Nýja dagblaðið - 04.09.1938, Page 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Maður einn, er þótti nokkuð
mikill á loftí, bar hið algenga
nafn Schröder. — Hann vildi
ðreyta um nafn og rœddi um þá
fyrirœtlun við einn kunningja
sinn.
— Vœri ekki betra að ég ritaðí
nafn mitt með oe í stað ö? spurði
hann.
— Þú œttir heldur að rita
það með y, svaraði kunninginn.
(Skryder = gortari.)
*
Grimur í glugganum skrifar
M olum á þessa leið:
Síðastí ðœjarstjórnarfundur
hafði til meðferðar breytingar á
lögreglusamþykkt bœjarins. —
Meðal þeirra var það ákvœði, að
óheimilt vœri að bera húsdýra-
áburð á grasfleti á almannafœri,
og hafði Bjarni Benediktsson
mœlt mjög eindregið fyrir þess-
ari breytingu. Áður en til at-
kvœða var gengið, spurðist
Ragnhildur Pétursdóttir fyrir
um það, hvort túnið í Háteigi
teldist á almannafœri. Úrskurð-
aði forseti bœjarstjórnar að svo
vœrí.
Reis þá Ragnhildur upp og
krafðist þess, að þetta ákvæði
vœri ekki sett inn í lögreglusam-
þykktina, en það var ekki tekið
til greina.
*
. .Evening Standard vœntir þess,
að ensku konungshjónin muni
heimsœkja Bandarikin nœsta ár.
Þetta hefir þó ekki verið opin-
berlega tilkynnt. Líklegt má
telja, að konungshjónin heim-
sœki þá einnig Canada.
*
Tollverðir í New York rannsök-
uðu nýlega húsbát við Brooklyn-
hafnargarðinn. Þeir drógu upp
taug, sem fest var við stefni
bátsins. Kom þá upp stórt málm-
hylki, sem hafði inni að halda
325 kg. af opium og heroin, sam-
tals um 600.000 dollara virði. Er
þetta mesta magn deyfilyfja, er
reynt hefír verið að smygla inn í
Bandaríkín á síðustu 10 árum,
svo að vitað sé.
*
Ameriskur blaðamaður, Pat
Dolan, sem undanfarið hefir ver-
ið á ferð í Stokkhólmi, hefir
skýrt svo frá, að amerlskur rak-
ari hafi fundið upp aðferð til
þess að leggja eilífðarlíðí í hár.
Blaðamaðurinn gaf ekki aðrar
upplýsingar um aðferðina en
þœr, að þetta vœri framkvœmt
með einhverjum aðgerðum á
hárrótinni. Pat Dolan fullyrðir,
að hár, sem á þennan hátt er
liðað, geti ekki orðið slétt aftur.
*
Ungverskí erkihertoginn, JoseJ
Franz og kona hans, munu koma
i heimsókn til Oslo 8. okt. n. k.
Upphaflega var œtlunin að hann
sœti baðráðstefnuna, sem þar
var háð fyrr i sumar, en af því
gat eigi orðið. 9. okt. mun Josef
Franz flytja fyrirlestur i Oslo um
baðlíf i Ungverjalandi.
*
TIL ATHUGUNAR:
Sannmálar varir munu ávallt
standast, en lýgin tunga aðeins
augnablik.
Salómon konungur.
Beztu kolín
Símar: 1964 og 4017.
aðeins Loftur.
Síðan er fögur sveit.
Fastar áætlunarferðir frá Rvík
að Kirkjubæjarklaustri alla
þriðjudaga. Frá Kirkjubæjar-
klaustri til Reykjavíkur alla
föstudaga. Vandaðar bifreiðar.
Þaulæfðir bílstjórar. Afgr. Bif-
reiðastöð íslands. Sími 1540. —
„ - - - VEIT ÉG ÞAÐ, en það
er pó að minnsta kosti eitt
sem má reyna til að bœta
og folíðka skapið með og það
er REGLULEGA GOTT KAFFI
En ef pú villt búa til óað-
finnanlegt kaffi þá verðurðu
blessuð góða að nota
r R c Y J v
SAFFIBÆTI
Hítar, ílmar, heíllar drótt
hressír, styrkír, kætír,
fegrar, yngír, færír þrótt
Freyju kaffíbætír.
Gleymdar mílli ónir
í bönkum Bandaríkjanna liggja innstæður, sem nema
190 milljónum dollara, er enginn hefir hirt um áratugum
saman. Samkvæmt enn gildandi lögum mega bankarnir
ekki slá eign sinni á þessar gleymdu innstæður, jafnvel þótt
þær séu hundrað ára gamlar. Þær valda bönkunum hins-
vegar margvíslegra óþæginda.
