Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1968, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1968, Blaðsíða 13
Einn dönsku kirkjuhöfðing janna á nærbuxunum með hatf sinn eins og betliskál. ^kapmikill og einstrengingslegur þrumuklerkur, sem hvorki vék um nárstoreidd né vílaði fyrir sér að segja það"umbúðalaust, er honum bjó í brjósti, hvernig sem það var Virt. Siíkur maður sat auðvitað ekki á friðstóli. Það sauð og vall kringum hann — áhangendur hans dáðu hinn berorða og hugprúða krossferðarriddara, sem svo hik- laust sagði vonzku veraldarinnar stríð á hendur, en andstæðingar hans sættu færi að skaprauna hon- um og leituðust við að bregða fæti fyrir hann. Og hann lét eng- an eiga hjá sér, brýndi stálið í sjálfum sér og greiddi tvö högg fyrir hvert eitt, sem honum va,r ætlað. Hann hikaði ekki við að nota predikunarstólinn til þess að jafna þær sakir, sem hann átti við menn. Hann var líka til 'þess gerð- ur, stóllinn sá, að þuma þar að djöflinum og öllum hans fylgifisk- um. Árið 1937 dró til stórtíðinda. Þá flutti hann eina af hinum mögn- uðu brennisteinsræðum sínum, kryddaða mergjuðum, nærgöngul- um árásum á andstæðinga sína. Þetta var pistill, sem undan sveið. Og þeir, sem særðir þóttust og sví- virtir, tóku ádrepunni ekki með þögn og þolinmæði- Þeir kærðu prest fyrir kirkjuyfirvöldunum, og svo gróft þótti ræðusnið hans og orðafar; að nauðsyn taldist að setja ofan í hann. Varð sú ályktun kirkju yfirvaldanna, að hann skyldi sæta harðri áminningu í áheyrn safnað- ar síns. Nú var presti nóg boðið. Hann hafði talað af heilagri vandlæt- ingu yfir syndum spilltum og þrjózkum lýð, og minnugur þess, að framar bar að hlýða guði en mönnum, lét hann ekki sjá sig í kirkjunni, er biskup kom þarigað á messudegi með föruneyti sínu til þess að fullnægja dóminum. Þetta var þverúð og iðrimarleysi, sem kirkjuyfirvöldin gátu ekki fellt sig við, og þó féll þeim kannski mest fyrir brjóst óvirðingin, er þeim var sjálfum sýnd. Eitthvað varð að haf- ast að, ef aginn átti að vera annað og meira en máttlaus orð, sem hafa mátti að engu. Séra Anton Laier var sviptur kjól og kalli, og sú linkind ein var honum sýnd, að honum voru ánöfnuð hálf eftir- laun. Þegar þetta gerðist, hafði séra Antofl sér til gamans búið til eina myndastyttu úr sementssteypu. Sjálfum virtist honum sem honum hefði tekizt allvel, og nú, þegar embættisannirnar voru frá honum teknar, tók hann fyrir alvöru að leggja stund á slíka myndagerð. Hann bjó þessurii styttum stað í garði sínum, sem smám saman fylltist undarlegu samsafni grárra líkneskja, sumum ekki par geð- þekkum. Ekki þarf að hafa um það mörg orð, að prestur taldi sig' ofsóttan og hrakinn. Og hann var ekki þannig skapi farinn, að hann sætti sig í auðmýkt við píslarvættið. Hann fylltist hatri og beizju og brynjaði sig dæmafárri fyrirlitn- ingu á hálfvelgju, hræsni og hug- leysi fyrrverandi stéttarbræðra sinna og yfirboðara. Allt þetta lagði hann í myndir sínar. Þar mátti þekkja marga mikils metna samborgara hans, tíðum næsta ó- vdrðulega á sig komna, einkum þá, sem hann hafði átt í höggi við eða uppi höfðu kenningar, er sóru sig í ætt við Fariseana. Þetta olli því að myndagerð hans varð mörgum hin mesta hneykslunarhella og garður hans með styttusafninu sannnefhd viðurstyggð. Það var engin hætta á því, að skap hans mýktist með aldrinum. Nepjan, sem um hann næddi, kom í veg fyrir það. Hvert hnjóðsyrði, sem hann heyrði um sig eða las í blöð- um, festist honum í minni, og ó- Eina líkneskjan, sem ekkl er af þekkj anlegum mannl — or| kannski hin bezta. XlMINN - SUNNtDAGSBLAÐ 66?

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.