Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Page 9

Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Page 9
eaSEEgææ Sefendur á hreiðri við Mývatn í júnímánuði. Hjónin skiptast á um að gæta búsins. Ljósmynd: Jón Baldur Sigurðsson. skiptast á móleitir og rauSleitir litir. Á kviðnum er fuglinn hvít- ur, og slær silkislikju á fiðrið. Og til þess að fullkomna allt þetta litskrúð eru fætur grænsvartir að utan, en mógulir að innan. Auðvitað er það ekki að ástæðu lausu, að fuglinn nefnist sefönd (sumir kalla hann lfka flórgoða og jafnvet flóðaskiít, sem þó er honum alls ekki samboðið). Hann kýs sér sem sé vist við vötn og tjarnir, þar sem sefgróður er mik 111 með löndum fram, og í sef- beltum gerir seföndin sér hreiður stundum á floti, en ævinlega tjóðr að við rótfastan gróður, svo að það berist ekki burt. Þarna klek- ur hún út ungum sínum, og þeg- ar þeir fara á kreik, er matborð þeirra skammt undan, því að niðri í leðjunni í sefbeltinu er margt smákvikinda og oft lítil seiði á grynningum í nánd við bakkana. Um þetta leytij árs er sefönd- in ekki í neinum sparibúningi, grá nokkuð álits og frábitin til- haldi. Það er fullgóður búningur á meðan hún verður að hafast við suður við Miðjarðarhaf eða vestur á Flórída. En hún vitjar okkar á ný, þegar kemur fram í aprílmán uð, og þá getum við reitt okkur á, að hún tjaldar öllu, sem hún á prýðilegast, eins og hún hefur ævinlega gert, þegar hún snýr heiim til vatnanna sinna og tjarn- anna á íslandi. T ÍM I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 33

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.