Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 25.03.1962, Qupperneq 15

Tíminn Sunnudagsblað - 25.03.1962, Qupperneq 15
garð á samkomum þeirra. Þegar fólk hafði satt forvitni sína tóku óspekt- irnar við. Hróp og háreysti var ekki . annað en sjálfsagt ívaf á vakningar- samkomunum, drukknir menn og ó- eirðarsamir unglingar sungu drykkju vísur og klámbiagi í kapp við sálma herfólksins. Stundum var kastað sorpi á predikarana, og fyrir kom það á úti- samkomum, að púðurkerlingum var laumað í vasa predikara, sem ekki uggðu að sér í hita boðskaparins. Fljótt dró að því, að til beinna rysk- inga kæmi. Þegar lögregluþjónar bæj- arins komu á vettvang, þóttust engir vita, hverjir valdir væru að óspektun- um. Fyrirliðai hersins skirrtust við að kæra þá, er angruðu þá, en reyndu aftur á móti að halda verstu óróa- seggjunum utan dyra, þegar predikað var inni. En af því hlutust einnig stimpingar við dyraverði og upphlaup við kastalann. Lögreglan reyndi að banna fólki að safnast þar saman á kvöldin, en þvi var misjafnlega hlýtt. Það fór auðvitað ekki hjá því, að fólkinu í Hjálpræðishernum þætti ómaklega að sér vegið og ódrengileg- um vopnum beitt. Gremja af þeim toga fékk útrás í desemberblaði Her- ópsins 1895: „Nú í - nokkrar vikur hafa ýmsir verið að stinga saman nefjum um, hvernig þeir hægast geti skaðað her- inn og’ hihdrað framför hans. Engin aðferð hefur verið of níðingsleg, eng- inn áróður of ærumeiðandi, engin lygi of langt frá sannleikanum, engin vopn of eitruð til þess, að ekki hafi þeim verið hlífðarlausl: otað að oss.“ í byrjun árs 1896 hafði þetta stríð fengið svo á Þorstein frá Marðarnúpi, að hann varð að hvílast í fjórar vik- ur sökum ofþreytu. En það kom maður í manns stað. Vísast hefur ofstækið og fjandskapur- inn gegn Hjálpræðishernum orðið til þess að vekja og styrkja samúð sumra með honum. Þess er áður getið, að hann vann fyrstu áhangenaur sína skömmu eftir hingaðkomu þeirra Eiiksens og Þor- steins. Um haustið gat að líta aug- lýsingar sem þessa í Herópinu: „Hermannavígsia fer fram í Hjálp- ræðisherskastalanum sunnudaginn 3. nóvember klukkan 8 eftir hádegi. Inngangseyrir 10 aurar.“ í febrúewmánuði höfðu tveir verið vígðir aðstoðarforingjar og tveir voru orðnir kadettar, og þegar leið á vetur- inn komu þrír kvenforingjar með gufuskipinu Láru frá Kaupmanna- höfn. VI. Starfið færðist óðfluga í aukana, og var sannast sagna undravert, hve miklu svo fámennur flokkur gat kom- ið í ver'k. Þegar fyrstu jólin var hundr að fátækum börnum boðið á jólasam- komu, og voru þau öll leyst út með gjöfum. Alla daga var Hjálpræðis- fólkið á ferli. Það gekk hús úr húsi, talaði um fyrir fólki, hjúkraði sjúk- um, safnaði peningum handa bjargar- Nana heimilum, þvoði jafnvel og gerði hreint, þar sem allt var í óreiðu vegna heilsubrests, drykkjuskapar eða sóðaskapar. En jafnvel þetta starf olli blaða- deilum. Upp kom sá orðrómur, að fá- tækrastjórn bæjarins hefði kippt að sér hendinni við fjölskyldu fyrír þær sakir, að Hjálpræðisherinn hafði aur- að saman handa henni. Blöðin tóku yfirleitt öll í sama strenginn, nema ísafold, sem nú var farin að taka mál- stað Hjálpræðishersins. En hin blöðin sögðu, að það stafaði af því, að Her- ópið væri prentað í prentsmiðju Björns Jónssonar. í þessari sennu fór Benedikt Grön- dal, sem var lítill vinur Hjálpræðis- hersins, á