Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 25.03.1962, Qupperneq 13

Tíminn Sunnudagsblað - 25.03.1962, Qupperneq 13
ItennfngnTn Wóðkirkjunnar, þótt hann væri í ýmsum greinum kröfuharðari en hún. Og hann hafði sér það til gildis, að hann beitti sér fast gegn ýmsum þjóðfélagslöstum, svo sem drykkjuskap, rak hjálparstarfsemi meðal þeirra, sem orðið höfðu hon- um og ýmsum öðrum bágindum að bráð, hjúkraðx sjúkum, veitti hrökt- um húsaskjól, hlynnti að bjargaivana öreigum. Margt í fari hersins kom mönnum hins vegar ókunnuglega fyrir sjónir: einkennisbúningar hans, fánaburður, nafnbætur fyrirliða og starfsfólks, predikanir, söngur og gítarspil á göt- um úti, knéfail, bænagerð og vitnanir á samkomum, tíðar göngur með for- tölum á heimili ókunnugs fólks, ræðu- flutningur ólærðs fólks, karla og kvenna, með nýstárlegum orðatiltækj- um, mat hans á fólki. Hann leit smá- um augum á þá, sem ekki fylltu hans flokk og ógnaðí þeim jafnvel með víti og fordæmingu, en setti kórónu dýrð- arinnar á höfuð umventri hraknings- konu og frelsuðum drykkjumanni. Vesturheimsblaðið Lögberg flutti íslendingum þá fregn fyrst blaða í ársbyrjun 1895, að lautinant úr Hjálp- ræðishernum, nefndur Þorsteinn Davíðsson, þótt raunar væri hann son- ur Jónatans bónda Davíðssonar á Marðarnúpi í Vatnsdal, hefði lagt af stað frá Winnipeg til Kaupmanna- hafnar um jólaleytið, „og þaðan á hann að fara til íslands að herja á ættjörð vora“. Var þess getið, að vestra hefði Þorsteinn „kynnt sig sem einkarstilltur og heiðarlegur piltur“, þau ár, sem hann var í Winnipeg. Að- ur hafði hann verið um skeið í Mont- ana í Bandaríkjunum, og þar gekk hann Hjálpræðishernum á hönd. Kirkjubláðið, sem Þórhallur Bjarn arson prestaskólakennari gaf út um þetta leyti, tók upp Lögbergsfregnina og síðla vetrar komu tveir hinir fyrstu boðberar Hjálpræðishersins til Reykja víkur, danskur maður, Eriksen að nafni og adjútant að tign, og Þor- steinn Davíðsson, er nú var orðinn kapteinn. Hefur sjálfsagt orðið marg- rætt manna á meðal um þessa undar- legu gesfi, og sjálfir töldu þeir, að fólk hefði- verið varað við sér og beð- ið að sneiða hjá þeim. Blaðið Reyk- víkingur sagði tíðindin á þennan hátt: „Þess er ógetið, að fiskileysið og Frelsisherinn, einn og einn í hóp, fylgjast nú að sem engisprettur um suðurkjálkann ...“ Um svipað leyti birti það fyrirspurn frá bónda: „1. Er hægt fyrir Reykjavík um þennan tíma að fæða allan herinn, sem sagt er, að nú sé kominn til bæj- arins? 2. Gengur ekki háu verði nú i Reykjavík gamalbelju- og bolakjöt handa honum?“ Spottið leynir sér ekki. III. Ekki voru menn þessir fyrr komnir til Reykjavíkur en þeir tóku til ó- spilltra málanna. Þeir efndu til fyrstu samkomu sinnar í Góðtemplarahúsinu sunnudaginn 12. maí, og töldu þeir sjálfir, að þangað hefðu komið um fjögur hundruð manns. Víst er, að ekki komust allir inn, er á þá vildu hlýða. Forvitni fólks hefur verið ó- skapleg, og fyrst í stað hefur hún orð- ið óvildinni yfirsterkari, því að ekki er getið um neinar óspektir í þetta sinn. Sérstaka sálmabók íslenzka höfðu þeir til sinna nota, en það var mál vandfýsinna manna, að hún bæri þess glögg merki, að til hennar hefði verið efnt af mikilli skyndingu og takmarkaðri íþrótt. Herópið, mánaðarblað Hjálpræðis- hersins, tók nú einnig brátt að koma út, miklum mun skreyttara myndum en Islendingar áttu að venjast, og von- um betur úr garði gert að málfari. Tóku brátt að birtast í því skrár um ötulustu sölumennina, er margir hverjir urðu meðal hinna fyrstu, sem gengu í Hjálpræðisherinn. Auðséð er, að fólk þetta hefur flest verið úr hópi þeirra, sem örsnauðastir voru í bæn- um og minnstra mannvirðinga nutu. Honum reyttist einnig furðanlega fé meðal fólks,og fóru blöðin að hafa orð á, að sníkjurnar væru freklega reknar og mætti skrílsmerki kalla að láta ginnast til slíkra gjafa. í byrjun júlímánaðar hafði fyrsti Reykvíkingurinn tekið sinnaskiptum og játazt Hjálpræðishernum opinskátt. Var og fast á miðin sótt. Rak hver samkoman aðra, bæði innan húss og utan. En brátt kom að því, að húsnæði lá ekki á lausu, þegar sendiboðar þess- ir föluðust eftir því, jafnvel þótt þeir Ieituðu út fyrir sjálfan bæinn. Sést af frásögn Þjóðólfs þetta sumar, hvers kyns var: „Aðrir eins framfara- og félágs- menn og Seltirningar hafa ekki leng- ur liðið úr þeirn vaðalinn. Þeir hafa hreint og bemt byggt þeim út, og bæj- Frú Eriksen og lautinant Muurmann í íslenzkum búningum veturinn 1897. arfógetinn i Reykjavík vildi ekki leigja þeim leikfimihús barnaskólans til að predika í“. Söng þeirra, fyrirbænir og predik- anir á götum úti töldu blöðin aftur á móti hátt Farisea. En þeir lögðu ekki árar í bát, enda vanir andróðri. Áður en sumarið var liðið, höfðu þeir fest kaup á veitinga- húsi, sem þá stóð við suðurenda Aðal- strætis, þar sem Herkastalinn er nú, Okakerinu svonefnda, öðru nafni Hótel Reykjavík. Kaupverðið var níu þúsund krónur, er var stórfé þá og ef- laust mjög hátt verð. Hafa kaupin að sjálfsögðu verið gerð fyrir fé frá öðr- um löndum. Þóttust komumenn nú standa báð- um fótum í jötu, er þeir höfðu eign- azt sitt höfuðból. Fluttu þeir Eriksen og Þorsteinn í húsið þegar í septem- bermánuði, en vígðu það Hjálpræðis- hernum með fánaburði, fyrirbænum og blessunarorðum sunnudaginn 6. október og hrósuðu frægum sigri hjálpræðisins yfir djöflinum og árum hans. En bæjarbúar glottu og höfðu það í skimpingum, að hinn gamli drykkjuskáli var orðinn heilagt hús. Einn hagyrðingurinn kvað: Þar sem forðum Bakkus bjó o| bjórsins freyddi aldan stíf, fæsíí n’u hug*guh,*li]álþ ög fró og hver veit — máske eilíft líf. IV. Þegar húsið hafði verið vígt, hófust þar samkomur á hverju kvöldi og stundum fleiri en ein á dag. Og ekki í Reykjavik Hjálpræðishersins á íslandi T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 109

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.