Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Blaðsíða 6
Svipmynd frá lækningastofu Jóns Ásgeirssonar. Þrekþjálfunartæki, háfjallasól
og ..... .
Innan skamms kemur verkur í mjó-
hrygginn, einkum ef setið er lengi
og líkaminn er slælega þjálfaður.
Stúlka situr við vélritun daginn
út og daginn inn. Borðið, sem hún
situr við, er aðeins fimm sentimetr-
um of hátt. Eftir stuttan tíma fær
hún „gigt“ í herðarnar, Sé borðið
lækkað, er hún fullfrísk eftir tvær
til þrjár vikur.
Það er hægt að halda áfram, ár
eftir ár, að reyna að sigrast á vöðva
bólgum með læknismeðferð, en tíð-
um verður sigur ekki unninn, ef or-
BÖk bólgunnar er óþekkt. Stundum
er jú erfitt að uppgötva hana.
Ég get til dæmis að lokum nefnt
þér eitt dæmi þessa. Vöðvabólg-
ur stafa oft af svonefndri
„statískri“ vöðvanotkun, það
er, vöðvinn er látinn vinna
án þess að breyta um
lengd. Sjáðu smið, sem allan daginn
heldur krampakenndu taki um ham
arinn. Hann kreppir sjaldan hcnd-
ina að fullu, vöðvarnir í framhand-
leggnum eru alltaf spenntir,
og smiðurinn fær þrálátan
verk í höndina. Vöðvar í
„statískri“ notkun geta illa
dælt blóðinu, og þess vegna er
meginatriði að nota „dynamískar"
hreyfingar, taka á — slappa af —
taka á — slappa af — taka á.
Smiðurinn átti einungis að láta átak
ið verða í högginu sjálfu.
— Hefur þetta fengið lítinn
hljómgrunn hér á íslandi?
— Nei, ég get ekki sagt það. Það
er að vakna áþugi fyrir þessu. Ég
hef orðið þess var og sennilega að-
eins spurning um tíma,
hvenær þetta verður tekið
til alvarlegrar íhugunar. Fyrst
ög fremst verður að koma
á kennslu í líkamsbeitingu
í sem flestum skólum, ekki
sízt í fagskólum og óðrum
slíkum stofnunum. Það var mjög
ánægjulegt, þegar nemendur úr
tannlækningadeild háskólans komu
til mín um daginn og báðu mig að
spjalla við þá um þessa hluti. Þeir
höfðu tekið eftir því, að margir
heltust úr lestinni, einfaldlega
vegna þess, að þeir fengu
í bakið og herðarnar af
stöðum við stólinn. Ég reyndi
auðvitað að leiðbeina þeim,
en þess verður trúlega nokkuð
langt að bíða, að verulegur árangur
náist.
Ég er vongóður um, að gott sam-
starf takist á milli vinnufólks og
atvinnurekenda um að koma á
fræðslu í líkamsbeitingu. Það kom
tildæmis í ljós í Noregi við könnun,
að fjörutíu prósent alls starfandi
fólks hafði eða hafði haft svona
kvilla. Það er ekki svo lítið, því
gigtarkvillar draga úr afkastagetu
manna. Kvilli skrifstofumanns, sem
hefur óþægindi í mjóhryggn-
um, verður ekki mældur eða
metinn í veikindadögum. Mað-
urinn fer til vinnu sinnar,
en honum líður illa, liann
er taugaveiklaður og úrillur, og það
hlýtur að koma niður á afkastaget-
unni. Að lokum verður maðurinn
að leita sér lækninga og getur misst
töluvert úr vinnunni.
Nú er algengt, að vinna sé launuð
eftir afköstum, og þá skiptir jú
mestu fyrir launþegann, að hpnn
geti afkastað sem mestu á
sem stytztum tíma. Skilyrði þess
er góð heilsa. Þetta er líka atriði
fyrir atvinnurekandann. Þessu hlýt
ur að verða gaumur gefinn.
— Ég vildi gjarnan fræðast ögn
meir um stofuna sjálfa. Er hún bú-
in miklum tækjakosti?
—Ja, aðaltækin, sem maður hef-
ur, eru hausinn og hendurnar. Þess
utan má greina tækin í tvo flokka.
Það eru „elektriáku" tækin raflækn
ingatækin, hljóðbylgjur, stuttbylgj-
ur og þrenns konar liita-
30
T I M J N N - SUNNUDAGSBLAÐ