Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 31.08.1938, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 31.08.1938, Qupperneq 2
2 N Ý J A Steindór Einarsson á 72 bíla. Þar af eru 30 stórir vagnar, 18 og 22 manna, og 42 fjögura og sex manna. * Ameríski pólarfarinn og land- könnuðurinn Lincoln Ellsworth flugmaður er nú að undirbúa nýja ferð til Suðurpólslandanna. Að þessu sinni ætlar hann eink- um að rannsaka Enderbyland. * Kona ein að nafni mrs. Wright í ríkinu New York safnar tölum. Hún á nú 14 þús. tölur af mis- munandi gerðum. * Englendingur einn heldur því fram í blákaldri alvöru, að stein- ar vaxi. Kveðst hann hafa kom- izt að raun um það með rann- sókn á steinum á landeign sinni. * Vísindamenn fullyrða, að i hverri máltíö matar, sem við neytum sé nokkuð af aluminium. Einkum segja þeir, að það sé í kartöflum, tómötum og yfirleitt flestu grœnmeti. * „Vei yöur! vei yður! Augu drottins lita bœði réttláta og rangláta!“ Þessi orð heyrðust endurtekin með grafarraust frá kirkjugarð- inum í Atlanta, höfuðborg Ge- orgiu, kvöld eftir kvöld. — Um- hverfis kirkjugarðinn er jafnan fjölfarið, er kvölda tekur. Ber þar mest á ungum elskendum og ýmsu œfintýrafólki, sem jafnan er meira og minna undir áhrif- um víns. Þessi óvenjulegi boð- skapur frá kirkjugarðinum hafði þau áhrif, að kvöldgöngur um- hverfis hann voru með öllu að leggjast niður, því að talið var, að þarna vœri um að rœða boð- skap einhvers framliðins, helzt John Wesley. Síðar upplýstist, að hróp þessi stöfuðu frá kirkjugarðsverðinum og presti einum í borginni. Höfðu þeir fólgið hátalara í garðinum og hrópuðu síðan þessi huggun- arorð til vegfarenda. Aðspurðir kváðust þeir gera þetta til þess að venja fólk af drykkjuslarki og ástleitni um- hverfis kirkjugarðinn. * í London hefir nýskeð verið smiðaður mótorvagn, sem vegur um 300 kg. Farmurinn, sem á honum verður fluttur að jafnaði, mun vega 1 g. Á slíkum vögnum á að flytja radíum milli ýmissa deilda stórra sjúkrahúsa. Þyngd vagnsins er svona mikil af því að framrýmiö er klœtt innan með geysiþykkum blýplötum til þess að inniloka radiumgeislana. * Elsti maður heimsins er inn- fœddur Bechuanmaður, sem Rammonotwane heitir. Hann er 126 ára gamall. Þessi aldraði, svarti heiðursmaður er nú blind- ur orðinn og á erfitt um mál. * TIL ATHUGUNAR: Sá, sem élskar aga, elskar þekking, en sá, sem hatar um- vöndun, er heimskur. Salómon konungur. DAGBLAÐIÐ Fást i öiíum rerz/unum. 20% 30°|o 45% i Rcyhitl ~L. o s T A R ÍÍiÍÍÍfMM ViRCINlA UvMcXlUK ^ rnFi? frá Mjólkursamlagri Eyfirðíngra alltai lyrirliggjandi W CT-V i heildsolu. /I paMdnn Samband ísl. samvinnufélaga. \ . kr. I Sími 1080. Haustfrakkar og Vetrarkápur kvenna. Fallegt úrval. — Gott snið. V Verzlun Kristínar Sigurdardóttur, Laugavegi 20 A. — Sími 2571. alla dagra nema mánudaga. Frá Laugarnesskóla. Öll börn, sem sækja eiga Laugarnesskólann í haust, mæti í skólanum á morgun (fimmtudaginn 1. september). Börn úr 9 og 8 ára bekkjum kl. 1 e. h., en börn úr 7 ára bekkjum kl. 2 e. h. Læknisskoðun fer fram frá kl. 2 e. h. og eru börnin áminnt um að hafa með sér 50 aura hvert, til að greiða skoðunina. Börn sem ekki sóttu skólann í vor, en eíga að sækja hann í haust, mæti með 8 og 9 ára börnum kl. 1 e. h. þenn- an sama dag. Kennsla hefst 2. september. — Skólastjórinn. Afgreíðsla í Reykjavík: Bifreiðastöð Islands, sími 1540. Bífreiðastöð Akureyrar. Kjarnar — (Essensar) Höfum bfrfiðir af ýmiskon- ar kjörnnm til iðnaðar. — ÁFENGISVERZLUN RíKISINS Jarðsettur 35 árum fyrir andlátið í þessari grein er sagt frá herforingjanum Hector MacDon- H ald, sem frægur varð fyrir hugprýði sína og hreysti þegar « á unga aldri. Nokkru eftir aldamótin var það látið í veðri !! vaka, að hann hefði svipt sig lífi, vegna ákæru, sem fram !! kom á hendur honum. En brátt kom upp sá kvittur, að hann væri enn í lifenda tölu. Á heimsstyrjaldarárunum var !! sagt að Kitchener lávarður hafi oft setið á ráðstefnu með !