Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 25.03.1962, Qupperneq 19

Tíminn Sunnudagsblað - 25.03.1962, Qupperneq 19
rúmi hennar á baðstofuloftinu í rökkrinu og á kvöldvökum, enda ætti hann þar uppi ekki að öðrum hvíldarstag að hverfa að loknum úti störfum. Þegar lesin voru yfir séra Einari ummæli þau, sem hann hafði haft um líkindi til þess, að Björn ætti barnið, sem Ástríður kenndi Ól- afi ingimundarsyni, afsakaði hann sig með því, að Björn hefði verið drukkinn, þegar hann gaf í skyn, að hann myndi valdur að þunganum „Ef ég er faðir þess, sem Ástríður gengur með“, hafði hann sagt, og kvaðst prestur alls ekki getað ráðið í, hvort það var gaman eða alvara Sjálf neituðu þau Björn og Ástríður því fastlega, ag þau hefðu nokkru sinni haft nánari kynni hvort af öðru en hinn strangasti lagabókstaf ur og viðkvæmasta siðferðiskennd heimilaði. Kvaðst Björn vilja taka það aftur, ef hann hefði hér um ár ið eitthvað þag talað ógáður, er ekki var sannleikanum samkvæmt. Þegar engar sektarjátningar urðu út úr þeim togaðar, var brugðið á það ráð að leggjast sem fastast að Ástríði að flytjast vestur ag Brekku læk. En Ástríður skírskotaði til þess, að komið væri fram á mitt sumar, svo að hún gæti ekki þekkzt boðið fyrr en næsta vor. Bauðst hún til þess að fara þá frá Torfalæk með ljúfu geði, þótt hún ekki vissi sakir til, að hún skyldi héraðsræk vera, og réði þá Björn, hvað hann gerði. Björn sagðist að sínu leyti engri manneskju vilja hjá sér halda nauð ugri, og væri henni heimil brottför, ef hún sjálf vildi. Hitt var ekki dul- ið, að Björn gat látig sér til hugar koma að kvænast Ástríði, — „ef guð vildi ákvarða sér það, gerði hann sig ánægðan með ag eiga Ástríði". Yfirvaldið hafði iilan bifur á þeirri sættargerð, sem Ástríður tæpti á. Hann lét dóm ganga yfir henni á engjaslættinum og dæmdi henni hýð ingu, tíu vandarhögg, fyrir ósæmi- lega sambúð vig Björn Ólafsson og ermóffcku við fyrirskipanir asnt- manns. En nú hafði það sannazt, að vel gat gefizt að afrýja máli. Og það gerði Ástríður. Árið var ekki liðið, þegar landsyfirréttur hafði sýknað hana á þeim forsendum, að á Torfa læk væru ekki kringumstæður þær, sem lög heimta til aðskilnaðar. Nú kom í hlut yfirvaldanna að skjóta málinu til hæstaréttar. XVII. Sýkna landsyfirréttar var Bimi hvatning til þess ag sækja um kon- ungsleyfi til þess ag kvænast á ný og binda meg því endi á málavafstr ið. Umsóknin fór um hendur Björns Blöndals og skrifaði hann með henni áminningu um fortíð þeirra Björns og Ástríðar á Torfalæk, er hann hefði ag sjálfsögðu haft í huga, þeg ar bann sótti um hjónabandsleyfið Hin kuldalegu ummæli sýslumanns voru sízt til þess fallin að greiða fyr- ir leyfisveitingunni. Nú leið allt árið 1836, án þess að til tiðinda bæri. En t árslokin gerð ust samtímis tveir atburðir, er vald ið hafa sárum vonbrigðum á Torfa- læk: Hæstiréttur staðfesti hýðingar dóm sýslumanns. og hjónabandsleyf- inu var hafnað. í lok júlímánaðar næsta sumar sendi Björn sýslumaður Hannesi hreppstjóra í Sauðanesi dómsúrskurð hæstaréttar með fyrirmælum um að fara ag Torfalæk, birta Ástríði dóm inn og „undir eins leggja á hana það henni meg dómnum ákveðna tíu vandarhögga straff forsvaranlega á bert bak í tveggja votta nærveru og teikna síðan á dóminn yðar attest um, að straffið sé löglega exekverað.41 Það hefur ekki verig prófastsdótt- urinni frá Melstað skemmtilegur dagur, þegar Hannes kom með hrís- haldarann og votta sína til þess að hýða hana, og ef til vill hefur séra Halldór á Melstað einnig kennt nokk urs sársauka, þegar hann frétti mála lokin. Va'falaust hefði honum verið kleift að koma í veg fyrir þessa læg ingu dóttur sinnár, ef honum hefði ekki verið mest í mun að skiija þau Björn. Enn var eitt að lokinni hýðingu. Það var að