Nýja dagblaðið - 14.09.1938, Page 1

Nýja dagblaðið - 14.09.1938, Page 1
| Verðbréfabaukiim. o (i Austurstr. 3. Sími 3652. o (I Opið ' kl. 11—12 og 1—3. (» | Annast öll verffbréfaviðskipti. iwjia 6. ár Reykjavík, miðvikudaginn 14. sept. 1938. 211. blað Knútur Arngrímsson fær nýjan líðs- mann úr þíngflokki íhaldsins Árni frá Múla kallar andstæðinga sína flón, óþokka, löðurmenni og ókindur og brigslar peim um stráksskap, ósvífni, rosta, kúgunar- anda, heimsku, illgirni og svínarí. Skriffinnur forstjóra Fisk- sölusambandsins hefir nú bætt við nýju svari í Mbl., sem ber langt af því fyrra í dónalegu orðbragði og órök- studdum svívirðingum um andstæðingana. Skal hér vikið að því nokkrum orðum, ekki vegna þess að þörf sé að eiga orðastað við greinar- höfundinn, því hann er áreiðan- lega ekki tekinn alvarlega af mörgum, heldur fyrst og fremst til að sýna á hvert stig blaða- mennska íhaldsins er komin, síðan Knútur Arngrímsson flutti hina eftirminnilegu ræðu á Eiði um að Sjálfstæðismenn ættu að kenna andstæðingum sínum allt illt og „gefa þeim aldrei rétt, í hversu smáu atriði, sem væri“. Gagnslans mótmæli. Það þarf raunar ekki að svara þeirri fullyrðingu Árna, að forstjórar Fisksölusamlagsins stjórni ekki skrifum hans. Al- menningur veit, að þegar ihaldið gat ekki lengur haldið Árna við ritstjórn Varðar, var hann send- ur austur á land til að vera eins- konar útbreiðslumálaráðherra þess, en kom þar vitanlega ekki að neinu gagni, og var því tek- inn í fullkomnu gustukaskyni að Fisksölusamlaginu. Þar hefir hann raunar alltaf verið sama og verklaus maður og eina vinna hans undanfarin ár hefir verið fólgin í því að skrifa skammar- greinar í Morgunblaðið. Enginn lætur sér til hugar koma, að forstjórar Fisksölusamlagsins hefðu Árna á launum hjá fyrir- tækinu, þar sem hann er gagns- laus, ef það væri ekki til að launa þessi skrif. Menn vita líka að Árni er heldur ekkert annað en bergmál þeirrar klíku, sem stendur að Kveldúlfi og Fisk- sölusamlaginu, og hann gerir sig aðeins enn hlægilegri, þegar hann hyggst að afsanna þetta með rökum eins og þeim að Kristján Einarsson og Ólafur Proppé séu ópólitískir af því þeir séu ekki fulltrúar á Alþingi eins og Thor Thors! Þessa meðferð á fé Fisksölu- samlagsins eða réttara sagt fé útgerðarmanna, sem stöðugt eru að kvarta um fjárhagsvandræði, hefir Nýja dagblaðið átalið. Eins og störfum Árna hefir verið og er háttað á hann að taka laun sín hjá Morgunblaðinu en ekki Fisksölusamlaginu. Þaö er alveg tilgangslaust fyrir Árna að taka Guðbrand Magnússon til saman- burðar í þessu sambandi, því hann hefir í mörg ár gegnt ábyrgðarmiklu starfi á þann veg, að andstæðingar hans hafa ekkert getað að embættisfærslú hans fundið og viðleitni þeirra til að gagnrýna hana hefir orðið þeim til skammar. Vinna Árna við Fisksölusambandið og Guð- brandar við Áfengisverzlunina er því ekki á neinn hátt sambæri- leg. Ég skal þegja, ef þag- að er um mig! Árni þykist mjög reiður yfir því, að minnst hefir verið á það hér í blaðinu, að hann neytti áfengis meira en góðu hófi gegndi. Ætti Árni þó að vita, að þetta er svo þjóðkunnugt síðan Ameríkuferðin var til umræðu, að hér er ekki verið að segja neitt launungarmál. í hefndar- skyni hótar hann að ljóstra upp drykkjuskaparhneykslum, sem hann gefur í skyn að gæti varð- að ýmsa ónafngreinda Fram- sóknarmenn embættismissi, ef aftur verði minnzt á áfengis- nautn hans. Sá hugsunarháttur, sem felst á bak við þessa hótun, er væg- ast sagt ógeðslegur. Hann er í stuttu máli þessi: Ég veit um mörg hneyksli, ljót og svívirði- leg hneyksli, hneyksli, sem ættu að varða embættissviptingu, en ég skal þegja um þau, ef aðrir lofa að þegja um mig. Slíkur hugsanaháttur í sömu greininni og höfundurinn hælist yfir því láni „að geta varið tómstundum sínum til að fræða þjóðna um svínaríið, sem þrífst undir verndarvæng valdhafanna“, gef- ur bezt til kynna siðgæði höf- undarins