Nýja dagblaðið - 31.08.1938, Side 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
INÝJA DAGBLAÐI9
Útgefandl: BlaSaútgáfan h.f.
Rttatjórt:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
RltstJ ómarskrlí stof umar:
Llndarg. 1 D. Simar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Lindargötu 1D. Siml 2323.
Eftir U. fi: Siml 3048.
ÁskriftarverS kr. 2,00 á mánuSi.
í lausasölu 10 aura elntaklS.
PrentsmiSjan Edda h.í.
Simar 3048 og 3720.
„Úrelt vopn“
í lok júlímánaðar síðastl. hélt
enska námumannasambandið
aðalfund sinn. í byrjun fundar-
ins flutti formaður sambandsins,
Mr. Joseph Jones, ítarlegt ávarp,
sem síðar hefir verið mikið rætt
í enskum blöðum. „Verkföll eru“,
sagði Mr. Jones meðal annars,
„orðin úrelt vopn nú, nema til
þess að svara óþolandi rang-
sleitni“. Þessum orðum hans var
ekki mótmælt á fundinum. Eru
þó námumennirnir sá hluti
enska verkalýðsins, sem talinn
er fúsastur til verkfalla og háð
hefir flest stærstu verkföllin á
Bretlandi á þessari öld.
Meðal þeirra blaða, sem gert
hafa ræðu Mr. Jones að umtals-
efni, er hið frjálslynda vikublað
Spectator. „Mr. Jones hefir full-
gilda ástæðu til að kveða upp
slíkan dóm“, segir blaðið, „þegar
tekið er tillit til sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar eftir ósigur
hennar í kolaverkfallinu 1926.
Bæði verkalýðsforingjar og
vinnuveitendur hafa lært, að það
er ekkert unnið með því, að
halda þannig á málunum, að
verkfall eða verkbann verði ekki
umflúið. Það er rétt, að verk-
fallsréttur þarf jafnan að vera
einskonar varaeign verkalýðsins.
En það á ekki að koma til þess,
að hann sé notaður, nema ann-
arhvor aðilinn stjórnist ekki
lengur af skynseminni. Verkföll-
in eru orðin úrelt vopn í félags-
lega þroskuðum iðnaði al-
veg eins og styrjaldir eiga að
vera úrelt vopn hjá menningar-
þjóðum Evrópu. Enski iðnaður-
inn virðist vera að komast á það
menningarstig, að verkföll, sem
byggð eru á sanngirni, séu orð-
in mjög sjaldgæf".
Sú reynsla Englendinga, sem
kemur fram í þessum ummælum,
er fullkomlega þess verð að
henni sé góður gaumur gefinn
hér á landi, bæði af vinnuveit-
endum og af leiðtogum verka-
lýðsfélaganna.
milli stétta. Allir „réttlínu“-
marxistar aðhyllast því jöfn
laun.
En nú vill svo einkenilega til,
að í engu landi veraldarinnar
eru misjafnari launagreiðslur en
einmitt í Rússlandi. Þetta stétt-
lausa þjóðfélag. sem átti að vera,
hefir tekið upp þá háttu í launa-
greiðslum, sem óhjákvæmilega
hljóta að leiða af sér stétta-
skiptingu. Hið svokallaða Stakh-
anov-kerfi í launagreiðslum, sem
ekki alls fyrir löngu hefir verið
tekið upp í Rússlandi, leiðir af
sér misjafnari ,aun verkamanna
en þekkist í nokkru öðru landi.
Það byggist á sömu grundvallar-
atriðum og ágóðahlutur verka-
manna og hlutaráðning, en það
kaupgreiðslufyrirkomulag hafa
engir fordæmt meira en ein-
mitt kommúnistar.
Enda hefir stéttaskiptingin
meðal rússneskra verkamanna
skerpzt mjög mikið upp á síð-
kastið. Stakhinov-verkamenn-
irnir eru nú opinberlega viður-
kenndir sem yfirstétt meðal
rússneskra verkamanna. Laun
þeirra eru mikið hærri en ann-
ara verkamaana og lífsvenjur
þeirra aðrar.
