Nýja dagblaðið - 20.08.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 20.08.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 IVÝJA DAGBLAÐ19 Útgefandl: Blaðaútgáfan h.f. Rltatjórl: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Rltstjómarskrlfstofumar: Llndarg. 1 D. Simar 4373 og 2353. Afgr. og auglýslngaskrlfstofa: Llndargötu 1D. Siml 2323. Eftir kl. 6: Siml 3948. Áskriítarverö kr. 2,00 á mánuðl. í lausasölu 10 aura elntaklð. Prentsmlöjan Edda h.f. Simar 3948 og 3720. Seínt séð Morgunblaðið skrifar alllang- ar hugleiðingar um framkvæmd hitaveitunnar í fyrradag. Verð- ur ekki annað skilið á blaðinu en það telji vonlaust að fé fáist til hitaveitunnar erlendis og þessvegna verði að taka lán innanlands. Frá borgarstjóra hefir þó enn ekkert birzt, sem gefur það til kynna, að erlent lán til hita- veitunnar sé ófáanlegt. Það eina, sem hann hefir sagt, er það, að ekki séu horfur fyrir að lánið fáist í sumar. Hinsvegar hefir hann ekkert um það sagt, að hann álíti lánið með öllu ófá- anlegt, enda virðist það ekki hafa verið reynt svo til þrautar, að slíkt sé hægt að fullyrða enn. Borgarstjóri verður áreiðan- lega að segja greinilegar frá lán- tökutilraunum sínum og niður- stöðum þeirra áður en skrif Morgunblaðsins um að lánið sé ófáanlegt erlendis á næstunni, verða tekin alvarlega. Það merkilegasta í þessum hitaveituhugleiðingum Morgun- blaðsins kemur fram i niðurlagi greinarinnar. Þar segir: „... Þessvegna verða allir kraftar að taka höndum saman og hrinda hitaveitunni í fram- kvæmd nú þegar“. Það skal fullkomlega undir það tekið með Mbl., að nauðsyn- legt og sjálfsagt sé að „allir kraftar taki höndum saman í hitaveitumálinu“. Þess ber ein- mitt að vænta að þessi orð tákni það, að íhaldið ætli sér að taka upp ný vinnubrögð í þessu máli. En hingað til hafa öll þessi vinnubrögð stefnt að þvi, að sundra þeim öflum, sem gátu unnið saman um þetta mál, og hindra alla pólitíska andstæð- inga frá því að geta komið ná- lægt málinu til að veita því lið. Var það kannske gert til þess að „sameina alla krafta“, að borgarstjóri fór tvær lántöku- ferðir á síðastl. hausti, án þess að láta bæjarráð, bæjarstjórn, bankana, ríkisstjórn eða aðra aðila, sem stutt gátu erindi hans, hafa um það minnstu vitneskju? Var það til að skapa „samein- ingu allra afla“ um þetta mál, að íhaldið gerði það að pólitísku áróðursmáli í seinustu bæjar- stjórnarkosningum og blandaði inn í það hinum stórfelldu kosn- ingalygum, sem enn hafa verið notaðar hér á landi? Er það til þess að „sameina alla krafta“, að ihaldið reynir við öll tækifæri að telja and- stæðinga sina „fjandmenn hlta- Vesturför JóuasarJónssonar Ummæli Lögbergs Jónas Jónsson alþm. byrj- að'i fyrirlestraferð sína um ís- lendingabyggðir vestra um síðastl. mánaðamót. Að heim- sókn hans muni íslendingum vestra kærkomin og þeir telja sig geta mikils af henni vænzt má gleggst marka af eftirfar- andi ritstjórnargrein, sem birtist í Lögbergi 28. f. m.: Hingað kom til borgarinnar á mánudagsmorguninn í heim- sókn til íslendinga vestan hafs óvenju kærkominn gestur, Jón- as Jónsson alþingismaður, fyrr- um dómsmálaráðherra íslands og formaður Framsóknarflokks- ins á Fróni; maður, sem flest- um, ef ekki öllum samtíðar- mönnum sínum fremur, hefir valdið hinum róttækustu straumhvörfum í lifi íslenzku þjóðarinnar seinustu tuttugu árin, eða því sem næst; maður, sem yfir svo miklu andlegu frjómagni býr, eins og gleggst má ráða af athöfnum hans á sviði stjórnmálaforustunnar og velli litbrigðaríkra ritstarfa, að með fágætum telst. Lögberg hef- ir áður vikið að því, að frá því er Björn Jónsson leið, rísi Jónas Jónsson eins og klettur úr hafi í blaðamennsku íslands, og ætl- um vér að lítt verði um það deilt. Lögberg á Jónasi Jónssyni margt og mikið, harla mikilvægt, upp að unna; það hefir endur- birt fjölda af ágætustu ritgerð- um hans, og svo minningar- greinina um Matthia Jochums- son, sem ber eins og gull af eiri