Tíminn Sunnudagsblað - 25.03.1962, Side 8

Tíminn Sunnudagsblað - 25.03.1962, Side 8
sem sé að koma öllum hinum marg- brotnu tækjum og vélum á sinn stað og í starfhæft ástand inni í skýlinu. Á <meðan hélt Hawthorne brott í eins manns eldflauginni, sem hingað til hafði þjónað sem eins konar björg- unarflaug. Áætlunin var, að hann færi í þriggja tíma yfirlitsferð í sístækkandi hringum frá bækistöðinni. Þetta hafði verið álitin sóun á tíma, eldsneyti og mannafla — en nauðsynleg varúðar- ráðstöfun. Ef til vill til þess að varast tunglófreskjur á skemmtigöngu. í raun og veru var athugun Toms ætluð til þess að safna jarðfræðilegu og stjarnfræðilegu feitmeti í þá skýrslu, sem Jf?:irc2 átti að hafa með ferðis til aðalbækistöðvanna á jörð- inni. Tom.kom aftur eftir fjörutíu mín- útur. Kringluleitt andlit hans innan í gagnsærri hjálmkúlunni var nábleikt eins og kviður á fiski. Við urðum einn ig nábleikir, þegar hann sagði okkur, hvað hann hafði séð. Hann hafði séð annað skýli. — Hinum megin við Mare Nubium i Ripheanfjöllum, sagði hann ákafur. — Það er nokkru stærra en okkar og flatara að ofan. Og það er heldur ekki gagnsætt með mismunandi litum hingað og þangað — það er allt dökk blýgrátt að lit. En það er líka allt, sem hægt er að sjá. — Engin merki á því? spurði ég á- hyggjufullur. — Enginn maður eða nokkuð annað í kring? — Hvorugt, höfuðsmaður. Eg tók eftir því, að hann ávarpaði mig með titli í fyrsta skipti frá því að ferðin hófst, en það þýddi ekkert annað en þetta: — Nú hefur ÞÚ aldeilis vanda- mál við að glíma, lagsmaður! — Heyrðu, Tom, skaut Monroe inn í. — Þetta getur ekki hafa verið reglu Iega Iöguð ójafna á jörðinni? — Eg er jarðfræðingur, Monroe, ég er fær um að greina tilbúna hluti frá náttúrlegum jarðmyndunum. Auk þess, — hann leit upp, — ég gleymdi þvi. Auk þess er spánpýr lítill gígur nálægt skýlinu — eins og venjulega myndast af eldflaugarútblæstri'. — Eldflaugarútblæstri? Eg hjó sér staklega eftir því. — Bldflaugar? Tom brosti dálítið samúðarfullt. — Geimfarsútblæstri, hefði ég átt að segja. Það er ekki hægt að sjá það af gígnum, hvers konar aflvélar þess- ir náungar notar. Það er ekki sams konar gígur og aflvélar okkar skilja eftir sig, ef þér er eitthvað gagn í að vita það. Auðvitað kom mér það ekki að neinu gagni, svo að við gengum inn I geimfar okkar og héldum hernaðarráð stefnu. Bæði Tom og Monroe kölluðu mig höfuðsmann í annarri hverri setn ingu. Eg notaði að sjálfsögðu fomöfn við hvert tækifæri, sem gafst. Samt sem áður gat enginn tekið á- kvörðun nema ég. Um hvað ætti að gera, á ég við. — Sjáum til, sagði ég að lokum, „þetta eru möguleikararnir. Þeir vita, að við erum hérna — annaðhvort sáu þeir okkur lenda fyrir nokkrum Mukkustundum, eða þeir sáu könnun arflaug Toms — eða þeir vita ekki, að við erum hérna. Þeir eru annaðhvort menn frá jörðinni — í því tilfelli eru þeir að líkindum frá óvinaþjóð — eða þeir eru ókunnar verur frá annarri plánetu — í því tilfelli vinir, óvinir eða hvað sem er. Eg geri ráð fyrir, að heilbrigð skynsemi og viðurkenndar hernaðaraðferðir krefjist þess, að við álítum þá óvini, þar til við höfum sannanir fyrir hinu gagnstæða. Á með an göngum við fram með ýtrustu gætni til þess að hleýpa ekki af stað plánetustyrjöld við vinsamlega Mars búa, eða hvað sem þeir nú eru. — Það er bráðnauðsynlegt, að her málaráðuneytið fái að vita þetta þeg- ar í stað. En þar eð skeytasamband milli jarðar og tungls er enn þá að- eins hugmynd ein, er eina leiðin að senda Monroe heim með geimfarið. Ef við gerum það, eigum við á hættu, að varnarliðið, Tom og ég, verði yfir- bugað á meðan hann er á leið heim. í því tilviki ná þeir á sitt vald mikil- vægum upplýsingum um liðsstyrk okk ar og útbúnað, á meðan okkar menn hafa aðeins hugmynd um, að einhver eða eitthvað hefur