Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Qupperneq 6

Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Qupperneq 6
staklega gott að vélrita handritin hans, og ég hef þó séð mörg, af því að ég hef unnið á skrifstofu. Það kom aldrei fyrir, að vantaði punkt eða kommu, svona var hann nákvæmur. Það var þá frekar, að ég þyrfti að spyrja hann um eitt og eitt orð, því að hann hafði mikinn orðaforða, sem kom sér sérstaklega vel við þetta verk. Sjálfur sagðist hann alltaf hafa skrifað illa Mér fannst hann alltaf skrifa vel. « — Úr hvaða máli þýddi hann Kalevala? — Hann þýddi kvæðin að mestu leyti úr dönsku, eftir danskri þýð- ingu F. Ohrts, en auk þess hafði hann enska, sænska og finnska útgáfu til hliðsjónar. Hann lærði þó dálítig í finnsku, enda má segja, að að hafi verið nauðsynlegt, því að með því móti fann hann betur hrynjandi kvæð- anna málblæ. Annars sá hann Kale- vala upphaflega á ensku fyrir mörgum árum og langaði þá til að þýða bókina, þó að ekki yrði af því, fyrr en löngu seinna. — Hefur ekki þýðingin þótt takast vel? t — Jú, ég held mér sé óhætt að fullyrða það, segir Sigríður. — Finnsk menntakona, Maj-Lis Holmberg, sem skilur vel íslenzku, ias fyrra, bindið yfir og lauk á það lofsorði. Og það hefur verið haft á orði, að íslenzka þýðingin komist næst finnska frum- textanum að hrynjandi og blæfegurð. — Hvernig hagaði Karl vinnu sinni við þýðingar, Einar? — Hann var skorpumaður og ham- hleypa, þegar hánn gekk að verki, og það gerði hann, þegar andinn kom yfir hann. Þá lagði hann oft nótt við dag og vann í striklotu, enda vinnu- tíminn oft þannig, að haxin gat ekki byrjaði að þýða fyrr en á kvöldin. Hann vann kannski út sólarhringinn og tók sér svo frí. En hann átti oft dálítið erfitt með að koma sér að verki. Á fyrstu blaðamannsárum hans mun vinnudagurinn hafa verið ákaf- lega langur, og það hlóðust á hann störf. Hann sat þá við að þýða neðan- málssögur, prógrömm fyrir bíóin eða eitthvað slíkt, en samt var eins og hann hefði alltaf tíma til að líta upp frá verkinu og spjalla við fólk. — Hvernig líkaði honum blaða- mennskan? — Ég veit nú ekki, hvað ég á að segja um það. Hann sagði einu sinni í viðtali við Morgunblaðið. að sér hefði eiginlega alltaf leiðzt hún, enda lagt hana fyrir sig, þegar ekki var margra kosta völ. En reyndar bauðst ihonum staða, sem hann gat unað sér við, hjá Alþýðublaðinu 1935, og hann vann seinna mikið við Sunnudagsblað þess og hafði það með öðru blaða- mannsstarfi. — Við hvaða blöð var hann önnur en Alþýðublaðið? — Hann var á -.mabili ritstjori Vinnunnar og Heimilispóstsins, en seinna nokkur ár hjá Vísi. — Manstu aldrei eftir því, Einar, að hann talaði um, að blaðamennskan færi illa með fínu taugarnar? — Nei, hann talaði aldrei um starf- ið við mig. Hann gekk að þessu eins og hverjum öðrum hlut, sem hann vissi, að hann varð að gera. — Hefurðu nokkra tölu á því, hve margar bækur hann þýddi um ævina? — Hann vissi það ekki sjálfur, en hann hélt, að þær væru eitthvað um fjörutíu í bókarformi fyrir utan neðan málssögurnar og fleira slíkt, sem hann hefur ef til vill þýtt með öðrum blaða mönnum. — Hver var sú fyrsta? — Sagan af San Michele, eftir Axel Munthe. Hana þýddi hann ásamt Haraldi SL -.rðssyni bókaverði. Þeir höfðu verið saman í skóla fyrir norð- an og búið saman þar, og svo bjuggu þeir aftur saman . hér í Reykjavík, þegar Karl var kominn hingað. Þeir tóku það upp hjá sjálfum sér að þýða þessa bók og leituðu síðan eftir út- gefanda, þó að hitt væri algengara, að Karl tæki að sér þær þýðingar, sem einhver bað hann að leysa af hendi í það og það skiptið. — Ferðaðist Karl ekki mikið? — Jú, hann var orðinn talsvert víð- förull, þegar hann féll frá, en senni- lega hefur hann þó ekki farið sína fyrstu utanlandsferð fyrr en 1948, þegar hann fór til London. 