Nýja dagblaðið - 21.08.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 21.08.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 21. ÁGÚST 1938. 6. ÁRGANGUR — 191. BLAÐ GAMLA BIÓ ÞAÐ BYRJAÐI UM BORÐ! !;!; Skemmtílegur og fjör- !;: !:<! ugur gamanleikur, sem í heíst um borð í stóru » skemmtiíerðaskipi. >: !;!; Aðalhlutverk Ieika: » hin fagra sænska leikkona |: 1 GULL-MAJ-NORIN og | | HENRIK BENTSON. i :i; S ý n d kl. 9 !:j: Á alþýðusýningu kl. 7 « ji: og barnasýningu kl. 5 | Balldog Drummond | | skersl í leikinn | jj;; Hin spennandi leynilög- » reglusaga í síðasto sinn. jij Sígurður Ólason & Egíll Sígurgeírsson Málflutníngsskrifstofa Austurstræti 3. — Sími 1712. Hitun Reykjavíkur (Frh. af 1. síðu.) þangað til hann kemur loksins heim aftur, engu nær eftir margra mánaða útivist. IV. Pétur Halldórsson fékk sænsk- an verkfræðing, Tom Nordenson, til að endurskoða áætlun Helga Sigurðssonar og Valgeirs um hitaveituna. P. H. sagði að Nor- denson hefði verið trúnaðar- maður bæði Reykjavíkurbæjar og sænskra banka, en vildi ekki upplýsa hver hefði borgað hon- um fyrir ómakið. Það má segja, að litlu máli skipti í hvers þjón- ustu Nordenson verkfræðingur vann verkið, en skýrsla hans ber þó greinilega með sér að hann beitir ekki þeirri gagnrýni á áætlun bæjarverkfræðinganna, sem sérfræðingar banka eru vanir að viðhafa, þegar um er að ræða undirstöðu að stórum lánveitingum. Má því ætla að hinn sænski verkfræðingur hafi unnið sitt starf í þjónustu Reykjavíkurbæjar og verið greitt fyrir ómak sitt af honum. En þá fara líka að verða skiljanleg sum atriði í umsögn T. Nordensons verkfræðings. í skýrslu T. Nordensons eru ýmsar veilur. Hér skulu þó aðal- lega tvær gerðar að umtalsefni. í fyrsta lagi reiknar hann með því, að nota heita vatnið í mið- stöðvarofnum bæjarbúa niður í 45 stig. í venjulegum miðstöðv- um er vatnið notað aðeins niður í 60 stig, en útkoman af þessu verður sú, að stækka þarf stór- kostlega alla miðstöðvárofna 1 bænum. Bæjarbúar geta nú rétt ímyndað sér hvílíkur kostnaður og vandræði myndu af því hljót- ast, ef stækka þyrfti miðstöðvar- ofna í húsum yfirleitt um má- ske 20—30%. í sumum húsum verður því meira að segja varla við komið. Önnur veilan 1 skýrslu DAGBLAÐm Innilegt pakklæti til allra sem auðsýnt haia okkur samúð og hluttekníngu við andlát og jarðarlör föður okkar Bjarna Þorsteinssonar fyrverandi sóknarprests á Siglufirði. Börn og tengdabörn. Maðurinn minn Jón A. Guðmundsson vitavörður á Reykjanesi, er andaðist á Landsspítalanum 11. þ. m., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánu- daginn 22. þ. m. kl. 1 e. h. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Kristín Guðmundsdóttir. Skiptafundur í þrotabúi Cæsars Mar, eiganda verzlunarinnar Barónsbúð. verður haldinn í bæjarþingstofunni mánudaginn 22. þ. mán. kl. 10 f. hádegi, til þess að taka ákvörðun um meðferð eigna búsins. — Lögmaðurinn í Reykjavík, 19. ágúst 1938. Björn Þórðarson. Nordensons eru útreikningar hans á kolasparnaði þeim, sem myndi verða að hitaveitu. Fyrst ber að geta þess að verð það, sem hann leggur til grundvallar, eru 40 kr. sænskar eða ca. ísl. kr. 45,75. Verð kolanna kominna á Reykjavíkurhöfn mun nú vera ca. 33 krónur tonnið. Þjóðhag- fræðilega skoðað má því ekki reikna kolin miklu hærra verði. Þá ætlast T. N.. til að kola- sparnaður af hitaveitu verði: Af minni veitunni (168 1.) 33.600 tonn Af stærri veitunni (325 1.) 