Samkv. hagskýrslum Banda-
ríkjanna hafa um fimm milljón-
ir manna gleymt því, að þeir eiga
190 milljónir dollara innieign í
bönkum víðsvegar um landið.
Þessar fjárupphæðir hafa legið
afskiptalausar í bönkunum ára-
tugum saman, og hvorki eigend-
ur né erfingjar gefið sig fram.
Langflestar upphæðirnar eru að
sönnu aðeins fáir dollarar, en 65
sparifjáreigendur hafa þó ger-
samlega gleymt yfir 50.000 doll-
ara og 1211 manneskjum hefir
láðst að vitja um upphæðir, sem
nema frá 10.000—50.000 dollur-
jim.
Nýlega voru lögð fyrir þing
Bandaríkjanna lög þess efnis, að
slíkar innieignir, sem eigendurn-
ir hefðu gleymt, að þeir ættu til
ávöxtunar í bönkunum, skyldi
renna til innlánsstofnananna
sjálfra, ef ekkert væri um pen-
ingana skeytt í tuttugu ár.
í engu ríki heimsins eru jafn
mikil brögð, að innstæðufé, er
enginn virðist telj a sér til eignar,
sem í Bandaríkjunum. Maður
gæti freistazt til þess að álykta,
að þar búi gleymnasta fólk ver-
aldarinnar. Mikið af þessum pen
ingum hefir legið óhreyft í hálfa
öld og sumt af fé þessu hefir
enginn skeytt um í meira en
hundrað ár. Milljónirnar liggja
óhreyfðar, því að samkvæmt
þeim lögum, sem enn eru í gildi,
getur enginn ráðstafað þeim,
nema hinir réttu eigendur.
En hvernig getur bankainn-
stæða gleymzt? Til þessa kunna
margar ástæður að liggja. Það
er til að mynda algengt, að for-
eldrar leggi mánaðarlega inn
vissa fjárhæð í sparisjóðsbók,
sem þau hafa gefið barni sínu.
Deyi þau snögglega, veit máske
enginn um þessa innstæðu.
Bönkunum er mjög illa við
slíkar innstæður; þær leiða af
sér margvíslegt aukaerfiði. Hin
umfangsmeiri bankafyrirtæki
hafa starfandi sérstaka deild,
sem fjallar um þessar gleymdu
fjárfúlgur og reynir að hafa upp
á hinum réttu eigendum þeirra.
Þessar eftirgrennslanir eru oft
ákaflega kostnaðarsamar.
Fyrir nokkru tókst stórbanka
einum í New York að komast í
samband við eiganda peninga,
sem legið höfðu afskiptalausir
hjá innlánsdeildinni í fimmtíu
ár.
Árið 1880 kom maður að nafni
John Nugent frá Tipperary til
New York og gerðist þar kennari.
Hann lagði mánaðarlega inn í
bankann dálitlar peningaupp-
hæðir, sem hann sparaði saman.
Eftir nokkur ár hætti hann
skyndilega að skipta við bank-
ann. Að nokkrum árum liðnum
var tekið að leita mannsins og
etfir ótal eftirgrennslanir frétt-
ist um mann, með þessu nafni,
sem dáið hafði í Brooklyn sama
árið og John Nugent hætti að
leggja inn sparifé sitt. En nán-
ari athugun leiddi í ljós, að hér
gat ekki verið um hinn sama
mann að ræða. Bankinn auglýsti
nú nýlega í stærstu blöðum ír-
lands eftir John Nugent eða
erfingjum hans. Með að-
stoð prests eins tókst að hafa
upp á manni, sem verið hafði
svaramaður John Nugents í
brúðkaupi hans í Tipperary.
Með aðstoð þessa manns tókst
að komast á rétt spor. John
Nugent hafði snúið heim til fóst-
urjarðarinnar og dáið þar. Hin
áttræða ekkja hans fékk nú
greidda upphæðina, sem maður
hennar hafði lagt inn fyrir
fimmtíu árum. Hún hafði aukizt
dálaglega á þessum árum.
Næstum daglega má lesa í
stórblöðunum í New York aug-
lýsingar, þar sem lýst er eftir
eigendum gleymdra innstæða.
Það hendir oft, að manneskjur,
sem ekkert tilkall eiga til pen-
inga, reyna að ná þeim út. Engar
upphæðir eru þvi greiddar út
fyrri en nákvæm rannsókn á
rétti kröfuhafans hefir farið
fram.
í Manhattan-banka í New
York er innstæða geymd, sem
upphaflega var lögð þar inn árið
1924 af einhverri Jóhönnu Mur-
phy. Þótt merkilegt sé, þá skeytti
hún aldrei framar um þessa pen-
inga sína og í hundrað ár hafa
(Framh. á 4. síðu.)