaupenda, sem oftast guldu aðeins lítið brot af hinu raun- verulega verði, en Jonathan Wild lét sér nægja fjórða hlutann af peningunum, sem nú streymdu inn. Lögreglunni var ekki ókunn- ugt um atferli Jonathans Wild, en það reyndist ómögulegt að fá sannanir gegn honum. Hann var meira að segja svo forsjáll að láta ýmsa af hinum verðminni af stolnu mununum komast í hendur lögreglunnar. Jonathan Wild var ókrýndur konungur i „undirheimum" Lundúnaborgar í meira en 30 ár. Hann var nákvæmur í bókfærslu sinni, skrifaði niður öll gjöld og allar tekjur, og alla þjófnaði og öll innbrot sem fram in voru í borginni. „Rauða hefðarfrúin“ var mjög hjálpleg við hann i þessu, og hún hefir, með dagbókum sínum, lát- ið eftirkomendunum í té upplýs- ingar um glæpamannalíf á þessum tímum. Hún var mjög mikill mannþekkjari og hún réði því hvort nýr meðlimujr væri tekinn í félagsskapinn eða ekki. Hún teiknaði myndír af hverjum nýjum meðlim og skrif- aði á hana stutta lýsingu. Jonathan Wild var ekki aðeins rnjög duglegur að skipuleggja heldur auk þess slyngur skjala- falsari. Hann hafði útvegað sér mörg „vitni“, sem skyldu votta NYIA DAGBLADID HMt lil Hkirevrir alla daga nema mánudaga. Afgreíðsla í Reykjavík: Bífreiðastöð Islands, sími 1540. Bifreiðastöð Akureyrar. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. í heildsölu hjá Samband ísl. samvinnuféiaga Sími 1080. fjarveru hans, ef einhver skjól- stæðinganna skyldi koma hætt- ulega nærri galganum og verða lausmáll. Hann gat ekki ein- ungis verndað þjófana frá fang- elsinu með félagi sínu heldur einnig komið mönnum þangað. Fyrsti bófaforingi heimsins endaði æfi sína sem efni stóðu til. Samkeppnin varð honum að falli. Þeir, sem höfðu lifað á því að kaupa þýfi, sköðuðust stór- kostlega á starfsemi hans. Þeir bundust samtökum og biðu síðan tækifæris að hafa hendur i hári honum. Þetta tækifæri kom einn góðan veðurdag. „For- inginn“ tók gömlu innbrotsá- höldin aftur í hönd sér, til þess að sýna hinni nýju kynslóð list sína. Þýfiskaupendurnir fengu hugmynd um þetta með tilstyrk undirmanna Johathans Wild og lögreglan tók hann þar sem hann , ásamt þrem af mönnum sínum, var að tæma peninga- skáp biskupsins. Réttarhöldin yfir honum tóku ekki langan tíma, og hann var hengdur daginn eftir. Æðsta ósk hans gat ekki uppfyllzt vegna þessa. Hann hafði, 10 árum áð- ur, látið gera „rauðu hefðar- frúnni“ mjög vandað grafhýsi, og þar ætlaðist hann til að duft sitt fengi einnig að hvíla. Félagið var leyst upp eftir dauða hans þetta félag, sem var fyrsta skipulagða bófafélagið í heiminum, og það er ekki fyr en 200 árum síðar að svipuð félög koma aftur fram á sjónarsviðið, og þá í Ameríku. Tilraunastarisemi landbúnaðarins (Framhald af 3. síðu.) bíði tjón af, gefið hænsnunum meira af íslenzkum fóðurtegun- um en nú er gert? Og ef svo er, hvaða fóðurtegundir eru það þá, sem við eigum völ á? Þetta er stórmál, sem vel þarf að athuga. Engar ítarlegar til- raunir hafa ennþá verið gerðar hér á þessu sviði. Að vísu hafa nokkur hænsna- bú, með góður árangri, blandað kraftfóður handa hænsnum með síldar- og fiskimjöli, og líka þangméli, en þó aðeins í smáum stíl. Og þessar tilraunix segja auðvitað ekki mikið, þar sem þær að jafnaði hafa verið gerð- ar af handa hófi og án þess að rannsakað hafi verið hvaða á- hrif það hefði á heilbrigði dýr- anna, afkvæmi, varp o. fl. Nú sem stendur eru gerðar til- raunir í Danmörku með síldar- og fiskimjöl sem fóðurbæti handa hænsnum, en það er ekki nóg fyrir okkur. Auðvitað er ekki hægt að kom- ast af án korns að öllu leyti við fóðrun á hænsnum, en án efa má minnka kornskammtinn að veru legu leyti, einnig mætti vafa- laust ala hér upp hænsnateg- und, sem gæti lifað meira af íslenzkum fæðutegundum en þær tegundir sem hér eru nú. Fóðurtegundir, sem hér þarf að athuga, eru margaír. Sem dæmi mú nefna: Hrogn, þang, söl, síldar- og fiskimjöl, ýmsaT grænmetistegundir, blóð, o. fl. Hér er verkefni fyrir hina nýju nefnd, sem á að vinna að rannsóknum í þágu landbúnað- arins, og þetta atriði, sem ég hefi hér minnzt á, hefir mikla þýðingu, ekki aðeins fyrir