Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Qupperneq 17
kynslóðina, og brátt bjó þar þrótt-
meira kyn en hinir óblónduðu Krít-
verjar voru. Svo mikið er víst, að
upp reis þjóð, sem gerði sér grein
fyrir hættum umhverfisins eftir að
einangruninni lauk. Gerðir voru
rammbyggðir múrar umhverfis Myk-
ene og Þebu og um 1400 f. Kr. voru
þær báðar orðnar kastalaborgir. Vígi
voru reist í nágrenni borganna til
þess að hafa stjórn á leiðum til þeirra
og nýtt yfirbragð færðist yfir hinar
krítversku nýbjggðir.
í næsta þætti verðum við að geta
í eyðurnar. Stöðugar árásir ósiðaðra
nágranna, sérstaklega á Þebu, kenndu
íbúum borganna listir hernaðarins,
vörn og sókn. Vopn voru smíðuð, hag-
lega gerð og fögur. Á Krít voru sverð
tæpast til fyrir 1600 nema til skrauts,
en nú taka að finnast sverð, örvar og
önnur vopn, prýðilega gerð, bæði á
Krít og meginlandinu. En meðan
menning Mykene og annarra börga
Grikklandsskaga efldist að þrótti og
veldi, hrakaði menningu Krítar.
Ein kenning er sú, að meginlands-
búar, sem voru harðgerðari en Krít-
verjar þeir, sem eftir sátu, hafi snúizt
gegn móðurlandinu. Þeir höfðu bland-
að svo blóði við hina innfæddu, að eft
ir þrjú tilíjögur hundruð ár tóku þeir
að öfunda ættjörð sína í stað þess aS
dást að henni. Það er eins og ame-
rísku nýlendurnar á 18. öld hefðu
ekki látið sér nægja að brjótast und-
an veldi Bretlands, heldur hefðu sent
fiota til þess að ræna og brenna
Lundúnir og aðrar brezkar borgir. Eitt
hvað þessu líkt virðist hafa komið
fyrir á Krit, því að merki eyðilegg-
ingar og rústa eru auðsæ.
Handan Egevshafs við mynnt Dard-
anellasunds stóð eina borgin, auk
hinna fyrrtöldu, af umtaisverðri stærð
— nefnilega Trója. Trója var hvorki
stofnuð af Krítverjum né mykensk-
um mönnum. Henni er ef til vill betur
lýst með því að kalla hana kastala-
bæ, en ekki borg Hún stendur við
fjallsrana, sem teygist út í veðrasama
sléttu við Skamanderfljót, en það fell-
ur í Dardanellasund. í upphafi var
hún aðeins smáþorp, eitt margra
slíkra, sem byggð voru af fólki, sem
lifði af landbúnaði í þriðja árþús-
undi. Er fram liðu stundir, óx þorpið
og varð brátt það skjól, er fólk úr
nágrenninu leitaði í, er sjóræningjar
hjuggu strandhögg. Voru þá fljótlega
reistir um hana virkisveggir.
Og tímar liðu og upp runnu tíma-
bil mikilla þjóðflutninga. Frýgear
héldu inn í Evrópu, og svipaðar
hreyfingar voru á kynflokkum af
evrópskum stofni til Litlu-Asiu, og
efldist nú mjög verzlun á sléttunni.
Einnig auðgaðist borgin á ferjuþjón-
ustu yfir sundið. Trója var þar með
orðin kastalaborg, sem réð öllum
ferðum yfir sundið og stjórnaði allri
umferð eftir sundinu frá Marmoru
til Egevshafs Auðunnn leiddi til frek
ari umbóta og enn rammbyggðari
múra og um 15. öld fyrir Krists burð
var Trója orðin frægt og öflugt veldi
En Trójubúar gerðu ekki sömu skyss-
una og Mykene. Þeir voru ekki fram-
gjarnir og ~erðu engar tilraunir til
landvinninga.-í Tróju ríktu kunungar
og gekk konungdæmið að erfðum.
Trója var ein af mörgum kastalaborg-
um Litlu-Asíu, því að borgir Hittíta
voru margar inni í landi. Vegna að-
stöðu Tróju kom til árekstra við Myk
ene, en þaðan sigldu skip um höfin
og fóru ófriðlega. Hið kunna ur. ur
um Tróju, sem Hómer gerði ódauð-
legt, greinir aðeins frá einu af mörg
um verkum Mykenemanna á þessum
slóðum. Sú staðreynd, að umsátrjnu
er lýst í ljóðum, eykur mikilvægi
þess langt út fyrir sögulega merkingu.
Mykenskir menn lögðu í margs konar
slíkar framkvæ..,Jir, sem aðetns er
lýst í skrifum Hittíta eða sögusögn-
um. „Hinar níu borgir Tróju“ sem
fornleifafræðh.gar gróiu upp, eru að-
eins níu skeið í tilvist borgarinnar.
Síðasta skeiðið, sem fannst við> upp-
gröftinn, sannar, að rétt er farið með
staðreyndir í Ijóðum Hómers, þvi að
Trója var rænd og brennd og auði
hennar spillt. Enginn vafi leikur á
auðlegð borgarinnar, því að Schlie-
man, sem hóf uppgröftinn, uppgötv-
aði furðulega mikla dýrgripi gulls
Framhald á 451. sí3o.
Horft út um dyr Skjaldasalarins í höllinni í Knossos. Skjaldaröð úr nautshúð er máluð á veggina.
T t M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
449