| honum. Nú er talið að þessi maður hafi nýlega dáið í *j Frakklandi ;j ttttttttmttmmmtttttttttttttttmttttttttttttttttttttttttttttttttttttmttttttttttttttttttttttttttt: Frá Suður-Frakklandi hefir sú fregn borizt út, að enski herforinginn Hector MacDon- ald hafi nýlega látizt þar, eftir að hafa lifað þar lengi í gerfi uppgjafa bankamanns. Ef þessi fregn er rétt, þá er þar að nokk- uru ráðin torleyst gáta, sem mjög hefir verið umrædd í hópi enskra herforingja um langt árabil. Þessi maður var nefni- lega sagður hafa látizt fyrir 35 árum, en svo margt var undar- legt við hið svokallaða sjálfs- morð hans, að fæstir tóku það trúanlegt að hann hefði svipt sig lífi. Hector MacDonald var einn af hugprúðustu mönnum í enska hernum. Átján ára gamall komst hann í hina frægu herdeild Gordon Highlanders. Þar gat hann sér fljótlega mikinn frama. Á fáum árum varð hann einn nafnkenndasti maður herdeild- arinnar. í Búastríðinu var hann tekinn höndum af óvinunum en sýndi svo mikla hugprýði að hann fekk að bera vopn sín öll, þótt fangi væri. í orustu við Majuba barðist hann fáliðaður við óvinina. í þeirri hríð braut hann vopn sín; þó lét hann hvergi undan síga og réðist til atlögunnar með tvær hendur tómar. í marzmánuði 1903 kom hann til Parísar og settist að í gisti- húsi einu. Hann var mjög fá- skiptinn og dvaldi tíðast í her- bergi sínu. Morgun einn árla kom hann niður í forsalinn og keypti blað. Meðan hann las það, hristi hann höfuðið og smá- hló. Skyndilega hnoðaði hann blaðið saman, kastaði því frá sér og gekk upp í herbergi sitt. Fáum mínútum síðar heyrðist skot. Gistihússtjórinn gerði lögregl- unni tafarlaust aðvart en áður en hún kæmi á vettvang var starfsmaður frá ensku sendi- sveitinni og tveir læknar komnir á staðinn. Gistihússstj óranúm var tilkynnt, að herforinginn hefði framið sjálfsmorð í ör- væntingaræði. Líkið fekk enginn að sjá. Hið eina, sem almenn- ingur fekk að vita um þennan atburð, var að finna í örstuttri fregn, sem birtist í blöðunum hinn sama dag og hljóðaði á þessa leið: „Samkvæmt áreiðanlegri heim ild hafa handhafar ákæruvalds- ins á eynni Ceylon borið fram þungar ákærur á hendur Hector MacDonald herforingja, sem þegar er lagður af stað þangað austur til að verja mál sitt.“ Enska hermálaráðuneytið bauðst til að taka á sig kostnað- inn við útförina ef MacDonald yrði jarðsettur erlendis. En ætt- ingjar hans báru fram þá ósk, að lík hans yrði flutt til Edin- borgar. Ef treysta má þeim gögnum, sem fundizt hafa um heimflutning líksins, var það flutt til Englands í venjulegri líkkistu og ekið í vagni til nyrðri járnbrautarstöðvarinnar í Lon- don, en þaðan var það sent til Skotlands. Ekki var enskum fána sveipað um kistuna, er henni var rennt ofan í gröfina. Það varð aldrei kunnugt, hvað herforinginn var ákærður fyrir, en margir töldu, að hann hefði verið ásakaður um njósnir og föðurlandssvik. í Frakklandi gaus hinsvegar upp sá kvittur að hann væri enn á lífi, en hefði verið neyddur til að taka sér dularnafn og lifa í útlegð það sem eftir væri æfinnar. Þessi orðrómur átti við nokkr- ar líkur að styðjast. Árið eftir varð kunnugt um liðsforingja í her Rússa, sem þá áttu í stríði við Japani, er sýndi' hugdirfð mikla og herkænsku og sagt var, að líktist mjög MacDonald. Þær sögur ganga einnig, að á heimsstyrjaldarárunum hafi Kitchener lávarður margskiptis átt viðræður við aldurhniginn mann, hvítan fyrir hærum, sem almennt var álitið að væri Mac- Donald. Hin seinustu ár hafa íbúarnir í Nizza og Cannes tekið eftir gömlum manni, sem ekið var í hjólastól, og sífellt leitaðist við að halda sér í hermannlegum stellingum. Hann lét ávallt aka (Framh. á 4. síðu.)

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.