og hversu heppilega hann muni til þess verks fallinn, sem forstjórar Fisksölusamlags- ins hafa valið honum. Annars er það vafalaust rétt hjá Árna — að til eru drykk- felldir menn í öllum flokkum. Hin pólitíska barátta verður heldur ekki fegurri, þó farið sé að ræða slík mál almennt á þeim vettvangi. En sé þó um drykkju- skap að ræða, sem veldur em- bættisafglöpum, t. d. ef opinber sendimaður kemst ekki til á- kvörðunarstaðarins, þá verður ekki hjá því komizt, að slík mál séu rædd á vettvangi stjórnmál- anna. Þá er það skylda stjórn- málamanna að þegja ekki, og sú stjórnarandstaða, sem af ótta við eitthvað, þegir um slíka at- burði eða gefur í skyn að hún þegi um þá, ætti sannarlega að vinna sér óhelgisdóm í augum þjóðarinnar. Hótun Árna er því vissulega þungur áfellisdómur um hann sjálfan og Sjálfstæðis- flokkinn, en snertir ekki aðra, meðan engin dæmi eru nefnd. í fótspor Kmits. Það, sem mest einkennir um- rædda grein Árna, er hið ósið- lega orðbragð og órökstuddu sví- virðingar. Ráðherrar Framsókn- arflokksins eru nefndir „ókind- ur“, „löðurmenni“ og öðrum slík- um nöfnum, út yfir tekur þó í niðurlagi greinarinnar, en það er svohljóðandi: „Ólánið er það, að ég hefi ekki fengizt til að I j ú g a um f jár- hag landsins, glötun lánstrausts- ins, taprekstur atvinnuveganna, misbeitingu innflutningshaft- anna og svínaríið í útvarpinu. „Ólán“ mitt er það, að ég hefi meiri og meiri skömm á þeim mönnum, sem með völdin fara í þessu landi, eftir því sem ég kynnist betur hugsunarhætti þeirra og breytni, stráksskapn- um og ósvífninni, rostanum, kúgunarandanum, heimsku þeirra og illgirni. „Ólán“ mitt er það, að ég met vitmenn meira en flón, drengskaparmenn meira en óþokka“. Menn beri saman þessi um- mæli Árna og kenningar Knúts Arngrímssonar. Knútur sagði: Gefið andstæðingunum aldrei rétt, eignið þeim allt illt, teljið ykkur algóða og einu mennina, sem geti frelsað föðurlandiö. Árni fylgir þessari kenningu mjög dyggilega: Sjálfstæðis- menn eru vitmenn og dreng- skaparmenn, andstæðingarnir eru flón, óþokkar, löðurmenni og ókindur, fullir af strákskap, ó- svífni, rosta kúgunaranda, heimsku og illgirni! Það er vissu- lega vafasamt, hvort Knútur getur, þó stórorður sé, útmálað kenningar sínar öllu betur en þetta. Sama er að segja um hinar málefnalegu fullyrðingar Árna. Hann eignar andstæðingunum allt það, sem miður fer og raun- ar miklu meira, ber sér síðan á brjóst eins og fariseinn og segir: Ég hefi ekki viljað segja annað en sannleikann og þessvegna er ég ofsóttur! „Ólán mitt er“, seg- ir hann, „að ég hefi ekki viljað Ijúga um fjárhag landsins, glöt- un lánstraustsins, taprekstur at- að þetta fariseaskjal verði tekið haida húsbændur Árna virkilega að þetta fariseaskjal verði tekið trúanlegra en sjálfar staðreynd- irnar? Halda þeir að þjóðin láti allar blekkingar hans um fjár- málastjórnina villa sér sýn? Iialda þeir að menn trúi því, að Árni segi það til að „fræða þjóð- ina“, en ekki eftir fyrirskipun, að lánstraust landsins sé glatað, þó 6 millj. kr. hafa verið teknar að láni erlendis á þessu ári? Halda þeir að menn trúi þvi aö tap- rekstur togaraútgerðarinnar stafi af skattastefnu ríkisstjórn- arinnar, en eigi ekki að neinu leyti rætur að rekja til aflaleys- (Framh. á 4. síöu.) Ástandið í T ékkoslovakíu heiír aldrei verið alvar- legra en nú Súdetar stoina til skipulagsbundinna óeirða og setja iram nýjar kröiur. — Tékkar haia orðið að grípa til sérstakra neyðarráðstaiana í Sudetahéruðum LONDON: Vegna óeirða þeirra, sem orðið hafa í Sútetahéruðunum tók ríkisstjórn Tékkóslóvakíu þá ákvörðun, að láta koma til framkvæmda lög þau, sem heimila neyðarráðstafanir til þess að halda uppi reglu í landinu. Árekstrar þeir, sem orðið hafa, eru hinir alvar- legustu og hafa nokkrir menn verið drepnir, en allmargir særzt í ýmsum bæjum í Súdetahéruöunum. Sam- kvæmt fyrstu ákvörðunum ríkisstjórn- arinnar var ákveðið, að