Nýja dagblaðið - 14.09.1938, Page 4

Nýja dagblaðið - 14.09.1938, Page 4
REYKJAVÍK, 14. SEPT. 1938. 6. ÁRGANGUR — 211. BLAÐ G A M L A B t Ó MILLE, MARIE OG ÉG Aíar skemmtileg dönsk gamanmynd. Aðalhlutverkin þrjú leikur hin góðkunna leikkona Marguerite Viby Aukamynd: Kr ónpr insli j ónin licimsækja tslancl Milljónamæringurínn Harry Oakes (Framhald af 2. síðu.J Hann keypti 6000 ekrur lands á Bahamaeyjum í Vestur-Indíum. Þar sem mestur hlut þessa svæð- is voru kóralrif, er höfðu risið úr * sjó og með öllu ófrjótt land, þá var þarna sérlega gott tækifæri fyrir Oakes til sköpunar. Hann flutti feiknin öll af mold og á- burði út á þessi rif og síðan kom gróðurinn smátt og smátt. Oak- es elskar tré. „Gefið mér eitt einasta tré, og þá megið þér halda öllum skrautblómum heimsins,“ er hann vanur að segja. Hann gróð- ursetur allsstaðar tré, en hann er ekki hrifinn af blómum. Séu blómabeð á landi því, sem hann kaupir, þá lætur hann óðara gera úr þeim óbrotna grasfleti. í Nassau á Bahamaeyjunum, hefir hann keypt eina nothæfa íþróttavöllinn og ætlar að halda honum við og láta íþróttakeppni fara þar fram. Hann hefir einnig keypt allmarga almennings- vagna, sem eyjarskeggjar fá að nota gegn mjög vægu verði. — Hann á svo margar flugvélar, að maður getur með góðri samvizku rætt um einkaflota hans, og þennan flota geta einstaklingar fengið að nota gegn sanngjarnri leigu. Bahamaeyjarnar eru kjördval- arstaður hans að vetrinum. Heilsa hans er orðin veil og loftslagið þarna er honum mjög hollt. Harry Oakes er nú 63 ára gamall og giftur konu frá Ástra- líu, sem er tuttugu og fjórum ár- um yngri en hann. Þau eiga fimm börn. Ávalt lægst verð Dömutöskur, leður, frá 10.00 Barnatöskur frá 1,00 Spil „Lombre“ frá 1.10 Sjálfblekungar frá 2.00 Sjálfblekungasett frá 1,50 Perlufestar frá 1.00 Nælur frá 0.30 Dúkkuhöfuð frá 1.00 Matardiskar frá 0.50 Bollapör frá 0.65 K. EIIVARSSON & BJÖRNSSON Bankastræti 11. NYJA DAGBLAÐfl) Odýru ostarnir. í fjóra daga ennþá steudur ostavikan yfir. Allar helstu matvörubúðír bæjaríns selja fyrir heildsöluverd allskonar mjólkurosta frá Mjólkurbúi Flóamanna og Mjólkursamlagi Eyfirðinga. Húsmæður! — Notið tækíiærið! Kaupíð holla, ódýra innlenda vöru. MUNIÐ: Aðeins 4 dagar eftír. Hjartanlega pökkum vér öllum nær og ijær er sýndu okkur hluttekningu við iráiall og jarðariör mannsins mins og bróður okkar, Steiáns Þórarinssonar irá Valpjóisstað. Margrét Sveínsdóttir Sigríður, Þórhalla Bryndís Þórariasdætur. N Ý B Ó K: Sandhóla-Pétur hin ágæta drengjasaga eftir A. Chr. Westergaard, þýdd af Eiríki Sigurðssyni kennara á Akureyri, er nýkomin í bókabúðir. Verð innb. 4,50, óbundin 3,75. Aðalútsala hjá Barnablaðinu Æskan Hainarstræti (Edinborg). Fjeldgaard og Flatan i siðasta sinn annað kvöld FIMMTUDAG kl. 9 í Iðnó. Aðgöngumiðar i Hljóðfærahúsinu og hjá Eymundsen. Miðar, sein ekki verða sóttir fyrir kl. 4 á fimmtudag, verða seldir öðrum. Knútur Arngrímsson iær nýjan liðsmann úr pingílokki íhaldsins (Frh. af 1. slðu.) isins, markaðshrunsins, verð- fallsins eða þess, að útgerðar- menn hafa svikizt um að safna varasjóðum á góðu árunum, en í þess stað eytt gróðanum í ó- þarfa eyðslu eins og t. d. nú seinast til að launa Árna fyrir að skrifa í Mbl. og til bygging- ar