Nýja dagblaðið - 04.09.1938, Síða 3

Nýja dagblaðið - 04.09.1938, Síða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Héðinn Valdimarsson og skíptí hans við F r amsóknarf lokkínn I\tJA DAGRLAÐIS Útgefandi: Blaðaútgáfan hú. Rltatjórt: ÞÓRARBÍN ÞÓRARXNSSON. Ritstjómarskrifstofurnar: Llndarg. 1 D. Simar 4373 og 2353. Aígr. og auglýsingaskrlfstofa: Lindargötu 1D. Síml 2323. Eftlr U. 6: Sími 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmlðjan Edda h.f. Bímar 3948 og 3720. íhaldið og nýju framfærslulögin í umræðunum um fátækra- málin í Reykjavík er það aðal- röksemd bæjarstjórnarmeiri- hlutans að aukning þess sé að kenna nýju framfærslulögunum, sem sett voru á þingi 1935. Því er jafnfram haldið fram, að þau hafi verið knúin fram með of- ríki „rauðliða“ gegn harðri en árangurslausri mótspyrnu Sjálf- stæðismanna. Eiga það einkum að vera á- kvæöin um afnám sveitfestitím- ans, sem hafa aukið fátækra- framfærsluna, og verður ekki annað skilið af málfærslu bæjar- stjórnarmeirihlutans, en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eink- um barizt gegn þeirri breytingu. Sannleikurinn er sá, að hér er farið eins rangt með mál og framast er unnt. Sjálfstæðis- flokkurinn hreifði engum mót- mælum gegn aðalákvæðum nýju framfærslulaganna og margir þingmenn flokksins kepptust við að lýsa ánægju sinni yfir niður- fellingu sveitfestitímans. Gefur það m. a. vel til kynna, hver af- staða flokksins í heild hefir ver- ið, að lögin voru afgreidd með 15 samhljóða atkvæðum frá efri deild. Aðeins einn þingmaður hefir verið fjarverandi eða ekki greitt atkvæði, allir aðrir þing- menn deildarinnar greiddu at- kvæði með lögunum. Til að sýna þessa aðstöðu Sjálf stæðisflokksins enn betur, skulu hér birt nokkur ummæli, sem þingmenn flokksins létu falla í sambandi við afgreiðslu málsins og skjalfest eru í þingtíðindun- um. Thor Thors og Garöar Þor- steinsson segja í nefndaráliti (þingskj. 715): „Aðalbreytingin er í því fólgin að fella niður ákvæðin um sveit- fsetitímann. .. . Er með þessu klippt burtu úr löggjöfinni fæð- ingarsveitarákvæðið, sem hefir verið undirstaða að því að eyði- leggja fjárhag fjölda sveitar- og bæjarfélaga hér á landi.“ Pétur Magnússon segir (B 2075): „Eg hefi ekki hvatt mér hljóðs til að tala gegn þessu frv., því ég tel að þær breytingar á fátækra- lögunum, sem í því felast, séu í öllum höfuðatriðum til bóta. Sérstaklega tel ég ákvæði 12. gr„ um það, að framfærslusveit og dvalarsveit falli saman, vera til bóta, því það er þegar komið svo, að fjöldi sveitarfélaga megna ekki lengur að sjá fyrir þeim þurfamönnum sínum, sem dvelja utan sveitarfélaganna og ekki sízt, ef þeir dvelja í kaupstöðun- um, þar sem kostnaðurinn er hærri.“ Pétur Ottesen segir (B 2034): „.... Nú hefir þessu samkv. frv. verið breytt í það, að menn skuli hafa þar framfærslurétt, sem þeir eiga lögheimili. Eg álít, aö sú breyting, sem hér er um að ræða, sé eins og nú er komið á réttum grundvelli reist, því að við verðum að beygja okkur fyrir þeim breyttu kringumstæðum, sem átt hafa sér stað í þessu efni.