Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Side 11

Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Side 11
báru Þorleifs nafn: Þorleifur eldri var lögréttumaður, bóndi í Öræfum, faðir Öræfa-Péturs, sem að ýmsu er getið í munnmælum. Þorleifur yngri bjó á Hóli í Landeyjum, átti jnörg börn; Jón í Borgarhöfn var launson- ur hans. Guðný húsfreyja á Viðborði var dótt ir Sigurðar bónda í Flatey Jóassonar bónda á Kálfafelli í Suðursveit Bjarna sonar. Kona Jóns Bjarnasonar var Guðrún Pálsdóttir, móðir hennar Krist ín Árnadóttir frá Þorgeirsstöðum, son- ardóttir Ófeigs í Byggðarholti. Guðný missti föður sinn, er hún var kornung. — í vestanveðri Einholtssókn geng ur klettarani í sjó fram, heitir þar Skinneyjarhöfði, opið haf og hafn- leysa við sandana, ofboðlítil vík suð- austan við klappirnar. Þaðan var út- ræði Mýramanna. Morguninn 3. maí 1843 yar logn og lóaði varla á steini við höfðann. Átta sexæringar stóðu í Höfðasandi. Þeim var öllum hrundið fram þennnn dag — sjö var ýtt frá landi. Einn 'jr- maðurinn stóð um stund við bát simi í vörunum, hlustaði á nið sjávar og 'hugði að skýjum. Leizt ekki ráðlegt, að róa. Það var Jón Þorsteinsson, þá búandi á Skálafelli — móð'urfaðir Bjarna í Hraunkoti! Þegar leið á daginn, muldraði nið- ur snjó í blæjafpgni, skömmu síðar gerði hríðarskoddu, sem á augabragði breyttist í ofsafengið norðaustan rok samfara aftaka frostkólgu. Haf og himinn runnu saman í mjallhvítu sæ drifi. Einn bátur náði landi rétt vestan við Skinneyjarhöfða eftir tvísýnan barning; annar fórst skammt frá lend- ingu, drukknuðu þar sjö menn; þriðji lagði að franskri fiskiduggu, bátverj- ar fengu þar beztu aðhlynningu, unz veðri slotaði. Hinir bátarnir velktust í sjóhrakn- ingum næstu dægur; dóu á þeim sjö menn af kulda og vosbúð. Margir, sem lífi héldu, voru illa til reika vegna kalsára; verr að heiman búnir, en ef vetur væri, hlekktir af vorinu. Sigurður Jónsson í Flatey, móður- faðir Jóns Eiríkssonar, reri þennan krossmessumorgun hjá bróður sín- um, Páli bónda á Eskey. Páil náði landi á Fellsfjöru, vestast í Suður- sveit, að kvöldi næsta dags. Þá voru tveir bændur liðnir á bátnum; annar var Sigurður bróðir hans. — Kona Sigurðar var Guðrún dóttir Vigfúsar bónda á Hnappavöllum í Ör æfum, Þorsteinssonar, laundóttir hans með Guðnýju Einarsdóttur. Móðir Guðnýjar var Þorgerður dóttir Sig- urðar ættfræðings Magnússonar; hann var þremenningur að frændsemi við Jón konferenzráð Eiríksson. Guðný Vigfúsdóttir var dugnaðar- og mannkostakona, nærfærin ljósmóð- ir. Seinni maður hennar var Sigurður frá Reynivöllum Sigurðsson; bjuggu þau bjargálnabúi á Borg. Svo var hátt- að sveitastjórn í Hornafirði, að Bjarna neshreppur náði yfir Nes og Mýrar, en 1876 var hreppnum skipt, eins og Hornafjarðarfljót deila sveitum. Sig- urður á Borg varð þá hreppstjóri Mýramanna. Guðný Sigurðardóttir ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður sínum. Hún bjó yfir tápi og þrótti góðrar kyn fylgju. Þau Eiríkur eignuðust mörg börn; Jón sá, sem hér kemur við frá- sögn, þeirra yngstur. Minnist hann þess, að sér hafi