Nýja dagblaðið - 21.08.1938, Blaðsíða 1
! L 6. ár.
Reykjavík, sunnudaginn 21. ágúst 1938.
191. blaff
Hitun Reykjavíkur
Eltír Sigurð Jónasson
Hörmulegt
slysvíðTungu
fljót
kostar 3 mannslíf
Klukkan hálf eitt í gær vildi hörmu-
legt slys til skammt sunnan við Tungu-
fljótsbrú, er bifreið úr Reykjavík
steyptist út af vegarbrúninni og niður
í fljótið, sem er alldjúpt á þessum
slóðum. Var það um 13 metra fall.
í bifreiðinni var fimm manns, Sigur-
björn Ástvaldur Gíslason í Ási, kona
hans, Guðrún Lárusdóttir, og tvær
dætur þeirra, Guðrún Valgerður, gift
Einari Kristjánssyni, og Sigrún, yngsta
barn þeirra hjóna, ásamt bifreiðar-
stjóranum, Petersen að nafni, dönsk-
um manni, starfsmanni á Elliheimil-
inu. Drukknaöi frú Guðrún og báðar
dætur þeirra hjóna, en bifreiðarstjór-
inn og Sigurbjörn Ástvaldur, er sat hjá
honum, björguðust nauðulega. Telur
Sigurbjörn að bifreiðarstjórinn hafi
bjargað sér. Þeir eru báðir óskaddaðir.
Bifreiðin var að koma frá Geysi, er
slysið bar að, hafði lagt þaðan af stað
klukkan tíu. Ferðinni var heitið að
Gullfossi.
Samkvæmt þeim upplýsingum, sem
blaðið fékk í gærkvöldi, munu hemlur
bifreiðarinnar hafa bilað, í krappri
beygju, sem er þarna við brúna.
Fólk var ekki nærstatt, þegar slysið
vildi til, og hittu þeir Sigurbjörn vega-
vinnumeim og heyskaparfólk frá
Vatnsleysu fyrst manna. Var símað
frá Vatnsleysu til Reykjavíkur eftir
aðstoð. Fóru lögregluþjónar og lækn-
ir héðan úr bænum austur og litlu
síðar kafari. Var ekkert hægt að að-
hafast fyn- en hann kom.
Seinni partinn í gær tókst að ná lík-
unum úr bifreiðinni, sem lá á hliðinni
á fjögurra metra dýpi. Líkin voru öll
í aftursætunum.
Frú Guðrún Lárusdóttir var fædd
að Valþjófsstað 8. janúar 1880, dóttir
séra Lárusar Halldórssonar og Kristín-
ar Pétursdóttur konu hans. Hún gift-
ist Sigurbirni Ástvaldi árið 1902. Áttu
þau alls sjö b'örn.
Frú Guðrún hefir um margra ára
skeið látið mjög til sín taka í félags-
málum og stjórnmálum og var þing-
maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn sein-
ustu átta árin.
Magnús Gíslason sýslumaður mun
taka sæti hennar i þinginu.
B æ j akepp nin
Bæjakeppninni milli Reykjavíkur og
Vestmannaeyja hélt áfram í gær kl. 3.
var þá keppt í spjótkasti, 400 metra
hlaupi, þrístökki, kúluvarpi og 3000
metra hlaupi.
Úrslit urðu þau, að Vestmannaey-
ingar sigruðu í spjótkasti og þrístökki,
en Reykvíkingar í 400 m. hlaupi, kúlu-
varpi og 3000 m. hlaupi.
Stangarstökki var frestað vegna veð-
urs og mun sú keppni fara fram í
kvöld.
Reykvíkingar hafa nú 389 stig fram
yfir Vestmannaeyinga.
60 ára
verður í dag frú Jónfríður Helga-
dóttir, Laugavegi 48.
I.
Jarðboranir við þvottalaug-
arnar voru hafnar 25. júní 1928
og var síðari hluta þess árs
komin viðbót af heitu vatni,
sem nam 13 lítrum á sekúndu.
