Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Qupperneq 14

Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Qupperneq 14
Leirker ýmissa timabila frá Knossos. Þau eru alft frá 2200 f. Kr. tjl 1400 f. Kr. sjávar. Fiskveiðar voru mikið stund- aðar og landbúnaður gekk einnig vel. Allur iðnaður í borgum og listir tóku hröðum framförum, og upp úr þess- um jarðvegi spratt sú menning, sem átti eftir að fæða af sér aðra jafnvel enn rismeiri. Svo mikil var velmegun Krítar næstu 200 árin eftir 2000 f. Kr., að barónarnir eða prinsarnir urðu smám saman veliauðugir höfðingjar. Við lágreist hús sín, sem venjulega stóðu inni í miðjum fjölmennum borgum, reistu þeir sér litlar hallir. En gagn- stætt höllum egypzkra og súmerskra konunga voru þær inni í húsamergð almúgans. Prinsar Krítar virðast á- vallt hafa verið alþýðlegri en höfð- ingjar Áusturlanda og Egyptalands. Þeir reyndu heldur ekki að koma á trúarlegri einvaldsstjórn. Krítverjar höfðu sín eigin trúarbrögð, undarleg en aðlaðandi, og ólík trúarbrögðum annarra. Trúin virðist ekki hafa hald- ið öllu í greip sinni eins og með faraó- um Egyptalands og höfðingjum Súm- era. Við vitum sem næst ekkert um presta Krítar. Einn eða tveir sjást á veggmyndum, en ávallt í hópi venju- legs fólks. Ekki hafa heldur nokkru sinni fundizt krítversk musteri. Þó finnast lítil ölturu og helgir skógar- lundir og hellar í fjöllunum, þar sem fórnir hafa verið færðar. Þá eru og glæsileg ölturu í höllunum, sem frem- ur hafa verið í oinkaeign en almenn- ings, svipað og einkakapellur í höll- um Túdoranna. En aldrei hefur fund- r/r neiiz, sem gæti haía verið inusteri. Svo -tv 98 sjá, sem írúarbrögð Krít- verja haí'i verið náttúrmrú byggð á e;.rigyð->urú. Iiinn inikli Seiíur Forn- Grinkja var guð Krííverja. liann lifir áfram eftir endalok mínósku menn- ingarinnar með Grikkjum og tengist síðan áþekkri, norðiægri trú. En það, sem hæst reis með menn- ingu þessari, voru listir. Kritverjar voru náttúruskoðarar. Blóm hæð- anna, saffranblóm og liljur, prýða fjöldann allan af veggjum og fín- gerðum leirkerum. Freskómyndir gerðar af miklum hagleik hafa varð- veitzt á veggjum hallanna í Knossos og Fæstos og á brotum í söfnum. Fugl ar eins og lynghænur og akurhænur, endur og svölur; höfrungar og kol- krabbar, skeljar og sjávargróður prýða veggi og vasa. Þetta er heimur fíngerðra lita og forma, listilega gerðra, aldrei ýktra eða misskilinna. Listamennirnir sköpuðu sjálfstæða list, sem ekki verður blandað saman við listir annarra tímabila. Litanotk- un Krítverja var ákveðin og falleg og myndformin ólík öðrum. Útskurð- ur stóð á háu stigi og enn fremur gull- og silfursmíði. Gullsmiðir Krítar smíðuðu drykkjarbikara og drykkj- arker með loki, hálsmen og kórónur, sem þola fyllilega samanburð við það, sem bezt hefur verið gert í heiminum. Efnaðri heimili hafa verið vel búin gull- og silfurmunum, og jafnvel fá- tæklingar áttu sína gripi úr gulli og silfri. Ekki virðist hafa verið mjög mikill munur á auðugum og fátækum. Við uppgröft okm í ljós, að allir bjuggu í þokkalegu húsnæði; sumir höfðu að vísu stærra hús og meira í ' 9&&mlsSít3tfSirm(Íc4vf ■■•Xv.1■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■ ■ .ív*.. .v... Mt...... Frægur leirdiskur, sem fannst við uppgröft Fæstosborgar. Áletrunin er skrúfu- laga. gerð smáu letri. Orðabil eru táknuð með þverstrikum. Diskurinn er senni- lega letraður helgirúnum. i i 1 446 T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.