hins mikla skrauthýsis Ric. Thors? Eða halda þeir það mála- færslu, sem gangi í eyru almenn- ings, að láta Vísi skamma fjár- málaráðherrann fyrir að segja dönskum blöðum frá fisksölu til Spánarstjórnar, því það gefi njósnurum Francos ofmikla vís- bendingu, en fyrirskipa Árna frá Múla nokkrum dögum seinna að skamma fjármálaráðherrann fyrir það þekkingarleysi, að hafa ekki vitað um þessa sölu, er hann talaði við dönsk blöð? Halda þeir virkilega að almenningur taki allt slíkt, sem sagt er, góða og gilda vöru, ef sögumaðurinn síðan ber sér á brjóst á eftir og segir: Ég er skammaður fyrir það að hafa ekki fengizt til að ljúga?!! Nei, forvígismenn Sjálfstæðis. flokksins mega vera vissir um það, að þessi ritháttur og mál- flutningur Árna frá Múla og Knúts Arngrímssonar verður fordæmdur af þjóðinni. Það er vissulega óskir mikils meirihluta þjóðarinnar að stjórnmálaskrif blaðanna verði meira rökræður um málefni, en minna órök- studdar persónulegar skammir og stráksleg brigzlyrði. Þó slík bardagamennska hafi heppnast nazistum og kommúnistum á nokkrum stöðum erlendis er á- reiðanlegt, að hún samrýmist ekki skapgerð íslenzku þjóðar- innar. Sj álfstæðisflokkurinn verður líka að gera sér ljóst, að meðan hann telur sig lýðræðis- flokk, eru gerðar meiri kröfur til hans í þessum efnum en ofbeld- isflokkanna. Það er líka vitan- legt, að meginþorri Sjálfstæðis- manna hefir andstyggð á þessum skrifum Árna og Knúts og finn- ast þau, eins og rétt er, blettur á flokknum. Þó slík skrif séu mjög vel til þess fallin að veikja fylgi Sjálfstæðisflokksins,verður samt að vænta þess, að hinir betri kraftar flokksins geti haft þau áhrif, að þeim verði hætt og þeim menn fjarlægðir, sem þannig setja sorabrag á íslenzka blaðamennsku og gefa helzt til kynna að stjórnmálabaráttan hér sé háð af óþjóðalýð og var- mennum. Með því legði Sjálfstæðisflokk- urinn fram sinn skerf til að bæta hina pólitísku blaðamennsku á íslandi og afsannaði með því, að hann ætlaði að fylgja fordæmi nazista um vinnubrögð. Að þessu eiga því beztu menn flokksins að vinna, en auðnist þeim ekki að hafa þau áhrif, sem þeir vildu, ættu þeir að gera sér grein fyrir, hvort þeir eigi eftirleiðis nokkra samleið með Sjálfstæðisflokkn- um. IV V J A B 1 Ó H E I Ð A Ljómandi falleg amerísk kvikmynd frá Fox, gerð eftir hinni heimsfrægu sögu með sama nafni, eftir JOHANNE SPYRI. Aðalhlutverkið,. H e i ð u, . . leikur undrabarnið . . Shirley Temple Sagan um Heiðu hefir hlot- ið hér miklar vinsældir i þýðingu frú Laufeyjar Vil- hjálmsdóttur. Sýnd í kvöld kl. 6 fyrir börn og kl. 9 f. fullorðna Aðgm. seldir frá kl. 4. Hássæði ÍBÚÐ. 2 herbergi og eldhús til leigu í Sogamýri. Leiga með hita kr. 50,00 á mánuði. Tilboð leggist á afgreiðslu blaðsins merkt „íbúð“. - Kaup og sala - NOKKRIR SMÁGRÍSIR til sölu. A. v. á. Kopar keyptur í Landssmiðjunni. Beztu kolín GEIR H. ZQEGA Sírnar: 1964 og 4017. Frá 15. september verður lokað í nokkra daga vegna breytinga. Smurðsbr auðs búðin. 13 austur um land til Siglufjarðar næstkomandi föstudag kl. 9 síð- degis. Flutningi veitt móttaka í dag og fram til hádegis á morgun. Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir degi fyrir burtferð.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.