Samkvæmt skýrslu í Tímariti
verkfræðingafélagsins, var heita
vatnið orðið 23 1. á sek-
úndu. Samkvæmt áætlun Ben.
Gröndals verkfræðings í sama
riti 1929, mátti búast við að
vatnsmagnið, sem fengizt með
borunum þar yrði 40 1. á sek. í
„Frumáætlun um hitaveitu fyr-
ir Reykjavík“, eftir B. Gr.
(Tímar. V. F. í. 1929), reiknar
hann út, að slík hitaveita (40 1.)
muni gefa í brúttótekjur 188
þús. krónur á ári, sé miðað við
hitun í allt að 20° frosti.
Ef hitinn væri miðaður við
aðeins 10° frost, en kynt í auka-
kötlum það sem á vantaði, á-
ætlaði B. Gr. að brúttótekjur
Reykjavíkurbæjar af hitaveit-
unni frá þvottalaugunum
myndi verða kr. 252.000,00 á ári.
í báðum tilfellum miðaði hann
við 40 króna verð á kolasmá-
lest. Síðan er hitaveitu þessari
komið í framkvæmd. Einhvern-
veginn mun það nú hafa atvik-
ast þannig að ekki varð eins
mikið úr heita vatninu þarna
eins og við hafði verið búizt.
Ekki hefir stjórnarvöldum bæj-
arins þótt hlýða að skýra frá
því af hvaða orsökum vatnið
varð minna í reyndinni. Var það
vegna þess að borinn sem unn-
ið var með var gamall garmur
(„gullborinn‘“ svonefndi), sem
meirihluti bæjarstjórnar réði að
keyptur var af nokkrum íhalds-
mönnum, hér í Reykjavík fyrir
hátt verð? Borinn hefði annars
verið þeim lítils virði.
Eða var almenningi sagt að
meira vatnið hefði fengizt eða
von væri á meira vatni en raun-
verulega fékkst, eða líklega mátti
vonast eftir að fengist, vegna
þess, að meiri hluti bæjarstjórn-
ar beitti þá öllum ráðum, til þess
að berjast á móti virkjun Sogs-
ins? Við þessum spurningum
væri fróðlegt að fá svör.
Eitt er víst og það er, að sé
önnur 25 lítra dælan látin ganga
af fullum krafti, þá tæmist heita
vatnið og dælan stöðvast. Á
sumrin er sagt að 15 lítra dælan
sé ein höfð í gangi, en önnur
25 lítra dælan á veturna og muni
hún í mesta lagi komast upp í
17 lítra á sekúndu. Þó að ekkert
væri nú annað að gert en að
bora með nothæfum bor 1 eða
2 holur við þvottalaugarnar
gætu vel fengist 8—10 lítrar í
viðbót þannig að önnur 25 lítra
dælan fengi nóg vatn og myndi
þannig vera hægt að auka upp-
hitunarmöguleika þvottalauga-
veitunnar um fimmtíu prósent.
Meirihlutinn í bæjarstjórn felldi
tillögu frá mér um þetta á síð-
asta bæjarstjórnarfundi.
Vatnið úr þvottalaugunum
mun vera ca. 90° heitt þegar það
kemur til bæjarins. Hver lítri af
því er þessvegna miklu verð-
mætari en vatnið frá Reykjum,
sem gert er ráð fyrir að verði að-
eins 80 gráðu heitt er það kemur
1 bæinn.
Það er því einkar fróðlegt að
gera sér grein fyrir því hverjar
verða brúttótekjur af seldum
lítra frá þvottalaugaveitunni.
Göngum út frá því að fluttir séu
að meðaltali 16 lítrar af heitu
vatni á sekúndu til bæj arins allt
árið. Samkvæmt reikningum
Reykj avíkurbæj ar fyrir árið
1936 voru hitaveitugjöldin kr.