í hinni ágæru ferðabók Gust-
avs Hellerstöms, frá Rússlandi,
er eftirfarandi samtal, sem átti
sér stað milli Stakhanov-konu
og formanns stéttarfélags henn-
ar:
— Hvað hefir þú í kaup?
spurði formaðurinn.
— Meðallaun eru 158 rúblur á
mánuði. f september vann ég
fyrir 426 og í október fyrir 886.
— Hvaða kaup hefir vinkona
þín?
— 1336 rúbiur.
— Hvað gerix hún með alla
þessa peninga?
— Hún ætlar að kaupa sér
skó fyrir 186 rúblur, dragt fyrir
200 rúblur og kápu fyrir 700
rúblur.
Þessar tölur gefa nokkra hug-
mynd um hina geysilegu dýrtið
sem ríkir í Rússlandi.
(Úr Dagbledet, Oslo)
„Gullfoss(<
fer héðan fil Breiða-
fjarðar og Vestfjarða
samkv. áætlun mánu-
dagskvöld p. 5. sept.
Ný yíírstétt í Rúss-
landi
Vegna aukaferðar
skipsíns til Bsldudals
á laugardaginn óskast
Ein af hugsjónum rússnesku
bolsjevikkanna var sú að skapa
stéttalaust þjóðfélag. Allir áttu
að vera verkamenn, hugtök eins
og borgarastétt eða yfirstétt,
dauðadæmd. Þannig átti það að
ganga til í hinu sósialistiska ríki.
Samkvæmt kenningum Marx
er mismunandi efnahagur höf-
uðorsök til stéttaskiptingar. Mis-
munandi launagreiðslur eru því
eitt af því helzta, sem mörk setja
vörur til Vesturlands-
ins afhentar fyrir há-
degi á laugardag.
KAIJPEXDIJR
NÝJA DAGBLAÐSINS
eru vinsamlega beðnir að
tilkynna afgr. tafarlaust
öll vanskil af hálfu blaðs-
ins. —
Kjötlögin ok framkvæmd þeirra
Svar til Sígurdar Kristjánssonar
Irá Páli Zóphóníassyni
Sigurður Kristjánsson er
þrautseigur maður. Þótt hann
viti sjálfur, að bændur landsins
séu fyrir löngu hættir að taka
mark á því, sem hann segir, þá
er hann enn að reyna að blekkj a
með ósannindum, ef ske kynni
að hann með því gæti gert þeim,
sem hafa það hlutverk með
höndum, að reyna að hækka
verð sauðfjárafurðanna til
bænda, einhvern óleik. Og hann
sækir nú það langt til þessa, að
hann vegur að sínum beztu
flokksmönnum með verstu dylgj
um, til þess að reyna að ná til
kj ötverðlagsnef ndar.
í Morgunblaðinu frá 25. ág.
ritar Sigurður um kjötlögin og
framkvæmd þeirra, og má telja
líklegt, að ritstjórar ísafoldar
láti það skrif líka birtast þar,
því þeir eru kunnir að því, að
vita ekki hvað hentar blaði
sínu.
Sigurður byrjar á að tala um
það, að kjötverðlagsnefndin sé
nú búin að eyðileggja sumar-
slátrun. Ekki reynir hann að
finna þessum orðum sínum stað.
Ég skal nú upplýsa, að kjöt-
verðlagsnefnd hefir ráðið því
hvenær sumarslátrun hefir
byrjað síðan 1935. Og ég skal
upplýsa að síðan 1931 hefir
sumarslátrun byrjað sem hér
segir:
1931, 1. ágúst.
1932, 28. júlí.
1933, 15. júlí.
1934, 1. ágúst.
1935, 11. ágúst.
1936, 22. júlí.
1937, 15. júlí.
1938, 29. ágúst.
Að meðaltali fjögur árin áð-
ur en nefndin byrjaði er því
byrjað 27. júlí en síðan 4. ágúst.
Og allur munurinn stafar frá
árinu í ár, en haustið 1937 til-
féllst einum fimmta meira kjöt
til sölu, en nokkurntíma áður.