“ Jakob Möller segir, að þetta frv. muni sennilega þyngja fá- tækraframfærslu Reykjavíkur og annarra kaupstaða. „Hinsveg- ar er að gæta þess ástands,“ segir hann (B 2066), „sem nú er, að mjög er erfitt að fá greiddar skuldir, sem sprottnar eru af framfærslu þurfamanna úr öðr- um sveitum. Nálgast það meir og meir, að á endanum muni allar slíkar greiðslur falla niður, svo að þar er ekki úr háum söðli að detta.“ Magnús Jónsson segist óttast, að frv. muni þyngja fátækra- framfærsluna á Reykjavíkurbæ. „Eg er nú með þessu,“ segir hann samt (B. 2090), „alls ekki að mæla á móti því, að hver maður eigi framfærslusveit, þar sem hann er heimilisfastur maður. Það var engum vafa bundið. að að því myndi reka fyrr eða síðar. .... Nú má segja, að fólkið sé eins og fjaðrafok um allt landið, í samanburði við það, sem gilti fyrir hálfri öld. Þá var gamli sveitfestitíminn miðaður við aö það væru undantekningatilfelli að menn flyttu milli héraða. En þegar flutningar eru orðnir eins tíðir og stórbrotnir eins og þeir eru nú, þá er ómögulegt að eltast við þetta gamla sveitfesti- ákvæði.“ Hinir tveir þingfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, Pét- ur Halldórsson og Sigurður Kristjánsson, tóku alls ekki til máls og verður ekki annað séð, en að þeir hafi verið frv. sam- þykkir. Það er því fullkomlega ijóst af þessum heimildum, að Sjálf- stæöisflokkurinn hefir sízt átt minni þátt í afnámi sveitfesti- tímans en aðrir flokkar. Ekki einu sinni þingfulltrúar flokks- ins í Rvík hreyfðu neinum and- mælum. Þessi afstaða flokksins er líka mjög eðlileg, þó að hann hafi kannske verið henni and- vígur í hjarta sínu. Afnám sveit- festitímans var orðið viðurkennt réttlætismál, sem ekki þýddi að standa á móti. Það var fullkom- inn óréttur að skylda sveitirnar til að ala önn fyrir fólki, sem var löngu flutt í burtu og krafðist miklu hærra meðlags en það hefði þurft, ef það hefði verið kyrrt í sveitinni. Enda var þetta fyrirkomulag búið að koma mörgum sveitarfélögum í fjár- hagslegt öngþveiti og var orðið svo þungur baggi á skattgreið- endum þar, að það ýtti undir marga þeirra að flytja burtu. Þessi breyting mun heldur ekki hafa aukið fátækraframfæri Reykjavíkur neitt verulega. Al- veg eins og Jakob Möller bendir réttilega á, fékk bærinn ekki nema aö litlu leyti orðið greidd- FRAMHALD Ekki tók betra við um skipti Mbl.manna við H. V. Að vísu hafa þeir oft veitt honum þung- ar átölur og venjulega mest, þeg- ar sízt var ástæða til. í flokki Mbl. eru flestir meiri háttar at- vinnurekendur landsins og við þá átti H. V. í stöðugum kaup- ófriði ár eftir ár, eftir að hann gerðist leiðtogi verkamanna. Er skjótt af því að segja, að H. V. vann þar marga og mjög auð- velda sigra. í nágrannalöndun- um, þar sem iðnþróun er gömul, er einskonar jafnvægi milli verkamannasamtakanna og fé- lagsskapar atvinnurekenda. — Báðir halda fast á sínu máli, en gæta þó hófs að eyðileggja ekki framleiðslu þjóðanna. Er þó af miklu að taka í löndum með mikinn og gamlan þjóöarauð. Verkamenn vita það, að ef þeir ganga of langt í kaupkröfum, er mótstaðan mikil, og sigur meir en vafasamur. Hér á landi voru atvinnurekendur yfirleitt fátæk- ari að undanskildum sárfáum mönnum, og störfuðu aðallega með lánsfé bankanna. Þessir at- vinnurekendur voru samkeppn- ismenn í orði og verki og yfirleitt alls óvanir meiri háttar sam- starfi. Þeir stóðu því mjög laus- lega saman og gáfust venjulega upp átakalítiö