gripið skyldi til neyðarráðstafana í 5 Súdetahéruðum, en síðar í 11. Seinustu fregnir frá Tékkóslóvakíu eru hinar alvarlegustu, sem enn hafa borizt þaðan og horfurnar eru mjög ískyggilegar. Leiðtoear Súdeta hafa sent stjóminni í Prag kröfur, sem raunverulega eru úrslitakostir. Krefjast Súdetar þess, að neyðaráðstafanirnar verði afturkallaðar og er stjórninni gefinn 6 klukkustunda frestur til þess að verða við kröfunum. Var fresturinn útrunninn kl. 11 í gærkveldi. Geri ríkis- stjórnin það ekki telja leiðtogar Súdeta sig ekki geta ábyrgzt afleiðingarnar. Súdetar fara nú jafnvel svo langt í kröfum sínum, að þeir segja, að Karls- badkröfurnar komi ekki lengur til greina sem samkomulagsgrundvöllur. ]\eyðarráðstafanlr Tékka. Samkvæmt fréttum frá Prag var lög- reglu og ríkislögreglu fyrirskipað að hafa eftirlit með þvi, að fyrirskipun- um samkvæmt neyðarráðstafanalögun- um væri framfylgt, en ekki herstjórn- inni. Hinsvegar er talið, að herlið sé haft til taks um alla Tékkóslóvakíu, ef enn alvarlegri óeirðir brjótist út. Heim- ilt er samkvæmt lögunum að banna hverskonar samkomu og fundahöld, úti og inni, að gera húsrannsóknir, banna framleiðslu á vopnum og skotfærum, en einnig er bannað að bera vopn eða úthluta þeim. Þá er heimilt að stöðva útgáfu blaða, sem hvetja menn til æsinga og ólög- hlýðni og einnig er mönnum bannað að bera flokksmerki. Lögrcglan hefir eim alstaðar yfirhöiidma. Alstaðar þar sem komið hefir til ó- eirða hefir lögreglan haft yfirhöndina, enn sem komið er. í hálf-opinberri til- kynningu frá Prag er því haldið fram, að til óeirðanna hafi verið stofnað með svipuðum hætti, og í öllum tilfellum af Súdetum, með því að safnast saman og syngja „Horst Wessel" sönginn, ópum og ásökunum í garð Tékka og þar næst með árásum á opinberar byggingar. Því er haldið fram, að Súdetar hafi byrjað skothríð á Tékka, sem því miður hafi verið goldið í sömu mynt. Tékkar hafa komizt yfir flugrit, þar sem Súd- etar eru hvattir til óeirða og árása á opinberar byggingar. Fréttir frá Prag bera greinilega með sér, að til þessara óeirða hafa verið stofnað í stórum stíl. Þannig er sagt frá því, að 300 nazistar úr flokki Súdeta hafi ráðizt á járnbrautarstöð og lagt hana undir sig, dregið þar upp haka- krossfána og málað hakakrossmerki á járnbrautarvagna, en nazistarnir lögðu á flótta ,er lögregluliðið kom á vett- vang. í Warndorf réðist 1000 manna flokk- ur Súdeta á tollstöðina og náði lyklun- um að hliði á girðingu þar á landa- mærunum. Gekk svo allur hópurinn í fylkingu yfir landamærin og til næstu þýzku borgar og var tekið þar með miklum fögnuði. í öðrum landamærabæjum hefir ver- ið ráðizt á pósthús og járnbrautar- stöðvar og aðrar mikilvægar bygging- ar með hótunum um að taka þær í sínar hendur fyrir fullt og allt, en lög- regluliðið hefir sem fyrr segir enn sem komið er komið í veg fyrir slíkt. í Edger urðu alvarlegustu óeirðirnar. Var það i fyrrakvöld, þegar Súdetar höfðu safnazt saman til þess að hlýða á ræðu Hitlers. Fregnum ber ekki saman um manntjón, en sumar fregnir segja, að 6 menn hafi verið drepnir, en um 20 særzt. Seliiustii fréttlr: Tékkneska stjórnin hefir að aflokn- um fundi í gærkveldi, svarað úrslita- kostum Súdeta. Fregn frá Prag, sem þó er ekki enn staðfest fullyrðir að í svarinu sé úr- slitakostunum hafnað, en að dyrum sé þó ekki lokað fyrir frekari samningum við Súdeta. Fundurinn stóð í tvo tíma og að hon- um loknum átti dr. Hodza, tal við sendiherra Frakklands og Bretlands í Prag. Óstaðfest fregn frá Prag segir að þó að í úrslitakostunum sé ekki krafizt þjóðaratkvæöis um það, hvort Súdetar eigi að tilheyra Þýzkalandi, eða Tékkó- slóvakíu — þá sé búizt við að Henlein krefjist slíks þjóðaratkvæðis i dag. í gær voru drepnir 12 menn í alls- konar óeirðum í Tékkóslóvakíu (is- lenzkur tími 7,30) af þeim voru átta Tékkar og fjórir Súdetar. FÚ.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.