land- búnaðinn heldur og fyrir út- flutning íslenzkra afurða í fram- tíðinni. E. Tönsberg. Kennaraskipti (Frh. af 1. siðu.) ferðastyrk frá kennslumála- ráðuneytinu danska, en auk þess er reynt að gera þeim dvölina hér sem ódýrasta. Minn ferðastyrkur í fyrra var að mestu veittur úr dansk-ísl. félaginu.Auk þess hefir kennslu- málastjórnin hér jafnan tekið vel í málaleitanir mínar þessu viðvíkjandi. — En er ekki ætlun þín að slík kennaraskipti sem þessi komizt á milli fleiri landa en íslands og Danmerkur? — Jú, áreiðanlega. Kostnaðar- hliðin hefir verið þar ennþá þröskuldur í vegi. Nú vona ég að úr rakni fljótlega. Á norræna kennaramótinu að Laugarvatni í síðasta mánuði, var samþykkt áskorun frá mér til stjórnar Norræna félagsins, þess efnis, að félagið styrkti kennaraskipti milli Norðurland- anna í framtíðinni. Danir hafa fyrstir veitt þessu máli fjárhagslegan stuðning — bæði vel og drengilega. Og Nýja dagblaðinu er það vel kunnugt, að í mínum augum er hér þýðingarmikið mál á ferð- inni, er ég hefi rakið fyr, og endurtek ekki nú. En eitt vil ég minnast á að lokum, þótt það komi þessu ekki beinlínis við. Hér er nú á ferð ungur skóla- stjóri frá Jótlandi, er nýlega hefir stofnað lýðskóla í Grind- sted í Danmörku. íslendingum sýnir hann þá velvild, að bjóða tveim náms- mönnum héðan hvert ár dvöl í skóla sínum fyrir einungis hálft gjald eða ca. 35 kr. á mánuði. Þessi skóli stendur 5 mánuði að vetrinum og er bæði fyrir pilta og stúlkur, en hefir auk þess þriggja mánaða námskeið að sumrinu, eingöngu ætlað stúlkum. Skólastjórinn heitir Olle Mad- sen og heimilisfang: Den nye Ungdomsskole Grindsted, Dan- mark. Hann á þakkir skihð fyrir vel- vild sína og vinsemd í okkar garð með þessu hagstæða til- boði. Meðferð sláturljáríns (Framhald af 1. síðu.) Niðurstaðan varð íslenzka fénu ekki í vil. Það er útlima- lengra, beinastærra, holdþynnra og hefir minni fitu á lærum og baki. Aftur á móti er íslenzka kjötið fíngerðara og ljúffengara. — Eru ekki talsverð brögð að ágöllum á meðferð sláturfjárins og kjötsins? — Undanfarin ár hafa verið mikil brögð að fláningságöll- um og öðrum viðráðanlegum skemmdum á kjötinu. Tvö síð- ustu árin hefir Samband ís- lenzkra samvinnufélaga og aðrir aðilar, sem um þessi mál fjalla, lagt mikið kapp á að koma í veg fyrir slíkar skemmdir og meðal annars hefir tvívegis verið efnt til sláturnámskeiða á Akureyri. Svo mikið hefir áunnizt, að telja má útlit þess kjöts, sem sent var á London-markaðinn i fyrra, gott. Þó þarf enn umbóta. Þetta atriði er mjög þýðingarmikið með tilliti til söltunarmöguleik- anna. Góð meðferð á sláturfénu N t J A B í Ú IDrukkínn| víð stýrid| Amerísk kvíkmynd frá g Columbia film, er vakið 8 hefir heimsathygli fyrir | hina miklu þýðingu sem jf hún hefur fyrir umferða- 8 mál allra þjóða. 8 Aðalhlutverkin leika: H IRichard Díx, I Joan Perry, § Tony Stevens o. Sl. | Þessa stórmerkilegu kvik- 8 mynd ættu allir sem s stjórna bílum og ferðast 8 ll með bílum ekki að láta 8 óséða. 8 Síðan er fögur sveit. Fastar áætlunarferðir frá Rvík að Kirkjubæjarklaustri alla þriðjudaga. Frá Kirkjubæjar- klaustri til Reykjavíkur alla föstudaga. Vandaðar bifreiðar. Þaulæfðir bílstjórar. Afgr. Bif- reiðastöð fslands. Sími 1540. — verður heldur aldrei nógsamlega brýnd fyrir mönnum. — Hvaða verkefni bíða þin næst? — Eitt þeirra starfa, sem næst liggja framundan eru hrútasýn- ingarnar í haust, en þær verða haldnar í Eyjafjarðarsýslu, Skagafjarðarsýslu, Austur-Húna vatnssýslu, Mýrasýslu og Borg- arfjarðarsýslu. Það má vonast eftir, að þátttaka í þeim verði ágæt á hinum ósýktu sýslum, sæmileg í vesturhluta Skaga- fjarðar, Austur-Húnavatnssýslu og Borgarfirði, en lítil í Mýra- sýslu og alls angin í Vestur- Húnavatnssýslu. Síldveiðarnar (Framhald af 1. síðu.) búin að bræða 24.563 mál, en á sama tíma í fyrra var hún búin að bræða 63.900 mál. Það hlé, sem nú hefir orðið ú síld- veiðinni, hefir komið sér vel fyrir verkafólk á Siglufirði. Má segja að það hafi unnið nótt og dag að undan- förnu og var því orðið aðframkomið af þreytu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.