Nýja dagblaðið - 14.09.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 14.09.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Jónas Jónsson s Kveðja frá Islandí Ræða ilutt á Islendíngadagínn að Gímli 1. ágúst síðastL, en þar voru nær 4000 Is- lendínéar samankomnír VÝJA DAGBLAÐ19 Útgefandl: Blaðaútgáfan hJ. Rltetjórt: ÞÓBARINN ÞÓRARINS80N. Rltstjómarsfcrií stofumar: Llndarg. 1 D. Simar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingasfcrifstofa: Lindargötu ID. Sími 2323. Eftlr fcl. B: Siml 3848. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura elntafclð. Prentsmlðjan Edda h.f. Blmar 3848 og 3720. Nýja skipíð Þegar Súðin var keypt til þess að annast strandferðir hér við land, umhverfðust íhaldsblöðin yfir því, að gamalt skip væri keypt til strandferðanna. Blöðin áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa þeirri smán, sem þjóðinni væri gerð með því að kaupa þetta gamla skip. Nú er ákveðið að. selja annað þeirra strandferðaskipa, sem fyrir eru og láta byggja nýtízku skip í staðinn. Skip, sem hafi kælirúm, rúm fyrir skepnur, stærri og betri farþegafarrými o. s. frv. Að óreyndu myndu allir álíta, að þessari ráðstöfun væri mjög fagnað af íhaldsblöðunum. Hér var ekki verið að kaupa „gamalt skip“ eða „ryðkláf", sem þjóðinni væri til smánar. En hvað skeður? Ekkert annað en það, að íhaldsblöðin eiga ekki nógu sterk orð til að lýsa van- þóknun sinni á þessari ráða- breytni. Auk þess, sem þau fara með staðlausa stafi um áætlað söluverð Esju og fyrirhugaðan kostnað við byggingu nýs skips, verður ekki annað séð, en að þau telji höfuðsynd af Skipaútgerð- inni að fá nýtt og vel búið skip í stað annars eldra. Nýtt skip, sem getur farið milli landa, átti alls ekki að fá, er kjarninn í grein helzta skipafræðings íhaldsins, ritstjóra Vísis, í fyrra- dag. Einnig heldur sami maður því fram, að fyrirhugað skip Skipaútgerðarinnar sé of stórt til þess að geta komið við á smáhöfnum landsins, enda þótt allir þeir, sem skyn bera á þessi mál, viti vel, að þetta er raka- laus þvættingur. Nýja skipið verður ekki stærra en svo, að það kemst hiklaust inn á allar þær hafnir, sem skip Skipaút- gerðarinnar koma nú við á. í stuttu máli: Af skrifum íhaldsblaðanna verður ekki annað ráðið, en að skynsamlegast hefði verið að kaupa nú gamalt, lítið og úrelt skip til strandferðanna hér við land. Stóru orðin um kaupin á Súðinni virðast nú gleymd. En það skyldi enginn álíta, að íhaldsblöðin hafi raunverulega skipt um skoðun í sambandi við skipakaup til strandferða, siðan Súðin var keypt. Ádeilan á fyrir- hugaða byggingu nýs skips til strandferða er sprottin af öðr- um rótum. Hún er tilorðin með það fyrir augum að fylgja fram þeirri kenningu Knúts Arn- grímssonar, „að gefa andstæð- ingunum aldrei rétt“, halda uppi látlausum, ofstækisfullum árásum á hverja einustu fram- kvæmd ríkisvaldsins, alveg án tillits til þess, hvort það kemur í bága við það, sem þessi sömu blöð hafa áður sagt. * í grein hér í blaðinu síðastl. fimmtudag var nokkuð vikið að þeirri firru íhaldsblaðanna, að fyrirhuguð skipakaup ríkisins væru samkeppni við Eimskipa- félagið. Það var sýnt fram á það, að slíkar fullyrðingar væru á engum rökum reistar, að starfs- svið Skipaútgerðarinnar væri annað en