Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1968, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1968, Blaðsíða 5
Skólinn er en-n naumast hálf- göur, nokkrar stofur bætast árlega. Við inngang í kjallara ér gríöariegur haugur af rykug- ri Inniskóm, sem hafa legið hér allt sumar. Nú verður bráðum farið að nota þá aftur. Það verð- ur Ihlaupið á þeim á harðaspretti upp stlgann, því vel þeim, sem ekki er kominn upp á skör næstu hæðar, áður en hljómur morgun- bjöllunnar deyr út. Hann mætir ásakandi augnaráði lærifeðranna og verður að rita nafn sitt á sér- legan hneysumiða. Jón opnar hverja kennslustof- una eftir aðra og spjallar um kennsluhætti. Hann getur þess meðal annars, að margir kennar- anna séu innan við þrítugt. Tvær kornungar kennslukonur veita til- sögn í efnafræði og stærðfræði, og er það skemmtileg þróun, því lengi hafa kvenkynsverur aðeins kennt tungumál í menntaskólum. Æskufólk nútímans á góða daga. Margir koma á eigin bifreiðum — eða feðra sinna — í skólann. í tímum sitja þeir á bólstruðum stólum, og að kennslustundum loknum geta þeir farið niður í kjallara skólahússins og hvílt ör- þreyttar heilafrumur við tóm- stundaföndur eða knattborðsleiki. Og ofan í kaupið leg-gja kennarar þeirra fram alla sína krafta til að gera þá að sannleiksleitandi vits- munaverum. '„Gamla yfirheyrslukerfið, þeg- ar nemandi átti að læra námsefn- ið' utan að og romsa því úr sér daginn eftir, er nú að hverfa,“ seg- ir Jón, „enda væri þá ekki rétt að kalla okkur kennara, heldur lieyrara, þá sem yfirheyra, eins og gert var í skólum fyrri alda. í þá daga gat kennari sagt, ja, þessir nemendur, sem sitja hver undir öðrum, kaldir og svangir, fyrir framan mig, verða annað hvort prestar eða lögfræðingar og þurfa þar af leiðandi að kunna ákveðnar staðreyndir. En í dag, á seinni hluta 20. ald- ar, er satt bezt að segja, að við höfum ekki hug-mynd um, hvaða þekking verður hagnýt eftir tíu ár. Staðreyndir raunvísinda breyt ast sífellt, framtíð tungumálanna er á huldu og mannkynssagan í endurskoðun. Hins vegar getum við verið vissir um, að þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum og beitingu dómgreindar kemur allt- af að gagni. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ Þess v-egn-a kem ég ekki til nem endanma og segi: Sannleikurinn býr í mér og nú skuluð þið læra hann utan að. Nei, 6g reyni að - fá þau til að leggja af stað að leita að honum sjálf. Áður voru |>að kommusetning og málfræði, sem skólar lögðu að- aláhei'zlu á. Kennarar voru bundn ir við vissa yfirferð. Gagnsleysi þessara fræða var enn átakan- legri í lélegri bekkjum gagnfræða skóla, þar sem sátu nemendur, varla færir um að skrifa nafnið sitt, oft frá heimilum, þar sem ekki sást pési, sem verðskuldaði bókanheiti.11 „Við viljum miða íslenzku- kennsluna við það, að unga fólk- ið læri að tala og skrifa málið sitt, og telju-m, að málskyn örvist með engu betur en lestri góðra bóka. Ég vil sízt gera lít-ið úr málfræð- inni, en það er vísindagrein, sem héfur takmarkað almennt gildi. Við álítum, að menntaskólanem- endum sé gagnlegra að tileinka sér efni og anda fornra og nýrra bókmennta heldur en læra að ’ greina þær í orðflokka og beyg- ingarmyndir.“ „En ég hef oft heyrt því haldið fram, að bókmenntir séu andlegur munaður fáeinna gáfaðra einstakl- inga. Það eru varla nema svo sem tíu ár, síðan þorri íslenzkra mennta skólanemenda taldi áhuga á þeim jaðra við sérvizku." „Það er ekki nema von,“ segii Jón, „að unglingar hafi lítið gam- an af bókum, sem þeir eiga að kunna utan að. Þá verður lestur- inn leiðinleg skylda. Við reynum að hjálpa þeim til að skil-ja.“ „Hvernig farið þið að því?“ „Við tökum okkur góðan tíma, reynum að brjóta hverja bók til mergjar. Eins og kunnugt er, skipt u-m við skólavetrinum í þrennt, haustönn, miðönn og vorönn. Á hverri önn förum við rækilega yf- ir eitthvert verk. Það getur verið fornsaga, nútímaskáldsaga, jafnvel Passíusálmar. Heyrðu, það var ann ars meðan ég kenndi við gagn- ræðaskþlann í Kópavogi, sem ég var með sálmana. „Varla hafa táningarnir í Kópa- vogi haft gaman af þeim?“ „Að Passíusálmunum? Það held ég nú. Enda eru þeir alveg stór- kostlegir — byggingin eins og dýrðlegasta tónverk. Hver einasti sálniur hefur sín lykilorð, sem ganga eins o,g stef frá upphafi til enda. f 44. sálminum til dæmis koma alltaf til skiptis orðin „fað- ir“ og „hönd“ og vefjast saman í erindinu: Vertu, Guð faðir, faðir minn i frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafilí. Eða í 25. sálmi, hvernig séra Hallgrímur notar m.a. þar orðið „út“. Hann byrjar með því að lýsa, hvernig Jesús er hrakinn út úr musterinu, hæddur og smáður og alls staðar útskúfaður. En Jesú pína opnar syndugum mönnum hlið guðsríkis, og þang- að stígur Hallgrímur og gerist for- söngvari englahers, sem syngur Guðs syni lof og dýrð, svo berg- málar um allar himnahailir. Andstæðurnar í fyrri og seinni hluta sáimsins eru gagnhugsaðar. Heldurðu, að það sé tilviljun, að Passiusálmarnir urðu þjóðinni langhjartfólgnastir af öllum þeim lútherska kveðs-kap, se-m flæddi yfir þjóðina eftir siðaskipti Nei, list-brögðin, sem sá fátæki klerk- ur, séra Hallgrímur, kunni að beita mögnuðu orð hans, svo að þau urðu hrjáðum huggun fram á okk ar daga. Þú skalt einhvern tíma lesa það, sem Magnús Jónsson dósent og Halldór Laxness hafa skrifað um Passiusálmana, og þá hætta þeir að fara inn um annað eyrað á þér og út um hitt. En svo ég snúi aftur að mennta- skólanu-m hér við Hamrahlíð, pá lásum við á fyrstu haustönn Hrafn kels sögu Freysgoða. Síðan lásum við Kjalnesinga sögu með því að hún gerist í nágrenni Reykjavík- u-r og hægt um hönd að skoða sögusviðið. Fóru kennarar og nem endur einn dag að Elliðavatni, Kollafirði, Esjubergi og fleiri bæj um, sem komu við mál Kjalnes- inga, og gengu að fossinum Glym í Hvalfjarðarbotni þennan sama dag. Að öðru leyti hagaði ég kennslu Kjalnesinga sögu þannig, að fyrst hraðlásu nemendur hana. Síðan tal aði ég um hana í niðrandi tón. Fann ég henni flest til foráttu og vitnaði í viðurkenndar fræðibæk- ur, sem telja, að fyrstu kafia-r sög- unnar, u-m landnámsmanninn Ör- Iyg, sem reisti fyrstu kirkju á ís- landi, kom-i meginefninu ekkert við og séu galli á byggin^n verks- ins. 653

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.