Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 02.09.1938, Qupperneq 4

Nýja dagblaðið - 02.09.1938, Qupperneq 4
REYKJAVÍK, 2. SEPT. 1938. NYJA DAGBLAÐIÐ 6. ÁRGANGUR — 201, BLAÐ G A M L A B í Ó Söguleg, rússnesk kvik- mynd um frelsishetju Rússa I byltingunni 1917— 1919. Aðalhlutverkin leika rúss- neskir úrvalsleikarar. Sýnd kl. 9. Araki hershöiðingi (Framháld af 2. síðu.) af hálfu Japana. Araki fylgdist nákvæmlega með styrjöld Mus- solinis í Abessiníu, og sótti þang- að ýms rök til stuðnings þeirri kröfu sinni, að japanski herinn yrðí að fá betri hergögn heldur en hann hefði. En það var að- eins eitt land, sem bæði gat og vildi láta slík hergögn af hendi, nefnilega Þýziialand. Araki staðhæfði að sönnu á- vallt, að hann vildi aðeins skapa traustan varnarher. Hvort hann hefir látið sér detta í hug, að á það yrði trúnaður lagður, er annað mál. Atburðirnir tala sínu máli. Þótt Araki sé nútímans maður, þegar til herbúnaðarins tekur, er hann fastheldinn á gamlar lífs- skoðanir og siðvenjur Japana. Hann fylgir nákvæmlega hátt- um ættmenna sinna og trúir því staðfastlega, að hin forna menn- ing nái enn að blómgast, og þá sé Japan borgið. Hann er þátt- takandi í svartliðahreyfingunni Kokuan-Sha, en sú hreyfing er mjög andvíg auðvaldinu þar eystra. — Auðkýfingarnir hafa leitt fólkið afvega, segir Araki, og fengið það til að snúa bakinu við keisaranum, sem er þungamiðja hins japanska þjóðfélags. Skoðanir Araki eru hiklaus túlkun á viðhorfi hinna yngri liðsforingja, sér í lagi þeirra, sem eru af bændaættum og er í brjóst lagið hatur til iðnaðarhöldanna og viðleitni þeirra til að teygja angana inn á svið landbúnaðar- ins. Sadao Araki er höfundur margra bóka um þjóðernismál, sem mjög eru lesnar af æsku- lýðnum. Þar úir og grúir af setn- ingum sem þessum: — Við þyrftum að eignast nýja stétt manna, svipaða og her- mannaaðalinn á miðöldunum, er lifði sparsemdarlífi og fórnaði æfi sinni í þjónustu keisarans. — Allar hugsjónir, sem gagn- stæðar eru japönsku hugarfari, verður að brjóta á bak aftur. — Japönsku bændurnir þarfn- ast meiri jarðar. Sé þess nauð- syn, þá á ekki að hlífast við að vökva hina nýju jörð með blóði hermannanna og vígja hana þannig og helga til japanskrar eignar. Þannig er maðurinn, sem nú er áhrifamesti leiðtogi japanska æskulýðsins, ekki aðeins þess hluta hans, sem til hermennsku Beztu kolin Síniar: 1964 og 4017. SCHUSSNIGG fyrir dómstóli nazista Eftir að Þjóðverjar lögðu undir sig Austurríki, stofnuðu þeir sér- stakan dómstól í Wien, sem fjallar um mál pólitískra saka- manna. Fyrir þennan dómstól hefir nú verið stefnt ýmsum þeim mönnum, er fyrir samein- ingu ríkjanna voru leiðandi menn á ýmsum sviðum í Austur- riki. Af þeim má t. d. nefna Schu- schnigg', fyrrv. kanzlara, Vau- goin, fyrrv. landvarnarmálaráð- herra, Baarenfeld, fyrrv. sendi- herra Austurríkismanna í Buda- pest, Schmitz, fyrrv. borgar- stjóra í Wien, o. m. fl. Forseti dómstóls þessa á að vera löglærður, en 6—8 meðdóm- endur hans skulu vera leikmenn í þeim efnum. Þeir eru tilnefndir af SA-félögunum, SS-félögun- um, Gestapo, hernum og vinnu- fylkingunni. Dómstóll þessi má aðeins dæma sakborninga seka, hann má hvorki dæma til dauða eða sýkna. En eftir því, er dómstóll- inn upplýsir í njálum sakborn- inga, mun svo hinn opinberi á- kærandi fara, er hann ákveður, hvort mál viðkomandi sakborn- ings skuli látið niður falla eða það tekið upp fyrir þeim dóm- stóli, er rétt hefir til að kveða upp dauðadóm eða aðra hegn- ingu. Fyrir þennan dómstól hefir Schuschnigg verið stefnt, eins og áður getur. Um þessar mundir býr hann sig undir að færa sönnur á fullkomlega ariskan uppruna sinn. ræðst, heldur og þeirra, er nám stunda í skólunum og vinna á ökrum og í verksmiðjum. Ellilaun. Umsóknum um ellilaun á þessu ári sé skilað