af því flestu, ef ekki öllu, sem sagt var um hið andlega jötun- menni á aldarafmælinu. Og nú rétt fyrir skemmstu birti Lög- berg hin íturhugsuðu og fagur- yrtu ummæli um Einar H. Kvar- an látinn. íslendingum vestan hafs í heild veitunnar“ og hagar öllum að- gerðum sínum í málinu þannig að andstæðingum bæjarstjórn- armeirihlutans ber bein skylda til að gagnrýna þær? Nei, ihaldið hefir sannarlega gert sitt til þess að sundra kröftunum í stað þess að reyna 'að sameina þá. Það er því sannarlega nokkuð seint séð hjá íhaldinu, að „sam- eina þurfi kraftana". Vissulega er búið að vinna málinu mikið ógagn með því að hafa ekki séð það fyrr. En betra er seint en aldrei, ef hér er um einlægan ásetning að ræða. Um hann hljóta menn þó að efast við lestur Mbl. í gær, þvl þar eru allir þeir menn enn á ný taldir „fjandmenn hitaveitunnar“, sem leifa sér að gagnrýna hinar stórgölluðu áætlanir bæjarverk- fræðinganna. Það er áreiðanlega ekki rétt leið til „að sameina kraftana“, ef taka á öllum vel- Iviljuðum leiðréttingum og ábendlngum á slíkan hátt. ber og þess ljóslega að minnast, hve ríka samúð Jónas Jónsson hefir ávalt og á öllum tímum auðsýnt menningarbaráttu þeirra í fjölda af ritgerðum sín- um. Og sennilega mun það' ekki ofmælt, að hann sé áhrifamest- ur brautryðjandi þeirrar vakn- ingar heima á ættjörðu vorri, sem nú hefir gripið um sig og í þá átt miðar að hrinda í fram- kvæmd raunhæfum ráðstöfun- um til eflingar andlegu sam- bandi milli íslendinga austan hafs og vestan; honum má vafa- laust flestum fremur þakka heimför Guttorms skálds, og mun vel mega gera ráð fyrir, að með henni hefjist nýtt tíma- bil I andlegum samgöngum milli stofnþjóðarinnar og greinanna í vestrinu. „Standa mun í starfsemi andans stofninn einn með greinum tveimur." Þannig komst Einar Bene- diktsson að orði í kvæðí sínu „Vestmenn“, er hann helgaði ís- lendingum vestan hafs við komu sína til Winnipeg. Þessar ljóð- línur ætlum vér að heimfæra megi í sterkum dráttum upp á hugarafstöðu Jónasar Jónsson- ar gagnvart samstarfinu milli íslendinga, þótt sitt hvoru meg- in búi Atlantsála; þetta skildist oss ljóslega af stuttu samtali við hann á skrifstofu vorri á mánudaginn. Telja má það alveg víst, að þjóðræknisstarfsemi vor græði mikið við komu Jónasar; radd- ir að heiman eru oss ávalt kær- komnar, og þá ekki sízt, er þær koma frá munni slíks afburða- manns, sem Jónas Jónsson er. Vér vonum að hann finni sig heima þann stutta tíma, sem hann dvelur vor á meðal og bjóðum hann hjartanlega vel- kominn. Tilraunastarfsemi landbúnaðaríns Gjaldeyrisörðugleikarnir vaxa og öll hugsanleg ráð verður að nota, sem sparað geta útlenda vöru og þar með útlendan gjald- eyri. Meðal margs annars, sem at- huga þarf, er einn áberandi lið- ur, sem kostar landið ekki minna en y4 miljón krónur ár- lega. Á ég hér við hænsnafóður, sem enn er flutt inn í landið 1 stórum stíl, jafnvel fóðurblanda með síldar- og fiskmjöli er flutt inn fyrir mikið fé árlega. Ástæðurnar fyrir þessum inn- flutningi eru auðvitað þær, að „hænsnin verða að lifa.“ Jú, auðvitað eiga hænsnin að lifa, en sem mest á íslenzkunn fóður- tegundum. En getum við þá, án þess að varpið og hellbrigði hænsnanna (Framh. á 4. siðu.) tJTLÖND: Runcíman lávardur Seinustu vikurnar hefir Run- ciman lávarður verið nefndur oftar en nokkur annar maður í fréttaskeytum blaðanna. Það kom mörgum á óvart, er það fréttist, að Runciman lá- varður færi sem fulltrúi ensku stjórnarinnar til Prag í þeim erindum að jafna deilumál Tékka og Sudetta. Sú skoðun var almenn, þegar hann lét af ráðherrastörfum á fyrra vori, að hann ætlaði þá að draga sig algerlega i hlé úr stjórnmála- baráttunni. Hins vegar mun flestum hafa komið saman um, að emska stjórnin gat ekki valið öllu betri fulltrúa til sliks erindreksturs en Runciman lávarð. Þótt svo sé látið heita að hann geri allar tillögur sínar og ráðlegg- ingar á eigin ábyrgð, en talið víst að enska stjórnin, og þó einkum