Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 25.03.1962, Qupperneq 7

Tíminn Sunnudagsblað - 25.03.1962, Qupperneq 7
\ / WILHAM TENK: Hush - áætlunin Leynd? Vig vorum sveipagir eins mikilli leyndarhulu og unnt var án þess að afmá okkur af yfirborði jarð- ar. Hvað heldur þú, að við höfum ver- ið nefndir í skjölum hersins? Hush-áætlunin. Þú getur aðeins ímyndað þér. Og þó, þú getur það í raun og veru ekki. Auðvitað muna allir eftir hinni óskap legu njósnahræðslu, sem greip þessa þjóð skömmu eftir miðja öldina, hvemig hver embættismaður, Tom, hafði annan embættismann, Dick, á hælum sér, til eftirlits, og hvernig Dick hafði Harry á hælum sér — og hvernig Harry hafði ekki minnstu hug mynd um, hvað Tom var að gera. En þú þurftir að vera viðriðinn æðstu leyndarmál hersins til þess að komast rækilega í kynni við þetta. Tvisvar í viku var mætt í sálfræði- deildinni til D. S. og D. R. (Drauma- skráning og dáleiðslurannsókn á máli ykkar áhyg.gjulausu borgara). Æðsti hershöfðingi í vel víggirtri rannsókn- arstöð, sem þú varst skipaður til, gat ekki spurt þig, hvern fjandann þú værir að gera án þess að eiga það víst, að verða dreginn fyrir herrétt — og til þess að var ætlazt af honum, að hann skrúfaði fyrir ímyndunarafl- ið eins og krana í hvert skipti, sem hann heyrði sprengingu. Áætlunin hefur jafnvel ekki nafn í fjárlögum, heldur titilinn: Ýmiss konar x-rann- sóknir. Titill, sem fékk sífellt stærri framlög með hverju ári, eins og snjó- bolti á fleygiferð niður fjallshlíð . . . Jæja, kannske manst þú enn þá eft- ir því. Við vorum sem sagt nefndir Hush-áætlunin. Takmark áætlunarinn- ar var ekki aðeins að komast til tunglsins og setja þar upp fasta stöð með tveggja manna áhöfn til að byrja með. Þetta hafði okkur einmitt tek- izt þann sögulega dag 24. júní 1967. Á þessum æðislegu vígbúnaðarkapp- hlaupstímum, þegar óttinn við vetn- issprengjuna hafði þyrlað þjóðinni i eina óskaplega móðursýkishringiða, var mikilvægara að komast til tungls- ins á undan öllum öðrum og án þess, að nokkur vissi. Við höfðum lent við norðurenda Mare Nubium, skammt frá Regiomont anus, og eftir að hafa stungið niður flaggi við hátíðlega athöfn, eins og vera bar, tókum við til óspilltra mál- anna við þau störf, sem vig höfðum æft til þrautar á jörðinni. Majór Monroe Gridley undirbjó eld- flaugina fyrir heimferðina, sem hanu átti að fara einsamalL Thomas Hawthorne, varahöfuðsmað ur, rannsakaði vandlega, hvort matar- birgðir okkar og færanlegu vistarvar- ur hefðu skemmzt nokkuð við lend- inguna. Og ég, Benjamin Rice, höfuðsmað- ur, aðalstjómandi landhersstöðvar nr. 1 á tunglinu, rogaðist með kassa eftir kassa út úr geimfarinu á mínu þreytta akademiska baki og hlóð þeim upp tvö hundrað fet frá þeim stað, sem plastskýlið skyldi rísa. Við lukum allir við þetta á svipuð- um tíma samkvæmt áætlun og tókum til við næsta mál á dagskrá. Monroe og ég tókum að reisa skýl- ið, sem var mjög einfalt og í tilbún- um pörtum, en þó nógu stórt til þess að krefjast afar mikillar vinnu við samsetningu. Eftir að þvi var lokið, blasti við okkur aðalvandamálið ,— TlMINN SUNNUDAGSBLAÐ 103

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.