hingað á skrifstofuna fyrir lok þessa mánaðar. Eyðublöð fyrir umsóknir í ofangreinda átt fást hér á skrifstofunni. Nýir umsækjendur verða að láta fæðingarvottorð fylgja umsókn sinni. Borgarstjórinn í Reykjavík, 1. september 1938. N Ý J A B I Ú Spaða asmu Síðari hluti af Dularfullu flugsveitiiml sýndur í kvöld. Börn fá ekki aðgang. Pétur Halldórsson. Samsæti heldur Félag Vestur-Íslendínga þessum nýkomnu Vestur-íslendingum: Mr. og Mrs. Ásmundur P. Jóhannsson, Mr. Gísli Guðmundsson, Mr. Guttormur J. Guttorms- son, Misses Hlín og Margrét Eiríks, Mrs. Jósephina Jóhannsson, Mr. Ólafur Sigurbjörnsson, Mr. og Mrs. Páll Dalman, Miss Pearl Pálmason, Miss Sigríður Guðmundsdóttir, Miss Sigurlaug Jónsdóttir, Mr. Theodór Sigurbjörnsson, Mr. og Mrs. Thorvaldur Thoroddsen og dætrum þeirra, í Oddfellowhöllinni n. k. sunnudagskvöld (4. sept- ember) klukkan 9. — Þeir, sem kynnu að vita um fleiri Vestur-íslendinga, sem dvelja hér um þessar mundir, en þá sem að ofan er getið, geri svo vel að tilkynna það í síma 1455. Öllum Vestur-íslendingum, svo og skyldfólki og vinum heiðurs- gestanna, er heimil þátttaka. Áskriftarlistar liggja frammi til hádegis á laugardag á B. S. 1, sími 1540 og hjá frú Halldóru Sigurjónsson, Aðalstræti 16, sími 1455. FÉL AGSST J ÓRNIN. ENGLISH. - As Used in Englnad. Reading, Writing, Conversation, Literature and/or Business Methods, as required. Also certain Technical Subjects. „ - ^JJ HOWARD LITTLE, Laugavegi 3 B. Að g’cínu tilefni og samkvæmt tilmælum herra Stefáns S. Rafnar, bók- haldara Sambands ísl. samvinnufélaga, lýsi ég yfir því, að ég er óskyldur ættinni Rafnar og mun framvegis kalla mig og reka verzlun mína undir fullu nafni. Reykjavík, 31. ágúst 1938. Virðingarfyllst, STEFÁN RAFN SVEINSSON, Nönnugötu 7. Kjarnar — (Essensar) Höfnm birgðir af ýmiskon- ar kjörnnm til iðnaðar. — Afengisverzlvn RÍKISINS Kjötyerzlanir Seljum hreinsaðar híndagarnír. GARNASTÖÐIN, Beykjavík. Sími 4241. Hvað er borgfirzka sauðf járpestin ? (Framháld af 3. siðu.) grein hans um Jaagsiekte: „Further Observations on the Etiology of Jaagsiekte in Sheep“. (15th. Annual Report of the Director of Veterinary Services of South Afrika 1929)? Þegar gild rök eru færð fyrir því, að borgfirzka sauðfjárveik- in sé fyrst og fremst lungnaorm- um að kenna, og þó sennilegast samspili tveggja sjúkdóma að kenna. n.l. lungnaormabólgu og lungnadreps, þá spyrja menn, hversvegna þessi fjárpest hafi reynzt miklu skæðari nú en nokkru sinni áður. Ég hygg, að samskonar fjárpest hafi oftar en einu sinni í núlifandi manna minni verið jafn skæð og nú, munurinn aðallega sá, að ekki var gert eins mikið úr pestinni þá og nú. Þá var ekki sú grýla höfð, er hræddi fólkið, að nýr, innfluttur sjúkdómur væri á ferðinni. Annars er skæð orma- veiki samfara slæmu tíðarfari — bleytum og rigningum — hér sem erlendis. Af því sem að framan er sagt, hljóta varnir gegn veikinni að falla niður, að minnsta kosti í haust, en varnir gegn því, að slík raunasaga sem þessi endurtaki sig, eru bráðnauðsynlegar. Akureyri 4. ág. 1938. Sig. Ein. Hlíðar dýralæknir. Kínverjar vinna mikinn sigur LONDON: Kínverjar segjast hafa unnið mikinn sigur í orrustum við Japana á Yangtze- vígstöðvunum, í nánd við Kiu-Kiang. Neyddust Japanir til þess að hörfa undan og misstu þeir mikið af rifflum og vélbyssum. Kínverjar telja, að af liði Japana hafi sœrzt og fallið um 2000 menn. — FÚ. Stórfelldir skógar- brunar í Rússlandi EINKASKEYTI FRÁ KHÖFN: Á stórum svæðum hafa Rússar unnið að því undanfarið, að brenna skóga til þess að greiða fyrir um ræktun lands- ins. Reykinn frá hinum miklu skógar- eldum leggur nú eins og kolsvört ský yfir til Finnlands og þykjast menn finna brunalyktina alla leið til Sví- þjóðar og Noregs. — FÚ.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.