Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Side 16
Mínósk hefðarfrú. Hún er mjög Ijós á hörund og dökkt hárið er bundið upp með þráðum úr gulliíljum og perlum. Sjá má,
að armbönd hennar eru með sams konar mynstrl.
ur á neinu sviði, höfðu smíðisgripir
þeirra gífurlegt aðdráttarafl fyrir
ómenntaða íbúa borganna. Krítverja
sjálfa vanhagaði um ýmis hráefni, svo
sem kopar, tin, hálfeðalsteina, gull og
silfur. Grikkland sótti þessar vörur
norður á bóginn. Gnægð var af tini,
gulli og kopar í Dónárhéruðum, mik-
ig var af gulli í Transylvaníu og flest
af þessu barst eftir þekktum leiðum
til Suður-Grikklands, þar sem Krít-
verjar skiptu á því og ódýrari skart-
gripum sínum, líkt og menn hafa
lengstum gert síðan, er þeir komu
til vanþróaðra landa.
En þessir flutningar Krítverja til
Grikklandsskaga reyndust feigðarflan.
íbúar meginlandsins fengu þar með
pata af auðlegð Krítar. Rómverji
nokkur hefur einhverju sinni sagt:
„Því minna, sem vitað er um eitthvað,
þeim mun glaéstara er það talið vera.“
Og það sannaðist á Krít. Orðrómur
komst á kreik um ,,hinar nítutíu borg-
ir“ eyjarinnar, gull- og silfurfjársjóði
og takmarkalaus auðæfi hennar. Og
eins og venjulega er reyndin var sann
leikurinn ýktur.
Skömu eftir 1800'f. Kr. virðast Krít
verjar hafa setzt að í svo ríkum mæli
í fremur stórri borg í Suður-Grikk-
landi, Mykene, og svipaðri borg í Mið-
Grikklandi, Þebu í Böótíu, að á rúmri
öld voru báðar þessar borgir orðnar
stórborgir með krítverskum höllum og
lífsvenjum. Fornleifafræðingar hafa
fundið þar alla megimþætti lcrítverskr-
ar menningar, t.d. veggmálverk, leir-
muni, gull- og silfurdýrgripi og krít-
verskt letur. Um tveir tugir smærri
borga risu einnig upp með líku sniði,
svo sem Tiryns, Nauplia, Argos og
jafnvel í Aþenu sjálfri, sem aðeins
var þorp á bronzöld, stóð krítversk
höll á Akropólis, þar sem síðar stóð
Parþenon.
Með framtakssemi sinni og forvitni
höfðu Krítverjar komið á fót því, sem
líktist mest heimsveldi, næstum án
þess að gera sér grein fyrir því, en
þeir virðast ekki hafa haft nokkra
hugmynd um mátt villimennskunnar,
sem hafðist við í útjaðri landnáms
þeirra. Svo er að sjá sem Mykene
og Þeba, er báðar voru höfuðborgir
frjósamra héraða, hafi orðið auðugar
og menningarríkrar án þess að hafa
nokkurn viðbúnað til varnar lífi og
tilveru borgaranna gegn hugsanleg-
um innrásum. Og í fjallahéruðunum
norður af Þebu flökkuðu sterkir, en
óskipulagðir ættflokkar, sem brátt
komust á snoðir um hina feitu bráð,
sem beið þeirra.
Við vitum lítið sem ekkert um það,
hvernig Krítverjar skipulögðu og
stjórnuðu þessum borgum á Grikk-
landsskaga. Hugsanlegt er, að krít-
verskir höfðingjar hafi stjómað ný-
byggðunum. Þeir hafa brátt fengið
frumbyggjana sér til hjálpar, sem
menntuðust skjótt og fylgdu í ein-
lægni hinum nýju lífsháttum krít-
verskrar menningar. Kynblöndun hef-
ur hafizt þegar eftir fyrstu eða aðra
448
T f M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