! 45069,24. Vera kann, að þau hafi
vaxið síðan en það getur varla
numið stórri upphæð. Brúttó-
tekjur fyrir hvern sekúndulítra
af heitu vatni sem fluttur er
frá Þvottalaugunum til bæjar-
ins verða þannig kr. 2816,83 á
ári. Skal síðar gerður saman-
burður á þessu verði og brúttó-
tekjum þeim, sem hægt er að
fá af hitaveitu frá Reykjum.
II.
Fljótlega eftir að Jón Þorláks-
son varð borgarstjóri festi
Reykjavík kaup á vatnsréttind-
um Reykjatorfunnar í Mosfells-
sveit að undanskildum 7 lítrum.
Kaupverðið var 150 þús. krónur.
Var síðan farið að bora með
sama borgarminum, en síðar var
keyptur stærri bor frá Þýzka-
landi.
Allur undirbúningur þessa
máls var næsta ófullkominn.
Rannsóknir, sem þurft hefði að
gera, voru vanræktar. Ekki datt
neinum, ráðamanna bæjarins í
hug að leita aðstoðar erlendra
sérfræðifirma um boranirnar.
Það virðist þó hafa legið nærri
að fengin hefðu verið til að
framkvæma verkið erlend firmu
sem höfðu mikla reynslu og
tekniska þekkingu á borunum.
Boranirnar hafa líka farið meira
og minna í handaskolum. T. d.
er sagt að ein holan hafi verið
boruð á ská svo að það var fyrst
eftir nærri ár að borinn stöðv-
aðist alveg í holunni svo hætta
þurfti við hana. Til þess að
breiða yfir klaufaskapinn var
það svo látið klingja, að öll
vandræðin stöfuðu af því að
gjaldeyrisnefnd hefði ekki vilj-
að leyfa bænum að panta sænsk-
an bor, sem Valgeir Björnsson
bæjarverkfræðingur vildi láta
kaupa. Hver hefir svo árangur-
inn orðið af borununum? í
skýrslu bæjarverkfræðinganna
sem kom út i árslok 1937 er
skýrt frá að 125 lítrar hafi þá
komið upp um borholurnar.
Jafnframt er sagt að 40 lítrar
komi upp úr gömlu uppsprett-
unum.
Um gömlu uppspretturnar er
það að segja, að sumt af þeim er
niðri í ánni og virðist mörgum
ósennilegt að auðvelt verði að
hagnýta þær fyrir hitaveituna.
Allt um það byggja verkfræð-
ingar (og Nordenson eftir frá-
sögn þeirra) áætlunina á 168
lítra vatnsmagni. Er í þessu efni
teflt á mjög tæpt vað og litlir
lærdómar dregnir af minnkun
vatnsins í Þvottalaugunum, þeg-
ar til kom að fara átti að dæla
því stöðugt. Að vísu mun lítils-
háttar hafa bæzt við síðan af
vatni úr nýjum borholum, en svo
valt er að treysta vatni sem kem-
ur upp um nýjar holur að nefna
má sem dæmi eina holu, sem ný-
lega var talið að komið hefðu
upp úr 12—13 lítrar. Við það
tæmdist úr annari holu 6 litrar
og enn annari 2 lítrar, svo gróð-
inn varð aðeins 4—5 lítrar. Það
getur hinsvegar vel skeð — og
er vissulega vonandi — að mikið
meira vatn fáist við boranir á
Reykjum. Hinsvegar segi ég það
hiklaust, að það er algerlega ó-
forsvaranlegt aff byrja á bygg-
ingu hitaveitu frá Reykjum,
meffan engin vissa er fengin
fyrir nægu heitu vatni í þann
hluta hennar, sem byggja skal.