stúfana. Lýsti hann þvi í grein í Þjóðólfi, hvernig peningar væru dregnir út úr örsnauðu fólki og færði það fram til sannindamerkis, að nýlega hefði Hjálpræðisherinn borg- að þrjátíu krónur í eintómum kopar- skildingum, er honum hefðu áskotn- azt á þennan veg. Til ísafoldar beindi hann orðum á þessa leið: „Það getur vel veiið, að hin hátt- virta ritstjórn ekki hneykslist, heldur álíti það mikið vel sæmandi að til- biðja guð og hafa bænagerðir skelli- hlæjandi með ópi á Jesúm og halelúja — halelújafrúkostum, ihalelújadömum og halelújakjólum, bulla svo allt í einu einhverja vitleysu upp úr miðri bænagerðinni, hlaupa á hnjánum kapphlaup til himriaríkis og segja, að þeir hafi hvergi fundið annan eins skríl og hér á landi, svo að rífast og formæla mönnum til helvítis eða rjúka í menn með áflogum og bar- smíðum ... Svo þegar fólk hneykslast á þessu og gerir óspektir, af því að það getur ekki borið virðingu fyrir þessum látum og þykir trú sinni mis- boðið, þó dauf kunni að vera, þá er því kennt um og allt látið bitna á því ... Áður en þessi mannflokkur kom hingað, var hér friður, en síðan hann settist hér að, hefur verið sí- fe’Jdur ófriður, slagsmál og óspektir, ósamiyndi og óvinátta meðal fólks, hjónaskilnaður og illindi á heimilum — þetta er alkunnugt um allan bæ- inn ...“ Benedikt Gröndal vildi fyrir sitt leyti nefna Hjálpræðisherinn hænsna- her og foringja lians Hænsna-Þóri. VII. í þessari deilu kom nýr aðili til sögunnar og tók upp hanzkann fyrir Hjálþræðisherinn. Þórhallur Bjarnar- son skrifaði grein um hann í Kirkju- blaðið. Lýsti hann tildrögum þess á þessa Ieið: „Ekki veit ég, hvað margar spurn- ingar ég hef fengið úr öllum áttum um Hjálpræðisherinn ... Það er því ekkert vafamál, að marga fýsir að Elsa Bojesen, kona dróttstjóra Hjálp- ræSishersins, í skautbúningi veturinn 1901. heyra um hann meira en kviksögurn- ar, bréflegar og munnlegar, sem eðli- lega breiðast út um allt landið ...“ Ekki kunni greinarhöfundur þó vel við siði Hjálpræðishersins: „Þessar játningar, sextíu á klukku- tímanum eða fleiri, geta verið og em eflaust í augnablikinu einlægar, en illa kann maður við þær ... En þó bregzt mér eigi, að væri Kristur kom- inn í vorn hóp, myndi hann fyrr ganga hérna út um holtin með hernum en setjast við að lesa prestaskólafyrir- lestra". Þetta var af mikilli drenglund mælt af prestaskólakennara. Og Þórhallur Bjarnarson hafði líka gert sér ferð í mörg kot, þar sem sendimenn Hjálp- ræðishersins höfðu verið, til þess að komast að raun um, hvað þeir höfðu aðhafzt þar og hvaða orð þeir höfðu getið sér. Hann gerði síðan grein fyrir því, hvers hann hafði orðið áskynja á nokkrum slíkum heimilum. Á eitt þeirra höfðu komið tvær stúlkur úr Hjálpræðishernum, gert þar hreint nokkrum sinnum, hlúð að börnunum og gefið einu þeirra fatnað. Gamalli og sjúkri ekkju hafði verið boðin að- hlynning og auk þess réttir að henni aurar. „Þeir komu og glöddu mig“, sagði hún. Aldraðri og lasburða konu höfðu stúlkur úr hernum gefið skyrtu og peninga til þess að kaupa mjólk, er hún hafði ekki bragðað langan tíma. Á fjórða heimilinu var konan ein heima með fimm börn, þreklítil eftir langvinn veikindi. Stúlkurnar Framhald á 117. síðu. T 1 M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ 111

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.