Á þessu geta menn séð hið
rétta í málinu.
Þá talar hann um það, að or-
sökin til þess að svona seint sé
byrjað í ár að slátra, sé sú, að
nefndin sjái engin önnur ráð
„þangað til búið sé að svæla
þessu bráðum ársgamla sæl-
gæti í Grimsbylýöinn eða þá að
lauma því í sjóinn, þegar nótt
er orðin hæfilega dimm.“ Sig-
urður gleymir sýnilega hverjir
eiga kjöt nú. Kjötverðlagsnefnd
á aldrei neitt kjöt. Hún getur
því hvorki svælt því í Grimsby-
lýðinn né ekið því í sjóinn.
Þeir, sem hér eiga kjöt nú, eru
þessir: Garðar Gíslason, stór-
kaupmaður, Sláturfélag Suður-
lands, Kron, Tómas Jónsson,
kaupmaður, Kaupfélag Borgfirð-
inga, Hjalti Lýðsson og hf. Nor-
dalsíshús. Nú hefir Sigurður
heyrt einhverjar sögur um það,
að það kemur fyrir í þeim lönd-
um þar sem auðvaldsskipulagið
er mest ráðandi, að vörur eru
eyðilagðar, og til þess að reyna
nú að ná með eitthvað misjafnt
til kjötverðlagsnefndar, þá reyn-
ir hann að læða því inn hjá
mönnum, að hún ætli að gera
þetta. En ef um það væri að
ræða, að ætla einhverjum slíka
svívirðu, þá væri líklegra að það
væru þeir, sem eru yfirlýstir
fylgjendur auðvaldsstefnunnar,
en það eru hér þeir flokksmenn
Sigurðar, sem enn eiga kjöt. Það
sé mjög fjarri mér að láta mér
detta slíkt í hug, en Sigurði
Kristjánssyni, sem er þeim kunn
ugri en ég, að ég ætla, dettur
það sýnilega i hug, því ella hefði
hann varla skrifað eins og hann
gerir.
Þetta hjal vesalings Sigurðar
er því vægast sagt illgirnisleg
aðdróttun til sinna beztu flokks-
manna, og þeirra fáu samvinnu-
félaga, sem enn eiga kjöt.
Þá talar Sigurður um það, að
kjötneyzlan í landinu hafi
minnkað , og hve dýrmæt sum-
arslátrunin sé fyrir bændur. 1937
var sumarslátrun það mest sem
hún hefir orðið lengi. Þá kom
1,8% af öllu kjötmagni ársins á
sumarmarkaðinn. Venjulega er
það milli 1 og 1,5% af kjöt-
magni haustsins, sem kemur og
selst á sumarmarkaðinum. Halda
menn ekki, að bændunum sem
heild muni mikið um það?
Sannleikurinn er sá, að sem
heild er sumarmarkaðurinn á-
kaflega lítils virði fyrir kjöt-
söluna. En hann er mikils virði
fyrir einstaka menn, og bændur
almennt i Skagafirði austan-
verðum; þess vegna ber líka að
nota hann eftir því sem stað-
hættir liggja til á hverjum
tíma, enda þótt hann sé bænd-
um kostnaðarsamur. Eg hygg nú
að ekki þurfi meira að tala um
nytsemi sumarmarkaðarins, hún
er mönnum, vona ég, ljós.
En þá er minnkun kjötneyzl-
unnar í landinu. Sigurður vitnar
þar í „Rauðku“ og er gott til
þess að vita að hann skuli þó
lesa þá bók.En hitt er verra að
hann les hana eins og sagt er
að viss hugsuð persóna lesi
biblíuna. Það er rétt, að þegar
hann tekur reiknaða áætlaða
kjötneyzlu á mann 1933, sem tal-
in er 51 kg. og 1934, sem talin
er 30 kg., þá fær hann 41%
minnkun. En hvernig eru svo
þessar tölur fundnar hjá
„Rauðku“? Þær eru fundnar
með þvi að áætla, að árlega sé
slátrað einu lambi undan hverri
á, sem fram er talin að vorinu.