Chamberlain, muni styðja hann eindregið og fylgja ráðum hans. Chamberlain ber til hans mikið traust og hann er vanur a'Ö standa fast með þeim mönnum, sem hann velur til trúnaðarstarfa. Þar er mikill munur á honum og Baldwin. Sá síðarnefndi reyndi að losna við þá, ef störf þeirra urðu óvin- sæl, enda þótt hann væri þeim meðábyrgur eins og t. d. í Hoare- Laval-málinu. Andstæðingar Chamberlains hafa aldrei getað ásakað hann fyrir það, að hann yfirgæfi vini sína eða málstað, þegar í óefni væri komið, af ótta við óvinsældir. Chamberlain hefir þvert á móti sýnt að hann metur málstað sinn og markmið meira en umhugsunina um póli- tískt fylgi. Leon Blum lét líka svo um mælt eftir a'ð Runciman var kominn til Prag að örlög Ev- rópu væru nú í höndum eins manns. Það gæti virzt ískyggi- legt, en þó kvaðst hann ekki óttast það. Menn treystu hinni alkunnu gætni og góðvilja Run- cimans og því bæri að fagna að enska stjórnin hefði með þess- ari ráðstöfun sýnt að hún léti sér ekki á sama standa um það, hvernig Mið-Evrópumálunum væri ráðið til lykta. För Runci- mans yrði þvi að skoðast mikil- vægt spor í þá átt að tryggja heimsfriðinn. Walter Runciman er 68 ára gamall. Faðir hans var auðugur skipaeigandi. Árið 1895 lauk Runciman meistaraprófi við Cambridgeháskólann. Að loknu námi byrjaði hann jöfnum hönd um að stunda vetzlun og stjórn- mál. Hann vann mikið við hið stóra skipafélag föður síns og var forstjóri við Westminster Bank í mörg ár. Árið 1899 var hann fyrst kosinn á þing sem fulltrúi frjálslynda flokksins. Honum var brátt falið að gegna ýmsum undirrá'ðherrastöðum og 1908 varð hann menntamálaráð- herra og 1914—16 verzlunarmála ráðh. Hann fylgdi þá Asquith og andstaða hans gegn Lloyd George varð þess valdandi að hann féll í kosningunum 1918 og náði ekki kosningu eftir það fyr Séra Gísli Eínarsson í dag verður til moldar borinn séra Gísli Einarsson fyrrum prestur að Hvammi í Noröurár- dal og síðar Stafholti í Staf- holtstungum. Séra Gísli var skagfirzkur að ætt, fæddur 20. janúar 1858, son- ur Einars prests 1 Glaumbæ, Magnússonar, og Efemíu, Gísla- dóttur Konráðssonar. Hann var vígður til prests að Hvammi 1888 og gegndi þar embætti í 23 ár. 1911 gerðist hann prestur í Stafholti, en þá voru þau tvö prestaköll sam- einuð og gegndi hann þeim báð- um fram til ársins 1935. Er hann lét af embætti hafði hann verið prestur í nær fimmtíu ár. Séra Gísli var kvæntur hún- vetnskri konu, Vigdísi Pálsdótt- ur frá Dæli í Víðidal. Hún er lát- in fyrir fáum árum. Börn þeirra eru sjö á lífi. Ragnheiður, gift í Reykjavík, Sverrir, bóndi í Hvammi, Efemia, ógift, Kristín, ógift, Sigurlaug, húsfreyja á Hvassafelli, Vigdís, ekkja Jóns Blöndals læknis, og Björn, bóndi í Stóru-Gröf í Stafholtstungum. en 1924. Árið 1931 vatð hann verzlunarmálaráðherra í þjóð- stjórn Mac Donalds, sem full- trúi þess hluta frjálslynda flokks ins, sem studdi stjórnina. Hann gegndi því starfi þangað til vor- ið 1937, er hann erfði lávarðs- tignina eftiT föður sinn og stjórnin var endurskipulögð við fráför Baldwins. Runciman gat sér ágætt orð sem verzlunarmálaráðh. Svip- aðan vitnisburð hefir hann hlotið fyrir önnur opinber störf, sem hann hefir gegnt um dag- ana. Hann er sagður raun- hyggjumaður, forsjáll og gæt- inn. Dugnaði hans og samvizku- semi í störfum er viðbrugðið. Hann er orðlagður trúmaður og fylgir metodistum að málum. Hann hefir aldrei fylgt fast neinum bókstafskenningum f stjórnmálum. Hann hefir verið of raunsær og gerhugull til þess að láta þær leggja bönd á dóm- greind sína. Það er margt sam- eiginlegt með honum og Cham- berlain. Skapgerð þeirra virðist lík og starfsferill þeirra hefir verið svipaður. Þeir eru einnig taldir samherjar í utanríkismál- um. Báðir eru eindregnir friðar- sinnar. Reynslan sker úr því hvort leiöin, sem þeir vilja fara, er rétt. En afstaða þeirra getur haft meginþýðingu fyrir deilu- málin í Tékkóslóvakiu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.