fyrir kröfum H. V. og samherja hans. Og eftir að kreppan hafði sorfið af þessum atvinnurekendum það, sem þeir áttu, svo að atvinnan var raun- verulega rekin á ábyrgð bank- anna, varð mótstaðan enn minni. Á þennan hátt urðu sigr- ar H. V. í kaupkröfupólitik, sem ekki var studd með baráttu við dýrtíðina, til þess að nálega öll íslenzka framleiðslan var rekin á óheilbrigðum grundvelli og varð ekki samkeppnisfær við önnur lönd. Norðmaður einn, sem vel þekkti veilurnar í framleiðslu íslendinga, sagði um þetta haustið 1936: „Þið haldið svona áfram, meðan útlendir bankar lána ykkur.“ ar skuldir, sem sprottnar voru af framfærslu þurfamanna úr öðrum sveitum, svo „þar var ekki úr háum söðli að detta“. Aukn- ing fátækraframfærslunnar hér seinustu árin er því ekki að rekja til nýju framfærslulaganna. Að- alorsakirnar liggja í því, að fólk- inu hefir fjölgað i bænum, sam- fara því, sem vinnan við sjávar- útveginn hefir minnkað, og að stjórn þessara mála hefir farið versnandi, sökum þess að bæjar- stjórnarmeirihlutinn byggir fylgi sitt orðið meira og meira á lið- veizlu þurfamannanna. Og það sýnir mæta vel öng- þveiti íhaldsins í þessum málum, að það skuli telja það höfuðkost sinn að hafa verið á rnóti lögum, sem það hefir hjálpað til að sam- þykkja! Frá Framsóknarmönnum hafði H. V. fengið fjárhagsaðstöðu sína, en frá Mbl.liðinu frægðina fyrir marga kaupkröfusigra. — Meðvitundin um mikil fjárráð á íslenzkan mælikvarða, og að því er virtist mikil og fljóttekin völd yfir atvinnulífinu, gat tæplega annað en haft óheppileg áhrif á dómgreind manns, sem var að eðlisfari í órólegu jafnvægi um skapsmuni. Þegar kom í sjálfan Alþýðu- flokkinn fékk H. V. þar að sjálf- sögðu mikil völd og áhrif, sem eðlilega afleiðingu af því að hann lagði mikla vinnu í félags- málastarfsemi flokksins. Auk þess hefði greind hans og menntun, samfara allmiklum þrótti og elju hlotið að skipa há- an sess framarlega í hvaða flokki sem var. En í viðbót við þetta, sem mátti kalla eðlilegar mann- virðingar honum til handa í Al- þýðuflokknum, bættist svo end- urskin af peningavaldi hans og léttfengnum og tvíræðum sigr- um í kaupdeilum við sundraða atvinnurekendur, sem margir hverjir létu berast fyrir vindi eins og skip með brotið stýri og siglu. Atvikin höfðu hagað því svo, að H. V. varð á tiltölulega ung- um aldri með óþolna og lítið tamda skapgerð, illa vanið eftir- lætisbarn þriggja stjórnmála- flokka. Afleiðingarnar komu fyrst niður á flokksbræðrum hans, þar næst á Framsóknar- mönnum, og að lokum eru þær nú að bitna á verkamannastétt landsins og atvinnulífi landsins. Sú þróun, sem nú hefir verið lýst, var óheppilegur undirbún- ingur fyrir opinbert líf en vel fallinn til að gefa H. V. ranga hugmynd um hæfileika sína og aðstöðu. Hann vandist á að líta á Alþýðuflokkinn eins og hest sinn eða bifreið, gera of mikið úr hæfileikum sínum, áhrifum og vinnu, en of lítið úr samstarfs- mönnunum, flokknum og mál- efnum hans. Af þessu kom hin mikla ósanngirni hans við leið- andi menn í flokki sínum, og það, hve hann gerðist frekur á stalli að ryðja áhrifamönnum flokksins úr trúnaðarstöðum, hvar sem hann gat því við kom- ið í því skyni að fylla sæti þeirra með liðléttingum, sem hlýddu honum gagnrýnislaust. Síðasta átakið