Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Blaðsíða 18
Hundurinn, sem beit og beit - þó aldrei oftar en einu sinni í hvert skipti Eg er á þeirri skoðun, að enginn maður skyldi eiga jafn marga hunda og ég hef átt um ævina. En þeir hafa samt veitt mér meiri gleði en sorg — að undanskildu kvikindunu honum Mugg. En hann olli mér á hinn bóg- inn meiri sálarkvala og erfiðleika en allir hinir fimmtíu og fimm til sam- ans. Og raunar var Muggur ekki minn hundur. Roy, bróðir minn, kom með hann heim dag nokkurn, meðan ég var í sumarleyfi Muggur var stór og sterklegur og fyrirferðarmikill rumur og hann kom alla tíð fram við mig, eins og ég til- heyrði alls ekki fjölskyldunni. Þetta hafði ýmsa ókosti í för með sér, vegna þess að hann beit fjölskyldu- meðlimi ekki nærri eins oft og ókunn- uga. Við skiptumst á að gefa honum mat til þess að koma á sem vinsam- legustum samskiptum okkar allra við hann, en þessi aðferð "hafði ekki allt- af tilætluð áhrif. Enginn vissi fyrir víst, hvað amaði að Mugg. I þau ár, sem hann var hjá okkur, beit hann okkur öll nema mömmu og einu sinni reyndi hann það meira að segja. Hún hafði reiðzt, af því að hann þversrkall- aðist við að fara á rottuveiðar í kjall- aranum, og í gremju sinni danglaði hún duglega í hann. Muggur glefs- aði til hennar, en hún var snör í snúningum, svo að hann varð of seinn. Hann iðraðist þess strax, sagði mamma. Hann iðraði þess alltaf, þegar hann beit einhvern, sagði hún, en okkur hinum var það hulin ráðgáta, hvernig hún komst að þessari nið- ursföðu. Hann léit aldrei skömmustu- lega út. Á hverjum jólum sendi mamma öllum fórnardýrum Muggs konfekt- öskju. Listinn var undir lokin býsna langur, rúmlega fjörutíu nöfn. Eng- in botnaði í, hvers vegna við losuð- um okkur ekki við Mugg. Eg held meira að segja, að sumir nágranna okkar hafi reynt að hjálpa okkur — með því að gefa honum eitrað kjöt — hann fékk að minnsta kosti heift- arleg magapínuköst af og til, og Moberley gamli skipstjóri skaut einu sinni á eftir honum. En Muggur náði þó ellefu ára aldri, og þó að hann væri þá orðinn svo hrumur, að hann skreiddist um með erfiðismunum, beit hann bæjarstjór- ann okkar, sem kom til að ræða við pabba um málefni bæjarins. Mamma hafði alltaf litið borgarstjórann óhýru auga — stjörnuspá hans sýndi, að honum var ekki treystandi, staðhæfði hún — en þrátt fyrir það var hann nú settur á „konfektlistann“ næstu jól. Askjan var send um hæl til okk- ar aftur. Þó að pabbi missti þar með þýðingarmikil stjórnmálaleg sam- bönd — eingöngu vegna afreka Muggs — var mamma ekki lengi að sannfæra sig um, að það væri okk- ur öllum fyrir beztu. „Eg kærði mig aldrei um að þekkja svona mann“, sagði hún, „en Muggur var sá eini, sem sá strax, hvern mann hann hafði að geyma.“ Muggur beit aldrei neinn oftar en einu sinni — í einu. Mamma hélt því mjög á loft, hún sagði hann væri dá- lítið skapmikill, en hann væri ekki langrækinn, og að hennar viti var það göfugur eiginleiki. Eg held, að henni hafi þótt svona undur vænt um Mugg, af því að hann var ekki eins og hundar eru flestir. „Muggur er ekki hraustur", sagði hún í samúðar- tón. En ekki var það sannleikanum samkvæmt; kannski var kvikindið ekki eins og hundar eru flestir, en hann var áreiðanlega gallhraustur og nautsterkur. Einu sinni leitaði mamma til kvenmiðils, sem haldið hafði fyrir- lestur, er hún nefndi: „Hagstæðir straumar og ölduhreyfingar.“ Mamma vildi grennslast fyrir um, hvort ekki mætti veita jafnari og notalegri straumum í sál Muggs til þess að hann yrði rólegri. Miðillinn sagðist aldrei hafa reynt að lækna hunda, en hún ráðlagð'i mömmu að trúa því statt og stöðugt, að hundurinn biti ekki og myndi aldrei gera það. Mamma fór að ráðum hennar morg- uninn eftir og svo rækilega, að hún skellti allri skuldinni á mjólkurpóst- inn fyrir þann leiðinlega atburð, sem þá gerðist. „Ef þér hefðið bara trú- að því, að' hann myndi ekki bíta yð- ur, hefði hann aldrei komi nálægt yður,“ lýsti hún yfir. Og maðurinn reikaði út um eldhúsdyrnar fullur af órólegustu straumum og ölduhreyf- ingum. Þegar Muggur beit mig af göml- um vana einn daginn, þegar ég var á leið út, greip ég í stuttu rófuna hans og hóf hann hátt á loft. Það var ekki aðeins djarflega gert, held- ur beinlínis heimskulegt af mér. Að vísu gat hundurinn ekki gert mér mein meðan ég hélt honum nægilega hátt, en hann skalf og uiraði eins og eldfjall í gosi, svo að ég sá, að ör- fáar sekúndur voru til stefnu. 1 sjálfs- vörn dró ég hann út í eldhúsið, þeytti honum frá mér og tókst með naum- indum að smeygja mér út og skella hurðinni áður en hann réðst á dyrn- ar með miklu offorsi, En ég hafði ekki tekið bakdyrn- ar með í reikninginn. Muggur þaut út um þær og upp aðaltröppurnar og neyddi mig vægðarlaust út í skot á dagstofunni. Mér heppinaðist að klifra upp á arinhilluna, en hún brotn- aði náttúrlega undan mér, sömuleið- is marmaraklukka og nokkrir kristal- vasar, og sjálfur hlunkaðist ég á gólf- ið með miklu brauki. Mug.gur varð svo skelfdur af hávað- anum, að hann var á bak og burt, þegar ég að lokum paufaðist á fæt- ur. Það var sama, hvað lengi við kölluðum og blístruum — við fundum hanh ekki — ekki fyrr en gamla frú Detweiler kom í heimsókn um kvöld- 450 T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.