bækistöð á tungl- inu. Við þörfnumst því fyrst og fremst frekari vitneskju. — Þess vegna legg ég til, að ég sitji í skýlinu með símasambánd við Tom í geimfarinu, en hann mun sitja með fingurinn yfir starthnappnum, reiðubúinn að þjóta á loft og halda heim á því andartaki, sem ég gef skip un. Monroe tekur eins manns eldflaug ina til Riphaenfjalla, lendir eins ná- lægt hinu skýlinu og hann álítur ó- hætt. Síðan heldur hann áfram gang- andi og gefur öllu eins nánar gætur og unnt er. — Hann mun ekki nota sendistöð- ina í geimbúningi sínum nema til þess að gefa fyrirfram ákveðin merki, sem tákna lendingu, aðkomu að skýl- inu og viðvörun til mín um að segja Tom að fara á loft. Ef hann er tekinn höndum, mun hann hafa það í huga, að aðalhlutverk njósnara er að afla upplýsinga um óvininn og senda þær til baka. Hann mun því opna sendi- stöð sína í geimbúningnum á fullan kraft og senda eins miklar upplýsing- ar og tími vinnst til og viðbrögð ó- vinanna leyfa. Hvernig lízt ykkur á þetta? Þeir kinkuðu báðir kolli. Hvað þeim viðkom, hafði stjórnarákvörð- un verið tekin, en ég var þakinn tveggja þumlunga lagi af svita. — Ein spurning, sagði Tom. — Hvers vegna valdið þú Monroe í sendi förina? — Eg var hræddur um, að pil mundir spyrja þess, sagði ég. — Við erum þrír ákaflega óíþróttamannsleg- ir doktorar, sem liafa verið í hernum síðan þeir íuku námi. Það er ekki úr miklu að velja. En ég mundi, að Mon- roe er Indíáni í aðra ættina — Arapa- choe, er það ekki, Monroe? — og ég vona, að blóðið segi til sín. — Það er aðeins eitt að þessu, höf- uðsmaður, sagði Monroe, um leið og hann stóð upp. — Eger Indíáni aðeins að einum fjórða og þar að auki hef ég aldrei sagt þér frá því, að langafi minn var eini Arapaehoe-njósnarinn í liði Custers við Little Big Horn? Hann hafði verið viss um, að Sitting Bull væri margar mílur í burtu. En ég mun samt gera mitt bezta. Og ef ég bíð nú hetjulega bana, vildir þú þá gjöra svo vel, að reyna að fá öryggis- þjónustuna til þess að leyfa birtingu nafns míns í sögubókum? Það er það minnsta, sem þeir geta gert. Eg lofaði auðvitað að gera allt, sem í mínu valdi stæði. Eftir að hann hóf sig á loft, sat ég inni í skýlinu við símann til Toms og fyrirleit sjálfan mig fyrir að hafa val- ið Monroe. En ég hefði fyrirlitið sjálf an mig alveg eins mikið, ef ég hefði valið Tom. Og ef eitthvað gerðist og ég yrði að gefa Tom skipun um að hefja sig á loft til heimferðar, myndi ég sitja hér í skýlinu aleinn eftir, bíðandi .... — Broz Noggle! heyrðist frá Mon- roe i senditækinu. Hann hafði lent. Eg þorði ekki að nota símann til þess að tala við Tom af ótta við að missa af mikilvægu orði eða setningu frá njósnara okkar. Eg sat því og sat og hlustaði baki brotnu, ef svo mætti segja. Eftir nokkra stund heyrði ég „Misgashu!“, en það þýddi, að Mon- roe var nálægt hinu skýlinu og væri að læðast í áttina að í skóli þeirra kletta, sem hendi voru næst. Og þá, skyndilega, heyrði ég Mon- roe kalla nafn mitt og það varð hroða legt glamur í heyrnartólum mínum. Truflanir! Hann hafði verið gripinn og hver — eða hvað — sem hafði grip ið hann, hafði samtímis truflað sendi- tækið í geimbúningi hans með stærri sendi í ókunna skýlinu. Síðan varð dauðaþögn. Eftir nokkra stund sagði ég Tom, hvað hafði skeð. Hann sagði aðeins: — Aumingja Monroe. Eg gat vel f- myndað mér andlitssvip hans. — Heyrðu, Tom, sagði ég, — ef þú ferð núna, hefur þú ekkert mikil- vægt að segja. Eftir að hafa náð Mon- roe, held ég, að hvað sem það nú er þarna í hinu skýlinu, muni koma og leita að okkur. Eg mun láta þá koma nógu nálægt til þess, að við komumst að einhverju um útlit þeirra — að minnsta kosti, hvort það eru menn eða ókunnar verur. Hvers konar vit- neskja um þá cr mikilvæg. Eg kalla 104 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.