61.140 tonn. í fyrra fallinu reiknar hann brúttótekjurnar kr. 1.534.711,20, en í síðara fallinu kr.2.796.102,00. Nú ætlast T. N. til að reist sé kola (eða rafmagns) hitunar- miðstöð til að skerpa á vatninu þegar kaldast er. Þetta kostar vitanlega kol eða jafngildi þeirra í raforku. Þess ber jafn- framt að gæta, að árlega minnk- ar nú kolanotkun í Reykjavík vegna aukinnar rafmagnsnotk- unar til suðu og hitunar. En þegar m. a. þessa er gætt og eins hins, að jafnvél stærri veitan nær ekki til úthverfa bæjarins, hvernig dettur þá nokkrum manni í hug að hægt sé að spara 61.140 tonn af kolum þegar öll kolaneyzla í Reykjavík að út- hverfunum meðtöldum er alls eigi yfir 35.000 tonn og þó líklega nokkru minni, og fer minnkandi eftir því sem notkun raforku eykst? Enda þótt íbúum Reykjavíkur fjölgi stöðugt framvegis tel ég mjög vafasamt að reikna þurfi með aukinni kolanotkun í bæn- um vegna þess hve raforka verð- ur stöðugt tekin meira og meira til notkunar. Göngum því út frá 35 þúsund tonna ársnotkun á kolum í Reykjavík og reiknum með cif. verði kola í Reykjavík í dag (sem þó er venju fremur hátt), þá verður þó ómögulegt að koma virkilegum kolasparn- aði fyrir Reykjavík hærra en upp í kr. 1.155.00,00, enda þótt hita- veita næði til allra úthverfa Reykjavíkur, sem þó er alls ekki gert ráð fyrir í hitaveituáætlun- inni. — í fyrra fallinu er ekki auðvelt að reikna nákvæmlega út skekkjuna í kolasparnaðar- útreikningi Nordensons. Hún er líklega nær heilli en hálfri milj. króna. En í síðara fallinu er kolasparnaðurinn a. m. k. of hátt reiknaður um ísl. kr. 1.640.000,00 — eina miljón sex hundruð og fjörutíu þúsundir króna —. Geri aðrir betur. V. En nú hefir, eins og áður er sagt fengist reynsla um það af Þvottalaugaveitunni hvað raun- verulega fæst í brúttótekjur fyrir lítra af 90° heitu vatni. Það voru ca. 2800 krónur á ári. Nú er Reykja-vatnið talið verða 80° heitt er til Reykjavíkur kemur. Nordenson vill láta vatnið fara úr ofnunum með 45° hitá. Þvottalaugavatnið gefur þannig 45° hitamismun vegna þéss að það er 90°, en Reykja-vatnið aðeins 35° hitamismun vegna þess að það er ekki nema 80°. Enn er fleira hagræði að 90° heldur en 80° upphitunarvatni, en það skal ekki rakið hér. Held- ur skal reiknað út hve miklar brúttótekjur myndu fást af hverjum lítra úr hitaveitunni frá Reykjum miðað við það verð, sem áður var fundið við reynsluna af Þvottalaugaveit- unni. Það er ofur einföid þrí- liða: 90° heitt vatn gerir 45° hita- mismun og fyrir lítrann fæst ca. kr. 2800,00. 80° heitt vatn gerir 35° hita- mismun og fyrir hann fæst eftir sama hlutfalli ca. kr. 2178,00, sem til hægðarauka má reikna ca. 2200 kr. í brúttótekjur pr. lítra úr Reykjaveitu á ári. Brúttótekjur hitaveitunnar frá Reykjum verða því á ári sam- kvæmt þessu: a. Með 168 1. veitu kr. 369.600,00. b. — 3251. — — 715.000,00. „ ____________ '-r Ég mun ekki fara út í það að reikna út hvað þetta allt gerir í prósentum. Þó vil ég segja það, að sé samkvæmt þessu reiknað út hvað verði útkoman eftir að rekstrarkostnaður er frádreginn. Eftir verður ca. 1% — einn prósént — í vexti, afborganir og arð. Áætlunin sýnir þarna 19,9%! Við hitaveituáætlunina er fjölda margt annað að athuga, sem hér skal ekki rakið. Þó skal eitt dæmi nefnt. Áætlunin gerir ráð fyrir að öll hús í bænum taki við heita vatninu strax á fyrsta ári. Fyrir því er engin sönnun. Ekki einu sinni líkindi. í mörgum húsum í bænum eru alls ekki miðstöðvar og það myndi a. m. k. dragast nokkur ár að öll hús á hitaveitusvæðinu tækju vatnið. Hér að framan hefir nú verið sýnt fram á það hvílíkt fádæma Hlutverk ungra F ramsóknarmanna (Framhald af 3. síðu.) eigið samstarf sem fyrirmynd. í þeirri von að þetta viðhorf megi jafnan vera ríkjandi í fé- lagsskap okkar og að við gleym- um aldrei þeirri hvatningu í kvæði Guðmundar Inga, að hvort þið búið við sjó eða í sveitum, þar á samvinnan hlutverk sitt enn, segi ég fyrsta þingi Sambands ungra Framsóknarmanna slitið. plagg hitaveituáætlunin er. Furðar svo nokkurn á því, að erlendir bankar vilji ekki lána út á svona „projekt“? Eða halda menn að bankarnir hafi alls ekki kynnt sér hve mikið af kolum er brennt í Reykjavík. Eftir þvi var meira að segja nákvæmlega grennslast af bönkum þeim, sem veittu Sogslánið. Rannsókn var þá látin fara fram á kolanotkun í Reykjavík og Hafnarfirði og var hún þá, eftir því sem næst varð komist, 30 þús. tonn á ári. Það er þessvegna sannarlega tími til kominn að láta rann- saka hvort ekki sé hægt að upphita Reykjavík með raforku. Sú rannsókn er tiltölulega auð- veld, fljótgerð og kostnaðarlítil. Meirihiuti bæjarstjórnar felidi tillögu þess efnis frá mér á síð- asta bæjarstjórnarfundi með því að samþykkja óþinglega og fruntalega dagskrá frá „pró- fessor" Bjarna Benediktssyni. En það eru til aðrir aðilar en Reykjavíkurbær, sem geta tekið það nauðsynjamál upp. Ég mun 1 næstu grein ræða um möguleika á upphitun Reykjavíkur með raforku frá stækkaðri Sogsstöð. Sigurður Jónasson. N Ý J A B 1 Ú ÍSARA LÆRIRp | MANNASIÐE | Sænsk skemmtimynd, ið- andi af fjöri og léttri musik. h ::: Aðalhlutverkið leikur hin | vinsæla TUTTA ROLF.jj Aðrir leikarar eru: | HÁKAN WESTERGREN 1 NOTTI CHANE og fleiri. p Sýnd kl. 7 og 9. 1 Barnasýning kl. 5: Lítli lávarðurmn | | leikinn af « :í Freddie Bartholmen. « Kappakstur bifreíða (Framhald af 2. síðu.) sínum, hafði Jenkins hækkað metið um 24 km. Jenkins hvarf nú frá kappakstrinum og tók sér fyrir hendur að aka í drátt- arvél umhverfis Ameríku. Það kann að vera að honum hafi fundist að hann þyrfti að hvíla sig við hæggengari farartæki. Malcolm og Eyston voru nú einir um hituna og fáum vikum síðar hafði Malcolm máð nafn Jenkins út af metaskránni með því að auka metið um 195 km. Nú kom röðin að Eyston að sigra Campbell. Hann ók 24 stundir í september og meðal- hraði var 236, 148 km. á klukku- stund, og 12. júlí 1936 bætti hann enn metið upp i 240 km. Eyston varð nú hin margum- rædda hetja. Jenkins þótti þetta súrt í broti. Hann hætti þegar við ferðalagið á dráttarvélinni og kom til kappakstursbrautar- inar á saltauðninni. Honum tókst enn að setja nýtt met í 24 stunda akstri með því að ná 247 km. meðalhraða á klukku- stund. Eyston ákvað nú að láta 24 stunda aksturinn afskipta- lausan og snúa sér aðeins að hraðametinu. Og þetta tryllingslega kapp- hlaup heldur áfram. Þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir liggur dauðinn ætið í leyni við slíkan akstur og bíður tækifæris. Þó að Eyston hafi sett flug- vélamótor, sem orkar 5000 hest- öflum, í bifreið sína, þá er alls ekki ósennilegt að einhver keppinautur hans — hvað sem hann kann að heita, — komi fram á sjónarsviðið með 6000 hestafla vél og hertaki efsta sætið á metaskránni. Sennilega fær hinn nýi met- hafi heillaóskaskeyti í svipuð- um anda og skeyti það, er Ey- ston fékk frá fyrirrennara sín- um, en það hljóðaði svo: „Óska til hamingju. Vel gert! Metin eru til þess að bæta þau“. Það kæmi engum á óvart þótt Ey- ston yrði að hlaupa að síman- um til þess að senda slíkt skeyti áður en þetta ár er liðið. Það verður nýr stórviðburður í sög- unni.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.