Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1968, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1968, Blaðsíða 22
Þeir fáu Gyðingar sem handtekn- ir voru fengu mikið af matarpökk- um og kóngurinn var alltaf að þrasa í þvi. að sæmilega væri far- ið með þá, svo flestir þeirra hjörðu fangavistina af. Sú samvinna, sem tókst manna milli, á sivo óvæntan hátt varð síðan til að styrkja andspyrnu- hreyfinguna dönsku. Hið leynilega samgöngukerfi, sem svo vel hafði reynzt, kom andþýzkum skemmd- arverkamönnum í góðar þarfir, enda fjölgaði þeim á skömmum tíma upp í fjörutíu þúsund. Þeir eyðilögðu vopnaverksmiðjur, töfðu józku járnbrautirnar, sem tengdu þýzkan herstyrk í Noregi við föð- urlandið og vísuðu brezkum sprengjuflugvélum á aðalstöðvar Gestapó í Kaupmannahöfn og Ár- ósum. Montgomery taldi, að í engu landi hefði andspyrnuhreyfing gegn þýzku hernámi staðið sig bet- ur. En frelsið er dýrt. Aftökusveitir og banvæn fangelsi réðu niðurlög- um rúmlega þrjú þúsund föður- landsvina. Margir aðrir horfðust í augu við dauðann. Undarleg varð saga einnar fisksölukerlingar. Hún hét Nielsen, var ekkja með sex börn og seldi fisk á markaðs- torgi í Kaupmannahöfn. Tveir Gyð ingar, bræður, sem seldu blóm á næsta borði, báðu hana að biðja fiskimenn, sem hún þekkti um að bjarga sér. Hún gerði það, og síð- an komu fleiri. Vegna starfs síns hitti hún fiskimenn á hverjum morgni og átti hægt með að koma til þeirra skilaboðum frá and- spyrnuhreyfingunni. Oft faldi hún flóttamenn í litla húsinu sínu, og elztu börn hennar fylgdu þeim síðan til skips. Loks sendi Gesta- pó hana til Ravensbrúck-fangabúð- anna, og með því að hún hafði bjargað tugum barna til Svíþjóðar, fannst þeim snjallt spaug að láta hana halda áfram að „hlynna“ að Gyðingabörnum. Þau sem voru of lítil til að geta gengið sjálf inn í gasofnana var hún látin bera. Eftir nokkrar vikur neitaði hún að halda þessu áfram og var þá dæmd til daúða. Þrisvar var hún sett í biðröðina við gasofninn. í fyrsta skipti átti hún líf sitt að launa sápustykki, sem hún hafði fengið í Ranðakrossböggli að heim an, og gat mútað verðinum með. í annað skipti gat hún keypt sér líf með einhverju úr öðrum böggli. í þriðja skipti átti hún ekkert eft- SEMENTSPRESTURINN Á Framhald af 662. sí3u. hann verið ofsóttur, og nú dregur óumflýjanlega að ævilokum. Þess vegna lá mikið við að finna upp einhver ráð til þess að bæta síð- ustu skaprauninni ofan á allt, sem undan var gengið: Að tortíma myndasafninu. Vegurinn er yfir- skin, segir séra Anton Laier, upp- hugsaður í þessum göfuga tilgangi. Ein styttan er af Kristi á kross- inum. Það verður ekki amalegt fyrir hrossaprangarana, bæði þá, sem það eru í bókstaflegri merk- ingu, og hina, sem eru það í lík- LEIÐRÉTTING Sverrir Thoroddsen hefur beðið fyrir leiðréttingu á vísu, sem höfð var eftir afa hans, Jóni Thoroddsen, í grein Þorvalds Teitssonar „Úr botni Hvalfjarðar11, sem birtist í Sunnudagsblaði Tímans 21. júlí. Rétt er vísan svona, segir Sverrir: Þetta kuldi þykir mér, þar hjá Leirárvogum, á grautardöllum gaddur er, gengur ís á trogum. Þorvaldur Steinarsson telur vís- una orta veturinn 1858 til 1859. Það mun ekki rétt. Jón var ekki kom- inn að Leirá þá. Vísan mun ort veturinn 1865, og er svo talið 1 ljóðabók Jóns Thoroddsens. ir til að fala líf sitt fyrir. Hún stóð nakin við dyr gasofnsins, reiðu búin að deyja. Á þeirri stundu barst henni til- kynning um, að sænski greifinn Folke Bernadotte hefði samið við Himmler um að fá afhenta alla Dani í þýzkum fangabúðum. Grimmir eru þeir tímar, þegar eitt sápustykki ræður stöðu á vog- arskál lífs og dauða. En á slíkum tímum kemur líka umbúðalaust fram í dagsljósið, hverjir eru í hjarta sínu hetjur, hverjir heiglar. Lausn 27. krossgátu VENDLI — ingum talað í krafti kennimann- legs embættis, að aka til markaðar ins um veg, sem gerður er af mulningi úr henni. Svo segir séra Anton Laier, þegar þessa sam- göngubót ber á góma, í senn ó- skelfdur og óbilgjam eins og hann hefur verið alia ævidaga sína. Og hefur góða von um, að hönd al- mættisins muni í fyllingu tímans Ijósta þá í réttlátri reiði, er á því lúalagi hafa legið að níða af hon- um skóinn. Þó að skipulagsstjór- arnir teikni vegina í Vendilsýslu, verða þeir ekki til kvaddir, þegar lúður dómsins gellur og sauðum og höfrum verður vísað til eilífr- ar vistar handan við endimörk Jótlands. Og séra Anton Laier slær upp Opinberunarbókinni, þar sem sagt er, hvaða staður dýrinu og falsspámanninum var fyrirbú- inn. Peir, sem hugsa sér a3 halda Sunnudags- blaðinu saman, ættu að athuga hið fyrsta, hvort eitthvað vantar í hjá þeim og ráða bót á bví. B?----KKJWsl SSC1G50E1 fiSOE3CJ.ni SSG10G1E1 SSClOOSi ssraassB ■ \ 5 fl L L \ J £ 0 N M H V 1 s 5 \ £ ~i7~ 0 t> 0 W \ \ \ \ Ó X \ c E \ 1 J y \ L J ó R R i\ Tl K fl S1 sl fí N N ¥ \ l fi \ T V R n s W n t n \ K & s T 1 R s \ fll V I £ 1 ¥ \ ý S n R G! n K \ R T1 T 5 \ £ fl' fi \ £ I t V L e J \ fl T £ \ R £ 1 Ð H j ~0 L V M V M \ 0 53 I N \ £ K \ M J f r \ \ p £ N l N r \ R ú \ ~r~ 0 ¥ K l \ 5 £ n R T c K I s V R s £ L TT n ¥ N ¥1 ¥ TT JT ¥ 2 S T\ W 670 . T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.