var sókn hans á hendur Jóni Baldvinssyni. Honum varð of löng biðin að erfa völd for- ingjans. Hann vildi taka þau með með áhlaupi. Gætnari mað- ur, sem stefni að sama takmarki, hefði séð að eins og heilsu Jóns Baldvinssonar var komið hin síð- ustu ár, var auðvelt að ná sama marki á friösamlegan hátt. Það er enginn vafi á, að um nokkur undanfarin missiri myndi Jón Baldvinsson einskis hafa óskað fremur en að geta afhent flokks- forustuna í hendur yngra manni, sem líklegur var til aö halda áfram hinni friðsamlegu og þjóðræknu þróun, sem Jón Bald- vinsson vildi að Alþýðuflokkur- inn stefndi að. En með hinu harðfengna og eigingjarna ofurkappi í viðbót var H. V., áður en til klofnings kom opinberlega, búinn að þreyta svo alla leiöandi menn í Alþýðuflokknum, að hann átti í þeirra hóp fáa formælendur. Liðsmenn hans nú eru þroska og menntunarlitlir viðvaningar, er hann hefir gert aö liðsforingjum, í stað betri manna. Auk þess fylgja honum enn allmargir röskir verkamenn, sem þykir of lítill gustur um eftirmenn Jóns Baldvinssonar, og ofmeta leið- sögn H. V. í kaupdeilum undan- farinna ára. En að öllu samtöldu fer hann mjög einangraður úr flokki sínum. Fylgir honum eng- inn þingmaður, og enginn þekkt- ur maður í flokknum. Ekki hefir hann heldur stefnu eða áhuga- mál með sér í útlegðina. Hann hefir trúað, að hann væri sér sjálfum nógur og reynir nú á þolrifin, eftir að hinn vanmetni liðsafli er horfinn sjónum hans. XVI. Það leiðir af sjálfu sér, að H. V. hefir löngum verið ótryggur bandamaður Framsóknarmanna. Hann hefir svo sem aö líkindum lætur verið mjög ófús, að meta að nokkru þá tiltrú, sem hann hefir hvað’ eftir annað notið frá hálfu Framsóknarma'nna, og sem hann hefir gert að grunni undir sitt eigið hús. Hann hefir auk þess óskað Framsóknarflokknum ófarnaðar og að hann leystist upp og meiri hluti hans sameinaöist liðsafla þeim, sem hann hefir talið sig borinn til að ráða. Hann hefir aldrei skilið bændur og sveita- fólk. Hann hefir verið svo ein- hliða sonur Reykjavíkur, að hann hefir mjög sjaldan komið á fundi í öðrum landshlutum. Honum hefir þessvegna verið að mestu hulinn sá styrkur, sem býr í brjóstum fólksins í dreif- býlinu, og sem hvað eftir annað hefir bjargað Framsóknarflokkn um úr yíirvofandi hættu, svo sem í kosningunum 1931, þegar H. V. hafði sameinað lið Alþýðu- flokksins íhaldinu móti Fram- sóknarmönnum, og 1934, þeg- ar Framsóknarmenn stóðu í erfiðri aðstöðu eftir liðhlaup Ás- geirs Ásgeirssonar og Þorsteins Briem. Rétt er þó að geta þess, að þegar H. V. gerir samning við annan flokk um ákveðið mál, eins og við Framsóknarmenn 1927 og 1934, við íhaldið 1931 og kommúnista 1937, þá stendur hann við samkomulag meðan öl- ið er heitt á könnunni, en skiptir fljótt um til mestu andúðar, þeg- ar tækifæri gefst. Honum er sér- staklega annt um að Framsókn- armönnum gangi miður vel fé- lagsstarfsemin. Mun hann renna grun í, að meðan Framsóknar- flokkurinn er mest ráðandi í landinu, þó muni þróun þjóðlífs- ins verða með allt öðrum hætti, en honum er að skapi. Og það er H. V. ljóst, að eins og hann er nú kominn, slyppur og snauður úr sínum flokki, bæði að áhugamál- um og fylgi þroskaðra manna, (Framh. á 4. síðu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.