ná málskostnaðinum, fjörutíu og þremur dölum. Ástríður kvaðst alls ekkert eiga. En sýslumað ur lét það ekki blekkja sig. Hann sagðist vita, að þetta væri ósatt, og bjóst til þess að gera fjárnám hið bráðasta, því að heyrt hafði hann eftir Birni, að Ástríður vildi komast brott úr sýslunni. Setti hann mjög skaunman frest til þess ag inna greíðsluna af höndum, og fór nú svo, að Björn sá þann kost vænstan að öngla saman peningum i hana. Mun féð hafa verið reitt af höndum þá um haustið, ef til vill með hjálp ann arra, því að fast var eftir gengið. xvm. Það var ekki fyrirsláttur einn, þeg ar Björn á Torfalæk ræddi um brott för úr héraðinu. Margt gat stutt að því, að á þag ráð var brugðið. Ást- ríði hefur ekki fýst að eiga lang- dvaiir í því byggðarlagi, þar sem hún hafði verið hýdd, viðbúig var, að sýslumaður léti ekki við hýð- inguna eina sitja til langframa, held ur hæfist á ný handa um ag skilja þau Björn, og ioks voru þau Ög- mundur og Ástríður Ólafsdóttir, er veitt höfðu þeim skjól, flutt suður á land að Mosfelli í Svínadal. Vorig 1838 varð kunnugt, að Björn hafði fengið Hrafnabjörg á Hvalfjarðarströnd til ábúðar, og þangag fluttist hann nú með Ást- ríði og telpurnar báðár, Ragnheiði og ingibjörgu, er verig höfðu síð- ustu árin á Torfalæk. Það var síð- asta vinarbragð séra Einars á Hjalta bakka við þau, að hann lét þess ekki getið í prestsþjónustubókinni, hvert Ástríður hefði flutzt, og er líklegt, ag það hafi verið látið í veðri vaka, að nú ætluðu þau Björn að skilja, svo að síður yrði eftir því rekið af yfirvöldunum nyrðra, að hafizt yrði handa gegn þeim í öðru héraði. Það liggur í augum uppi, hvers vegna Björn fluttist snður að Hrafna björgum. Hrafnabjörg voru kirkju- jörð. Séra Ólafur Hjaltested hafði nýlega fengið Saurbæjarprestakall, en fékkst enn við barnakennslu í Reykjavík á vetrum og hafði því að- stoðarprest í Saurbæ, séra Arngrím Halidórsson. Séra Arngrímur var sonur séra Halldórs Magnússonar í Saurbæ. sem orðið hafði bráðkvadd ur fám misserum áður á víðavangi í Svinadal, en afi aðstoðarprestsins var Magnús sýslumaður Gíslason á Geitaskarði. Ingibjörg Magnúsdóttir frá Geitaskarði, föðursystir séra Arn gríms, var síðari kona Einars á Hjaltabakka, og það er engum vafa undirorpið, að séra Einar hefur neytt venzlanna við séra Arngrím og fengið Hrafnabjörg til ábúðar handa Birni meg aðstoð hans. Sennilega hefur Björn verið talinn við nokkur efni, þegar hann kom suður, því að fyrstu árin galt hann útsvar heldur í hærra lagi. En ann- aðhvort hefur gengið af honum á Hrafnabjörgum eða efnin verið minni en ætlað var i upphafi, því að brátt varð útsvarig stórum minna, er hann galt til sveitar sinnar. Þau Björn og Ástríður komu öll- um ókunnug á Hvalfjarðarströnd, og fylgdu þeim að norðan ýmsar sögur um Jjað, er á daga þeirra hafði drif- ið- Ovíst er, að þeim hafi verið tek- ig opnum örmum i upphafi En þeg ar fram í sótti, fengu þau hið sæmi legasta orð og aunnu sér mannhylli. Einkum þótti Ástriður hin ágætasta kona, og var svo talið. að hún bætti mann sinn. Það var ekki fyrr en vorið 1841, að Bjöm fékk hjúskaparleyfi. Ekki verður annars vart en þau hafi ver- ið látin óáreitt þessi ár, en skjótt var vig brugðið um hjónavígslu, þeg ar leyfið var fengið. Þá var Ástríð- ur fertug, en Björn var kominn fast að fimmtugu. Nú brá svo við, að þau eignuðust tvö börn, Helgu og Ólaf, hin næstu ár, og þriðja barnið eignaðist 'Björn meg vinnukonu sinni einni nokkrum árum síðar. Þag var telpa, sem skirð var Ástríður, ef til vill í því skyni að milda hug húsmóðurinnar. Öll fengu börnin á Hrafnabjörg um gott orð í æsku. En þó var Ragn heiður Ólafsdóttir talin bera af. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 115

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.