Eimskipafélagsins, ekki síður í millilandasiglingum en innanlands ferðum. í Vísi í fyrradag er nokkuð vikið að þessari grein, en alls engin til- raun gerð til að hnekkja einu einasta atriði, sem þar er haldið fram. Vísir telur m. a. að það hafi verið „hámark í óskammfeilni," þegar því hafi verið haldið fram hér í blaðinu að „Eimskipafélag. ið hafi aldrei gert neitt til þess að skipuleggja og halda uppi ferðum fyrir þá erlenda menn, karla og konur, sem gjarnan vildu koma hingað til lands í sumarleyfum sínum til þess að kynnast landi og þjóð.“ — Þetta kallar blaðið sem sagt „hámark í óskammfelni,“ en gerir enga tilraun til að rökstyðja þá full- yrðingu. Það er ekki að ómaka sig til að nefna dæmi þess, að Eimskipafélagið hafi haldið uppi slíkum ferðum, að það hafi séð fólki, er eyða vildi 12—14 daga sumarleyíi hér, fyrir hent- ugum ferðum að heiman og heim, að það hafi skipulagt dvöl þess hér, svo að fólk, sem hingað kemur í fyrsta skipti, ætti kost á að hafa fullkomið gagn og á- nægju að ferðinni. — Nei, Vísir gerði enga tilraun til þessa, enda er honum vorkunn, því að Eim- skipafélagið hefir aldrei látið sig skipta þessa hlið ferðamanna- flutninganna. Vísir tekur fram alveg rétti- lega, að alþjóð kunni vel að meta starfsemi Eimskipafélags íslands, og siglingar þess á ófrið- arárunum muni ekki vera gleymdar. Nýja dagblaðið vill taka undir þessi ummæli, en það vill jafnframt- vekja eftirtekt á því, að Eimskipafélaginu er eng- inn greiði gerður með hinum fá- vislegu skrifum íhaldsblaðanna. Þau munu þvert á móti verða til þess að vekja tortryggni gagn- vart félaginu og e. t. v. vekja upp þá spurningu, hvort Eimskipafé- lagið sé eins hlutlaust um stjórnmál og það vill sjálft vera láta. Leídréttín g í grein Guðbrandar Magnús- sonar forstjóra, í Nýja dagblað- inu sl. laugardag, skýrir liann frá því, að hér í Reykjavík séu tvær kexverksmiðjur, en sökxim þess að þær séu báðar á hön.d sama eiganda, þá sé ekki nema önnur þeirra starfrækt. Út af þessum ummælum vil ég taka það fram, að Kexverksmiðj - an Frón h.f. og h.f. Kexverk- smiðjan Esja, hafa ekki á neinn hátt verið sameinaðar, og að all- ur rekstur þeirra er algjörlega aðskilinn. Kæru landar! Eg hefi fyrir skömmu á öðrum þjóðminningardegi íslendinga í Nýja íslandi farið nokkrum orð- um um nýsköpunarstarf íslend- inga á íslandi síðan 1874, eða þann sama tíma, sem landnám íslenzkra manna hefir gerzt í Ameríku. Eg hefi þar stuttlega lýst auðsuppsprettum landsins og hlutverki þjóðarinnar, en það er að endurreisa lýðriki fornald- arinnar og tryggja framtíð þess, og að skapa síðan á þeim grund- velli með löndum okkar í Vestur- heimi andlegt riki, hið sameigin- , lega, íslenzka menningarríki báðum megin Atlantshafs. En hér í dag er verkefnið það, að flytja íslendingum vestan hafs kveðju frá þjóðinni í gamla landinu. En þessi kveðja verður frá minni hendi fyrst og fremst þökk til íslendinga í Vesturheimi fyrir þjóðrækni þeirra, fyrir ást þeirra á íslandi og íslenzkri menningu, fyrir að hafa með starfi sinu í þessari heimsálfu gert íslendingsheitið virðulegt og í heiðri haft. Landnám ykkar og starf í Vesturheimi hefir á allan hátt verið til eflingar og veg- semdar íslenzku þjóðerni. Mig langar í þessu sambandi að nefna fáein einstök dæmi