Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Page 12

Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Page 12
MENNIN6ARSKEID KRÍTAR OG MYKENE Um allmargar þúsundir ára fund- ust engar leifar fornrar menningar Krítar og Mykene. Það er ekki fyrr n á siðustu sextíu árum, sem upp- gröftur fornleifafræðinga hefur leitt í ljós, að sögulegt svið lá að baki ljóða Hómers og sagna Forn-Grikkja. Á tímabilinu 2000—1400 fyrir Kiists burð blómgaðist mikil menning á eyjunni Krít. Þetta var eitt þeirra menningarskeiða sögunnar, þar sem tekizt hefur að koma mannlífinu upp fyrir brauðstritið eitt. Menning Krít- ar — oft kölluð „mínósk“ menning eftir Mínosi Krítarkonungi — reis á essum tíma, dafnaði vel, en var of- urliði borin — að nokkru vegna igin galla — af annarri skyldri, en ó vart eins merkilegri. Sú er venju- ega kölluð „mykensk“ menning. Báð- ar áttu þær sitt blómaskeið á bronz- öld, meðan járn var enn ekki annað en skrýtinn málmur, gæddur undra- legum eiginleikum og töframætti, en gagnlaus. Skeið síðara menningarstigs ins var stutt og viðburðaríkt, tæp 250 ár, en síðan leið hún einnig undir lok. Svo alger vora endalok þessara menningarþátta í siðmenningu bronz- aldar við Egevshaf, að þeir hurfu nær- 'ellt úr minnum manna. Forn-Grikk- ir minntust lífsins í Mykene aðeins sem baksviðs í Hómerskvíðum, og þar sem það var aðeins baksvið, var það almennt talið í litlum tengslum við raunveruleikann. Fáir Grikkir á tímum Periklesar og síðar létu sér detta í hug, að Hómer væri að lýsa i meginatriðum raun- verulegum persónum, raunverulegurn atburðum og hefði að baksviði raun- verulegan heim, sem átti endalok sín tæpum 600 árum áður. Allt fram yfir miðja 19. öld voru þeir fáir, sem lögðu trúnað á það, að ljóð Hómers segðu frá lífsháttum bronzaldar á ár- unum frá 1400—1150 f. Kr. Og það má aðeins þakka rannsóknum tveggja síðustu kynslóða, að stoðum hefur verið rennt un'dir þann sannleika, sem Hómer greinir frá. En hin mínóska ménning á Krít féll jafnvel enn meir í gleymsku. Forn- Grikkir höfðu ekki hugmynd um hana. Þeir varðveittu að vísu sagnir um Þesevs og Minotáros- og undarlega viðburði í völundarhúsinu í Knossos, en það voru aðeins goðsagnir. Krit og hinar „níutíu borgir“ hennar voru menntamönnum Grikkja, Rómverja, miðalda og endurreisnartímans og nemendum allt til 1895 aðeins goð- sagnir. En þá tóku að hlaðast upp sannanir, sem sviptu loks hulunni af einhverri margþættustu og mest að- laðandi menningu sögunnar. Þar stóðu listir á háu stigi, almennt læsi (og ef til vill bókmenntir), vönduð húsa- gerðarlist, stjórnmálastofnanir og flest annað, sem auðgað getur mann- lífið. Eg get ekki gert mér vonir um að gera þessum tveimur egevsku menn- ingarstigum þau skil hér, sem þeim ber, en ég ætla að reyna að segja svo frá þeim, að varpað geti Ijósi yfir vöxt þeirra og að lokum hrun. Eitt mikilvægasta atriðið er ef til vill það, að þau lögðu bæð'i, hvort á sinn hátt, drjúgan skerf til stofn- unar þriðja egevska menningarskeiðs- ins, sem við köllum forngríska (hellenska) menningu. Þessi þrjú menningarskeið lögðu grundvöll þeirr- ar siðmenningar, sem við itú búum við í Vestur-Evrópu. Án Grikklands hefði rómverska heimsveldið aldrei orðið til, og án rómverska veldisins ekkert endurreisnartfmabil og þannig væri undirstöðunni kippt undan stjórn málahreyfingum nútímans, lögum og réttlæti, siðalögmálum og frelsi.listum og vísindum. Ef forngrískrar menning- ar hefði ekki notið við kynnum við enn að lifa í myrkri miðalda og eiga þess fyrst von að komast úr því einhvern tíma nærii því herrans ári 2500 eftir langt tímabil leitar og þrenginga. Samt kvnni sá árangur, er við næðum, aðeins að vera skuggi þeirrar menn- ingar, sem við þekkjum nú og á ræt- ur sínar í menningu Grikkja og Róm- verja. Það kann að virðast undarlegt, að Forn-Grikkir höfðu enga hugmynd um þessi tvö menningarskeið, sem stóðu þeim svo nærri. En Grikkir voru aldrei miklir fornfræðingar. Þeir horfðu fremur fram á við en aftur. Þetta er aðeins eitt af mörgu, sem til merkis er um framsækni þeirra, skap- andi hæfileika og umbótaþorsta. Þjóð- félög, sem lifa á fornri frægð, kafna venjulega undir henni. Eftir fyrstu þrjú þúsund árin hætti Egyptaland að horfa fram á við, enda ríktu þar einir kyrrstæðustu menningarhættir, sem heimurinn þekkir, þar til nú fyr- Hinn konunglegi drykkjarbikar borinn inn. í mínóskri myndlist eru karlar ávallt sýndir dökkir og sólbrenndir, en konur eingöngu fölleitar. TakiS eftir útsaumuðu lendaklæöinu og þungu beltinu. ir nokkrum árum. Spánn er annað dæmi um land, sem lifað hefur of lengi á endurminningunum, og fleiri lönd mætti nefna, sem staldrað hafa fulllengi við fomar dáðir og gleymt að fylgja þróuninni. Krít er einmana eyja. Erfitt er að komast að henni vegna óstýriláts haf's ins á hvaða árstíma sem er, að minnsta kosti norðuiströndinni. Og á suðurströndiinni, þar sem hafið er kyrrara, eru hafnleysur miklar og erf- itt um lendingar, eins og fornleifa- 444 T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.