Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Síða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 08.07.1962, Síða 19
ið. Muggur hafði bitið hana í fót- inn, svo að hún hætti sér ekki inn í dagstofuna fyrr en við fullvissuðum hana um, að Muggur væri hljiupinn sína leið. En hún var varla setzt, þegar Muggur skreið fram undan stóra sófanum, þar sem hann hafði dulizt allan daginn. Og svo beit hann frú Detweiler i annað sinn. Mamma aðgætti sárið, bar á joð og sagði frúnni, að þetta væri aðeins skinn- fleiður. „Hundurinn raksrt bara óvart á yður,“ sagði hún. En frú Detweiler var ekki beinlínis í sólskinsskapi, þeg- ar hún skeiðaði burt. Fjöldi fólks kærði Mugg til lög- reglunnar, en þar eð pabbi var hátt- settur embættismaður, þekkti hann flesta lögregluþjónana. Þeir gáfu honum kurteislega í skyn, að ef til vill væri hyggilegast að binda hund- inn, en mamma sagði, að þá myndi Muggur fá minnimáttarkennd og missa matarlystina. Síðustu æviárum sínum eyddi Muggur nær eingöngu utanhúss með þeim afleiðingum, að öskukallinn, mjólkurpósturinn og þvottahússend- illinn neituðu að koma nálægt húsinu. Við urð'um 'sjálf að drasla öskutunn- unni út á næsta götuhorn og sækja hana þangað aiftur, við urðum að bera óhreina tauið út i bílinn og það hreina inn, og hitta mjólkurpóstinn í nokkur hundruð metra fjarlægð frá húsinu okkar. Þegar þessu hafði farið fram um hrío, fundum við upp stórkostlegt snjallræði til þess að halda Mugg inni, þótt ekki væri nema meðan gasmæl- imgamaðurinn kom til að lesa af. Muggur óttaðist aðeins eitt: þrumu- veður. Þá ærðist hann af hræðslu og faldi sig undir rúmi eða stól. Við útbjuggum því skínandi gott þrumu- veður: blikklok og trésleif. Þegar mamma vildi fá Mugg inn, lamdi hún af öllum kröftum með sleifinni á blikklokið. Þetta var býsna sannfærandi þrumuveður, en ætli þetta sé ekki með því brjálæðis- legra, sem upp hefur verið fundið til að halda heimilisfriðinn. Nokkrum mánuðum áður en Mugg- ur dó fór hann að „sjá sýnir.“ Hann reisti sig ofur hægt upp og gekk með þráðbeina fætur og lágu urri að ákveðnum bletti. Einstöku sinnum var þessi leyndardómsfulli blettur að- eins hársbreidd til hliðar við gesti okkar. Burstasali einn, hvimleiður og uppáþrengjandi, sem ruddist alla leið inn i eldhús, fékk eitt sinn tauga- áfall, þegar Muggur kom gangandi inn eins og Hamlet, er eltir anda föð- ur síns. Augun störðu þráðbeint á punkt, sem var einn millimeter frá hægra fæti burstasalans. Maðurinn hafði nokkurn veginn stjórn á sér, þar til Muggur átti eftir hálfan senti- meter að honum. Þá öskraði hann. Muggur skokkaði á eftir honum fram í forstofuna og urraði ofur lágt og faglega. En mamma varð að hella fullum potti af köldu vatni yfir bursta salann til að fá hann til að hætta að öskra. Muggur andaðist skyndilega að næt- urlagi. Mamms^vildi helzt jarða hann í fjölskyldugrafreitnum með marmara- legsteini yfir, en um síðir tókst okk- ur að leiða henni fyrir sjónir, að það væri á móti lögum. Málinu lykt- aði á þann veg, að við grófum hann í skurði nokkrum og settum snotran trékross á gröfina. Á krossinn skrif- aði ég: Cave Canem. Til allrar hamingju fannst mömmu vera virðuleiki og tign yfir þessari gömlu, latnesku grafskrift. GAPASTOKKAR - Framhald af 435. síðu. í góðu gildi hér á landi. Sú var tíðin, að gapastokkur var við margar kirkj- ur og þingstaði. Fram á nítjándu öld voru menn iðulega settir í gapastokk og látnir standa þar nokkra klukku- tíma, sjálfum sér til háðungar og öðrum til athlægis. Sá gapastokkur, sem einna lengst var notaður hér, var í Reykjavík og stóg við Austur- stræti. Hann var settur upp á fyrstu árum nítjándu