1950 fór hann svo í langa ferð til Grikklands og Alsír og kom þá m.a. til Oran, og gott ef hann kom ekki við á Spáni líka í þessari för. Einhverja ferða- pistla skrifaði hann um þessa reisu. Síðustu utanlandsferðina fór hann til Hamborgar 1956. Það var boðsferð með Loftleiðavél, og þetta var í sama mánuðinum og hann varð fimmtugur, svo að eiginlega var þetta hálfgerð afmælisferð. Innanlands var hann líka búinn að ferðast mikið, bæði fór hann í blaðamannaferðir og eins norður á sínar æskustöðvar og víðar. Sumarið 1956 fór hann hálfan hring kringum landið með Esju í sumarfríi og skrif- aði um siglinguna í Vísi. — Átti hann ekki stóran kunn- ingja'hóp? — Hann þekkti að vísu fjölmarga og átti stóran kunningjahóp út í frá, en ekkert sérstaklega marga persónu- lega vini. Það var einna helzt, að þeir héldu dálítið saman á vissan hátt, bekkjarbræðurnir að norðan, stúdent- arnir frá 1932. Ég fór oft með honum á frumsýningar í Þjóðleikhúsinu eftir að hann varð leikdómari Vísis, sagði Einar. — Og þá varð ég þess var, að hann var ákaflega mörgum mál- kunnugur. Hann var á tímabili for- maður leikdómarafélagsins og endjpr- kosinn þrisvar, ef ég man rétt. Og það er dálítið skemmtileg tilviljun, að tvisvar sinnum var Silfurlampinn veittur leikendum fyrir hlutverk í leikritum, sem faðir minn hafði þýtt, í annað skiptið fékk Róbert Arnfinns- son hann fyrir góða dátann Svejk. Einnig voru Karli fyrstum íslenzkra blaðamanna veitt verðlaun fyrir mál og stíl úr Móðurmálssjóði Björns Jóns sonar árið 1946 og átti auk þess síðar sæti í úthlutunarnefnd sjóðsins. — Hvert var helzta tómstúndagam- an Karls, þegar hann var heima? — Lestur Sturlungu, svarar Einar strax. — Hann las hana aftur og aftur og varð aldrei leiður á henni. — Sturlunga lá aUtaf á borðinu hjá honum og hann leit, held ég, í hana á hverjum degi, bætir Sigríður við. — Ég get sagt þér frá einu broslegu atviki í sambandi við þennan Sturl- ungulestur. Eitt kvöld kemur Karl heim og segir við mig: „Nú kom dá- lítið furðulegt fyrir mig, sem ég átti ekki von á. Ég rak Barða Guðmunds- son á gat í Sturlungu." — „Jæja, þá hefur hann ekki verið að lesa Sturl- ungu í gærkvöldi", svaraði ég. En vit- anlega hafði Karl verið að glugga í hana. — Er það vitleysa, sem ég hef heyrt, að Karl hafi samið leikrit? — Já, hann samdi aldrei annaö leik- rit en Svejk, ef svo mætti segja. Og svo þýddi hann nokkur fyrir Þjóð- leikhúsið. — En hann átti ljóðabókarhandrit? —- Já, það var búið að vera til í mörg ár. Líklega hefur það verið full- búið til útgáfu 1955, þó að það sé ekki komið út enn þá. En Karli var það mikið áhugamál, að af því gæti orðið. Handritið er líklega álíka stórt og Svartar morgunfrúr, ekki stærra. En kvæðin eru styttri, mest gaman- kvæði í léttum dúr og einna svipuð- ust kvæðinu Stærðfræðingur, sem birtist í bókinni hans. Hvert kvæði heitir eftir fulltrúa ákveðinnar starfs greinar, lögfræðingurinn, bakarinn, bílstjórinn o.s.frv. Bókin átti að heita Blótveizla. — Átti hann ekki eitthvað fleira í skúffunni? — Það held ég ekki, svarar Einar. — Það væri þá helzt, að hægt væri að taka saman ritgerðasafn eða blaða- greinar. Kaffið hafði lækkað í bollunum, og rauð sól Jónsmessunæturinnar var að síga í Flóann, þegar ég kvaddi mæðginin, sem geyma hjá sér minn- inguna um skáldið, sem þýddi Kale- vala handa íslendingum, og búa eftir sem áður í návist þess. —'hjp. 438 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.