Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 10.06.1962, Qupperneq 20

Tíminn Sunnudagsblað - 10.06.1962, Qupperneq 20
fyrir Vistirnar. Þegar regnið kuu.. flaut vatnið undir kofan^ og breytti dalbotninum í forarleðju, en þeir ígr uðu alla erfiðleika með þr„_.tseigju, og um haustið komu fulltrúar frá argentísku stjórninni með flokk her- manna til þess að veita þeim formlega leyfi til landsetu i dalnum. Ekkert óttuðust landnemarnir svo mjög sem árásir Indíána, en sá ótti reyndist ástæðulaus. Þegar Indíán/rn- ir loks sýndu sig, kom í Ijós, að þen voru hinir vinsamlegustu. Þeir unnu landnemunum ómetanlegt gagn neð því að hjálpa þeim við veiðar, og sennilegt er, að mikill hluti landnem- anna hefði orðið hungrinu að bráð, hefði þeirra hjálpar ekki nolið við. Þegar fram liðu stundir, lærðu marg- ir Indíánanna welska tungu. Smám saman varð draumurinn um frjálst Wales í hinum nýja heimi að veruleika. Landnemarnir áttu sínar eigin jarðir, voru fullkomlega frjáls- ir og lausir við kvaðir og áníðslu landeigandanna í gamla Wales. Það var ekki hægt að hrekja þá af jörðurn sínum af trúarlegum eða stjórnmáia legum ástæðum, svo sem títt var i Wales um miðbik nítjándu aldarinn- ar. Þeir komu á fót skólum fyrir börn sín, létu prenta bækur á welsku í Argentínu og öll fræðsla fór fram á þeirra eigin tungumáli. En einmitt um þetta leyti var ver- ið að reyna að þvinga íbúana í hetma- landi þeirra til þess að taka upp etiska tungu og leggja sína eigin tungu nið- ur. Öll kennsla í barnaskólua.im fór fram á ensku, og yrði welskum börn- ,11 það á, að tala sitt eigið tungumal á leikvangi skólanna, var þeim hegnt. Síðan 1891 hefur verið gefið út dag blað í Patagóniu á welsku, Qg er nú- verandi ritstjóri þess ung stúlka, sem aldrei hefur komið til ættlands síns. Þessi unga kona hefur hlotið viður- kenningu fyrir ljóð, sem hún hefur ort á welsku og spönsku. Og til gam- ans má geta þess, að nýlega var gef- ið út safn Wales-patagóniskra Ijóða, sem hlotið hefur góða dóma welskra menntamanna og gagnrýnenda. En i Wales gamla heimsins er fjöldi ljóð- skálda, sem ekki einu sinni skilur welsku, hvað þá meira. Skömmu eftir síðustu aldamót tóku argentínsk yfirvöld skólamál welsku byggðarinnar í sínar hendur, og síð- an hefur spænska verið aðalmálið i skólunum. Þegar tímar liðu fram og welsku byggðinni óx fiskur um hrygg, skip uðu argentínsk yfirvöld landstjóra yf- ir hana. Þeir voru flestir illa gerðir menn og höfðu lítinn skilning á mál- efnum byggðarinar, og var stur.dum grunnt á því góða milli þeirra og land nemanna. Nú hefur welska byggðin venð gerð að fylki í Argentínu með takmarkaðri heimastjórn. Margir af niðjum welsku landnemanna eiga sæti í heimastjórn- inni, þótt þeir séu nú í miklum minni- hluta í byggðinni. Þeir hafa stuðlað mjög að varðveizlu welskra menning- arerfða og hafa meðal annars gengizt fyrir því, að stofnað yrði welskt bóka safn og minjasafn. Og nýlega var 28. júlí gerður að almennum frídegi i minningu þess, að þann dag stigu fyrstu welsku landnemarnir á land í Patagóníu. .... ■ '— í næsta blaði hefst innlend frásögn, sem nefnist „Er- lendur með ó- hreinar hendur“ - Frásögnina hefur Sigurður Helga- son rithöfundur skráð 356 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.