aldar. En þeir voru samt ófáir, er þótti gapastokknum linlega beitt. Þess vegna komst Magnús Ólafsson vara- lögmaður, bróðir Eggerts Ólafsson- ar, svo að orði árið 1771: „Ég get ekki liugsað um það án gremju né sagt frá því án eins konar kinnroða, að ég hef sjálfur séð, auk þess sem ég hef heyrt aðra tala um það, að börn og vinnuhjú hafa með háðssvip og spéi sín á milli sýnt allra náðugastri kónglegri fororðningu af 3. júní 1746 um húsaga í landinu ódulda fyrirlitningu, þegar hún er lesin af prédikunarstóli, og þetta ger- ist, hvort heldur foreldrum og hús- bændum er með guðlegum áminning- um bent til þess að typta börn sín og vinnuhjú eða þeim er ógnað með því, er til þess miðar að hemja sjálf- ræðið og setja því mörk, svo sem pen- ingamúlkt, gapastokki eða öðru líkam legu straffi, með því húsagatilskipun inni er aldrei framfylgt og gapastokk urinn á flestum stöðum, þar sem hann hefur þá nokkurn tíma verið settur, er annaðhvort burt rifinn eða hann hangir aðeins uppi, meira til háðungar en ógnunar". Magnús Ólafsson hafði verið utan lands, og hann hefur því kunnað ó því glögg skil, að þar voru við virðu- legar kirkjur margar gerðir gapa- stokka, því að þar sem refsingar af þessu tagi voru í verulegum blóma, þótti sín gerðin hæfa hverju broti. Oft voru þetta staurar, sem hálsjárn var fest við. i-.i til voru líka langar fjalir með götum fyrir fætur, og í þess háttar stokkum gátu jafnvel margir menn staðið samtímis. Það var hentugt, þar sem koma þurfti af mörgum refsingum samtímis. í þess háttar stokkum voru þeir oft látnir standa, er vanræktu kirkjugöngur og sakramenti eða skutu sér undan yfir- hcyrslum við hús itjani. presta. Enn voru fjalir með götum fyrir háls og hendur. í þeim voru látnar standa konur þær, sem báru út kjaftasögur og illmælgi. En slík nákvæmni í refsingum var ekki tíðkuð á íslandi, og sums staðar voru gapastokkarnir ekki í neinu lagi, ef þeir voru þá til, eins og umkvört- un Magnúsar Ólafssonar ber með sér. Og mjög var Egill bóndi Egilsson á Þorgautsstöðum í Hvítársiðu á önd verðum meiði við skoðanir varalög- mannsins, þvi að hann braut gapa- stokkinn við kirkjuna i Síðumúla í byrjun nítjándu aldar, þegar kirkju- bóndinn ætlaði að setja- vinnumann sinn í hann fyrir kersknisfulla vísna gerð. Kríiarmenniiig Framhald aí 449. síSu. og silfurs, sem voru eldri en loka- fall borgarinnar. Það er enn ekki vitað með neinni vissu, hvað bar við né hvers vegna. En ljóst er, að þróttur og veldi Myk- ene, Þebu og annarra borga Grikk- iandsskaga jókst á nákvæmlega sama tíma sem borgir Krítar.hrörnuðu. Það er og Ijóst, að allt yfirbragð myk- ensku' borganna var gjörbreytt á tímabilinu 1500—1300 f. Kr. frá því sem var 1600—1500. Fljótlega eftir 1500 virðast höfðingjar þeirra sjá hættuna, sem stafaði frá barbörunum í norðri og jafnvel víðar. Þeir byggðu tröllaukna virkismúra, sem aldrei höfðu sézt á Krít. Ljónahliðið mikla í Mykene liggur inn í virki, sem vart hefur átt sinn líka í heiminum um þær mundir. Enn í dag stendur nokk- uð af virkisgörðum Mykeneborgar og eru sums staðar yfir 50 fet á hæð. Byggingar þeirra — úr höggnum steini af hörðustu tegund — bera vott um mikla kunnáttu í byggingalist, ólíka þeirri, sem beitt var á Krít. Þótt lifnaðarhættirnir væru enn í að- alatriðum krítverskir, birtust ný áhrif og ný viðhorf, sem koma innan frá, hugmyndir frumbyggjanna, sem krít- versk hugkvæmni kemur í fram- kvæmd. Meistarinn hafði kennt læri- sveininum, sem fann sitt eigið tján- ingarform og beitti hugkvæmni og skipulagshæfni, sem hann hafði þroskað með sér. TÍMINN SUNNUDAGSBLAÐ 451

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.