bótt gráglettin í sinn garð sú ráðstöfun foreldranna, að láta hann verða gólfsópinn í systkina- hópnum. Foreldrar Jóns Eiríkssonar fluttust frá Viðborði að Einholti, bjuggu þar góðu búi, og þar óx Jón úr barn- æsku. Þegar hann var 11 ára, missti hann föður sinn og fór til vanda- lausra. Vorið 1892 lenti hann ^austur í Breiðdal með Guðmundi syni Guð- mundar bókbindara á Taðhól, kemur suður í Skaftafellssýslu á næsta ári, er þar í vistum á ýmsum bæjum í Nesjum og Lóni. Hóf búnaðarnám á Hvanneyri haustið 1904. Útskrifaðist þaðan tveim árúm síðar, afbragðs eink unnir sýndu, að hann hafði lagt sig fram við námsefnin. Frá Hvanneyri lágu leiðir Jóns heim á kunnar slóðir. Hann var á næstu árum heimilisfastur á Stafa- felli, vann við jarðræktarstörf á sumrum en barnakennslu á vetrum. Kvæntist 24. dag maímánaðar 1915. Kona hans er Þorbjörg Gísladóttir, sem áður átti Ólaf Sveinsson bónda í Þórisdal og Volaseli. Faðir hennar var Gísli bóndi í Svínhólum Gíslason- ar bónda í Byggðarholti Árnasonar prests á Stafafelli Gíslasonar. Kona Gísla í Svínhólum, móðir Þorbjargar, var Ástríður dóttir Sigurðar bónda í Karlsfelli Magnússonar. Þau hjónin, Jón Eiríksson og Þor- björg Gísladóttir, bjuggu í Volaseli ágætu búi við rausn í rúm 30 ár. Fluttust vorið 1947 á Höfn i Horna- firði og hafa átt þar heimili síðan. Margvísleg trúnaðarstörf hlóðust A Jón í Volaseli, eins og hann var jafn- an nefndur meðal þeirra, sem til hans þekktu. Hann var hreppstjóri og hreppsnefndarmaður í Bæjar- hreppi. Safnaðarfulltrúi. Átti sæti í sýslunefnd, yfirkjörstjórn og fast- eignamatsnefnd. Verkstjóri við slát- urhúsið á Höfn á fjórða tug ára. Deild arstjóri fyrir sýeit sína í Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga; á nú sæti í full trúaráði Samvinnutrygginga. Hinn 3. apríl 1925 varð Jón Eiríks- son trúnaðarmaður Búnaðarfélags ís- lands, mældi jarðarbætur og leið- beindi um jarðrækt. Rækti. hann það starf sem önnur af sérstakri sam- vizkusemi og traustleika. Umdæmi hans náði ekki aðeins yfir Austur- Skaftafellssýslu, heldur um árabil alla leið að Breiðdalsheiði. Kom sér oft vel að vera ötull ferðamaður, eiga táp mikla hesta, og búa yfir næmleika til að greina vöð á viðsjálum jökulvötn- um. Fulltrúi var hann á aðalfundum Búnaðarsambands Austurlands; fór mar.gar ferðir um sambandssvæðið, gagnkunnugur mönnum og málefn- um í landsfjórðungnum, hressilegur í máli og fasi, góður gestur og vin- sæll, hvar sem hann bar að garði. — Laugardagskvöldið 21. sept. 1907 lagði Jón Eiríksson upp í þá ferða- reisu, sem frá er sagt í þættinum. Það er ekki víst, að þeir, sem eru ó- kunnugir á þeim slóðum, sem leið hans lá um, átti sig á því, hvaða vega- lengdir hann hafði lagt að baki, þegar hann kom aftur heim í Stafafell nð- ari hluta miðvikudags. Hann hafði ferðazt landleiðis um 340 km, ríðandi og fótgangandi, hreppt dimmviðri og þæfing á erfið- asta kafla leiðarinnar. Blaðið „Austri“ Framhald á 454. síSu. Gufuskipiö Egill frá SeySisfirSi. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 443

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.