Og það er jafn óforsvaranleg
ráðstöfun, ef það er satt, sem
mér er sagt, að bæjarsjóður sé
þegar farinn að verja 60 þús-
und krónum til jarðvinnu í
Reykjavik, sem fyrstu byrjun á
lagningu hitakerfisins um bæ-
inn. Slíkt gera ekki nema ráð-
lausir menn. Hvað er undirbún-
ingur þessarar hitaveitu svo bú-
inn að kosta Reykjavík? Um 700
þús. krónur kvað hann vera bú-
inn að kosta að vatnsréttind-
um meðtöldum. Það fer sjálf-
sagt fljótlega upp í miljónina.
Finnst mönnum það ekki skild-
ingur, ef rannsókn skyldi eiga
eftir að leiða í ljós, að hagstæð-
ara væri að hita bæinn á annan
hátt?
Heitt vátn er vissulega mikið
verðmæti, en það má líka sann-
arlega kaupa það of dýru verði.
III.
Ég ætla ekki að fara út í það
hér að rekja harmasögu Péturs
Halldórssonar borgarstjóra í
þessu máli. Hún er flestum
kunn. Pétur er vanur því, að
íhaldið hans í bæjarstjórninni
fái þar eitt öllu ráðið. Hann
hefir sjaldan rekið sig á það,
að hann og hans menn gætu
ekki farið því fram sem þeim
sýndist. Þó var virkjun Sogsins
ein af fáum undantekningum
frá þessari reglu. Þar urðu þeir
Pétur og hans menn að láta í
minni pokann. Móti því máli
varð þeim ofurefli að berjast.
Málið sjálft var gott og hinn
rétti málstaður sigraði. Harð-
svíruð mótstaða Péturs og sam-
herja hans gegn virkjun Sogs-
ins varð að lokum fullkominn
ósigur þeirra.
Ólán Péturs var fólgið í
tvennu. Fyrstu og fremst í of-
trú hans á íhaldið í Reykjavík
og stjórn þess á bænum. Hann
lét sér detta það í hug að hægt
væri að fá erlendis stórlán með
ábyrgð Reykjavíkurbæjar eins.
Hann vissi ekki að síðasta sjálf-
stæð erlend lántaka bæjarins,
miljónin fræga, sem K. Zimsen
tók í London, hefir alla tíð síð-
an verið ásteytingarsteinn allra
þeirra, sem leitað var til um
lán til íslands. Milljón Knúts
var tekin með nærfelt 8% vöxt-
um og eitthvert versta lán, sem
tekið hefir verið fyrir íslands
hönd.
í sömu barnalegu oftrú sinni
á lánstraust Reykjavíkurbæjar
erlendis datt Pétri svo sú fjar-
stæða í hug að fært væri að
bjóða út lán fyrir Reykjavík í
London án þess að trygging væri
fengin fyrirfram fyrir gengi
þess. Vitaskuld misheppnaðist
þetta allt saman fyrir Pétri.
Hin orsökin að óláni Péturs
var skilningsleysi hans á því að
um svona stórmál verða allir
stærstu stjórnmálaflokkarnir að
fjalla. En þetta skildi Pétur ekki.
Hann ráðfærði sig hvorki við
ríkisstjórnina né andstöðuflokk-
ana í bæjarstjórninni og hann
mun ekki einu sinni hafa þózt
þurfa að tala við Landsbankann
um lántökuna. Þegar svo Pétur
var með nokkrum kostnaði fyrir
Reykjavíkurbæ og lánstraust
Iandsins búinn að skynja það, að
hitaveitulánið fengist ekki nema
með rikisábyrgð, þá kom hann
knékrjúpandi til Alþingis og bað
um ríkisábyrgð. Alþingi sýndi
honum og meirihlutanum í bæj -
arstjórninni einsdæma tiltrú.
Pétur fékk ábyrgðina hjá Al-
þingi í trausti þess að það mætti
reiða sig á að vit væri í áætlun-
unum og svo fer Pétur á stað á
nýjan leik og ferðast með rík-
isábýrgðina upp á vasann land
úr landi og banka úr banka
(Framh. á 4. slðu.)