úr þessari margháttuðu andlegu starfsemi landa vestan hafs. Eg vil minnast fyrst á íslenzku blöð- in tvö með hinum fögru, þjóð- legu heitum. Sumir menn hafa álitið ljóð á þeirra ráði, að þau hafa ekki allt af verið sammála. Eg er ekki á þeirri skoðun. Eg á- lít, alveg nauðsynlegt, að blöðin séu tvö, og að nokkur samkeppni sé eðlileg og nauðsynleg milli þeirra. Mér liggur við að efast um, að eitt blað hefði getað lifað fjörugu lífi á vegum landa í Vesturheimi. Jafnvel beztu vinir eru ekki sammála um minni háttar atriði. Blöð íslendinga í Winnipeg hafa staðið saman um þjóðernismálin, en samkeppni í öðrum efnum hefir hleypt kappi í kinn og skapað fjör og þrótt. Þjóðlífið íslenzka vestan hafs hefir auðgazt við þessa sam- keppni. íslenzku blöðin tvö í Winnipeg, með hin sögulegu heiti, flytja vikulega andvara frá Kexverksmiðjan Frón h.f. hef- ir starfað óslitið það sem af er þessu ári, en h.f. Kexverksmiðj - an Esja varð að hætta fram- leiðslu í lok júlímánaðar, vegna þess að þá voru þrotnar þær efnivörur, sem henni hafði verið leyfður innflutningur á fyrir 8 fyrstu mánuði af þessu ári. — Verksmiðjan hefir svo í dag fengið innflutningsleyfi, sem samsvararþriggja mánaða fram- leiðslu. Reykjavík, 12. september 1938. Eggert Kristjánsson. íslenzku lífi og menningu inn í heimili íslendinga um alla Norð- ur-Ameríku. Þau þurfa að starfa áfram hlið við hlið. Þau eiga skil_ ið að vera viðurkennd og studd af löndum, hvar sem þeir eiga heima í Bandaríkjum og Kana- da. Því að blöðin í Winnipeg eru fyrsta varnarlína íslenzkrar menningar í Vesturheimi. Eg lít sömu augum á starf kirkjufélaganna hér vestan hafs. Þar hefir líka verið samkepni og nokkur skoðanamunur, eðlilegur og nauðsynlegur. Þegar menn fara um byggðir íslendinga og sjá tvær kirkjur og tvö sam- komuhús í fjölda byggða, þá er aðkomumanninum um leið Ijóst hvílík hugðarmál trúmál eru og hvílíkar fórnir íslendingar hafa fært vegna lífsskoðana um hina andlegu hlið tilverunnar. Kirkju félögin hafa staðið vörð um ís- lenzkuna í Vesturheimi, og munu gera það meðan þjóðernistilfinn- ingin er sterk og vakandi. Eg vildi þakka margháttaða andlega starfsemi landa vestan hafs, en efnið er stærra en tím- inn, sem ég hefi til umráða. Eg vil nefna lestrarfélögin í hverri byggð og bæ, sem reyna að hafa á boðstólum allt, sem nýtilegt er gefið út á íslandi. Eg vil nefna söngfélögin, kvenfélögin, sunnu- dagaskólana og Jóns Bjarnason- ar skólann. Áframhald á þeirri starfsemi er hin vakandi við- leitni landa í Vesturheimi að fá móðurmál okkar viðurkennt, sem sígilt mál og kennt í helztu menntastofnunum landsins. Þegar þakkað er af hálfu manna á íslandi, væri meir en lítil yfirsjón, ef gleymt væri af- rekum landa í Ameríku í skáld- skap og vísindum. Hér eru merki legir hugvitsmenn af islenzku bergi brotnir. Hér eru nokkrir á- gætir vísindamenn, og í þeim hópi einn, sem hlotið hefir var- anlega heimsfrægð fyrir þátt- töku sína í landafundum. Sízt ætti að gleyma hinum mikla fjölda íslendinga sem ort hafa ljóð og stundað margar greinar skáldskapar á íslenzku, en langt frá íslandi hér í Vesturheimi. Eg nefni þar heldur ekki nöfn, en allir vita, að í flokki skáldanna hefir Vesturheimur lagt íslenzkri menningu til á síðasta manns- aldri mesta