Gera lambið 13,5 kg. þungt og
finna svo heildarkjötmagnið
eftir tölu framtöldu ánna, marg-
faldaðri með 13,5. Til þess svo
að reyna að finna neyzluna í
landinu, þá er frá þesari tölu
dregið það, sem skýrslur segja
útflutt á árinu. Vegna þessa eru
þessar tölur rangar og gefa
ranga hugmynd um kjötneyzl-
una í landinu. Og vitanlega verð
ur þetta aldrei áætlað, þegar
engar skýrslur eru til að byggja
á. En ég skal benda Sigurði á
að vanhöldin eru mismikil eftir
árunum. Til þessa tekur nefndin
ekkert tillit. 1933 lét Þorsteinn
Briem, eftir áskorun frá S. í. S.,
safna skýrslum um slátrunina.
Kom af þeim i Ijós, að í kaup-
stað var slátrað fjórum lömbum
undan hverjum 7 ám framtöld-
um, og hefir það ekki orðið
svo lítið, miðað við ærtöluna,
sem slátrað hefir verið síðan.
En nefndin reiknar lamb undan
hverri á. 1933 var meira óselt
af kjöti frá haustinu 1933 en
1932 frá haustinu á undan. Það
útaf fyrir sig lækkar töluna 51
niður í48en hækkar aftur töluna
fyrir 1934 úr 30 í 33. Það er þvi
alveg óhætt að segja það sem
víst, að skýrsla „Rauðku“ um
þetta er áætluð og getur ekki
orðið annað. Enda er það berum
orðum tekið fram, og hefir Sig-
urður rangfært heimildir.
Þá kemur Sigurður að heima-
slátruninni, en það er löngu
kunnugt, að hann heldur að
kjötið verði bezt ef hver bóndi
slátrar heima hjá sér og flytur
það svo á klökkum, eða bátum, í
búðirnar til kaupmannsins. Og
æfinlega eru það einhverjir í ísa
fj arðarsýslu, sem versta hafa að
stöðu til að reka féð i sláturhús
og slátra því að hætti siðaðra
manna. Nú eru það nokkrir
bændur á Norður-Strönndum,
sem eiga sérstaklega erfitt og
sem kjötverðlagsnefndin hefir
leikið grátt með því að banna
þeim að slátra heima hjá sér.
Það er satt í þessu máli, að erf-
iðleikar eru á því fyrir þessa
bændur að koma fé sínu til ísa-
fjarðar, enda þótt sumt, sem Sig
urður segir um það sé ósatt. T.
d. er bygð á Hrafnsfjarðareyri,
en þar er þetta fé tekið í bát,
og bíða þeir því, ef um bið er að
ræða, hjá bóndanum þar, Líka-
f rón Sigurðssyni, en ekki í óbyggð.
Hitt er aftur rangt, eins og raun-
ar flest annað, að kjötverölags-
nefnd hafi bannað þessum mönn
um heimaslátrun. Þeir hafa ald-
rei beðið um hana. Ef til vill
ætlar Sigurður sér að fá þá til
þess að sækja um að fá að slátra
heima, en ég er ekki viss um
hvort þeir kæri sig um það. Þeir
vilja selja slátur á ísafirði, og ég
hygg að það sé orsök þess, að þeir
löngu áður en kjötlögin voru
sett, voru farnir að haga rekstr-
um á fé sínu eins og Sigurður
lýsir. Og þeir gera þetta enn og
dettur engin breyting í hug. Fyr-
ir einum þrem árum var mest
talað um það hvaö, bændur í
Sléttuhreppi ættu erfitt með að
reka sitt fé og flytja það til ísa-
fjarðar. Þeir sóttu þá um leyfi
til slátrunar. Þá var þeim leyft
að slátra á Hesteyri í fiskhúsi,
sem til þess taldist fært. En
þegar sláturtíðin kom, vildu all-
ir fara til ísafjarðar, og af
slátruninni á Hesteyri varð ekki.
Ætli það yrði ekki svipað, þó
slátrun yrði eyfð í Furufirði?
Það gæti vel komið til mála, en
það hefir ekki verið farið fram
(Framh. á 4. slSu.)