Tíminn Sunnudagsblað - 25.03.1962, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 25.03.1962, Page 17
hann mildari í garð sakborningsins. Seint um .haustið staðfesti svo yf- irrétturinn þennan dóm. Var skír- skotað til þess, að læknar teldu QJaf hafa dáið við kyrkingu, þótt ekki yrði það sannað með vitnum eða játningu sakbornings. Hvorki yrði þetta þó metið manndráp í laga skilningi né heldur fullkomin nauð vörn af hendi Björns, og með til- liti til þess, að líklegast væri, að hann hefði gerzt sekur um svæsna misnotkun sjálfsvarnarréttar, væri hýðing sú, er sýslumaður ákvarðaði honum, hæfileg refsing. En Björn á Torfalæk vildi ógjarna leggjast undir vöndinn. Harin áfrýj- aði máli sínu til hæstaréttar í Kaup mannahöfn, þótt lítt væri hann efn- um búinn til slikrar málafylgju. Hann hefur sjáanlega frekar kosið að tapa öllu, en láta þess ófreistað að fá hýðingardómnum hrundið. Um svipað leyti og þetta gerðist, riftaði sýslumaður hjónabandi Björns með dómi að vilja þeirra hjóna beggja, er þá höfðu enga sambúð átt í nokkur ár. En þar eð Björn hafði „sitt hjónaband foribrotið", var honum fyrirboðið að kvænast á ný án konungsleyfis. XIV. Hannes í Sauðanesi fékk íljótlega glöggar spurnir af því, að prófast- urinn á Melstað kunni honum litlar þakkir fyrir ábúðina, sem dóttir hans hafði fengið á Torfalæk. Var sr. Hall dór hinn reiðasti og lagði hald á eigur, sem Ástríður átti í Miðfirði. Hannes komst líka að raun um, að þeir Björn og Þorsteinn í Holti höfðu farið í kringum hann í samningum. Höfðu þeir uppfyllt skilyrðið um vist arfar Björns á þann hátt, að hann skyldi að hálfu vera vinnumaður Þorsteins, en að hálfu hjá Ástríði. En í reynd sat hann jafnan sem fast ast á Torfalæk, svo að bert var, að vinnumennskan í Holti var yfirskin eitt. Hannes lét því til skarar skríða og byggði Ástríði út af jarðarpart- inum. En þann beyg mun hann hafa haft af lögkænsku og harðfylgi Mála-Ólafs, að hann þorði elcki að reka þau brott fyrirvaralaust, enda þótt hann þættist svikinn í samning- um. Nú voru mestar horfur á, að þau Björn og Ástríður hlytu að hrekjast frá Torfalæk. En lítið bólaði á því, að þau leituðu fyrir sér um jarð- næði annars staðar, og svo leið að fardögum, að þau sýndu ekki á sér fararsnið. Reyndist svo, að Ögmund ur hafði tekið þau í húsmennsku og gefið þeim kost á að hafa þar í fé- lagi skepnur þær, er þau áttu. Var nú öllum ljóst, að fyrirmönnunum myndi ekki létt veitast að koma þeim á hrakning. En þá fyrst þótti Björn standa báðum fótum í jötu, er það spurðist með vorskipunum, að hæstiréttur Dana hafði sýknað hann. Var nú glatt á hjalla á Torfa- læk, en styrktarmenn Björns í sveit inni glottu í kamp. XV. Fögnuðurinn á Torfalæk varð skammær, því að ekki duldist lengi, að enn var óræð blika í lofti. Björn sýslumaður Blöndal hafði lítt hafzt aðr á meðan hann beið úrskurðar hæstaréttar í málinu. En honum mun hafa þótt súrt í brotið, er hann frétti, að dómi hans hafði verið hnekkt. Raddir voru uppi um það. að sambúð þeirra Björns og Ástrið- ar væri viðurstyggð öllum góðum mönnum og mætti ekki við svo búið standa, og nú var næst að gera hríð að þeim fyrir þær sakir. Hannes í Sauðanesi hélt uppi spumum um háttalag þeirra, en bæði heimamenn á Torfalæk og fólk í ná- grenninu gerði sem minnst úr öllu, er til hneykslunar gat horft, þegar hreppstjórinn ætlaði að láta þetta til sín taka. Var honum tjáð, að Björn svæfi jafnan niðri í baðstofu, en Ástríður Halldórsdóttir á bað- stofuloftinu. Siðseminni var ekki misboðið, svo að með vitnum yrði sannað. Skirrtist Hannes við stórræð- um, enda var séra Einar Guðbrands son með öllu ófáanlegur til þess að skera upp herör gegn þeim hjóna- leysunum. Stoðaði jafnvel ekki. þótt T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 113

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.