ljóðskáldið, sem þá var uppi í allri Norður-Ameríku. Eg vildi með þessari kveðju minni líka mega rifja upp nokk- ur dæmi um beina þátttöku ís- lendinga vestan hafs í hinum þýðingarmiklu umbótamálum á íslandi, þeirra, sem hrundið hef- ir verið af stað með frjálsum á- tökum. Eg vil í því efni nefna mikla þátttöku í minnisvarða Jóns Sigurðssonar, stofnun Eim- skipafélagsins, þar sem landar vestan hafs munu, eftir núgild- andi verði krónunnar, hafa lagt fram um hálfa milljón króna. Næst kom Stúdentagarðurinn í Reykjavik, sem studdur var með myndarlegum framlögum vestan um haf. Eg kem þá að þúsund ára hátíðinni 1930, og er þar margs að minnast. Þátttaka ís- lendinga úr Vesturheimi var mikilvægur þáttur í þeirri þjóð- ernisvakningu, sem fylgdi há- tíðahöldunum og heimkomu svo margra íslendinga handan yfir hafið. Hér í Ameríku vakti ís- landsför svo margra manna mikla eftirtekt á landi og þjóð, lar sem landar fóru heim svo að segja úr hverri byggð og bæ. í sambandi við þúsund ára hátíð- ina tókst löndum að hrinda á- fram tveim þýðingarmiklum málum fyrir ísland. Fyrir at- beina íslendinga í Kanada og í virðingar- og viðurkenningar- skyni fyrir starf þeirra hér á landi, stofnaði þing og stjórn Kanadasjóðinn, sem um aldur og æfi mun tengja andleg bönd milli íslands og Vesturheims. Þessir atburðir eru enn svo nærri okkur, að mefin eiga erfitt með að sjá hin réttu stærðar- hlutföll. Leifsmyndin í Rvík, gjöfin frá þingi Bandaríkjanna til íslenzka kynstofnsins, er ein- göngu orðin til vegna áhrifa ís- lenzkra manna í Vesturheimi. Og þessi gjöf er svo þýðingarmikil, að menn hafa varla áttað sig á þýðingu hennar. Þegar íslend- ingar hófu landnám að nýju á íslandi, er þeir fengu stjórn sinna mála, og hér vestra með flutningi yfir hafið, leið kyn- stofninn báðum megin hafs und_ ir ranglátri lítilsvirðingu manna frá stærri þjóðum, sem létu ís- lendinga gjalda þess, að þjóð þeirra var fámenn og hafði í margar aldir ekki fengið að njóta hæfileika sinna. Hvert mann- dómsverk, sem landar gerðu öðru hvoru megin hafsins, braut hlekki í þessum fjötri. En eitt af þýðingarmestu átökunum var sigur íslendinga í Vínlandsmál- inu. Þjóð, sem er náskyld og að mörgu leyt lík íslendingum, hefir fram á þennan dag lagt höfuð áherzlu á að vinna af íslending- um viðurkenninguna fyrir Vín- landsfundinum, og vegna meira fjölmennis og mikillar þrákelkni í áróðri móti sæmd íslands, hafði þessum keppinautum orðið mikið ágengt. En með Leifsmyndinni í Reykjavík frá þingi Bandaríkj- anna og með höggnu letri á gra- nitstall úr fjöllum Vesturálfu, þar sem Bandaríkjaþjóðin viður- kennir íslendinginn Leif Eiríks- son sem finnanda Ameríku, var sögulegur réttur íslendinga í þessu efni fulltryggður um alla framtíð. Nú gat litla íslenzka þjóðin báðum megin hafsins bent á það, að einn af sonum hennar hafði fyrstur hvítra manna haft það þrek og þann sköpunarmátt sem með þurfti til að sigla vestur yfir Atlantshaf og uppgötva þessa heimsálfu. Atorka íslendinga í fornöld og nútíð var sönnun þess, að þó að þjóðin væri fámenn, þá bjó í sonum hennar og dætrum orka, sem gaf íslendingum djörfung til að fást við erfið verkefni, hvar sem þurfti að velta steini úr vegi á leið þeirra.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.